Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.03.2019, Page 32
SUNNUDAGUR 31. MARS 2019 Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppn- inni W:O:A Metal Battle og verður hún haldin í níunda sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á Wacken Open Air að spila og taka þátt í lokakeppninni þar sem til margs er að vinna. Farið verður vandlega yfir umsóknir og mun sérstök nefnd velja sveitirnar sex til að keppa. Það gildir því ekki fyrstur kemur fyrstur fær, heldur gæði. Því eru sveitir hvattar til að vanda vel til umsókna, skila tónlist í mikl- um gæðum og þess háttar. Það var Une Misère sem sigraði í íslensku und- ankeppninni síðast og fór því út til Wacken fyrir Íslands hönd þar sem sveitin hafnaði í fjórða sæti. Var það ann- að árið í röð sem Ísland lenti í topp fimm í keppninni en árið á undan landaði sveitin Auðn þriðja sætinu. „Frá- bær árangur og gríðarleg kynning fyrir íslenska tón- list,“ segir Þorsteinn Kolbeinsson, aðstandandi keppn- innar hér heima. Keppnin verður haldin 11. maí á Húrra og sérstakir gestir verða Une Misère. „Ljóst er að öllu verður tjald- að til. Viðburðinn hefur verið með flottari viðburðum í þungarokkinu á klakanum síðustu ár en reynslan sýnir að þátttökusveitirnar eiga sín allra bestu gigg í þessari keppni, enda mikið í húfi,“ segir Þorsteinn. Ljósmynd/Ívar Eyþórsson Málmbræður berjast Opnað hefur verið fyrir skráningu í Wacken Metal Battle 2019 og er umsóknarfrestur til og með 3. apríl. Sex bönd berjast þar um réttinn til að verða fulltrúi Íslands á einni stærstu málmhátíð heims, Wacken Open Air. Une Misère í essinu sínu á Secret Solstice í fyrra. „Sjónvarp fyrir fjöldann er ekki lengur draumur eða hugsjón, sem bíða verður eftir lengi, að gerð verði að veruleika.“ Þessi gagnmerku tíðindi flutti Morgunblaðið lesendum sínum á þessum degi fyrir áttatíu ár- um, 31. mars 1939. Fram kom í fréttinni að nokkrum vikum fyrr (upplýs- ingar ferðuðust ekki eins hratt á milli landa þá og nú) hefði hnefa- leikakeppni milli tveggja nafn- kunnra hnefaleikamanna, Boon og Danahar verið sjónvarpað í Englandi og sjónvarpið sýnt í stað kvikmynda í þrem stórum kvikmyndahúsum í London. „Myndirnar voru afburða skír- ar og greinilegar. Einn eða tveir smávægilegir gallar komu í ljós, eins og vænta mátti, þar sem hjer var um að ræða fyrstu til- raun, en annars gátu áhorfend- urnir fylgst með því, sem var að gerast á hnefaleikapallinum eins og áhorfendurnir, sem sátu næst pallinum, þar sem hnefa- leikakeppnin fór fram,“ sagði ennfremur í fréttinni. Boon vann bardagann í fjór- tándu lotu. GAMLA FRÉTTIN Sjónvarp ekki lengur draumur Breski hnefaleikamaðurinn Eric Boon tók sig vel út í sjónvarpinu árið 1939. Hann vann 92 af 119 bardögum sem hann háði á ferlinum. Boon lést 1981. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Einar Hermannsson eigandi Útimiðla Örn Thomsen framkv.stj. Arctic Trucks Noregi Heimir Már Pétursson fréttamaður Aðeins 142.425 kr. Dökk- eða silfurgrátt slitsterkt áklæði Hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 189.900 kr. NEWMALMÖ hornsófi með tungu 25% AFSLÁTTUR VIKUTILBOÐ Aðeins 167.920 kr. Ljós- eða dökkgrátt slitsterkt ákl Hægri og vinstri tunga. Stærð: 315 x 215/143 cm. Fullt verð: 209.900 kr. TAMPA u-sófi 20% AFSLÁTTUR VIKUTILBOÐ AVIGNION hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skemli. Dökkgrátt PVC-leður. Fullt verð: 129.900 kr. Aðeins 103.920 kr. 20% AFSLÁTTUR VIKUTILBOÐ Aðeins 74.925 kr. Aðeins 41.175 kr. Stóll Þriggja sæta sófi Slitsterkt áklæði. Blár, grár, brúnn og rauður. Stóll fáanlegur í sömu litum. Stærð sófa: 186 x 77 cm, H: 85 cm. Fullt verð á sófa : 99.900 kr. Fullt verð á stól : 54.900 kr. BOGGIE Stóll og 3ja sæta sófi KLASSÍSK hönnun 25% AFSLÁTTUR BOGGIE Afgreiðslutími Rvk Mán. til föst. kl. 10–18 (Holtagörðum) Mán. til föst. kl. 11–18:30 (Smáratorgi) Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Vikutilboð 28.mars til 3. apríl OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.