Morgunblaðið - 12.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 12.03.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingarréttu sig afeftir ytri áföll og skilyrði þess tryggði sjálfstæð mynt og lokaorð í eigin ranni. Sjávarútvegur tók og hjálp- legan kipp og skipti miklu. En nýlundan var að krónan sendi merki sem ferðamenn námu um að nú skyldi vitja óvenju- legs lands stórbrotinnar nátt- úru og hún gerði það viðráð- anlegt í kjölfar mikilla sviptinga. Það skeið stóð nógu lengi til þess að gefa landinu og mögu- leikum þess færi á að spyrjast vel út, og hefði íslenskt þjóð- arbú aldrei haft bolmagn til að kosta sambærilega auglýs- ingaherferð. Ekkert gerir ferðaiðnaði jafn gott og já- kvætt og hvetjandi umtal byggt á góðri reynslu. Nú er sama liðið og réðst inn í sjálft Alþingishúsið með of- beldi tekið að beita sér gegn batnandi ástandi á Íslandi. Það ætlar sér að knýja sam- drátt í kaupmætti sem hækkað hafði meira en í annan tíma. Öllu skipti að verðbólga þoldi við vegna slaka sem fyrir var. Það er ekki staðan nú. Úr því sem komið er sýnist fyrir- sjáanlegt að efnahagur og kaupmáttur muni taka dýfu og spurningin aðeins sú hversu djúpt sekkur. Þegar þeirri spurningu hef- ur verið svarað má áætla hversu mörg ár þurfi til að ná áttum á ný. Þá skiptir efnahags- umhverfið miklu. Ekki aðeins hjá nágrannaþjóðum heldur einkum þeim sem eru við- skiptalega þýðingarmest. Við súpum enn seyðið af hærri hlutdeild í efnahagsþving- unum við Rússa en aðrar þjóð- ir í Evrópu. Hingað hringdi skrifstofumaður frá ESB í kontórista við Rauðarárstíg og saman létu þeir óvitana álpast í þessi ósköp umræðu- og at- hugunarlaust! Sá skaði er fyrir löngu orðinn tilfinnanlegur en annað er einnig undir. ESB hefur enn ekki jafnað sig eftir „hrunið“ sem svo er kallað hér á landi. Evran þvældist illa fyrir. Fréttir af forysturíki sambandsins um hikstaköst þess á síðasta ári voru ekki efnilegar. En ástandið hefur versnað. Hag- stofa landsins segir nú að hag- vöxtur hafi mælst 0,2% á síð- asta ársfjórðungi. Það hljómar illa en gleðiglufan sögð sú að menn hafi sloppið við tvo hag- vaxtarlausa ársfjórðunga í röð. Því þriðji fjórðungur árs- ins var við 0-ið. Tölur um hag- vöxt nokkrum vikum eftir lok fjórðungs eru mjög óöruggar. Og sérfræðingar í þessum efnum segja að eftir því sem tölurnar verði áreiðanlegri muni þær sennilega lækka. En þetta er þó ekki það versta. Það veikir fréttirnar úr nýliðinni fortíð að merkin sem sjást þegar á nýju ári lofa ekki góðu. Vandinn er sá, segja sér- fræðingar, að sé horft til árs- ins 2018 í heild þá voru sam- dráttareinkennin ekki bundin við einangraða þætti í þjóð- arbúskapnum, því þau voru áberandi óþægilega víða. Eng- in efni eru því til að byggja undir væntingar um batnandi hag á þessu ári. Dökku hagtölunum fylgdu skýringar. Vísað var til al- menns samdráttar í heimsbú- skapnum. Bifreiðaframleiðsla átti á bratta að sækja í Þýska- landi því að kaupendur héldu að sér höndum vegna misvís- andi skilaboða frá yfirvöldum um reglusetningu útblást- ursþátta í bílaiðnaði. Hringlið í nafni „vísinda“ hefur verið með miklum ólíkindum, stund- um er dísel allra meina bót en næst er það eitraðra en flest. Og tilraunir til að svindla á kerfinu bættu ekki úr. Þá er sagt að Trump forseti hafi hót- að háum tollum á þýskan bíla- iðnað. Kannski verður þó ekki úr því, geltandi hundur bítur síður en urrandi segja hag- fræðingar og munu sérfróðir í því sem öðru. Þýskaland er ekki eitt í ESB um efnahagsleg vandræði. Hið opinbera hagkerfi Ítalíu var í mínus í fyrra að sögn forsætis- ráðherra og horfur síst betri. Ekki er víst að ítalska neðan- jarðarhagkerfið, sem er með því stærsta í álfunni, standi betur, en það hefur stundum bjargað nokkru þegar hið opinbera engist. Þjóðverjar og Frakkar „björguðu“ efnahag Grikk- lands og því er spáð að það land þurfi heila öld að jafna sig eftir þær „björgunaraðgerð- ir“. Björgunin beindist ekki að Grikkjum nema til að neyða þá til að bjarga þýskum og frönskum bönkum sem þeir skulduðu. Sama hugsunin og var á bak við tilraunir til þjóð- arsvika um Icesave hér á landi, sem almenningur drap. Spánn er í vaxandi vandræð- um og Írland hefur ekki náð sér að fullu eftir „björgunar- aðgerðir“ gagnvart þeim í þágu evrópskra banka. Og svo er það Brexit. En Theresa May segir að Brexit þýði Brex- it nema að á daginn komi að það þýði ekki neitt. To be May or may Be getur þó ekki verið spurningin. Ástand efnahags- mála er viðkvæmt víða, en Ísland eitt í sjálfsvígsleiðangri} Slær í baksegl S tjórnmálaumræða þróast í takt við tímann líkt og allt annað. Áður fyrr fór hún að mestu fram á fundum og á síðum blaðanna, í mörgum tilvikum blaða sem voru í eigu stjórnmálaflokka. Þeir sem ýmist sóttu fundi eða lásu blöðin gátu slegið sér upp á því að að vera með puttann á púls- inum um það sem var gerast í samfélaginu – í það minnsta á vettvangi stjórnmálanna. Allt er þetta breytingum háð eins og ann- að. Það þarf varla að útskýra í löngu máli hvernig stjórnmálaumræða nútímans fer fram á samfélagsmiðlum og í ógrynni fjöl- miðla að viðbættum fundum. Bein og milli- liðalaus samskipti kjörinna fulltrúa og kjós- enda fara fram með ýmsum hætti. Sú hringferð sem þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins stendur nú fyrir sýnir vel hversu mik- ilvægt það er fyrir þingmenn og kjósendur að eiga opið samtal. Hin góða mæting sem verið hefur á þá fjöl- mörgu fundi sem þingflokkurinn hefur staðið fyrir sýn- ir líka hversu mikinn áhuga fólk hefur á að ræða við kjörna fulltrúa. Við þetta má bæta að fjölmörg félög innan Sjálfstæðisflokksins standa fyrir reglulegum fundum um ýmis málefni. Stundum er því haldið fram af þeim sem eldri eru að unga fólkið hafi ekki skilning á því sem er að gerast í þjóðfélaginu og kunni ekki að bregðast við því sem á bjátar. Ég læt vera að svara hér því yfirlæti sem felst í því að telja yngra fólk ekkert skilja og ekkert vita þeg- ar kemur að stjórnmálum. Mér finnst betra að láta verkin tala. Þau verk eru ekki einungis unnin í húsa- kynnum Alþingis, heldur fara þau fram á fundum víða um land, í beinum samtölum við kjósendur og síðast en ekki síst á samfélagsmiðlum. Nú kann einhver að hrista hausinn yfir því og hugsa um leið hvað þessi stelpa sé að tala um. Staðreyndin er þó sú að meðal- mæting á hefðbundinn fund stjórn- málaflokks er á bilinu 20-50 manns, þótt finna megi dæmi um betri mætingu í ein- hverjum tilvikum. Þessi grein, líkt og aðrar sem ég skrifa hér um hin ýmsu málefni stjórnmálanna, birtist hins vegar í Morg- unblaðinu þar sem þúsundir munu lesa hana. Í kjölfarið mun hún birtast á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins, Facebook-síðu minni og öðrum samfélagsmiðlum þar sem enn fleiri lesa um hana. Einhverjir munu skrifa athugasemdir við hana, ýmist jákvæðar eða neikvæðar, og mér gefst kostur á að svara þeim athugasemdum eftir tilvikum. Stjórnmálaumræðan er fjölbreyttari en hún var áður og vettvangurinn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er breiðari. Það þýðir ekki að umræðan sé verri, þvert á móti. Sú opna umræða sem á sér stað bæði á fundum og á samfélagsmiðlum er allt í senn til þess fallin að gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að hafa áhrif, koma skilaboðum sínum og stefnumálum á framfæri, taka við skilaboðum og ábendingum frá kjós- endum um það sem betur má fara, bregðast við þeim athugasemdum og síðast en ekki síst auka skilning stjórnmálamanna á viðhorfum og daglegu lífi þess fólks sem þeir starfa fyrir. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Stjórnmálaumræða nútímans Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skiptar skoðanir eru meðalsveitarfélaga um frumvarpum breytingu á lögum umkosningarétt. Frumvarpið kveður á um að landsmenn hljóti kosningarétt í sveitarstjórnarkosn- ingum við 16 ára aldur. Einungis fimmtán sveitarfélög hafa sent inn umsögn til stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis um frumvarpið en nokkur sveitarfélög hafa lýst því yfir að skoðanir um frumvarpið séu svo skiptar að sveit- arstjórnir hafi ekki forsendur til að samþykkja umsögn um málið. Á þeim 15 umsögnum sem hafa borist frá sveitarfélögum landsins má sjá að ekki ríkir einhugur um málið á sveitarstjórnarstigi. Samband ís- lenskra sveitarfélaga hefur hvatt all- ar sveitarstjórnir til þess að fjalla um frumvarpið og senda umsögn um það að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, for- manns Sambands íslenskra sveitarfé- laga. „Afstaða sveitarfélaga er mis- munandi og það er mikilvægt að skoða málið gaumgæfilega áður en stór skref eru stigin,“ sagði Aldís í samtali við Morgunblaðið. Allir skattgreiðendur fái kosningarétt Meginrök fyrir því að rétt sé að lækka kosningaaldur í 16 ár eru að mati Grundarfjarðarbæjar, að frá sama aldri þurfa börn að greiða tekjuskatt af tekjum sínum líkt og fullorðnir. Í umsögn frá Grund- arfjarðarbæ segir enn fremur að ákveðið samræmi sé því tryggt milli skattskyldu og kosningaréttar. Þá styður mannréttindaráð Reykjavík- urborgar frumvarpið, með vísan til stefnu sem borgin hefur samþykkt um innleiðingu Barnasáttmála SÞ í skóla- og frístundastarfi. Í sex umsögnum frá sveitar- félögum er mælt með samþykkt frumvarpsins, þar má nefna umsögn Vesturbyggðar og ungmennaráða Akureyrarbæjar, Dalvíkurbæjar og Hornarfjarðar en í öðrum umsögnum er neikvæð afstaða tekin gagnvart frumvarpinu. Sveitarstjórn Bláskóg- arbyggðar telur að stofnun ungmenn- aráða, sem starfa nú í mörgum sveit- arfélögum, ætti að vera fyrstu skrefin til að auka þátttöku ungs fólks í mál- efnum sem varða íbúa og samfélagið. Þá telur bæjarráð Hveragerðisbæjar ekki rétt að aðskilja kosningarétt og kjörgengi en að stórt skref yrði stigið ef réttindi yrðu öll samræmd ákveðnum aldri, til dæmis 18 árum. Í frumvarpinu segir að með því að veita ungu fólki á aldrinum 16-18 ára kosningarétt yrði stigið stórt skref í áttina að því að efla rödd ungs fólks í samfélaginu en umboðsmaður barna segir að efla megi lýðræðislega þátttöku barna með öðrum leiðum. Í umsögn frá embættinu segir að lýð- ræðisleg þátttaka barna og ung- menna snúist um fleiri þætti en lækk- un kosningaaldurs. Aðrar leiðir séu færar til að virkja börn til þátttöku í sínu nærsamfélagi, til að mynda lýð- ræðislegt samráð og möguleikar á áhrifum á fyrri stigum ákvarðana- töku hjá ríki og sveitarfélögum. En verði frumvarpið að lögum í ár, þegar þrjú ár eru til næstu sveitarstjórn- arkosninga, gefist tækifæri til að efla samfélagslega menntun barna og búa þau undir það að hafa kosn- ingarétt 16 ára að aldri. Í umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um frum- varpið er bent á að á öðrum Norðurlöndum virðist ekki vera stefnt að því að lækka kosningaaldur í 16 ár, auk þess sem önnur atriði frum- varpsins kalli á endurskoðun laga um kosningar til sveitarstjórna. Ósammála um lækk- un kosningaaldurs Andrés Ingi Jónsson, þingmað- ur Vinstri grænna, flytur nú frumvarpið í annað sinn, en það hefur nú verið flutt alls fjórum sinnum. Fyrst lagði Katrín Jak- obsdóttir fram frumvarpið í byrjun 2017 en síðan þá hefur það verið endurflutt þrisvar. Þegar frumvarpið var endurflutt í annað skipti í lok ársins 2017 komu fram sjónarmið um að of skammur tími væri til stefnu til að undirbúa breytinguna fyrir sveitarstjórnarkosningar sama vor og var því 3. um- ræðu ekki lokið. Í frum- varpinu segir að dræm og dvínandi þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjaf- arþinga og sveitarstjórna sé víða stað- reynd og valdi áhyggj- um af fram- tíð lýðræðis. Endurflutt í þriðja skipti VINSTRI GRÆNIR FLUTNINGSMENN Andrés Ingi Jónsson Morgunblaðið/Eggert Kosningar Skiptar skoðanir eru um hvort lækka eigi kosningaaldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.