Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Side 19
Langar þig í ný gleraugu!
Það fyrsta sem Marilyn Monroe
leikkona tók eftir þegar hún
hitti Arthur Miller rithöfund,
voru gleraugun!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Velkomin til okkar
’Um leið ogmaður hreyfirsig í sjónum ímyrkrinu lýsist allt
upp. Þetta var eins
og í Disney-bíó-
mynd, algjörlega
klikkað!
sínum reglulega bréf og skæpar
við þau. Þannig að þetta er líka
kennsla í landafræði, fyrir hann
og allan bekkinn, í leiðinni,“ segir
Alexía.
Pítsa með naggrís
Alexía nefnir að kennarar krakk-
anna hafi hvatt þau til að upplifa
sem mest og ekki eyða of miklum
tíma í heimalærdóm. Nóg myndu
þau læra samt! „Þetta finnst okk-
ur frábært viðhorf hjá skólunum,
Melaskóla og Hagaskóla. Það líður
ekki sá dagur að börnin, og við öll,
lærum ekki eitthvað nýtt. Heim-
urinn er risastór skólastofa.“
Fátt hefur komið upp á sem
hefur sett strik í reikninginn
nema hvimleið moskítóbit og ein-
staka magapína en þau hafa pass-
að vel upp á hvað þau borða.
„Maturinn hér er geggjaður og við
erum farin að þora að smakka
meira með hverri vikunni og
hverju landinu. Hérna í Ekvador
er naggrís mjög algengur matur.
Um daginn var hér pítsukvöld og
hægt var að velja margarítu eða
pítsu með naggrís,“ segir hún og
hlær. „Við ákváðum að sneiða hjá
naggrísnum!“
Alexía segir ferðina dásamlega í
alla staði og nefnir að löndin í
Suður-Ameríku séu alls ekki
hættuleg. Hún segir marga hafa
varað þau við hættum en sjálf seg-
ist hún ekki upplifa neitt annað en
velvild heimamanna og öryggi
hvert sem þau fara, enda séu þau
heldur ekki að taka neina óþarfa
áhættu eða ana út í óvissu. Alexía
myndi ekki hugsa sig tvisvar um
ef hún fengi fleiri tækifæri til að
ferðast á þennan máta.
„Ég myndi hiklaust mæla með
svona ferð; þetta er það gáfuleg-
asta sem við höfum gert í lífinu.
Þetta er svo hollt og gott og það
er svo gaman að vera svona mikið
með börnunum. Ég er að kynnast
þeim á annan hátt. Og svo er ynd-
islegt að sjá veröldina.“
Hægt er að fylgjast með ferða-
laginu á vertuuti.is og einnig á
instagramsíðunni guslextravel.
Hjónin Guðmundur og Alexía
njóta sín vel á suðrænum slóðum.
Krakkarnir þurfa stundum að læra
heima og þá sérstaklega stærðfræði.
31.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19