Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 15
31.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ég fann fyrir því frá því ég varbarn að ég var ekki eins oghinir og vissi alltaf að ég væri öðruvísi manneskja. Það var afgreitt þannig að ég væri jú bara skrýtin og þá bara var það þannig. Af því mér gekk ágætlega í skólanum og hegð- aði mér ekkert ofsalega illa var ég bara látin sigla í gegn,“ segir Kristj- ana Jónsdóttir sem greindist með einhverfu um fertugt en hún er 45 ára gömul. „Ég var oft kölluð prófessor, þótti ekki segja réttu hlutina og vera utan við mig en aldrei var minnst á að ég gæti mögulega verið einhverf. Þjóð- félagið var svo lokað með margt á þessum árum; annaðhvort var fólk eðlilegt eða bara skrýtið. Það hefði breytt miklu, veit ég, fyrir mig, ekki síst félagslega, og einnig foreldra mína og bróður að vita að ég væri einhverf og auðveldað líf okkar. Ég hefði viljað kunna betur að eiga í samskiptum en fyrir mig eru þær sérstaklega erfiðar allar þessar óskrifuðu reglur. Það er auðvitað enn erfitt að lesa í þær.“ Menntaskólaárin voru Kristjönu auðveldari en í grunnskóla. „Í menntaskóla hafði maður ein- hvern veginn leyfi til að vera maður sjálfur, hvort sem maður var skrýt- inn eða ekki. Ég var í MS og útskrif- aðist 1993. Þar voru allir mismikið skrýtnir og raunar allir að keppast við að vera skrýtnir frekar en hitt.“ Kristjana á son sem greindist ein- hverfur löngu á undan henni þannig að hún þekkti til einkenna, en aðeins hjá drengjum. Það kom ekki upp að hún væri einhverf fyrr en hann var að nálgast tvítugt. „Á þeim tímapunkti var ég oft búin að vera inni á geðdeild en þarna hafði ég lent í vandræðum í samskiptum við lögregluna þar sem þeir beittu mig fangbrögðum. Einhverfum þyk- ir mjög óþægilegt að láta snerta sig og ég upplifði mikla vanlíðan við þessi samskipti. Ég var einfaldlega talin klikkuð en einu og hálfu ári síð- ar komu þeir með ákæru til mín. Í framhaldinu fór ég í greiningu á geð- deild sem tók tvær vikur þar sem ég fór í gegnum alls konar próf.“ Hverju breytti það fyrir þig að fá greiningu? „Líðan mín er betri og fyrst og fremst er ég öruggari með sjálfa mig, ég veit að það er ekkert að því að vera sú sem ég er og ég veit af öðrum sem hafa lent í þessari stöðu. Þetta er svona að sættast við sjálf- an sig og þá verður maður ánægðari. Þegar ég lendi í einhverjum að- stæðum í dag hjálpar það mér að vita þetta og um leið verða mínir eigin fordómar fyrir sjálfri mér minni. En það tekur líka tíma að læra að lifa með einhverfu. Ég hef verið svo heppin að vera með góðan sálfræð- ing, Ásdísi Bergþórsdóttur á sál- fræðistofunni Krossgötum. Við get- um orðað þetta þannig að líf mitt er lygnara og ég er miklu sáttari. Ég tala opinskátt um þetta og ef fólk getur ekki tekið því verður það bara að eiga það við sjálft sig en í flestum tilfellum fæ ég mjög jákvæð viðbrögð.“ Hvað finnst þér mikilvægt að fólk viti um konur á einhverfurófi? „Konur á einhverfurófi eru oft þessar hlédrægu konur sem halda sig til baka, þessar ofurfeimnu eða þá þessar rosalegu „skessur“ sem eru út á við. Líka að við erum allar mjög ólíkar.“ Kristjana er í dag í atvinnu með stuðningi og vinnur við skúringar en hún er með BA í íslensku og 45 ein- ingar í bókmenntum. Hún segir mið- ur að fólk á einhverfurófi fái oft ekki vinnu í samræmi við menntun sína. „Fólk þarf að vita af okkur, að við er- um manneskjur með okkar áhuga- mál og hæfileika og við plumum okk- ur alveg í þjóðfélaginu eins og aðrir. Við höfum hæfileika til að sjá fyrir okkur og mennta okkur. Það er allt of mikið um það að konur á ein- hverfurófinu séu á örorkubótum. Við getum miklu meira en það og ég vil að við séum sýnilegri. Hluti af þess- um sýnileika er að við séum greindar fyrr.“ Líf mitt er lygnara „Ég var oft kölluð prófessor, þótti ekki segja réttu hlutina og vera utan við mig en aldrei var minnst á að ég gæti mögulega verið einhverf.“ Morgunblaðið/Hari Kristjana Jónsdóttir segist miklu sáttari við líf sitt eftir að hafa feng- ið einhverfugreiningu en það hefði hjálpað mikið að greinast fyrr. Það bjargaði lífi mínu að fágreiningu, allt í einu fór ég aðsetja hlutina í samhengi“ seg- ir Kristín Vilhjálmsdóttir þýðandi sem er 46 ára gömul en hún var 34 ára þegar hún greindist einhverf. Var það í kjölfar þess að sonur henn- ar fékk einhverfugreiningu, en það á við um fjórar af þeim fimm konum sem blaðamaður Sunnudagsmogga hitti; greining sonar verður til að móðir greinist. Við þessi tímamót fór Kristín að lesa sér til um einhverfu og ýmis púsl féllu í réttar skorður. „Ég ákvað að ræða við konuna sem greindi strákinn minn og hún sagði; „Veistu, ég var hálfpartinn að bíða eftir að þú kæmir.“ Kristín seg- ir að á þeim 14 árum sem liðin eru frá því hún greindist hafi hún fundið fyrir sterkri samfélagsábyrgð, að tala um einhverfuna. „Það geta ekki allir á einhverfu- rófinu tjáð sig mikið, en ég get það, og það er fullt af stelpum og konum þarna úti sem hafa ekki fengið grein- ingu og aðstoð. Þær eru jafnvel með alls konar vitlausar greiningar og ef ég get talað um þetta og geri það ekki, þá finnst mér ég bregðast.“ Hvað er það að þínu mati sem kemur í veg fyrir að konur greinast? „Þekkingarleysi og fordómar. Konur sem jafnvel grunar að þær séu á einhverfurófi upplifa þekking- arleysi. Svo er sterkur þáttur að það er gjarnan sagt að fólk geti ekki ver- ið á rófinu ef það er hlýlegt og sýni samkennd. Það er mikið bull því róf- ið er svo víðtækt og þegar einhverf manneskja virðist vera köld og sýnir ekki samkennd er það oft þannig að samkenndin verður svo yfirþyrm- andi að viðkomandi verður að loka sig af og fá að gráta í einrúmi.“ Kristín bendir á að þau umönn- unarhlutverk sem konur eru settar í hafi líka áhrif. „Félagsleg mótun kvenna frá unga aldri er þannig að það er búist við að við föllum inn í ákveðin hlut- verk. Við tökum ábyrgð á börnum, veikum ættingjum og við reynum að sinna þessum fyrirframgefnu hlut- verkum en það tekur frá okkur alla orku og gerir okkur jafnvel veikar.“ Kristín segir að sjálf hafi hún allt- af verið að reyna að falla í normið, gera eins og hinar stelpurnar. „Ég tók það alltaf mjög nærri mér ef ég rak mig á veggi félagslega en núorðið þá bara yppi ég öxlum og það er allt í lagi og partur af því að mér finnst miklu auðveldara að umgang- ast fólk er að ég veit hvar mín mörk liggja og hleypi fólki ekki yfir þau.“ Kristín telur mjög mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um nokkur atriði til að auka líkurnar á að konur greinist. „Ef drengir greinast, þá ætti að skoða konurnar í fjölskyldunni líka; hvað með mömmurnar, systur, ömm- ur og svo framvegis, getur verið að þær séu ógreindar? Þá er spurning hvort við erum að greina orsök og af- leiðingar rétt og ég nefni sem dæmi kvíðagreiningar. Ég ræddi við kenn- ara um daginn og í hennar bekk voru 11 krakkar greindir með kvíða, níu þeirra stelpur. Hún velti fyrir sér hvort það væri verið að greina orsök eða afleiðingar, hvort kvíðinn væri af- leiðing af einhverju öðru sem yrði að skoða betur og þetta er mjög algengt með einhverfuna, þar sem kvíðinn er afleiðing af honum. Íslenskir læknar eru of mikið í því að greina bara af- leiðingarnar, meðhöndla þær en skoða ekki gruninn. Ég var sjálf greind með kvíðaröskun og tók lyf í 20 ár sem gerðu ekkert fyrir mig.“ Þegar Kristín greindist fyrst fann hún að ekki voru allir tilbúnir að heyra hana ræða greininguna op- inskátt. „Einn hommavinur minn sagði mér að ég þyrfti ekkert að tala um þetta. Ég horfði á hann og spurði hvort hann vildi fara aftur inn í skáp- inn.“ Kristín hlær en segir að upp- lifun hennar sé eins og hún hafi verið inni í skáp og það að mega ekki tala um þetta sé eins og ætla aftur inn í skápinn. „Fyrst og síðast er afar brýnt að konur á einhverfurófi fái strax að- stoð þegar þær eru ungar. Ungar stúlkur með einhverfu geta lent í alls kyns ógæfu, misnotkun, einelti, nefndu það. Sjálf var ég barin eins og harðfiskur í skóla, þannig var það, og það var ekki fyrr en ég fór í menntaskóla sem það breyttist. Þá var ég ákveðin í að nú skyldi ég eign- ast vini og verða vinsæl. Á þeirri leið rak ég mig að sjálfsögðu líka á fullt af veggjum en það tókst og ég á fullt af góðum vinum úr menntaskóla. Mér er það hjartans mál að við finnum þessar stelpur, hjálpum þeim áfram, lyftum þeim aðeins upp þannig að þær lendi ekki í öllum þessum viðbjóði heldur komist út í atvinnulífið og samfélagið, það lang- ar enga þeirra að enda á örorkubót- um.“ Bjargaði lífi mínu „Félagsleg mótun kvenna frá unga aldri er þannig að það er búist við að við föll- um inn í ákveðin hlutverk.“ Kristín Vilhjálmsdóttir segir of algengt að einhverfar konur fái ekki greiningu því þær kunni að sýna samkennd. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.