Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Side 10
FLUGREKSTUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019
Í
sland er mjög dýrt land fyrir
útflutningsgreinar, sér-
staklega láglaunagrein eins
og ferðaþjónustu. Öll þjón-
usta er dýr hérna fyrir
ferðamenn, bílaleigubílar, rútur,
hótel, veitingastaðir og annað.
Þetta háa verðlag ógnar þessum
greinum og það að reka flugfélag
sem er í samkeppni við flugfélög
sem eru með höfuðstöðvar í lág-
launalöndum, Ungverjalandi, Pól-
landi og jafnvel Bretlandi, þar sem
laun eru mun lægri en á Íslandi,
gengur einfaldlega ekki til lengd-
ar. Það er lærdómurinn sem við
getum dregið af gjaldþroti WOW
air.“
Þetta segir Gylfi Zoëga, prófess-
or í hagfræði við Háskóla Íslands,
beðinn að leggja mat á gjaldþrot
WOW air í vikunni.
Gylfi bendir á, að ytri aðstæður
hafi líka mikil áhrif á flugrekstur
og í því sambandi er heimsmark-
aðsverð á olíu stærsta breytan.
„Olíuverð hafði verið mjög lágt
2015 og 2016 en hækkaði síðan og
um leið og það gerist fara veikustu
félögin út vegna þess að launa-
kostnaður þeirra er mun hærri en
hjá samkeppnisfélögunum. Ice-
landair er raunar með ennþá meiri
launakostnað en WOW air var með
en munurinn er sá að það félag er
með meira eigið fé og þolir fyrir
vikið meira.“
Fásinna að fara í verkföll
Gylfi segir verkföll starfsfólks í
ferðaþjónustu ekki hafa hjálpað á
sama tíma og WOW air reri líf-
róður. „Það var auðvitað fásinna
að fara í verkföll sem sérstaklega
beindust að þessari viðkvæmu
grein sem greiðir svona há laun
miðað við það sem sömu stéttir fá
annars staðar. Það eru takmörk
fyrir því hvað hægt er að greiða
miklu hærri laun fyrir sömu þjón-
ustu í einu landi. Útflutnings-
greinarnar hafa liðið fyrir mikinn
kostnað sem þýðir að laun í evrum
hér á landi eru mjög há. Það er
þungbært að á sama tíma og þessi
unga atvinnugrein er að berjast
áfram sé verið að meiða hana með
verkföllum. Því miður er þetta
dæmi um marxíska hugsun sem
hluti forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar aðhyllist.“
Hann segir okkur komin heila
öld aftur í tímann með þessari
hugsun, þar sem fyrirtækin í land-
inu séu skilgreind sem óvinur laun-
þega sem komnir séu í stríð við
fjármagnseigendur. „Maður hélt að
þetta stéttastríð hefði verið útkljáð
fyrir að minnsta kosti sextíu árum.
Ég hélt að allir væru farnir að
skilja það að lífskjörin byggjast á
því að fyrirtæki búi til verðmæti,
veiti atvinnu og borgi laun. Það
væri því nær fyrir verkalýðshreyf-
inguna að vinna með öðrum og
styðja við ferðaþjónustuna til að
skapa meiri vinnu og betri lífskjör.“
– Skaðaði þessi marxíska stétta-
barátta WOW air?
„Ég veit svo sem ekki hversu
mikill skaðinn var en það er alveg
ljóst að þetta hjálpaði ekki. Félagið
hefði án efa farið í þrot óháð þessu
en það var eigi að síður undarlegt
að horfa upp á verkföll á sama tíma
og WOW barðist í bökkum.“
Gæta þarf að kostnaði
Gylfi segir það gamla sögu og nýja
að þegar kaup og kjör séu ákveðin
verði að horfa til samkeppnishæfni
viðkomandi greinar. Bera saman
kostnað og tekjur hér heima við
sambærilegar greinar erlendis.
„Það er samanburðurinn sem skipt-
ir máli. Við verðum að gæta þess að
kostnaðurinn sé ekki miklu meiri
hér. Það endar alltaf með ósköp-
um.“
Áður en WOW air hvarf af mark-
aði var útlit fyrir að ferðamönnum
kæmi til með að fækka og varla eru
tíðindi vikunnar til þess fallin að
draga úr þeirri spá. „Ef áhrif gjald-
þrotsins á fjölda ferðamanna verða
mikil þá getur gengi krónu lækkað
með þeim afleiðingum að allt verð-
ur hlutfallslega ódýrara hérna. Á
móti kemur að öfugt við 2008 er
krónan að hjálpa. Verði höggið
mikið lækkar hún sem þýðir að ís-
lenskt vinnuafl verður ódýrara í
evrum. Lífskjör fólksins í landinu
munu rýrna en útflutningsfyr-
irtækin munu hagnast meira.
Krónan er með öðrum orðum högg-
deyfir í kerfinu, eins og það blasir
við okkur í dag, af því að passað
hefur verið upp á það undanfarin ár
að einstaklingar og krónufyrirtæki
séu ekki með erlend lán eins og var
svo algengt 2008. Þetta er óháð
kjarasamningum. Verði samið um
miklar launahækkanir lækkar
krónan líklega ennþá meira.“
Út úr okkar hagkerfi
Spurður hvort hann sjái fyrir sér
að Íslendingar komi í náinni fram-
tíð til með að reyna að spreyta sig á
nýjan leik á rekstri lágfargalda-
flugfélags svarar Gylfi: „Þeir
þyrftu þá að gera það með höf-
uðstöðvar annars staðar, þar sem
íslensk vinnulöggjöf og íslenskir
kjarasamningar eiga ekki við. Flest
fyrirtæki á Íslandi sem ná ein-
hverri drift koma sér út úr okkar
hagkerfi; má þar nefna fyrirtæki
eins og Marel og Össur, auk stórra
fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru
að miklu leyti fyrir utan krónu-
hagkerfið.“
Spurður um verð á flugmiðum til
íslenskra neytenda segir Gylfi
heimsmarkaðsverð á olíu ráða
meiru þar um en gjaldþrot WOW
air. „Túristabylgjan sem varð
hérna kom í kjölfar þess að olíuverð
hrundi úr 100 í 50 dollara í byrjun
árs 2015. Þessi helmingslækkun
hafði í för með sér að kostnaður
flugfélaganna varð minni og fyrir
vikið gátu þau lækkað fargjöldin.
Ferðaþjónustubólan hefur að ein-
hverju leyti verið drifin áfram af
lækkuðu olíuverði og það verður
undirliggjandi breyta áfram. Þegar
olíuverðið fór aftur hækkandi, fyrst
2017 og svo aftur 2018, fór upp í 80
dollara áður en það byrjaði að
lækka lítillega aftur, lentu lágfar-
gjaldaflugfélögin í vandræðum
víðsvegar um heim og nokkur
þeirra hafa farið í þrot.“
Haldist olíuverð lágt telur Gylfi
líklegt að önnur flugfélög muni
fylla í skarð WOW air. Fari verðið
upp verði á hinn bóginn dýrara að
ferðast til landsins og frá en verið
hefur undanfarin ár og misseri.
Morgunblaðið/Hari
Höfuðstöðvar þyrftu að vera erlendis
Það gengur ekki til lengdar að reka lágfargjaldaflugfélag í landi þar sem launin eru eins há og á Íslandi. Þetta er
afstaða Gylfa Zoëga prófessors í hagfræði sem segir Íslendinga þurfa að hafa höfuðstöðvarnar erlendis ætli þeir
að spreyta sig á slíkum rekstri í náinni framtíð. Þá fylgi jafnan miklar sveiflur heimsmarkaðsverði á olíu.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor.
Morgunblaðið/Ómar
Loksins fáanlegir
aftur á Íslandi
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
LYFTARARNIR
Til á
lager