Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 GLÆNÝ LÍNUÝSAKLAUSTUR-BLEIKJA ÞORSKHNAKKAR GLÆNÝ LÚÐA NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Miðflokkurinn er að setja Fram-sókn aftur fyrir sig eftir að Sigurður Ingi formaður fór í þær stellingar að svíkja gefnar yfirlýs- ingar um andstöðu sína og flokksins við orkupakkann með þeirri storkun við stjórnarskrána sem fylgir.    Þá er ljóst orðiðað þing- flokkur sjálfstæð- ismanna hefur bognað fyrir blekkingum um að yfirlýsingar búrókrata í Brussel, sem ná ekki máli, hafi ríkulegra gildi en íslenska stjórnarskráin.    Bjarni Jónsson bendir á óforsvar-anlega túlkun á áliti þeirra fáu lögfræðinga sem enn má treysta í málinu:    Margir þingmenn vaða í villu ogsvíma um afleiðingar sam- þykkis við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orku- pakkann.    Þeir halda jafnvel að lögfræðileg„Álitsgerð um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB/EFTA vegna þriðja orkupakka ESB“, eftir Friðrik Árna Friðriksson Hirst og Stefán Má Stef- ánsson, sé grundvöllur þess lög- fræðilega klúðurs, sem þingsálykt- unartillagan er.    Því fer víðs fjarri og er ein afblekkingunum, sem haldið er á lofti að hálfu þeirra ráðherra, sem hér eiga hlut að máli.“    Orkupakkaóþarfinn minniróþægilega á Icesave-villuna sem skaðaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega og hefur aldrei verið skýrð. Bröltið byggt á blekkingum? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nikulás Sigfússon, fyrrverandi yfirlækn- ir Hjartaverndar, lést á Landspítalanum í Fossvogi sl. sunnu- dag, 89. ára að aldri. Hann fæddist 1. apríl 1929 á Þórunúpi í Hvolhreppi í Rang- árvallasýslu; eitt sex barna Sigfúsar Sig- urðssonar skólastjóra Hvolsskóla og bónda, og Sigríðar Önnu El- ísabetar Nikulásdótt- ur konu hans. Nikulás varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1950 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1958. Var kandidat á Landspítala, læknir á Akranesi og Bolungarvík en hélt með fjölskyldu sinni til framhalds- náms í Svíþjóð árið 1960. Þar lagði hann stund á lyflækningar og farsóttarfræði og útskrifaðist sérfræðingur í farsóttafræði 1967. Það sama ár hóf Nikulás störf á nýstofnaðri rannsóknarstöð Hjartaverndar árið 1967 og var yfirlæknir hennar frá 1973-1999. Megintilgangur starfsins þar var kanna algengi hjarta- og æða- sjúkdóma á Íslandi og voru þar gerðar margvíslegar rannsóknir sem reynst hafa þýðingarmiklar í læknisfræði. Dokt- orsprófi í farsótt- arfræði lauk Nikulás árið 1999. Þegar lækn- isstöfum sleppti var vatnslitamálun hálft líf Nikulásar, en á því sviði var hann að mestu sjálfmennt- aður. Verk hans eru í eigu ýmissa stofnana og félagasamtaka og um dagana hélt Nikulás fjölda sýn- inga. Sú síðasta var opnuð í Hann- esarholti við Grundarstíg í Reykjavík síðastliðinn laugardag, en þar er að finna yfirlit yfir 70 ára myndlistarferil. Sú sýning stendur til 7. apríl næstkomandi. Nikulás hafði lengi stefnt að um- ræddri sýningu í tilefni af níræð- isafmæli sínu og lagði í hana síð- ustu kraftana. Börn Nikulásar og Guðrúnar eru: Sigfús Þór, 1957, læknir; Hjálmfríður Lilja, f. 1960, hjúkr- unarfræðingur; Sigríður Anna El- ísabet, f. 1963, myndlistarmaður og kennari; Sigrún, 1967, fram- kvæmdastjóri og leirlistarmaður; Sólveig, f. 1972, verkefnastjóri og kennari. Barnabörnin eru sextán og barnabarnabörnin 13. Andlát Nikulás Sigfússon Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við bíðum eftir bréfi frá forsætis- ráðherra þar sem óskað er tilnefn- inga í hæfnisnefnd. Bréfið er ekki komið en ég reikna með að það komi á næstunni. Þá þarf bankaráðið að koma saman. Gylfi mun að sjálf- sögðu víkja sæti,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir, varaformaður banka- ráðs Seðlabanka Íslands. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, er meðal umsækj- enda um stöðu seðlabankastjóra. Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að skipa skuli þriggja manna nefnd sem hafi það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda. „Skal einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar há- skólastigsins, einn samkvæmt til- nefningu banka- ráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefnd- arinnar,“ segir í lögunum. Ekki náðist í Gylfa í gær til að spyrja hann hvort hann muni segja af sér formennsku í ráðinu vegna umsóknar sinnar um stöðuna eða einfaldlega víkja sæti við skipan í hæfnisnefnd. Af orðum Þórunnar að dæma mun Gylfi ætla sér að víkja sæti. Þórunn segir í samtali við Morgunblaðið að þar sem skipa eigi nýjan seðlabankastjóra frá 20. ágúst bíði hæfnisnefndarinnar ærinn starfi. Það þekki hún sjálf eftir setu í hæfnisnefnd fyrir skipun aðstoðar- seðlabankastjóra. „Þetta er ferli sem tekur ofboðs- legan tíma ef gera á þetta almenni- lega. Það eru margir umsækjendur og mikið mannval.“ Gylfi víkur sæti í bankaráðinu Gylfi Magnússon  Sækir um stöðu seðlabankastjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.