Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 31

Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Listamaðurinn Friðgeir Ein-arsson frumsýndi nýveriðClub Romantica á Nýjasviði Borgarleikhússins undir merkjum leikhópsins Abend- show. Fram til þessa hefur Friðgeir unnið flestar sínar sýningar með leikhópnum Kriðpleir ásamt því að starfa með sviðslistahópnum 16 elsk- endur, en báðir hópar hafa nær und- antekningarlaust haft einhvers kon- ar rannsóknarvinnu að leiðarljósi í vinnu sinni. Þannig miðaði hin bráð- skemmtilega Síðbúin rannsókn: end- urupptaka á máli Jóns Hreggviðs- sonar á vegum Kriðpleirs að því að komast að því hvort titilpersónan hefði raunverulega gerst sek um böðulsmorð fyrir rúmum 300 árum meðan Ævisaga einhvers fól í sér forvitnilega rannsókn á ævisögunni sem formi. Báðar sýningar áttu það sameiginlegt með nýlegu útvarps- leikriti Kriðpleirs, Bónusferðinni, að flytjendur notuðu sjálfa sig sem efnivið til að skoða hluti í stærra samhengi – en engu að síður enduðu flytjendur í aðalhlutverkinu. Club Romantica í leikstjórn Pét- urs Ármannssonar ber skýr merki heimildaleikhúss þar sem rannsókn er í forgrunni. Í raun mætti jafnvel segja að Friðgeir taki á sig hlutverk spæjara í verkinu. Tilurð uppfærsl- unnar má rekja til þess að fyrir um áratug lá leið Friðgeirs til Brussel þar sem hann fann á flóamarkaði þrjú myndaalbúm þar sem sama konan var í forgrunni. Fyrsta al- búmið geymdi myndir úr sumarfríi konunnar til Majorka sumarið 1976 þar sem hún dvaldist á sumardvalar- staðnum Club Romantica ásamt vin- konu sinni og gerði flestallt það sem við mætti búast í slíkri ferð, fór á ströndina, sigldi á hjólabáti og drakk sangría. Næsta albúm geymdi myndir frá sama sumarleyfisstað einhverjum sumrum seinna en þá var konan í för með öðru fólki. Þriðja albúmið innihélt síðan brúðarmyndir konunnar sem teknar voru í litlum bæ í Belgíu í mars 1985. Í viðtölum við fjölmiðla í aðdrag- anda frumsýningar lýsti Friðgeir því hvernig hann heillaðist af því að hægt væri með myndaalbúmum ókunnugs fólks að fá lykil að ævi fólks sem skoðandinn þekkti ekki neitt. Í sýningunni rifjar Friðgeir upp hvernig hann rakst á albúmin og hvernig forvitnin rak hann til að kaupa þau og grandskoða næstu ár- in með þeirri útkomu að hann mynd- aði sífellt sterkari tengsl við konuna og atburðina sem myndirnar lýsa. Þegar breyttar fjölskylduaðstæður kalla á að hann losi sig við albúmin finnst honum ótækt að farga mynd- unum sem geyma minningar ann- arrar manneskju, enda væri slíkt eins og að henda heilli mannsævi á ruslahaugana. Þess í stað einsetur hann sér að hafa uppi á eigandanum og þar með hefst rannsóknarleið- angur hans sem leiðir hann fyrst til Majorka og síðan Tervuren, smá- bæjar skammt frá Brussel. Styrkur sýningarinnar felst í ein- lægni Friðgeirs þegar hann lýsir því hvaða áhrif myndirnar og leitin hef- ur á hann. Feimni hans og vand- ræðagangur í spæjarstörfunum er sprenghlægilegur og vangaveltur hans um hvort þráhyggja hans virki í augum annarra jafnvel sjúkleg eru áhugaverðar. Stíll sýningarinnar er lágstemmdur og þar setur ang- urvæn tónlist Snorra Helgasonar tóninn. Auk þess að munda gítarinn og syngja bregður Snorri sér með góðum árangri í hin ólíku hlutverk þegar þeir Friðgeir endurleika ýmis samtöl sem hann átti á ferðalagi sínu. Líkt og rannsóknarblaðamaður eða spæjari notaðist Friðgeir við fal- inn upptökubúnað en áhorfendur fá bæði að heyra brot úr uppteknum samtölum og myndefni af leið- arenda. Míkrófónar eru nýttir með skemmtilegum hætti í sýningunni til að líkja eftir upptökunum. Á einum stað heyrði undirrituð samt ekki betur en að Friðgeir lofaði viðmæl- anda sínum að nota ekki upptökuna sem áhorfendur fá engu að síður að heyra brot úr. Sjónræn umgjörð Brynju Björns- dóttir þjónar efniviðnum vel. Frið- geir og Snorri eru klæddir í Hawaii- stuttermaskyrtur og -buxur við sandala. Sviðið er teppalagt með sandlituðu teppi sem í samspili við góða lýsingu Ólafs Ágústs Stefáns- sonar og Pálma Jónssonar gat hæg- lega blekkt augað. Þunnt baktjald var notað til að varpa myndefni á og gat með lýsingunni á örskotsstundu breyst í heiðan himin á sólarströnd. Efniviðurinn býður ekki upp á mikla sviðsumferð, en frásögn Friðgeirs er þó reglulega brotin upp með góðum hætti. Gaman var að sjá hann róta í „sandinum“ og áhrifaríkt var hvern- ig hann sleppti helst aldrei taki á myndaalbúmunum þremur sem hvíldu í fangi hans stærstan hluta sýningarinnar. Ferðalag Friðgeirs spannar ekki aðeins ólík lönd heldur virkar nánast eins og tímaferðalag. Þannig leggur hann upp með að rannsaka hlutina með býsna gamaldags hætti þegar hann ferðast til Majorka í því skyni að komast að því hvort til séu hótel- skrár yfir gesti Club Romantica sumarið 1976, en stekkur í miðri sýningu inn í tækniöldina þar sem myndaleit á vefnum hjálpar honum að staðsetja nákvæmlega kirkjuna þar sem brúðkaupið fór fram. Í Belgíu nýtur Friðgeir aðstoðar Jans Herinckx, sem er prestur í evang- elísku kirkjunni í Tervuren, en upplýsingalög landsins setja leit hans hins vegar ákveðnar skorður. Eftir því sem sýningunni vindur fram er engan veginn sjálfgefið að ætlunarverk Friðgeirs takist, en óhætt er þó að ljóstra því upp að hann fær ákveðin svör um afdrif konunnar sem reynist, líkt og marga var sennilega farið að gruna, látin. Sá grunur vaknaði reyndar strax þegar leikskráin var lesin, en þar stendur meðal annars: „Þegar Frið- geir deyr vill hann að allar myndir af honum verði brenndar eða grafnar með honum.“ Að sýningu lokinni velti rýnir því fyrir sér hvort þessi tilmæli helguðust af því að Friðgeir vildi ekki að sviðslistamaður í öðru landi gæti í framtíðinni gert sér mat úr myndum hans og minningum með sama hætti og hann gerir í tilfelli belgísku konunnar. Það er auðvitað ekkert nýtt að listafólk nýti sér líf annarra í list- sköpun sinni, samanber þær sögu- legu heimildir og persónur sem Halldór Laxness nýtti sér í Íslands- klukkunni. Vandasamt er að gefa út algilda reglu um hversu langt þarf að vera liðið frá andláti manneskj- unnar eða hversu þekkt hún var sem opinber persóna áður en siðferðilega rétt er að gera hana að almannaeign í formi listaverks. Þrátt fyrir að ljós- myndirnar sem til umfjöllunar eru í Club Romantica séu 34-42 ára gaml- ar, er aðeins rúmur áratugur síðan myndefnið féll frá og ekkert bendir til þess að hún hafi verið opinber persóna meðan hún lifði. Þrátt fyrir að Friðgeir upplýsi að hann hafi breytt nöfnum fólksins sem til um- fjöllunar er hefur slíkt lítið að segja á tækniöld þegar nota má myndaleit og tæknina til að bera kennsl á and- lit fólks. Í því ljósi hefði verið kostur ef Friðgeir hefði upplýst hvort hann væri að gera sýninguna með sam- þykki fjölskyldu konunnar, enda hefur slíkt óneitanlega áhrif á við- tökurnar. Út frá dramatúrgísku sjónarmiði hefði raunar verið mun áhrifaríkara að fjalla um myndirnar og konuna án þess að sýna okkur hana. Með þeim hætti hefði fókusinn líka haldist bet- ur á Friðgeiri og þeim áhugaverðu spurningum sem hann veltir fyrir sér í sýningunni er snúa að því hvað verði um minningar okkar og mynd- ir, samsömun okkar með öðrum, hvað vekur forvitni okkar í fari ann- ars fólks, af hverju við tengjum bet- ur við suma en aðra – jafnvel þegar um bláókunnugt fólk er að ræða, hvernig lesum við í myndbyggingu og svipbrigði ásamt því að vera rannsókn á breyttum tímum og tækni. Einlægur áhugi Friðgeirs á rannsóknarefni sínu og heillandi framsetning hefur smitandi áhrif á áhorfendur sem deila eðlilega for- vitni hans. Hér er á ferðinni for- vitnileg sýning, sem vekur fleiri spurningar en hún svarar. Hvar enda minningarnar? Morgunblaðið/Eggert Forvitni „Einlægur áhugi Friðgeirs á rannsóknarefni sínu og heillandi framsetning hefur smitandi áhrif á áhorfendur sem deila eðlilega forvitni hans,“ segir í rýni. Flytjandi auk Friðgeirs Einarssonar er Snorri Helgason. Borgarleikhúsið Club Romantica bbbmn Höfundur og flytjandi: Friðgeir Einars- son. Höfundur tónlistar og flytjandi: Snorri Helgason. Leikstjórn: Pétur Ármannsson. Leikmynd, búningar og myndband: Brynja Björnsdóttir. Sviðs- hreyfingar: Ásrún Magnússon. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Lýsing og myndband: Pálmi Jónsson. Hljóð: Bald- vin Magnússon. Leikhópurinn Abend- show frumsýndi á Nýja sviði Borgarleik- hússins 28. febrúar 2019, en rýnt í aðra sýningu 3. mars 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 60.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 61.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn Sun 26/5 kl. 13:00 Auka Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn Sun 2/6 kl. 13:00 Auka Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn Lau 8/6 kl. 13:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn Lau 13/4 kl. 19:30 21.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Fös 15/3 kl. 19:30 Aðalæfing Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/3 kl. 21:00 Fim 21/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 19:30 Fös 15/3 kl. 19:30 Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 22:00 Fös 15/3 kl. 22:00 Fös 22/3 kl. 22:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas. Fim 14/3 kl. 20:00 51. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Lau 16/3 kl. 20:00 5. s Fös 22/3 kl. 20:00 6. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.