Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.3. 2019 LÍFSSTÍLL Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is H anna Margrét Ein- arsdóttir er öllu þekktari fyrir ker- amik sitt, einkum skálar, en skartgripi en um helgina sýnir hún skartgripal- ínu sem stendur henni af ákveðnum ástæðum einkar nærri hjarta. Skartgripalínan, sem kallast Brot, er til sýnis á Hönnunarmars í Akkúrat, Aðalstræti 2. „Fyrir um ári síðan gengu börnin mín í gegnum mikið áfall, en börnin mín þrjú misstu þá föður sinn, Björg- úlf Ólafsson, sem lést snögglega úr hjartaáfalli. Þetta gerðist með engum fyrirvara og hefur verið mjög erfitt í kjölfarið. Sorg barna er ólík sorg full- orðinna, hún fer upp og niður og getur tekið dýfur hvenær sem er, oft þarf bara eitt- hvert eitt lítið atriði sem minnir þau á pabba þeirra til að kalla fram sárar tilfinn- ingar, kannski bara matur eða lykt,“ segir Hanna Mar- grét en skartgrip- alína hennar er partur af því að vinna úr áfall- inu. Hún og faðir barnanna höfðu verið frá- skilin í tvö ár og var álagið mikið. „Ég á nú samt annan mann í dag, Þorvald Emil Jóhannesson, sem hef- ur stutt mig mikið og okkur í gegnum þetta og á heiður skilinn. Ég tel mig einstaklega heppna að hafa hann í mínu lífi. Besta þerapían að mínu mati við erfiðleikum er listin og mér var svona ráðlagt það að vera mikið í leirnum á vinnustofunni minni og reyna að skapa, það myndi styrkja mig til að geta verið til staðar fyrir börnin mín. Ég hafði spáð mikið í rými og lesið kenningar heimspekinga á borð við Gaston Bachelard og rit hans Poetics of Space. Það er svo áhugavert með líkamann, við líkömnum rýmið í kringum okkur og líkaminn tekur allt inn á sig. Hann er með minni á allt og áföllin fara líka inn í líkamann. Ég upplifði það þannig að ég var alltaf að reka mig í, var sífellt að brjóta hluti óvart. Það verða vissulega alltaf afföll þegar maður er að vinna með postulín en þarna voru afföllin langt umfram það sem eðlilegt er og ég var að gera mikið af mistökum. Það sem ég var að takast á við í vinnu- stofunni birtist í því sem ég var að takast á við í lífinu.“ Hanna Margrét ákvað fljótlega að halda bara áfram og geyma brotin af skálunum sem hún var að gera og það gaf henni mikinn styrk. „Ég fór að hugsa hvort ég gæti bú- ið til eitthvað jákvætt úr brotunum og tengt þau lífinu og mér sjálfri. Ég mundi að ég hafði lesið um ævaforna japanska hefð, kintsugi, sem snýst um að ef hlutur brotnar er hann límd- ur saman og gylling sett í brotið. Gyll- ingin eykur á fegurð hans og sérstöðu og heiðrar þessa reynslu. Á þann hátt eru allir hlutir einstakir en um leið ófullkomnir. Sem er svo fallegt. Brotið segir að þú sért sérstakur og berir með þér sögu, því það er náttúrulega þannig að enginn fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföll- um. Og við þurfum að vinna svolítið gegn þessari fullkomnunarímynd sem birtist okkur á samfélagsmiðlum – að allt spretti fullkomið fram. Að við kunnum að meta þá erfiðu reynslu sem gerir okkur að því sem erum og heiðrum það. Leyfum okkur að skína. Í því felst heilunin.“ Máttur listarinnar mikill Hanna Margrét segir að á vissan hátt sé skartgripalínan nokkuð sem hún geri fyrir sig og börnin sín. Línan sé táknræn fyrir það að komast í gegn- um erfiða lífsreynslu og líta á hana sem part af því sem maður er. Þetta verk kom til mín og varð að fá að fæð- ast. Ég vissi að ég yrði ekki ánægð nema það myndi gerast. „Ég pússaði, brenndi og glerjaði brotin og gyllti með ekta gyllingu, allt brot sem höfðu brotnað í vinnsluferl- inu á síðastliðnu ári. Þetta var vissu- lega erfitt en hollt ferli og ég hef aldr- ei trúað jafnmikið á mátt listarinnar og nú og ég hef fengið mikil viðbrögð. Skilaboð frá fólki sem langar að gefa einhverjum sér kærkomnum sem hefur gengið í gegnum áfall eins og sorg svona skartgrip. Það er ótrúlega góð tilfinning, að nýta reynslu sína í gegnum listina til að finnast maður vera að láta eitthvað gott af sér leiða.“ Engin tvö hálsmenanna eru eins enda unnin úr einstökum brotum. Brotin táknræn fyrir lífsreynslu Skartgripir Hönnu Margrétar Einarsdóttur endurspegla erfiða lífsreynslu sem hún ákvað að gylla og heiðra. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Óvenjumikil afföll urðu af postulíninu fyrsta árið eftir áfallið og Hanna Margrét ákvað að nýta sér japanska hefð til að vinna með þau og gera einstakan skartgrip úr hverju og einu brotanna. Hún segir ferlið hafa verið afar heilandi. Hanna Margrét ber sjálf fyrsta brotið sem hún segir að hafi orðið „hennar“ strax. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.