Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 24

Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 ✝ Guðbjörg Ing-ólfsdóttir Stephensen var fædd í Reykjavík 3. ágúst 1942. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold í Garðabæ 17. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Ingólfur Friðrik Magnússon sjómaður, f. 25. nóvember 1908, d. 23. júlí 1989 og Kristbjörg Gunnarsdóttir verkakona, f. 16. maí 1917, d. 21. desember 2002. Systkini 2) Ragnheiður, f. 1970, grunn- skólakennari. Sonur hennar er Magnús, f. 2003. 3) Lilja Þóra, f. 1981, vaktstjóri áætlana Ice- landair. Guðbjörg ólst upp í Reykja- vík. Hún stundaði nám við Austurbæjarskóla og Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og lauk svo stúdentsprófi árið 1962 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Guðbjörg vann lengstum í ferða- bransanum, fyrst hjá SAS í Kaupmannahöfn en seinna hjá Ferðaskrifstofunni Landsýn sem við samruna varð Sam- vinnuferðir-Landsýn og vann þar alveg þangað til hún hætti störfum. Guðbjörg var í skátunum á yngri árum og var stofnfélagi í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey hinn 26. mars 2019. Guðbjargar eru Örn Ingólfsson, f. 6. september 1936, og Sólveig Ingólfs- dóttir, f. 16. desem- ber 1949. Guðbjörg giftist 21. september 1963 Magnúsi Stephen- sen, f. 12. desember 1939, d. 17. júní 2010. Dætur þeirra eru: 1) Kristbjörg, f. 1966, dómari við Landsrétt, gift Birni H. Halldórssyni verk- fræðingi. Börn þeirra eru Sól- veig, f. 1998, og Halldór, f. 2004. Hinn 17. mars kvaddi ástkær amma mín þennan heim. Það er erfitt að vera sorgmæddur á sama tíma og maður er að vissu leyti feginn yfir að hún fékk loks- ins að fara. Hún var föst í líkama, sem var henni ekki sæmandi, í sjö ár. En ég kýs að muna tímana áð- ur en hún fékk heilablóðfallið. Betri ömmu er ekki hægt að óska sér, hún gaf sér alltaf tíma fyrir barnabörnin, hún var alltaf að kenna manni eitthvað og alltaf var stutt í brosið. Ég er einna heppnust af barnabörnunum því ég fékk mestan tíma með henni og man því ekki eftir henni sem gamalli veikri konu heldur lífsglaðri, góð- hjartaðri og ævintýragjarnri konu sem elskaði Skorradalinn meir en allt annað. Skógarhögg og bras í Skorradalnum, þannig eru mínar allra bestu minningar úr æsku. Við tvær og afi. Ég veit að hann tekur vel á móti þér. Ég kveð full af sælum minn- ingum og hlakka til dagsins þeg- ar við hittumst aftur, elsku amma mín. Þín Sólveig. Mágkona mín, Guðbjörg Stephensen, ekkja Magnúsar bróður míns, kvaddi þetta líf 17. mars sl. á 77. aldursári. Hún átti þá að baki sjö ára baráttu við af- leiðingar stórs heilablóðfalls sem bættist við nokkurra ára glímu við parkinsonsjúkdóminn. Þetta var erfitt, bæði fyrir hana og fjöl- skylduna, sem stóð afar sterk með henni. En óhætt er að full- yrða, að Guðbjörg var orðin södd lífdaga. Þess vegna var dauðinn henni líkn, sem við hljótum að þakka. Maggi og Gugga kynntust í skátastarfinu, sem þau stunduðu bæði af áhuga. Hann var húsa- smiður en hún stúdent og þegar þau bundust tryggðum vakti hún metnað hans til meiri menntunar. Af því leiddi tæknifræðinám hans. Ég gifti þau í Neskirkju haustið 1963 og þá var strax farið til Kaupmannahafnar þar sem námi var lokið. Heimili þeirra stóð þar næstu sjö árin og í Höfn var hlaðinn góður grunnur undir samfélag sem var ríkt af ást og umhyggju, kærleiksrík eining. Síðan þau komu heim á ný hafa heimili okkar verið eins tvö hjól á sameiginlegum, sveigjanlegum öxli. Hvort hjólið rann sjálfstætt sína leið en ætíð í góðum tengslum við hitt. Öxullinn var gerður úr kærleika, sem ætíð var til staðar hvenær sem á þurfti að halda. Við héldum okkar stórfjöl- skyldumót, börnin okkar og barnabörnin tengdust nánum böndum. Við höfum verið sterk heild, fjölskylda. Gugga átti þarna stóran hlut að máli, skóp hentugar reglur og hefðir í sam- skiptum okkar. Hún var alltaf góð heim að sækja, enda í senn glaðlynd og gefandi í góðra vina hópi. Við Dagbjört og fjölskylda okkar þökkum af einlægni allt sem Guðbjörg gerði fyrir okkur og biðjum henni og ástvinum hennar blessunar Guðs. Þórir Stephensen. Nú kveðjum við heiðurskon- una og starfsfélaga okkar til margra ára, Guðbjörgu Stephen- sen. Hún starfaði í fjölda ára á ferðaskrifstofunni Samvinnu- ferðir-Landsýn. Þar má segja að sól hennar hafi skinið skært, hún naut þess að finna hagkvæmustu leiðirnar fyrir viðskiptavini sína og senda þá vítt og breitt um heiminn. Það stóðust fáir henni snúning að rata í gegnum hinn svokallaða fargjaldafrumskóg til að finna bestu og hagkvæmustu leiðirnar. Það voru ekki einungis viðskiptavinirnir sem nutu sér- þekkingar og reynslu hennar heldur allt starfsfólkið. Á þeim tíma var fargjöldum ekki flett upp í tölvu heldur voru þau reikn- uð út eftir kúnstarinnar reglum sérfræðinga. Guðbjörg var ekki bara með þekkinguna heldur var hún líka einstaklega þolinmóð og bóngóð. Hún var glæsileg, fáguð í fasi og ávallt óaðfinnanleg til fara. Það er ekki hægt að minn- ast hennar án þess að nefna hann Magga hennar, Magnús Stephen- sen, en þau voru einstaklega glæsileg og samhent hjón. Þau elskuðu að ferðast og voru yfir- leitt með eitthvað spennandi á takteinunum. Magnús féll frá 17. júní 2010 eftir skammvinn veik- indi og var það Guðbjörgu og fjöl- skyldunni allri afar þungbært. Hún missti ekki einungis eigin- mann sinn til margra ára heldur einnig sinn besta vin. Guðbjörg hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu árin sem skert höfðu lífsgæði hennar mikið. Nú er Guðbjörg farin í sitt síðasta ferðalag til Sólarlandsins, þar sem Magnús hennar mun bíða með útbreiddan faðminn. Fyrir hönd fyrrverandi starfs- manna Samvinnuferða-Landsýn- ar viljum við þakka Guðbjörgu fyrir samfylgdina og allar dásam- legu og dýrmætu minningarnar sem gott er að eiga. Við færum fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Auður Björnsdóttir, Edda Björg Sigurðadóttir og Sigríður Victoría Árnadóttir. Hún Guðbjörg eða Gugga, eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi, hefur kvatt þessa jarðvist eftir langvinn veikindi, hún er farin heim, eins og við skátarnir segjum. Þau eru orðin mörg árin síðan leiðir okkar í skátahópnum, þá unglingar, lágu saman í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut. Við sinntum okkar skátastörfum af mikilli alvöru og áttum svo góðar stundir við söng og gleði í „setustofunni“ og styrktum vin- áttuna, sem enn heldur. Á þess- um árum var mikið um að vera hjá okkur, skátaútilegur, skáta- mót, skálaferðir, Skátaskemmt- unin, sumardagurinn fyrsti með gönguæfingunum og margt fleira, og alltaf var Gugga með af fullum krafti. Með árunum breyttist ýmis- legt, hópurinn fór að sinna heim- ili og börnum, Gugga og Maggi bjuggu um tíma erlendis, en samt var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þegar Gugga og Maggi fluttu í Garðabæ var stór hluti af hópnum sameinaður aftur og þráðurinn tekinn upp að nýju. Gugga reyndist oftar en ekki með hægðinni forsprakkinn að ýms- um uppákomum og skemmtileg- um ferðalögum. Aðeins einu sinni komust þau hjónin ekki með í ferð, en það var vegna þess, að Lilja Þóra fæddist á sama tíma. Fjölskyldan undi sér vel í Garða- bæ og voru þau virkir þátttak- endur í bæjarlífinu frá fyrstu tíð. Á árum áður voru reglulega haldnir dansleikir á Garðaholti, svokölluð hjónaböll, og þau hjón voru fastagestir og tilbúin að hefja fyrsta dansinn, en Guggu fannst mjög gaman að dansa. Eitt var það sem fylgdi þessum hjónum það var sönggleðin, en skátahópurinn hefur hist reglu- lega í gegnum árin og þá er mikið sungið og ennþá er verið að syngja, en kannski ekki hálfa nóttina eins og áður, en annað hefur ekki breyst. Það var aldrei komið að tóm- um kofunum hjá Guggu þegar þurfti að vinna einhver verkefni, hún var alltaf tilbúin, jákvæð og unnið af mikilli samviskusemi. Eftir lát Magga tók hún sig til, raðaði öllum sendibréfunum, sem þau fengu frá okkur, meðan þau dvöldu í Kaupmannahöfn, upp í tímaröð og afhenti hverjum fyrir sig bréfin, sem reyndist mikil uppspretta skemmtilegra stunda við að hittast og rifja upp. Minningarnar þjóta í gegnum hugann, við geymum þær og njótum þeirra síðar. Við gömlu vinirnir, Erna, Sævar, Sigurveig, Pálmar, Helga, Hilmar, Signý, Jón, Krist- ín og Willi, færum Dídí, Ragn- heiði, Lilju Þóru og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Kæra vinkona. Takk fyrir samveruna. Góða ferð heim. Fyrir hönd Skátahópsins, Erna Aradóttir. Við kveðjum nú kæra vinkonu okkar, Guðbjörgu Stephensen. Við sjáum hana fyrir okkur flögra frjálsa í sumarlandinu með sitt rauða hár í grænum kjól. Gugga, eins og við kölluðum hana, var með músík í blóðinu og hrein unun að sjá þau Magga á dansgólfinu, svo samstillt og glæsileg. Hún bar í sér ríkar and- stæður, var með eindæmum öguð og skipulögð en þó fær um að gefa sig á vald nautninni í leik og dansi. Við vorum sjö sem höfum hald- ið hópinn síðan á unglingsárum og sumar lengur. Nú eru tvær horfnar á braut. Gugga hefur um langt árabil ver- ið fangi í eigin líkama eftir heila- blóðfall sem svipti hana getu til að tjá sig og taka þátt í lífinu. Ef- laust hefur sterkur vilji hennar valdið því að hún neitaði að gefast upp fyrir ofureflinu fyrr en í fulla hnefana. Við vottum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð, sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Skvetturnar, Áslaug, Elísabet (Lísa), Guð- ríður (Systa), Hallfríður (Halla) og Kolbrún (Kolla). Guðbjörg I. Stephensen ✝ Yngvi RagnarLoftsson fædd- ist á Óslandi í Ós- landshlíð í Skaga- firði 1. nóvember 1932. Hann and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Lög- mannshlíð á Akureyri 8. mars 2019. Foreldrar hans voru Loftur Rögn- valdsson búfræðingur og bóndi á Óslandi, f. 16. nóv. 1891, d. 5. nóv. 1944, og k.h. Nanna Ingj- aldsdóttir frá Öxará í Ljósa- vatnshreppi, S.-Þing., húsfreyja, f. 20. sept. 1898, d. 17. júní 1981. Bróðir Yngva var Gunnar Bald- ur, kaupmaður á Akureyri, f. 10. apríl 1924, d. 26. jan. 1998, 11. ágúst 1978. Börn þeirra eru Yngvi Haukur, Baldur Hrafn og Rannveig Ásta. b) Sindri, f. 27. júlí 1988, kvæntur Særúnu Andrésdóttur, f. 19. apríl 1988. Sonur þeirra er Jakob. 2) Nanna Guðrún, f. 2. febr. 1960, gift Sig- mundi Jónssyni, f. 14. júlí 1962. Dóttir Nönnu og Þorsteins Stef- áns Eiríkssonar, f. 6. sept. 1955, er Ragna Dögg, f. 11. febr. 1987. Yngvi flutti með fjölskyldu sinni til Akureyrar eftir lát föð- ur síns og byrjaði fljótlega að starfa við alls konar verslunar- störf þar til hann keypti Hafnar- búðina 1957 og rak hana til 1984. Jafnframt því byggði hann Ferðanesti við Eyjafjarðarbraut árið 1963 og rak það í rúm 20 ár. Árið 1984 setti hann Hólabúðina á stofn og rak hana til ársins 2014. Útför Yngva var gerð í kyrr- þey að ósk hins látna frá Höfða- kapellu 18. mars 2019. kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur, f. 28. júní 1937. Hinn 17. apríl 1955 kvæntist Yngvi Hrefnu Jakobs- dóttur, f. 9. júlí 1936 á Akureyri. For- eldrar hennar voru Jakob Ólafur Pét- ursson, kennari og ritstjóri á Akureyri, f. 13. mars 1907, d. 7. febr. 1977, og k.h. Margrét Ágústa Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1913, d. 13. apríl 2001. Dætur Yngva og Hrefnu eru tvær. 1) Margrét, f. 21. jan. 1956. Börn hennar og Ástmars Leifs Þorkelssonar, f. 23. maí 1955, eru: a) Hrefna, f. 25. apríl 1977, gift Hafsteini Þór Haukssyni, f. Nú er Yngvi í Hafnarbúðinni fallinn frá. Þeir eru að kveðja einn af öðrum gamlir vinir mínir og pólitískir samherjar. Sumir voru í þjóðleið svo að segja má að ég hafi hitt þá nánast í hvert skipti sem ég fór norður. Yngvi var einn af þeim. Ég kom við í Hafnarbúðinni til að kaupa inn fyrir heimilið og leita nýjustu frétta, því að Yngvi stóð alltaf vaktina og fylgdist grannt með því sem gerðist í bæjarlífinu. Það má segja, að hann hafi verið persónugervingur þess sem við minnumst og söknum þegar við tölum um „kaupmanninn á horn- inu“. Og það flýgur í gegnum huga minn í líkingamáli að ég sé að kveðja gömlu Akureyri með Yngva. Andrúmsloftið í Hafnarbúð- inni var með sérstökum hætti. Þangað komu fastakúnnar til að heilsa upp á kaupmanninn, spjalla og skiptast á skoðunum. Og svo tíndust inn gamlir Akur- eyringar og blönduðu sér í hóp- inn. Yngvi afgreiddi gest og gang- andi, skaut inn orði og skrifaði hjá þeim sem þurftu. Ég þóttist sjá þess merki að þessi reikn- ingsfærsla væri viðskiptavinin- um í hag en ekki kaupmann- inum – stundum gleymdist að færa til bókar og suma reikn- inga dagaði uppi. En Yngvi horfði ekki í það. Hann var rausnarmaður, vissi hvar þröngt var í búi og þar vildi hann létta undir. Þegar ég hugsa til Yngva er bjart yfir honum. Það var hon- um eðlislægt. Og hann smitaði út frá sér. Menn komust í gott skap við að sjá hann. En auð- vitað átti hann sínar alvöru- stundir eins og aðrir. Yngvi var hamingjumaður í sínu einkalífi, þau Hrefna voru samhent og áttu barnaláni að fagna. Guð blessi minningu Yngva Loftssonar. Halldór Blöndal. Yngvi fæddist á Óslandi í Skagafirði 1. nóvember 1932. Foreldrar hans voru Loftur Rögnvaldsson og Nanna Ingj- aldsdóttir frá Öxará í Bárðardal. Loftur faðir hans var kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Yngvi átti eldri bróður, Gunn- ar. Loftur féll frá fermingarár Yngva og flutti þá fjölskyldan til Akureyrar. Yngvi fór ungur að vinna við verslunarstörf og árið 1957 keypti hann Hafnarbúðina við Skipagötu og rak hana um langt árabil. Síðar stofnaði hann Hólabúðina á sama stað og rak hana þar til heilsan fór að bila. Ég kom til starfa í Hafnarbúð- inni haustið 1961 og vann þar til vors 1965. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri og skemmti- legri húsbónda – alltaf glaður og kátur, og þótt maður gleymdi einhverju eða yrði eitthvað á, þá „bara redda því elskan“, aldrei styggðaryrði af neinu tagi. Hafnarbúðin var á þessum tíma m.a. samkomustaður margra, kúnnarnir litu inn og spjölluðu, oft glatt á hjalla, landsmálin, bæjarmálin, framhjáhaldið, öll möguleg mál Akureyringa og nágranna rædd og rakin. Yngvi skrifaði hjá næstum öllum sem báðu um það, og það voru engir smábunkar af nótum og reikn- ingum sem söfnuðust upp. Sum- ir voru nú dálítið seinir að greiða, og það var örugglega ástæðan fyrir því að Hafnarbúð- in varð að hætta á sínum tíma. Eins skrifaði Yngvi upp á víxla fyrir ótal marga og ég varð vitni að því þegar einn bankastjóri bæjarins hringdi í hann til að spyrja hvernig einn ungur mað- ur hefði staðið sig. Þegar Yngvi sagði allt í lagi með það, þá spurði bankastjórinn: „Á ég þá að lána honum?“ Á þessum ár- um var Hafnarbúðin með útibú á Hjalteyri og einnig Ferða- nesti, rétt við flugvöllinn, og oft mikið að gera „á stóru heimili“. Ég á góðar minningar frá Hafnarbúðinni og Yngva og all- ar glaðlegar og hressilegar, það var alltaf gaman í vinnunni. Vin- skapur okkar Yngva hélst svo alla tíð, ég lít á hann sem vel- gjörðarmann minn og vin. Ég sendi fjölskyldunni mínar bestu samúðarkveðjur. Reynir H. Schiöth. Yngvi Loftsson Ástkær móðir mín og tengdamóðir, FREYGERÐUR ERLA SVAVARSDÓTTIR, Lækjasmára 8, lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 24. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 4. apríl klukkan 13. Snorri Markússon Khan Markússon Kær frændi okkar og vinur, DAVÍÐ ÞÓR ZOPHONÍASSON rafvirkjameistari, Hörgsholti 23b, Hafnarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 15. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurbjörg Björnsdóttir Soffía Björnsdóttir Guðjón S. Snæbjörnsson Guðmundur Björnsson Ingi Björnsson Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÞORKELSSON byggingarverkfræðingur, Eikjuvogi 23, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 9. apríl klukkan 13. Jón Þorkell Rögnvaldsson Ragnheiður Brynjólfsdóttir og afabörnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.