Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG
FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND
– ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR,
NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR –
Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir
Bókanir: fundir@islandshotel.is
Davíð Jónsson, tamningamaður og smiður, á 40 ára afmæli ídag. Hann rekur hestabú og ferðaþjónustu á Skeiðvöllum íLandsveit ásamt konu sinni, Katrínu Sigurðardóttur. Skeið-
vellir eru nýbýli, stofnað 2007, en Katrín og foreldrar hennar bjuggu
áður á Holtsmúla, en sjálfur er Davíð úr Árbænum.
Á Skeiðvöllum er fyrst og fremst rekin hestatengd ferðaþjónusta,
en að auki eru þau með eitt hús sem þau leigja út fyrir ferðamenn.
Boðið er upp á hestaferðir allt árið, en styttri ferðir yfir vetrartím-
ann. Um 100 hestar eru á bænum ef taldir eru með hestarnir sem
tengdaforeldrar Davíðs eiga.
Davíð er fyrrverandi Íslandsmeistari og landsmótsmeistari í skeið-
greinum og er enn að keppa og tekur þátt í Meistaradeildinni sem er í
fullum gangi. „Þetta er liðakeppni og ég er ekki byrjaður að keppa í
ár, en skeiðgreinarnar hefjast bráðum.“
Afmælisdagurinn verður rólegur hjá Davíð. „Ætli maður verði ekki
bara að dunda eitthvað í hesthúsinu og haldi upp á afmælið seinna.“
Það eru heldur engin ferðalög á næstunni. „Við reynum að fara eitt-
hvert á haustin en á þessum tíma er svo mikið að gera í hesta-
mennsku, keppnir og fleira slíkt.“
Börn Davíðs og Katrínar eru Sigurður Smári, f. 1998, og Guðlaug
Birta, f. 2006.
Knapinn Davíð ásamt uppáhaldsskeiðhrossinu, Irpu frá Borgarnesi.
Skeiðgreinarnar
eru í uppáhaldi
Davíð Jónsson er fertugur í dag
J
ón Björgvin Guðnason
fæddist 12. mars 1959 á
Sólvangi í Hafnarfirði og
ólst þar upp allt þar til
hann flutti til Keflavíkur
árið 1978. „Í Hafnarfirði var ég virk-
ur félagi í Skátafélaginu Hraunbú-
um. Allar helgar var dvalið í skáta-
skálunum í Krísuvík eða við
Hvaleyrarvatn.
Í sex sumur var ég í sveit í Kálfs-
árkoti í Ólafsfirði, hjá móðursystur
minni, Fjólu Björgvinsdóttur, manni
hennar Jóhannesi Blómkvist Jó-
hannessyni og börnum þeirra. Þar
lærði ég að vinna og meta gæði nátt-
úrunnar. Dagurinn hófst á mjöltum,
síðan var veitt í matinn, unnið og
deginum lauk með mjöltum.“
Jón hóf skólagöngu sína í Öldu-
túnsskóla í Hafnarfirði, síðan í
Flensborgarskóla og þar á eftir lá
leiðin í Iðnskólann í Hafnarfirði.
Hann lauk síðar námi á iðnbraut raf-
iðna frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og sveinsprófi 1982.
„Öll unglingsárin vann ég hjá afa
mínum, Jóni Guðnasyni, en hann átti
og rak Pípugerð Jóns Guðnasonar í
Kinnum, Hafnarfirði. Vann einnig
við smíðavinnu hjá föðurbróður mín-
um Jóhannesi Jónssyni en þegar ég
flutti til Keflavíkur fór ég á náms-
samning í rafvirkjun hjá Jóni Pálma
Skarphéðinssyni rafvirkjameistara.“
Í september 1987 var Jón ráðinn
til starfa hjá Ratsjárstofnun sem þá
var að taka til starfa samanber sam-
komulag milli íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda. Hjá Ratsjár-
stofnun starfaði hann þar til
stofnunin var lögð niður árið 2007. „Í
upphafi rekstrar Ratsjárstofnunar
var hópur starfsmanna ráðinn til
starfa og sendur þá strax til Banda-
ríkjanna til náms og starfsþjálfunar
hjá í Bandaríkjunum. Verkefnið var
að gera starfsmenn hæfa til að taka
við rekstri ratsjár- og fjarskipta-
stöðva bandaríska flughersins hér á
landi. Starfsmenn voru síðan aftur
sendir í náms- og starfsþjálfun hjá
Lockheed Martin í Syracuse, New
Jón B. Guðnason, frkvstj. varnarmálasviðs hjá LHG – 60 ára
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimsókn utanríkisráðherra BNA Fr.v.: Jón B. Guðnason, Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Mike Pompeo utan-
ríkisráðherra, Jill Espositio, staðgengill sendiherra BNA, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands.
Annast daglega fram-
kvæmd varnarmála
Fyrsta barnabarnið Hulda, eigin-
kona Jóns, með Manúel Nóa.
Akureyri Katrín
Emma Þorkels-
dóttir fæddist 19.
júní 2018 kl. 17.30
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Hún var
3.932 g að þyngd
og 51 cm að lengd.
Foreldrar hennar
heita Hulda Páls-
dóttir og Þorkell
Erlingsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is