Morgunblaðið - 12.03.2019, Blaðsíða 25
bröndurum og varst einstaklega
fljót upp ef þér mislíkaði eitt-
hvað. En það var akkúrat það
sem gerði þig svona einstaka.
Það var enginn eins og þú.
Þú hefðir átt að sjá svipinn á
vinkonum mínum þegar þær
sóttu mig í Akraselið í fyrsta
skiptið á leið í skólann. Vel að
merkja, fyrsta skóladaginn
minn. Þið afi stóðuð í gluggan-
um á neðri hæðinni vinkandi
mér og bæði skælbrosandi. Þú
auðvitað berbrjósta og afi ber
að ofan. Já, ég held að enginn
hafi byrjað skóladaginn með
jafn miklum stæl og ég því nekt
fyrir þér var ekkert feimnismál.
Þú elskaðir að vera nakin og
veistu, ég er nákvæmlega eins,
og það er 100% þér að kenna
eða ekki að kenna.
Þú elskaðir að spila og við
gátum spilað heilu stundirnar
saman dag eftir dag. Manni var
vitanlega blótað í sand og ösku
ef maður var að vinna þig. Eng-
inn nema þú myndi gera það og
ég elskaði það.
Það má ekki gleyma að þú
varst matkona mikil og eldaðir
og bakaðir eins og sannur
Michelin-stjörnukokkur. Í há-
deginu á virkum dögum eftir
skóla fengum við systkinin jafn-
vel hrygg eða lærissneiðar með
öllu tilheyrandi. Ef gestir voru
væntanlegir í kaffi tókstu ein-
hverjar dýrindis kökur úr fryst-
inum og á núll-einni varstu
komin með heilt kaffihlaðborð.
Þú varst mjög gestrisin og tókst
öllum opnum örmum.
Þú varst með stórt og fallegt
hjarta og máttir ekkert aumt
sjá. Þú varst sú sem huggaðir
mann í mjúka örugga faðminum
þínum. Þar varð allt betra.
Minningarnar um þig, amma,
eru dásamlegar og þær eru svo
margar. Við systkinin vorum
svo heppin að fá að njóta ein-
staklega mikils tíma með ykkur
afa og það var svo margt sem
við gerðum saman. Ég er hepp-
in að hafa fengið að njóta allra
stundanna með þér og fyrir það
er ég óendanlega þakklát.
Minning mín um þig er hlát-
ur. Hláturinn þinn var smitandi
og hár. Maður heyrði í þér úr
margra kílómetra fjarlægð þeg-
ar þér þótti eitthvað fyndið og
húsið fylltist af hlátri þegar þú
gast ekki hamið þig.
Gleði amma. Gleði. Þú varst
gleðigjafi með öllum dásamlegu
dónabröndurunum þínum,
fyndnu pælinguum, sögunum og
spurningunum. Takk fyrir að
vera þú því það er enginn eins
og þú. Þvílíkt sem ég datt í
lukkupottinn að eiga ömmu eins
og þig. Takk fyrir allt amma.
Ég elska þig. Þín
Margrét Ýr.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 25
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Tunika 4990
Peysa kr. 5.990
Buxur kr. 4.500
ST.42-56
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Stóla jóga kl. 9.30.
Gönguferð kl. 10.15. Tálgað í tré kl.13. Postulínsmálun kl.13. NÝTT
NÁMSKEIÐ, vatnslitun kl. 13. Bíó í miðrými kl. 13.20. Kaffi kl.14.30-
15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu kl.11. Brids kl.
13-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með
leiðbeinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og
félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl. 20. í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju-Vesturbrún 30.
Boðinn Góugleði Boðans kl. 20. Jóhannes Kristjánsson eftirherma
og skemmtikraftur slær á létta strengi, allir velkomnir. Botsía kl. 10.30.
Fuglatálgun kl. 13. Brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12. Kristín
Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sjá um
stundina, súpa og brauð á eftir. Gestur okkar í dag er Kristján Snorra-
son forstjóri Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Hlökkum til að sjá
ykkur og allir eru velkomnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffisopi
og blöðin. Myndlistanámskeið hjá Margréti kl. 9-12. Thai chi kl. 9-10.
Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Hádegis-
matur kl. 11.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13-16. Ensku-
námskeið kl. 12.30-15. Tölvuleiðbeiningar kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl.
14.30. U3A kl. 16.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í
síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Kl. 11. Stólaleikfimi. Kl. 13. Opin
handverkstofa. Kl. 14.50 Landið skoðað með nútímatækni. Kl.14.30
Kaffiveitingar. Allir velkomnir!
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 / 15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30 / 14.30. Tréskurður/smíði í Smiðju kl. 9 / 13.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik
málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Jóga kl.
10.30-11.30 Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið
kl. 10.30. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna,
kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og
jafnvægisæfingar.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í Grafarvogskirkju
kl. 13 til 16 alla þriðjudaga. Fyrir opna húsið er helgi- og fyrirbæna-
stund kl. 12, þar sem öllum er frjálst að mæta í og er súpa og brauð í
boði fyrir vægt gjald þar á eftir. Hér er fjölbreytt dagskrá þar sem allir
ættu að geta fundið eitthvað við hæfi.
Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin.
Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfurmíði /
kanasta / tréskurður kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hjúkrunarfræðingur kl. 10-11.
Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, nota-
leg og skemmtileg samvera þar sem allir eru velkomnir að vera með.
Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qi-gong
kl. 13 brids, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl. 13-16 fjölstofan Hjalla-
braut, kl. 9-12 handverk Sólvangsvegi, kl. 11.30 leikfimi Bjarkarhúsi, kl.
14.40 vatnsleikfimi Ásvallalaug.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13 og eftir-
miðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. í Borgum, ganga kl. 10 frá
Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dans kl. 11. í Borgum,
vonumst til að fá ykkur sem flest í dansgleðina, öll gömlu, góðu lögin.
Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Félagsvist kl. 13 í Borgum og tré-
útskurður á Korúlfsstöðum kl. 13. í dag. Kóræfing Korpusystkina hefst
kl. 16 í Borgum í dag, Kristín stjórnar og Elísabet er undirleikari.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 16. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl.
11.30. Brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30.
Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Ath. í kvöld kl. 19.30 verður spiluð
félagsvist með félagsmönnum Lions hér á Nesinu í salnum á Skóla-
braut. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn.
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, verður gestur á
hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn
13. mars kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Fundir/Mannfagnaðir
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
200 mílur
Jónassyni, bifvélavirkja og skip-
stjóra frá Ísafirði. Þau eru: 1)
Jón Rafn, f. 1953, barnsm.
Sveinsína Björg, f. 1953, þeirra
barn a) Sigrún Anna, f. 1972, m.
Ingi Þór Steinþórsson, f. 1972,
þeirra börn: Jakob Breki, f.
1998, Elvar Áki, f. 2003, og
Hekla María, f. 2008. Fyrri
kona Dagný Mjöll Hjálmarsd., f.
1951, þeirra barn Anna Mar-
grét, f. 1982. Barnsfaðir Bjarni
Þór Finnbjarnarson, f. 1974,
þeirra barn Jón Alexander, f.
2007. Samb. Tómas Auðunn
Þórðarson, þeirra barn Auð-
björn Fannar, f. 2014. Seinni
kona Hansína B. Einarsdóttir, f.
1957. 2) Jóna Rebekka, f. 1956,
m. Þorgeir A. Þorgeirsson, f.
1953. Þeirra börn: a) Högni
Stefán, f. 1973. Barnsm. Berg-
lind Jóhannsdóttir, þeirra barn
Kristjana Sif, f. 1990, barnsf.
Ágúst Sævar Einarsson, f. 1984.
Þeirra börn: Telma Lind, f.
2009, og Andrea, f. 2011. M.
Guðni Þór Pétursson, f. 1988.
Barnsmóðir Alda Kristín Sig-
urðardóttir, f. 1974, þeirra
barn: Elma Rebekka, f. 1997. K.
Guðríður Svana Bjarnadóttir, f.
1978. Þeirra börn: Stefán
Hrafn, f. 2011, og Steinar
Bjarni, f. 2013. b) Eva Dögg, f.
1978, barnsf. Haukur Helgason,
f. 1974, þeirra barn: Tristan
Nói, f. 2005. M. Davíð Jón Ög-
mundsson, f. 1982. c) Halldóra,
f. 1981, fv. m. Anders Bo Ped-
ersen, f. 1981, þeirra börn: Au-
relia Rebekka, f. 2004, og Juli-
an Vitus, f. 2007. M. Eddymufy
Akhibi Eyienyien, f. 1982,
þeirra börn: Sky Efua Jóna
Eyienyien, f. 2017, og Star Savi
Eyienyien, f. 2018. 3) Pétur
Hafsteinn, f. 1958. K. Vivienne
Ruth, f. 1961, þeirra börn:
Nikulás Högni, f. 1991, og Anna
Freydís, f. 1994. 4) Katrín Sól, f.
1959, m. Jón Hjörtur Jónsson, f.
1956, börn: a) Kristín Harpa, f.
1977, m. Sveinbjörn Ragnar
Árnason, f. 1967, þeirra barn:
Axel Hjörtur, f. 1998, b) Sess-
elja Rán, f. 1980, m. Helgi Guð-
mundsson, f. 1974, börn Hafdís
Huld, f. 2005, og Katrín Sig-
urborg, f. 2013, c) Anna Mar-
grét, f. 1995. 5) Kristján
Tryggvi, f. 1962, k. Fjóla Karls-
dóttir, f. 1964, þeirra börn: a)
Atli Freyr, f. 1989, b) Árbjartur
Snær, f. 1998. 6) Margrét, f.
1964, m. Ríkarð Ó. Snædal, f.
1958, þeirra börn: a) Natalía
Ósk, f. 1985, barnsf. Guðni
Svavar Guðnason, f. 1984,
þeirra barn: Bernharð Máni, f.
2003. M. Jón Gestur Björg-
vinsson, f. 1983, þeirra börn:
Óðinn Rafn, f. 2007, og Anna
Sigrún, f. 2009, b) Sonja Dröfn,
f. 1988, barnsf. Hreinn Hlífar
Gottskálksson, f. 1984, þeirra
barn Margrét Ylfa, f. 2007, c)
Sigurbjörg Halldóra, f. 1996. 7)
Anna Sigurborg, f. 1971, m.
Michael Dahl Clausen, f. 1974.
8) Sigríður Högna, f. 1974, fv.
m. Hjálmar Gísli Hjálmarsson,
f. 1971, þeirra börn: a) Patrek-
ur Sölvi, f. 1996, b) Kristófer
Andri, f. 2002, c) Victor Kári, f.
2005. M. Cory Alan Snow.
Útför Gísla fór fram í kyrr-
þey.
„Já, ef mamma þín vill það.“
Þannig leystist það. Þau Anna
fluttu til Reykjavíkur 1992. Þeg-
ar Anna veiktist alvarlega fluttu
þau aftur til Neskaupstaðar árið
2005. Átti hún þar langa og erf-
iða banalegu og 31 árs farsælli
sambúð þeirra lauk árið 2008
þegar Anna lést.
Gísli sagði sjálfur að hann
hefði átt bestu ár lífs síns þegar
hann bjó í Neskaupstað með
henni Önnu sinni. Hann ann-
aðist hana af mikill kostgæfni í
hennar veikindum. Seinna sagði
hann mér að það hefði verið erf-
iður tími og gengið mjög nærri
honum bæði andlega og líkam-
lega. Eftir lát Önnu flutti Gísli
aftur til Reykjavíkur og var í
góðu sambandi við dætur sínar.
Einnig var hann í góðu sam-
bandi við Margréti, Önnu Sig-
urborgu og Sigríði Högna fóst-
urdætur sínar og heimsótti
stundum Önnu Sigurborgu í
Kaupmannahöfn. Það var alltaf
hlýtt á milli hans og Dunnu
systur hans. Þó að samskiptin
hafi á seinni árum ekki verið
mikil því miður. Þó hringdu þau
oft hvort í annað og var það
þeim mikils virði.
Einu sinni var Dunna í síman-
um og ég ætlaði að tala við hana
þá leit hún á mig og sagði með
áherslu: ég er að tala við Gísla
bróður. T.d. gaf hann henni fal-
lega klippimyndaveggmynd sem
hann hafði gert á föndurnám-
skeiði. Hann heimsótti Dunnu á
hjúkrunarheimilið Eir skömmu
áður en hún lést og kvaddi hana.
Fannst mér þá af honum dregið,
heilsan var farin að bila. Þegar
hann lést held ég að hann verið
hvíldinni feginn. Ég þakka hon-
um hjálpsemi og vináttu og
votta fjölskyldunni mína samúð.
Rúnar Guðbjartsson.