Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 ✝ Sigurður Páls-son fæddist 19. september 1936 í Reykjavík. Hann lést 2. mars 2019 á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Hann var yngsti sonur Páls Sigurðs- sonar prentara og Margrétar Þorkels- dóttur húsfreyju. Systkini hans voru Þorkell bifreiðasmiður, Steinunn hús- móðir, Kristín fóstra og for- stöðumaður og Svandís kennari. Sigurður kvæntist 5. október 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu G. Möller söng- konu, f. 28. apríl 1938. Hún er dóttir Gunnars J. Möller hæstaréttarlögmanns og Ágústu Guðnadóttur Johnsen húsfreyju. Dætur Sigurðar og Jóhönnu eru: 1) Ágústa Helga, lögfræð- ingur, f. 21. ágúst 1960, d. 9. apríl 1990, var gift Búa Krist- jánssyni myndlistarmanni og eignuðust þau þrjá syni; Hauk Þór þýðanda, í sambúð með Kol- brúnu Mist Pálsdóttur, Birgi Hrafn lögfræðing, kvæntur Sæ- unni Ýri Marinósdóttur, synir þeirra eru Daníel Leó og Atli Hrafn, og dr. Arnar Má hag- fræðing, sonur hans er Viktor Örn. 2) Margrét Kristín, tónlistarkona, leik- kona og kennari, f. 11.12. 1963, gift dr. Börge J. Wigum jarðverkfræðingi og eiga þau tvö börn; Emblu Gabrí- elu og Ágúst Örn. Sigurður ólst upp í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1957, söngkennaraprófi frá KÍ 1957, BA-prófi í kristnum fræð- um og uppeldisfræði ásamt kennsluréttindum á framhalds- skólastigi frá HÍ 1978, embætt- isprófi í guðfræði frá HÍ 1986 og doktorsprófi í menntunarfræði frá KHÍ 2008. Sigurður var kennari við Breiðagerðisskóla 1957-69, lög- regluþjónn í Reykjavík sumrin 1961-68, skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka 1969-77, stundakennari við MR 1979-82, við KHÍ 1979-2010 og við guð- fræðideild HÍ 1994-2010, náms- tjóri í kristnum fræðum og fíknivörnum við skólarann- sóknadeild menntamálaráðu- neytisins 1977-84, deildarstjóri námsefnisgerðar hjá Náms- gagnastofnun 1984-86, for- stöðumaður námsefnissviðs hjá Námsgagnastofnun 1987-90, settur sóknarprestur í Hall- grímssókn 1988-89 og aftur um skeið 1993. Hann var fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags 1990-97 og gegndi embætti sóknarprests í Hall- grímskirkju 1997-2006. Meðal trúnaðar- og nefndar- starfa sem Sigurður gegndi má nefna að hann sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1998-2012 og var kjörinn heiðursfélagi í tilefni af 200 ára afmæli félags- ins 2015. Hann átti auk þess sæti í þýðingarnefnd Gamla testa- mentisins 1990-2007. Sigurður sat í stjórn KFUM í Reykjavík 1974-86, var formaður 1978-84 og 1985-86, og var gerður að heiðursfélaga í samtökunum ár- ið 2017. Sigurður samdi fjölda kennslurita í kristnum fræðum auk erinda og ritgerða um krist- ið uppeldi og trúarbragða- kennslu í skólum. Hann hlaut viðurkenningu Hagþenkis, fé- lags höfunda fræðirita og kennslugagna, 1997 fyrir að semja vandað og vekjandi náms- efni í kristnum fræðum. Meðhöf- undur hans var Iðunn Steins- dóttir, kennari og rithöfundur. Haustið 2015 kom út eftir hann bókin Mínum Drottni til þakk- lætis, saga Hallgrímskirkjusafn- aðar í Reykjavík. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 12. mars 2019, klukkan 14. Ég minnist Sigurðar Pálssonar með þakklæti og virðingu. Við Sigurður áttum margs konar sam- skipti gegnum árin vegna tengsla milli fjölskyldna okkar og starfa minna á vegum Gídeonfélagsins, en Sigurður bar hag þess mjög fyrir brjósti, enda megintilgangur þess sá sami og Biblíufélagins þar sem hann var áður framkvæmda- stjóri. Þá naut ég góðs af pred- ikunum Sigurðar sem prests í Hallgrímssöfnuði. Sigurður vann um árabil að málefnum kristin- fræðinnar á vegum hins opinbera, en verkefnið var honum afar hug- leikið. Við vorum á einu máli um þau mistök sem borgaryfirvöld í Reykjavík sýndu með nýjum reglum um samskipti trúar- og lífsskoðunarfélaga og skóla, sem bönnuðu heimsóknir Gídeon- manna í grunnskóla til að segja frá Gídeonfélaginu og bjóða grunnskólanemendum Nýja testamenti að gjöf til stuðnings kristinfræðikennslunni í skólun- um. Gallinn var sá að borgaryfir- völd gerðu ekki greinarmun á fræðslu og boðun í þessu sam- bandi, en fræðsla um kristni er skylda og nauðsyn fyrir grunn- skóla í samfélagi kristinnar menn- ingar, og Nýja testamentið hefur jafnan verið stuðningsrit sem tengst hefur kristinfræðikennsl- unni. Sem prestur í Hallgríms- kirkju var Sigurður áhrifamikill predikari. Guðsorðið var Sigurði ekki léttvægt – hann umgekkst það ekki af neinni yfirborðs- mennsku. Honum var í mun að kryfja merkingu þess og heim- færa það svo allir gætu séð og skil- ið hve brýnt það væri fyrir líf þeirra og raunar samfélagsins alls. Predikanir Sigurðar eru með- al þeirra allra bestu og uppbyggi- legustu sem ég hef hlýtt á um æv- ina. Að leiðarlokum votta ég Jóhönnu og fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð og bið Guð að blessa minningu Sigurðar Pálssonar. Rúnar Vilhjálmsson. Elsku afi minn. Mikið er sökn- uðurinn sár. Þú hefur snert svo stóran hluta af mínu lífi, og tekið svo mikinn þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag, að missirinn bergmálar um mig all- an. En eins erfitt og það er að kveðja þig þá er svo ótal margt sem ég er þakklátur fyrir. Ég á svo margar ljúfar minningar af þér, og stundunum okkar saman, að síðustu daga hef ég varla gert annað en að tárast og brosa til skiptis. Maður hittir ekki oft manneskj- ur sem maður upplifir að séu góð- ar í gegn, en þú varst það afi minn. Duglegur, ósérhlífinn, fullur af kærleik og hugsaðir fyrst og fremst um alla aðra en sjálfan þig. Betri fyrirmynd er varla hægt að hugsa sér. Þú hefur alla mína ævi verið kletturinn í fjölskyldunni, alltaf til staðar og alltaf tilbúinn að aðstoða við öll hugsanleg vanda- mál. Enginn annar hefur fengið leyfi til að kalla mig Krumma og ég minnist þess þegar við sátum saman, þú tókst í höndina á mér, horfðir á mig kærleiksríkum aug- um og vitnaðir í ljóð Davíðs Stef- ánssonar: Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Birgir Hrafn (Krummi). Það er erfitt að ímynda sér til- veruna án þín, elsku Diddi frændi, mín dýrmæta fyrirmynd um svo margt. Minningarnar hlaðast fram og tárin taka að streyma nið- ur kinnar. Hann Diddi frændi gat allt. Var óvenju mikið gefið á svo mörgum sviðum. Afkastamikill, skarpur, djúpskyggn á mannlegar tilfinningar og þarfir, umhyggju- og elskusamur. En hann hafði líka sinn kross að bera, þungar byrðar sem drógu úr honum og ollu mik- illi vanlíðan. Glíma innilega trúaðs kristins manns var því oft erfið og lamandi, þar sem glitti í von en úr- slit voru oft ekki sjálfgefin eða svörin einföld. Diddi minn, takk fyrir flotta kassabílinn sem þú smíðaðir handa mér þegar ég var stubbur. Takk fyrir að taka að þér að skrifa 50 ára sögu Gídeonfélagsins á Ís- landi 1945-1995. Bókina um Vatnaskóg 1923-1983. Takk fyrir vel gerða bók um sögu Hallgríms- kirkju. Allar aðgengilegu kristin- fræðinámsbækurnar þar sem biblíusögurnar lifnuðu við, urðu aðgengilegar og skiljanlegar. Takk fyrir að benda svo fallega á í ákveðnu samhengi á viðkvæmum tímum að Guð væri ekki niður- lægjandi dæmandi afl sem stöðugt væri með vísifingurinn á lofti svo fólk þyrfti að hrökklast inn í skápa eða undir stóla. Takk fyrir mann- skilning, virka hlustun og mildi og takk fyrir að kynna Jesú Krist sem elskandi frelsara og eilífan líf- gjafa sem stendur með sinn hlýja, opna, útbreidda, umvefjandi faðm sem allir eru velkomnir að leita sér skjóls í, sama hvað. Takk fyrir að standa með mér um aldamótin þegar ég starfaði sem fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK. Takk fyrir að taka að þér að annast útför elsku mömmu í mars 2006, þinnar stóru systur sem passaði þig þegar þú varst snáði og bar allnokkra ábyrgð á uppeldi þínu þar sem amma og afi voru oft heilsutæp. Takk fyrir snilldarlega samantekin minningarorð og ekki síður um pabba síðar sama ár. Þú varst mikill orðsins meistari og snillingur með svo næmt hlust- andi hjarta. Takk fyrir að skíra yngsta son minn, Pál Steinar, í Friðrikska- pellu 1995 og ferma hann svo á sama stað 2009. Mér þótti verulega vænt um þig og mikið til koma en fann líka oft svo til með þér. Ég hélt alltaf svo innilega með þér, enda him- nesk fyrirmynd, algjörlega með báða fætur á jörðinni. Þú kynntist fegurð lífsins sem þú elskaðir en einnig þjáningu og dauða líkt og frelsarinn, sem þú hefur nú fengið að líta og hefur gefið þér líf án þjáninga um alla eilífð. Ég treysti því að nú hafir þú hlotið hinn himneska frið sem þú þráðir svo heitt og boðaðir. Dýrð sem aldrei mun þrjóta. Þar sem spurningum verður svarað. Þar sem elsku engillinn þinn hún Ágú tekur á móti þér. Þín verður sárt saknað. En ég samgleðst þér að fá nú að baða þig í faðmlagi hinnar himnesku ljóm- andi dýrðar. Guð umvefji og blessi elsku Jóhönnu, Stínu og ykkur öll sem hann unni heitast og elskaði mest. Takk fyrir allt, elsku Diddi frændi. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í mínu hjarta. Við sjáumst svo fljótt. Kærleikurinn mun sigra. Lifi lífið! Þinn einlægur frændi og aðdá- andi, Sigurbjörn Þorkelsson. Ég minnist, með virðingu og þökk, frænda míns, Sigurðar Páls- sonar, eða Didda Páls, eins og hann var jafnan kallaður í fjöl- skyldunni. Faðir hans og afi minn í móðurætt voru bræður. Þegar ég horfi til baka er efst í huga þakk- læti fyrir ótal samverustundir og samvinnu, bæði á vettvangi KFUM og KFUK, og í tengslum við kristinfræði- og trúarbragða- fræðslu í skólum, einkum í kenn- aranáminu í Kennaraháskóla Ís- lands. Framlag hans til starfs KFUM og KFUK og Kristilegra skólasamtaka er ómetanlegt og ég minnist sérstaklega stuðnings og leiðsagnar hans við okkur sem yngri vorum í þessu starfi. Það var til að mynda ómetanlegt að hafa hann við hlið okkar sem sátum í stjórn Kristilegra skólasamtaka á þeim árum sem hann var fulltrúi KFUM og KFUK í stjórninni. Sigurður var alla tíð mikill skólamaður og kom víða við á þeim vettvangi. Einlægur áhugi hans og eldmóður birtist með ýmsu móti, meðal annars í nám- skrár- og námsbókagerð, greina- skrifum og fleiru. Það vakti at- hygli að þegar hann tók doktorspróf, undir lok starfsferils síns, var það meðvituð ákvörðun hans að það yrði frá Kennarahá- skóla Íslands. Hann var einn þriggja fyrstu og einu doktoranna sem útskrifuðust frá þeim skóla, skömmu áður en hann var samein- aður Háskóla Íslands. Viðfangs- efni doktorsritgerðarinnar ber vott um það sem hann bar jafnan fyrir brjósti, en það var vönduð kristindóms- og trúarbragða- fræðsla í skólum. Í ritgerðinni fjallaði hann um þróun þeirrar fræðslu hér á landi á 20. öld í sam- anburði við þróunina í nágranna- löndunum. Þegar ég fór að fást við kennslu á þessu sviði í Kennaraháskólan- um naut ég samvinnunnar við Sig- urð, en hann var þar stundakenn- ari um langt árabil. Ég naut ekki síður stuðnings hans, vináttu og hvatningar sem ég get seint þakk- að til fulls. Alltaf var hann tilbúinn að leggja sitt af mörkum og koma með góð sjónarmið og heilræði. Þegar ég heimsótti hann á sjúkra- húsið milli jóla og nýárs var hugur hans enn brennandi fyrir þessu málefni og í samtali okkar vitnaði hann í höfund, sem hann hafði les- ið nýlega, um mikilvægi trúar- bragðafræðslu á tímum fjölmenningarlegs nútímasam- félags. Samtalið var bæði gefandi og uppörvandi eins og svo oft áð- ur. Ég kveð frænda minn því með söknuði og djúpu þakklæti fyrir gefandi samfylgd og samstarf. Guð gefi fjölskyldunni huggun og styrk, og blessi minningu Sigurð- ar Pálssonar. Gunnar Jóhannes Gunnarsson. Sómamaður er fallinn frá. Lík- amlega hraustur að sjá í haust, en hafði orð á því að honum væri að daprast sýn. Í byrjun vetrar dimmdi yfir. Við rannsókn greind- ist illkynja mein við heila og nú er kær mágur minn allur. Hann var trúr kalli sínu og elskaði fjöl- skyldu sína. Ástúðin var hrein og afdráttarlaus svo unun var að fylgjast með. Hann var kennimaður af Guðs náð, mælti tæpitungulaust í stól- ræðum. Vandaði mál sitt í hví- vetna, í ræðu og riti, embættis- verkum, kennslu og daglegu tali. Hann var viðræðugóður, ekki bara um almenn efni og dægur- mál, heldur persónuleg mál, áföll- in í lífinu og trúmál, þar á meðal glímuna við efann sem tíðum leit- ar á eins og óboðinn gestur. Þótt hann væri maður alvörunnar var oft stutt í hnyttin tilsvör og at- hugasemdir, og hann brá gjarnan fyrir sig kveðlingi sem hæfði. Eftir skyldunám lá leiðin í kennaraskólann þar sem hann út- skrifaðist með kennsluréttindi á barna- og unglingastigi og söng- kennararéttindi að auki. Stundaði kennslu um árabil og var virkur í kórstarfi og söngstjórn. Sinnti ábyrgðarstörfum um langt skeið á vegum opinberra stofnana. Flest þau störf tengdust helsta hugðar- efni hans, kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum í íslenskum skólum. Sá brennandi áhugi hans leiddi til doktorsnáms og ritgerðar um stöðu og þróun kennslu í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum á Íslandi, sem hann varði við Kennarahá- skólann. Áður hafði hann lokið guðfræðinámi við Háskóla Ís- lands, kominn á miðjan aldur. Séra Sigurðar Pálssonar verð- ur eflaust helst minnst sem kenni- manns og farsæls sóknarprests í Hallgrímskirkju um 10 ára skeið. Ég mun einkum minnast mágs míns sem heimilisföður. Á heimili sínu kórónaði hann ævistarfið við hlið konu sinnar sem var djásnið í kórónunni. Í meira en 60 ár hlúðu þau að heimili ástar og elsku í blíðu og stríðu, gleði og sorg. Áfallið var þungt, þegar him- inninn hrundi yfir fjölskylduna við sviplegt fráfall eldri dóttur þeirra hjóna, Ágústu Helgu, frá þremur barnungum drengjum. Ung, fal- leg, bráðvel gefin, nýútskrifaður lögfræðingur í byrjun starfsferils féll hún fyrir óvægnum sjúkdómi. Á erfiðustu stund lífs þeirra um- vöfðu þau drengina hennar elsku sinni og bjuggu þeim öruggt skjól. Alúð þeirra í garð nærfjölskyld- unnar var aðdáunarverð. Harmurinn er sár Hönnu, eins og mágur minn ávallt nefndi konu sína, Möggu Stínu, Børge, Emblu og Ágústi, og bræðrunum þrem- ur, Hauki, Birgi og Arnari, sem nú eru fulltíða menn. Gnótt dýr- mætra minninga mun sefa sorg- ina. Nú hefur Ágú tekið á móti föður sínum á iðjagrænum ódáins- völlum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Jakob Þ. Möller. Hjónin á Akri, Bræðra- borgarstíg 25, áttu barnaláni að fagna. Þar bjó dásamlegt og kær- leiksríkt fólk. Ég heyri fyrir mér hvernig Margrét mamma þeirra fór með nöfn barna sinna; Denna, Dista, Dísa, Tolli og Diddi minn. Ég man sérdeilis vel hvernig hún sagði Diddi minn. Öll hétu þau góðum og gildum íslenskum nöfn- um: Þorkell, Steinunn, Kristín, Svandís og Sigurður. Diddi, sem rak lestina, var örverpið í stórum systkinahópi – eins og ég. Við frændsystkinin vorum jafnaldrar og afar samrýnd þegar við vorum börn. Mikill samgangur og samhjálp var á milli stórfjölskyldna okkar á árum áður. Það var að mestu fyrir mína tíð, og mun meiri en ég get rakið hér því veikindi og stórbruni höfðu varanleg áhrif á líf foreldr- anna, sem settu allt sitt traust á Guð. Mér finnst ég geta sagt að Drottinn flutti inn og bjó í hjörtum þeirra æ síðan. Margrét var afar bænheit kona og leituðu margir til hennar um hjálp að sögn móður minnar. Móðurbræður mínir og fjöl- skyldur þeirra komu saman á há- tíðum og lyftu sér upp við létta leiki og söng. Við Diddi vorum mestu mátar, enda langyngst í báðum fjölskyldunum og látið mikið með okkur. Diddi var nú ekki alveg til í að láta allt eftir frænku sinni. Eitt sinn þegar fjöl- skylda hans var að kveðja á stiga- pallinum á Bergþórugötunni ætl- aði ég að kveðja frænda minn með kossi eftir að hafa tilkynnt að ég ætlaði sko að giftast Didda frænda þegar ég yrði stór. Við vorum fimm ára þarna. Uppá- haldsfrændinn hryggbraut mig á stigapallinum og þurrkaði af sér kossinn. Við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 tæmdist Reykjavík. Allir sem vettlingi gátu valdið héldu til Þingvalla. Börn og gamalmenni urðu þó eftir í bænum. Þá var mér komið fyrir hjá Margréti á Akri sem varð eftir í bænum með Steinunni móður sína og okkur Didda átta ára gömul. Þá komst ég að því að miklu fleiri bænir var Diddi látinn lesa á kvöldin en ég þekkti. Páll frændi hafði gaman af að spjalla við okkur börnin, hann var ljúflingur sem allt vildi fyrir okkur gera. Hann kenndi okkur að telja á grísku og ef við báðum vel lét hann sig ekki muna um að hreyfa á sér eyrun! Ég hef rifjað hér upp æsku- minningar en minnist lítt á miðbik ævi frænda míns. Verð þó að nefna hans yndislegu konu, æsku- vinkonu mína Jóhönnu Möller, en þar býr mikil saga bæði ham- ingju, tillitssemi og sorga. Séra Sigurður hefur ávallt verið til staðar fyrir fjölskyldu okkar þeg- ar við höfum orðið fyrir missi ætt- ingja. Það var gott að leita til hans sem aldrei brást og auðsýndi þá elsku og nærgætni sem til þurfti á erfiðum stundum. Við Hörður höfðum bæði hugs- að til að þessi góði vinur og frændi yrði sá sem talaði yfir okkur látn- um. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Nú sendum við og systk- ini mín, Ingibjörg, Salóme og Sig- urður, honum þakklætiskveðjur í annan heim um leið og við vottum Jóhönnu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu hluttekningu vegna andláts yndislegs fjöl- skylduföður sem stóð við hlið þeirra í blíðu og stríðu. Kristín Þorkelsdóttir. Þegar ungur og fallegur maður fór að birtast heima á Ægisíðu með Jóhönnu systur varð ljóst að kærastinn var ekki bara fallegur að utan heldur líka að innan. Gæska hans og hlýja leyndu sér ekki og ljóst hversu gott manns- efni Sigurður Pálsson, Diddi, var. Sjálfselskan uppmáluð sá ég mér leik á borði og lagði til að hann léti systur mína róa og sneri sér frek- ar að mér. Ekki reyndist hann til- kippilegur og svo fór að þau Jó- hanna gengu í hjónaband tveimur dögum eftir sjö ára afmæli mitt. Systir mín eignaðist góðan og kærleiksríkan mann og fljótlega varð ég sátt við minn hlut, að eiga mág sem frá byrjun var mér ákaf- lega góður og kær alla tíð. Hann tók því vel að litla mágkonan væri eins og grár köttur heima á Bræðraborgarstíg þar sem þau bjuggu sér heimili í kjallaranum hjá foreldrum hans. Þaðan á ég ljúfar minningar, með þeim og fjölskyldu Didda uppi á lofti, enda gæðafólk allt sem leyfði stelpu- kríli að skottast í kringum sig. Til gamans: Einu sinni sem oftar sendi Diddi mig í sjoppuna á móti, í þetta sinn til að kaupa kossa, sem súkkulaðibollur kölluðust. Ég kom sneypt til baka því tveir unglingsstrákar á bak við búðar- borðið sögðust ekki vilja kyssa mig og bentu hvor á annan. Diddi mátti sjálfur fara í sínar sjoppu- ferðir eftir þetta. Síst dró úr heimsóknum við fæðingu Ágústu Helgu, sem ég eignaði mér að stórum hluta, og svo Möggu Stínu, þegar hún bættist við. Þær systur voru um- vafðar ást og umhyggju foreldr- anna og bornar á höndum föður síns. Sigurður Pálsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.