Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 29
voldugum einsöngslögum við góðar undirtektir áheyrenda og með tölvutækni sem lætur gítarinn hljóma eins og strengjasveit. Trommuleikararnir hafa staðið skemur við. John Blunt leiddist út í fíkniefnaneyslu og var rekinn 1969. Billy Adamson stóð vaktina til 1998 en sagði þá upp með látum, hafði lengi verið ósáttur við sinn hlut sem launamaður, auk þess sem hann fékk ekki að leika á hljómplötum sveitarinnar, bara á tónleikum. Síð- an kom Eddie Rothe og lék allt til ársins 2010, en hætti þá spila- mennsku og giftist vinkonu frá æskuárunum sem var orðin forrík sjónvarpsstjarna. Í hans stað kom „ungi maðurinn“, Scott Ottaway, þá aðeins 38 ára. Hann þarf nú að leita sér að annarri vinnu, en hinir þrír eru allir komnir á eftirlaunaaldur. Spencer James getur þó örugglega hugsað sér að halda áfram enn um sinn, enda fjölhæfur listamaður og vinsæll. Meðlimir hljómsveitarinnar The Searchers á Schiphol- flugvelli í Amsterdam 1965. Ljósmynd/Jac. de Nijs/Anefo/Wikimedia Commons 31.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 TÓNLIST FKA Twigs er á meðal þeirra sem koma fram á tónlist- arhátíðinni Afropunk í ár. Hátíð- in verður haldin hinn 24. og 25. ágúst í Commodore Barry- garðinum í Brooklyn í New York. Einnig koma fram Gary Clark Jr., Santigold, Jill Scott og Ka- masi Washington og margir fleiri. Hátíðin þykir lífleg og enn- fremur verður haldin hljóm- sveitakeppni, markaður og fyr- irlestrar. Þemað í ár er „We See You“ eða „við tökum eftir þér“. FKA Twigs á Afropunk FKA Twigs á sviði í Laugardalnum árið 2015 en hún kom fram á Secret Solstice. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hinar sígildu barnabækur um Emmu og Tuma eru komnar út á ný en hver man ekki t.d. eftir bókinni Emma öfugsnúna? Höfundur er Gunilla Wolde en Anna Valdimarsdóttir þýddi. Aðrar bækur með sömu persónum eru Tumi bakar, Emmu finnst gaman í leikskólanum og Tumi fer til læknis. JPV gefur út. Út er komin nýr spennutryllir, Lasarus, eftir Lars Kepler, sem er höfundarnafn hjónanna Alexöndru og Alexanders Ahndoril. Aðalsöguhetjan er hinn eft- irminnilegi Joona Linna en í bókinni leitar þýska lög- reglan til hans vegna morðs sem fram- ið hefur verið rétt utan við Rostock. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi og JPV gefur út. Mataráhugafólk ætti að gleðjast yfir bókinni Pie Fidelity: In Defence of British Food eftir Peter Brown sem kom út í vikunni. Í henni eru hefðbundnir breskir réttir skoðaðir og hvað þeir þýða fyrir þjóðarsálina. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég reyni að hafa fjölbreytni í því sem ég er að lesa og er oftast með fleiri en eina bók í gangi í einu. Ég var að klára Sex- tíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason og var alveg heilluð og sakna hennar – en það gerist með bækur sem eru virkilega vel skrif- aðar. Mér finnst dásamlegt að lesa bækur sem eru fallega skrifaðar. Inn á milli vil ég svo auðlesnari bækur þar sem ég þarf ekki að hafa eins mikla athygli. Svo reyni ég að lesa bækur sem eru ekki skáldsögur með, þá annaðhvort ævisögur eða eitthvað smá fræðilegt. Síðasta ævi- sagan sem ég las var The Last Black Unicorn eftir Tiffany Haddish, bráð- fyndin, mjög áhugaverð en líka átakanleg saga úr amerískum samtíma. Á náttborðinu er líka bókin Why We Sleep: Unlocking the Power of Sleep and Dreams eftir Matthew Walker, vísindaleg en skemmtilega skrifuð, mjög holl lesning sem fær mig aðeins til að hægja á ferðinni – og sofa meira. JÓRUNN ER AÐ LESA Saknar sólskinsins Jórunn Atladóttir er skurðlæknir. Þónokkrir smellir The Searchers rötuðu of- arlega á breska vin- sældalistann. Sæti á lista eru í sviga: Sweets for My Sweet (1) Sugar and Spice (1) Needles and Pins (2) Don’t Throw Your Love Away (1) Someday We’re Gonna Love Again (11) When You Walk in the Room (3) Love Potion No. 9 (3 í Bandaríkjunum) What Have They Done to the Rain (13) Goodbye My Love (4) He’s Got No Love (12) Take Me For What I’m Worth (20) Margir smellir 20-50% afsláttur á debe.is og Glerártorgi Akureyri VETRARÚTSALA Minnum á lagersöluna í Holtagörðum BÓKSALA 20.-26. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LasarusLars Kepler 2 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 3 Hin ósýnileguRoy Jacobsen 4 MoldrokMons Kallentoft 5 Hringfarinn Helga Guðrún Johnson / Kristján Gíslason 6 BlóðhefndAngela Marsons 7 Sagas of the Icelanders 8 Independent PeopleHalldór Laxness 9 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 10 MatthildurRoald Dahl 1 MatthildurRoald Dahl 2 Harry Potter og visku- steininn J.K. Rowling 3 Villinorn – blóð ViridíönuLene Kaaberbøl 4 Hvar er Depill?Eric Hill 5 VitinnRóbert Marvin 6 Dundað í fríinu – skrifum og þurrkum út Kirsteen Robson 7 Lubbi finnur málbein Eyrún Í. Gísladóttir / Þóra Másdóttir / Þórarinn Eldjárn 8 Hulduheimar 5 – töfrafjalliðRosie Banks 9 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 10 DraugaslóðKristín Helga Gunnarsdóttir Allar bækur Barnabækur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.