Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 24

Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 24
24 MINNINGAR Afmælisminning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 ✝ Vilborg fædd-ist í Reykjavík 12. mars 1931. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 22. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Benediktsson leigubifreiðar- stjóri, f. 1907, d. 1987, og Anna Jónsdóttir hús- freyja, f. 1907, d. 2002. Systkini Vilborgar eru: Karl Gottlieb Senstius, f. 1.7. 1933, Hannes, f. 10.5. 1935, Klara Ólafía, f. 11.7. 1939, Ólöf, f. 11.12. 1943, d. 14.3. 1981, og Benedikt, f. 16.4. 1945. Vilborg giftist 7. apríl 1951 Halldóri V. Jóhannssyni húsa- smíðameistara, f. 3.4. 1921, d. 13.6. 2006. Hann var sonur Jó- hanns Jens Matthíasar Ásgeirs- sonar Skjalddal, bónda á Skjaldfönn, f. 22.1. 1885, d. 9.2. 1956, og Jónu Sigríðar Jónsdóttur, hús- freyju og ljós- móður í Naut- eyrarhreppi, f. 2.8. 1882, d. 9.8. 1963. Börn Vilborgar og Halldórs eru: 1) Anna Jóna, f. 25.7. 1951, gift Daníel Daníelssyni. Börn þeirra eru Anna Dana, gift Olavio Antao, Vilborg, gift Þór Konráðssyni og Daníel, kvænt- ur Elísabetu Blöndal. Anna Jóna og Daníel eiga tíu barna- börn. 2) Guðlaug, f. 24.12. 1960, gift Ingimari Ólafssyni. Börn þeirra eru Margrét Ýr, gift Ómari R. Valdimarssyni, og Halldór Ingi, kvæntur Ás- dísi Magnúsdóttur. Guðlaug og Ingimar eiga tvö barnabörn. 3) Jón Sigurður, f. 16.8. 1963, og börn hans Diljá Marín, í sam- búð með Guðmundi Frey Brynjarssyni, og Mekkinó Ingi. Jón á tvö barnabörn. 4) Magn- ea, f. 7.10. 1967, gift Stefáni Ara Stefánssyni. Synir þeirra eru Stefán Magni, Elías Val- geir og Alexander Kári. Vilborg fór ung til vinnu, var m.a. í vist á Húsafelli ásamt Sigrúnu Guðmunds- dóttur frænku sinni. Eitt af skylduverkum þeirra var að gæta frænda síns, Ásgríms Jónssonar listmálara. Síðar kom það stundum í hennar hlut að sitja yfir safni Ásgríms. Fyrsta alvörustarfið var á Reykjalundi þar sem hún að- stoðaði móðursystur sína, Snjá- fríði Jónsdóttur matráð. Á Reykjalundi kynntist hún eigin- manni sínum þar sem hann vann við smíðar. Vilborg starf- aði síðan sem aðstoðarstúlka á röntgendeild Landspítalans og lærði til þess sem heitir í dag geislafræðingur. Hún vann lengst af á röntgendeild Land- spítalans og síðar á geisladeild en endaði starfsferil sinn hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Jarðarför Vilborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. mars 2019, klukkan 15. Elsku hjartans mamma mín, í þökk og auðmýkt af því að ég er að kveðja, þakka fyrir svo ótal margt sem hún taldi ekki eftir sér að gera fyrir mig og mína – og ekki síður fyrir alla aðra sem vildu þiggja hennar liðsinni og alla þá ást og umhyggju sem hún átti. Ég veit ekki hvort hægt sé að nota orðið bóhem um hana en í dag er ég þess fullviss að hún var á undan sinni samtíð með ákaflega margt. Við bjuggum fyrst í Hlíðun- um. Mamma sagðist hafa strok- ið veggina þegar þau fluttu inn í nýja íbúð 1955, á efstu hæð í fjögurra hæða húsi, þótt ganga þyrfti upp fjórar og hálfa hæð. Útsjónarsemi foreldra minna í skipulagningu lítillar íbúðar fyr- ir fimm manns var með ólík- indum. Meira að segja voru haldnar stórar veislur í þessu litla rými og þá máttu þröngt sáttir sitja. En alltaf svo ótrú- lega gaman og minnisstæðastur auðvitað jóladagur – mikilvæg- ari en aðfangadagur, dagurinn minn – því þá vorum við öll sam- an. Mamma gjarnan búin að vera að safna til þeirrar jóla- veislu í nokkra mánuði. Fjöl- skyldan var stór og því töluverð fyrirhöfn en þetta taldi hún móðir mín ekki eftir sér og gerði þetta ár eftir ár og oftast án nokkurrar hjálpar. Fjölskyldan flutti í Breiðholt- ið í nýtt hús árið 1975 og mamma strauk aftur veggi, setti salt og brauð í öll horn og bauð þá sem vildu vera velkomna og hina sem vildu ekki fara. Þvílík gleði það var fyrir mömmu að vera komin í hús þar sem vítt var til veggja og hún þurfti ekki að taka tillit til nágrannanna þótt klukkan væri farin að halla í miðnætti. Hún gæti farið í bað eða sturtu allan sólarhringinn hentaði það henni. Það sem flutt var úr Hlíðunum rúmaðist í einu horni stofunnar. Það var því ekkert skrýtið þegar var verið að kaupa teppi á herleg- heitin að spurt væri hvort um félagsheimili væri að ræða. En það var ekki svo fjarri sannleik- anum því það var alveg sama hver bankaði upp á; allir voru velkomnir og fundu sig sem slíka. Enn skil ég ekki hvernig hún gat einfaldlega „galdrað“ fram kræsingar fyrir fáa sem ótal marga eins og sagt er á núll-einni. Kvöldin og næturnar held ég að hafi verið „hinn“ vinnutíminn hennar. Þvo, baka, elda, þrífa; því að ég hvorki veit né skil hvernig hún fór að þessu. Í dag bý ég svo vel að búa í húsinu sem pabbi og mamma byggðu. Með útsýnið hennar mömmu við eldhúsvaskinn, til Esjunnar, Akrafjallsins og Skarðsheiðarinnar – sem og að Snæfellsnesið blasir allt við á góðum degi. Ég hugsa til þín elsku mamma, sérstaklega nú þegar ég skrifa þessar línur og rétt áðan þar sem ég stóð við vaskinn með þetta guðdómlega útsýni fyrir augum sem þú naust svo að hafa í önnum dags- ins. Þó að ég hafi byrjað að sakna þín fyrir dálítið löngu, þá er söknuðurinn sérkennilegur nú þegar þú í raun ert farin. En ég þakka þér svo innilega fyrir allt, allt, allt, elsku hjartans mamma mín, og mér er nú djúp virðing fyrir þér efst í huga. Þín dóttir, Guðlaug. Elsku amma mín. Þessi síð- asta stund með þér var falleg. Ótrúlega falleg. Klukkurnar í Hallgrímskirkju slógu þegar þú dróst þinn síðasta andardrátt og við sátum allar hringinn í kring- um þig með tárin í augunum. Við fórum með uppáhaldsbæn- ina þína. Það sem einkenndi síðustu dagana þína hér á þessari jörð, elsku amma, var hlátur. Skelli- hlátur. Við sátum þarna til skiptis, stundum fá og stundum mörg, og ræddum þig og gömlu góðu dagana. Og veistu hvað, við hlógum og hlógum og hlóg- um. Guð, þú varst svo skemmti- leg manneskja. Þú varst svo líf- leg, opin, hnyttin og hreint út sagt stórkostleg. Þú varst ekki eins og flestar ömmur því þú blótaðir, áttir tímarit með dóna- Vilborg Benediktsdóttir ✝ Kamma RósaJónasdóttir Karlsson fæddist á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn 2. október 1931. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 1. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Lára Guð- jónsdóttir verka- kona, f. 6.12. 1897, d. 25.12. 1990, og Jónas Karl Karlsson, kennari og verka- maður, f. 2.4. 1907, d. 10.9. 1984. Systkini Kömmu sam- feðra eru Jónas, f. 24.4. 1936, d. 24.4. 1936, Elín Íris, f. 16.7. 1937, d. 8.9. 1962, og Halldóra, f. 16.4. 1942. Kamma giftist 18.7. 1953 Guðlaugi Kristni Atlasyni bók- bandsmeistara, f. 28.6. 1932. Kamma og Guðlaugur bjuggu fyrst á Hringbraut 34 í Hafnar- firði og byggðu sér jafnframt þriggja hæða íbúðarhús á Köldukinn 24 þar í bæ. Þar bjuggu þau til ársins 1985, er þau slitu samvistum og Kamma bjó þar áfram til aldamóta, en þá festi hún kaup á nýrri íbúð á Hringbraut 4. Börn Kömmu og Guðlaugs eru: 1) Atli, f. 10.11. 1953, kvæntur Halldóru Bjarnadóttur, f. 14.6. 1957. Börn a) Bjarni f. 3.9. 1983, kvæntur Telmu Dögg Ólafsdóttur, f. 3.3. 1987. b) Guð- laugur, f. 9.11. 1985, kvæntur Ástu Maríu Þrastardóttur, f. 10.9. 1989. 2) Rósa Lára, f. 7.1. 1955, gift Eiríki Sturlu Jóhannessyni, f. 22.2. 1955. Börn a) Linda Björk, f. 27.8. 1978, gift Helga Eiríki Eyjólfssyni, f. 19.10. 1981. b) Gyða, f. 3.10. 1983, í sambúð með Dominik Pawlikowski, f. 26.7. 1985. c) Fanney, f. 10.3. 1987, gift Ragnari Snæ Njáls- syni, f. 20.4. 1986. 3) Hulda Guðbjörg, f. 31.8. 1959, gift Ólafi Stefáni Sigurjónssyni, f. 12.10. 1959. Börn a) Bjarki, f. 6.1. 1983. b) Elva Rut, f. 30.1. 1985, gift Kristjáni Ómari Magnússyni, f. 2.6. 1983. c) Sigurjón, f. 6.1. 1991, kvæntur Elsu Björgu Árnadóttur, f. 27.1. 1992. 4) Svala, f. 2.5. 1964, gift Christian Morten Iversen, f. 28.9. 1961. Börn Daníel Ara- son, f. 14.9. 1988, Dagný Ara- dóttir, f. 21.8. 1991, í sambúð með Morten Plath, f. 23.10. 1992, og Anders Atli Iversen, f. 11.10. 2007. 5) Guðlaug Berg- lind, f. 12.8. 1967, gift Dennis Thögersen, f. 18.6. 1980. Börn Alfons Árnason, f. 18.12. 1990, í sambúð með Betinu Christinu Bertelsen, f. 13.6. 1992, Adam Árnason, f. 15.7. 1992, í sambúð með Kathrine Stövlbæk Ör- gaard, f. 29.5. 1992, María Ósk, f. 30.6. 1994, og Martin Atli, f. 17.1. 2009. Kamma ólst upp í Kaup- mannahöfn til tveggja ára ald- urs, en þá flutti hún að prests- setrinu á Útskálum í Garði með móður sinni, Láru. Nokkrum árum síðar fluttu þær svo að prestssetrinu á Akranesi, þar sem Lára var einnig ráðskona í nokkur ár. Eftir það fluttu mæðgurnar til Reykjavíkur, þar sem þær bjuggu lengst á Bjargarstígnum. Eftir að Kamma eignaðist sitt fyrsta barn flutti Lára til hennar í Hafnarfjörðinn og bjó með dóttur sinni til æviloka. Kamma stundaði grunnskólanám á Akranesi og í Reykjavík og var síðan í Verslunarskólanum. Kamma stundaði ýmis störf, en meðfram barnauppeldinu vann hún í fjölskyldufyrirtækinu, Öskjugerð Kömmu, sem var til húsa í kjallara íbúðarhússins. Þá starfaði hún á skrifstofu Blindraiðnar og skrifstofu hjúkrunarheimilisins Sólvangs og lauk starfsaldrinum í Ríkis- bókhaldinu. Kamma hafði yndi af söng og söng með ýmsum kórum. Útför Kömmu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12. mars 2019, klukkan 13. Kæra tengdamamma! Þá er komið að leiðarlokum í okkar göngu að þessu sinni. Ég kom inn í fjölskyldu Kömmu og Gulla aðeins 16 ára gömul og var fyrsta tengdabarnið og eina tengdadóttir þeirra hjóna. Við tengdamamma höfum átt bæði góða tíma og líka stormasama á þessum 45 árum sem við höfum átt saman. Kamma bar þess alltaf merki að hafa átt erfiða ævi framan af, sem einkabarn einstæðrar móður á Íslandi fyr- ir rúmum 87 árum. Þegar Lára móðir hennar áttaði sig á því ógift kona, að hún á von á barni, voru góð ráð dýr. Lára vissi að til voru heimili í Kaup- mannahöfn fyrir ógiftar stúlkur, þar sem þær fengu skjól á með- göngu og athvarf fyrir sig og börnin sín fyrstu tvö árin eftir fæðingu. Þar var kona sem reyndist henni mjög vel og er Kamma skírð í höfuðið á henni. Þær mæðgur komu síðan til Ís- lands 1933 og Lára varð ráðs- kona á Útskálum hjá séra Ei- ríki. Þær mæðgur fluttu síðan á Akranes, þar sem Lára varð ráðskona hjá prestinum, og flæktust síðan milli staða þar til þær eignuðust heimili á Bjargarstígnum í Reykjavík. Þangað flutti Rósa amma henn- ar til þeirra mæðgna, til þess að hjálpa til við uppeldið á Kömmu. Ég hef í gegnum árin skynjað hvernig hún festist í einstæðingshugsun þrátt fyrir að hafa átt stóra og góða fjöl- skyldu. Kamma trúlofaðist Guðlaugi Atlasyni 14. febrúar 1953 og þau giftu sig 18. júlí 1953. Atli fæddist í nóvember það ár og 14 mánuðum síðar fæddist Rósa Lára, Hulda Guðbjörg kemur svo 1959, Svala 1964 og Guðlaug Berglind 1967. Það var því í nógu að snúast með stóra barnahópinn og húsbyggingu í Köldukinn 24 og að reka Öskju- gerð Kömmu í kjallara hússins. Tengdapabbi vann myrkranna á milli í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar sem bókbindari og síðan á kvöldin og um helgar í Öskju- gerðinni ásamt Kömmu og krökkunum, sem byrjuðu að brjóta konfektkassa og líma um leið og þau gátu. Kamma var snilldar saumakona og saumaði öll föt barna sinna, eins og títt var á þessum árum á Íslandi. Lára mamma Kömmu var þá flutt inn á heimilið til þess að hjálpa til og bjuggu þar í húsinu því þrír ættliðir. Kamma nefndi það oft við mig að hana hefði dreymt um að verða óperusöngkona og hafði hún verið byrjuð í Þjóð- leikhúskórnum og sungið í hljómsveit Karls Jónatanssonar áður en hún fór að eiga börnin. Í þá daga þótti ekki jafn sjálf- sagt að konur menntuðu sig, hvað þá að fara jafnvel til út- landa í söngnám og því fann maður alltaf þennan söknuð í henni, að hafa ekki haft kjark eða aðstöðu til þess að láta drauma sína rætast varðandi sönginn. Hún naut þess samt að vera í ótal kórum og syngja dú- ett með Atla inn á plötu og fylgjast síðan með börnum og barnabörnum, sem mjög mörg hafa fallega söngrödd, ásamt hinum ýmsu listrænu hæfileik- um sem þau hafa erft frá ömmu sinni og afa sem er mikill völ- undur í handverki. Kamma og Gulli slitu sam- vistum 1985 og eftir það átti Kamma tvo ljúfa sambýlismenn, þá Þórð Einarsson og Magnús Ágústsson, sem reyndist henni mjög vel og bar hitann og þung- ann af umönnun Kömmu síð- ustu árin sem hún bjó heima á Hringbrautinni. 2013 flutti Kamma síðan á Sólvang, sinn gamla vinnustað, og bjó þar til æviloka. Við fjölskyldan viljum þakka af alhug öllum þeim, sem sinntu henni og gerðu henni líf- ið léttara síðustu árin hennar. Ég kveð þig að sinni, elsku- leg, og bið fyrir kveðjur. Guð geymi þig, elskan. Sjáumst síðar. Þín tengdadóttir, Dóra. Kamma Karlsson ✝ Gísli SævarHafliðason fæddist 12. mars 1938. Hann lést 21. mars 2018. For- eldrar hans voru Kristín Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 29.11. 2003, og Hafliði Jón Gíslason, f. 9.10. 1906, d. 9.2. 1993. Systkini: Guðrún Þ., f. 6.7. 1934, d. 11.5. 2016, og Kristján, f. 4.11. 1940, d. 8.2. 1966. Gísli giftist 1962 Sólveigu Guðmundsdóttur, f. 22.8. 1938. Þau eignuðust þrjár dætur og átti Sólveig eina dóttur fyrir: 1) Elínu Guðrúnu Jóhannsd., f. 1958, hennar börn: a) Solveig Thelma Einarsdóttir, f. 1977, m. Sigurgeir Ragnarsson, f. 1983. Börn hennar: Ólíver Magni Brynjarsson, f. 2005, og Elín Erna Sigurgeirsdóttir, f. 2016, b) Þorgils Eiður Einarsson, f. 1994. Dætur Gísla og Sólveigar: 1) Rósa Kristín, f. 1962, m. Georg J. Júlíusson, f. 1956, börn a) Gunnhildur Ingibjörg, f. 1981, samb. Stefán Borgþórsson, f. 1980, þeirra börn Aðalheiður Dís, f. 2005, Elísabet Rós, f. 2008, og Laufey Ósk, f. 2010, b) Þórdís Björk, f. 1985. Börn hennar Erik Nói Gunnars- son, f. 2004, og Tristan Georg Sverrisson, f. 2008, c) Kristín Sara, f. 1992. 2) Ólöf Anna, f. 1966, m. Grétar Hallur Þórisson, f. 1966, þeirra börn: a) Gísli Jóhann, f. 1981, k. Osazee Ísi- kor, f. 1985, börn: Alexsíus, f. 2015, og Alessader, f. 2015, b) Sigrún María, f. 1988, samb. Arnar Ísakssen, f. 1987, þeirra börn: Emelía Ólöf, f. 2008, Kristín Erla, f. 2014, og Viktor Frosti, f. 2017, c) Elín Ösp, f. 1991, samb. Kjartan Benjamíns- son, f. 1998. Börn: Benjamín Magnús, f. 2009, og Þórir Rafn, f. 2016, d) Þórey Agla, f. 1997, samb. Atli Geir Long, þeirra barn Gabríel Grétar, e) Jóhanna Björt, f. 1999. 3) Hafdís Hrund, f. 1974, m. Pétur Húni, f. 1971, börn a) Úlfur Breki, f. 1999, b) Hrafn Flóki, f. 2007, og c) Kría Sólveig, f. 2010. Eftir skilnað Gísla og Sól- veigar fór Gísli í sambúð með Önnu Margréti Jónsdóttur, f. 18.8. 1936, d. 5.12. 2008. Hún var ekkja, átti átta börn með eiginmanni sínum, Högna Mágur minn, Gísli Hafliðason múrarameistari, lést 21. mars og var jarðsettur í kyrrþey 27. mars 2018. Þegar ég kynnist Gísla var hann feiminn en hlýr, brosmildur og gamansamur. Hann og Rósa amma hans áttu gott samband og lánaði hún honum oft peninga því hann borgaði alltaf skilvíslega til baka. Þegar við hjónin eignuðumst fokhelda íbúð var Gísli nýbyrj- aður að læra múrverk og útveg- aði okkur frábæran múrara- meistara. Gísli hjálpað okkur við allt sem tengdist múrverki á langri ævi okkar og vildi aldrei taka krónu fyrir. Ég hjálpaði Gísla og Sólveigu lítils háttar þegar þau vor að byggja í Ár- bænum en það hallar mikið á mig. Gísli átti gott með að nálg- ast börn, t.d. minnast strákarnir mínir oft á þegar Hafliði og Kristín áttu sumarbústað við Meðalfellsvatn, hversu gaman var að veiða á bátnum með Gísla og kölluðu hann alltaf Gilla babú. Þegar Gísli og Sólveig skildu flutti hann til Neskaupstaðar og fór í sambúð með Önnu Jóns- dóttur 1977, hún var ekkja og átti átta börn með eiginmanni sínum Högna Jónassyni sem fórst í snjóflóðinu í Neskaupstað 1974. Gísli tengdist öllum börn- um Önnu, sérstaklega yngstu stúlkunum þremur, Margréti, Önnu Sigurborgu og Sigríði, og gekk Gísli þeim í föðurstað. Anna lýsir því skemmtilega í bókinni Litróf lífsins þegar hún og Gísli voru að kynnast og sátu yfir kaffibolla eitt kvöldið og Anna Sigurborg, fimm ára göm- ul, spyr Gísla formálalaust: „Vilt þú verða pabbi minn?“ Gísli var feiminn en svarar þó að bragði: Gísli Sævar Hafliðason Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, ÞURÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Grundarstíg 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, laugardaginn 2. mars. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið. Edvard Skúlason Skúli Edvardsson Hanna Dóra Jóhannesdóttir Edvard Börkur Edvardsson Berghildur Erla Bernharðsd. Ótthar Edvardsson Sigríður Arndís Jóhannsdóttir Gestína Sigríður Gunnarsd. Björgvin Jónasson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.