Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - 12.03.2019, Page 36
ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Góð heyrn glæðir samskipti Tónlistarhópurinn UMBRA kemur fram á tónleikum Þriðjudagsklass- íkur í Garðabæ í kvöld kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. UMBRA flytur efnis- skrána „Á Norðurslóðum“ en í hópnum eru Arngerður María Árna- dóttir, hörpu- og orgelleikari, Alex- andra Kjeld kontrabassaleikari, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðluleikari og Lilja Dögg Gunn- arsdóttir söngkona. UMBRA kemur fram á tónleikum í Garðabæ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég hef ekki annað í hyggju en að vera með eitthvað áfram. Sem stendur hef ég mjög gaman af handboltanum og líður mjög vel í félagsskapnum á Hlíðarenda þar sem mjög vel er að öllu staðið,“ segir handboltamarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir sem varð bik- armeistari með Val um helgina eft- ir að hafa unnið bikarinn áður með tveimur öðrum liðum. »3 Íris vann bikarinn með þriðja félaginu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það er alltaf kostur að eiga heima- leik í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar. Við kunnum alltaf best við okkur heima þar sem stuðningurinn er mikill. Áhuginn fyrir hokkíinu er alltaf mikill hér á Akureyri og vel stutt við bakið á okkur,“ segir Andri Már Michaelsson, fyrirliði Íslands- meistara SA í ís- hokkíi karla, en lið hans mætir SR í fyrsta úrslita- leiknum um Ís- landsmeistaratit- ilinn 2019 á Akureyri í kvöld. »1 Fáum mikinn stuðning á heimavellinum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sighvatur Ómar Kristinsson skaraði fram úr í kvikmyndaklippingu í MA- námi við National Film and Tele- vision School (NFTS) í Beaconsfield, rétt fyrir utan Lundúnir á nýliðnu tímabili. Við útskriftarathöfn á dög- unum verðlaunaði fyrirtækið Avid, sem er fremst í gerð forrita fyrir hljóð og klippingu, hann fyrir besta árangur útskriftarnema í klippingu með æviáskrift að klippiforritinu. „Ég klippti þrjár myndir fyrir út- skriftina og fékk verðlaunin fyrir eina þeirra, We have everywhere to go,“ segir Sighvatur. „Þetta er mikill heiður og frábært að hafa frían að- gang að forritinu við kvikmynda- klippingu það sem eftir er.“ Sighvatur útskrifaðist sem vöru- hönnuður frá Listaháskóla Íslands og byrjaði á því að klippa fréttir hjá Ríkissjónvarpinu 2006. „Ég kunni í raun ekki neitt í klippingu en lærði með reynslunni,“ segir hann. Síðan lá leiðin á mbl.is og þaðan á auglýs- ingastofu áður en hann hélt til Eng- lands. Námið ytra tók tvö ár og hann segir að þeim tíma hafi verið vel var- ið. „Ég vildi breyta til. Eftir að hafa klippt myndir í nokkur ár langaði mig til þess að dýpka þekkingu mína og fara í meistaradeildina í kvik- myndaklippingum. Ég sé ekki eftir því.“ Skólinn er með deildir fyrir hvert hlutverk í kvikmyndagerð. Boðið er upp á nám í leikstjórn, hljóðvinnslu, klippingu, kvikmyndatónlist, hand- ritagerð, framleiðslu og svo fram- vegis. Jafnmargir nemendur eru í öllum deildum og myndaðir hópar með einum nemanda á hverju sviði. Sighvatur segir að hann hafi fengið tækifæri til þess að koma að öllu sem viðkemur klippingum í kvikmynda- gerð. Hann hafi til dæmis klippt heimildamyndir, leiknar myndir, teiknimyndir og fleira. „Verkefnin eru af ýmsum toga, mjög fjölbreytt, og því gafst tækifæri til þess að auka færnina á mörgum sviðum.“ Eftir því sem leið á námið segist Sighvatur hafa fundið hvað það væri gott að geta rætt um verkefnin á vinnsluferlinu, spá og spekúlera. „Meðan á klippiferlinu stendur er spjallað um verkið frá öllum hliðum, hvernig hljóðvinnslan kemur inn, hverju tónlistin bætir við og svo framvegis. Maður öðlast djúpan skilning á öllu sem viðkemur kvik- myndagerð og hvað einstök atriði hafa mikil áhrif.“ Eiginkonan og börnin þrjú fluttu heim á liðnu hausti og Sighvatur er að byrja að líta í kringum sig á heimaslóðum. „Næst á dagskrá er að finna spennandi verkefni. Mikil gróska er í íslenskri kvikmyndagerð og víða verið að framleiða kvik- myndir og þætti,“ segir hann. Besti kvikmyndaklipparinn Gaurav Harrish hjá Avid, til vinstri, afhenti Sighvati Ómari Kristinssyni verðlaunin. Sighvatur í meistara- deildina í klippingum  Verðlaunaður fyrir bestu kvikmyndaklippinguna í NFTS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.