Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019 Veður víða um heim 2.4., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -4 skýjað Akureyri -1 léttskýjað Egilsstaðir -3 skýjað Vatnsskarðshólar 6 léttskýjað Nuuk 3 rigning Þórshöfn 3 heiðskírt Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 10 skúrir Dublin 5 skýjað Glasgow 7 skúrir London 7 skúrir París 8 rigning Amsterdam 11 rigning Hamborg 13 léttskýjað Berlín 14 heiðskírt Vín 17 heiðskírt Moskva 6 heiðskírt Algarve 18 léttskýjað Madríd 16 rigning Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 15 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað Montreal 4 skýjað New York 8 skýjað Chicago 10 skýjað  3. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:39 20:24 ÍSAFJÖRÐUR 6:39 20:34 SIGLUFJÖRÐUR 6:22 20:17 DJÚPIVOGUR 6:07 19:55 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Sunnan 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda af og til, einkum vestast, en bjartviðri á N- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost austan til. Gengur í sunnan 10-20 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað og dálítil rigning eða slydda vestast í kvöld, en hægari og bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost austan til. Hvaða úrræði hafa gefist best við að tryggja fólki velferð? Hvernig er hægt að skapa tækifæri fyrir fólk til að það geti bætt líf sitt? Þessum spurningum og mörgum öðrum var leitast við að svara á alþjóðlegu ráðstefnunni What Works sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, setti í Hörpu í gær. Meðal fyrirlesara eru Helen Clark, fyrrverandi forsætisráð- herra Nýja-Sjálands, Halla Tóm- asdóttir, forstjóri the B Team, Silv- ana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders, og Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar. Þetta er í þriðja skiptið sem ráð- stefnan er haldin hér á landi, en nú er hún í fyrsta skiptið í samvinnu við Alþjóðabankann. Ráðstefnan er á vegum Social Progress Impera- tive-stofnunarinnar (SPI) sem birtir árlega vísitölu félagslegra fram- fara sem mælir lífsgæði og styrk samfélagslegra innviða. Ísland er þar í 2. sæti á eftir Noregi. Cognitio er fulltrúi SPI hér á landi. Fræðimenn og áhrifafólk komu saman á alþjóðlegu ráðstefnunni What Works sem hófst í gær Ræddu lífsgæði í Hörpu Morgunblaðið/Eggert Ráðstefnan What Works Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er meðal fjölmargra fyrirlesara á ráðstefnunni, sem fram fer í Hörpu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við getum auðvitað aldrei gert alla ánægða í tengslum við svona ákvarð- anir en ég hef ekki fengið neinar at- hugasemdir við þessa tilhögun. Ég skynja engan óróleika innanhúss vegna þessa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Sigríður kynnti í bréfi til starfs- manna á dögun- um að ýmsar breytingar væru fyrir höndum á yfirmannastöðum hjá embættinu. Breytingarnar yrðu hins vegar allar tímabundnar að þessu sinni og engar stöður yrðu auglýstar. „Það eru alltaf skiptar skoðanir varðandi breytingar á yf- irmannastöðum. Við ætlum að sigla til áramóta með þetta svona og styrkja stöðuna. Þessi háttur hefur lagst vel í fólk og við teljum að þessi leið sé til þess fallin að styrkja inn- viði stofnunarinnar. Allavega út þetta ár,“ segir Sigríður. „Eins og þið þekkið eru breyting- ar og auglýsingar á yfirmannastöð- um sérstaklega vel til þess fallnar að stuðla að óróleika hjá embættinu. Við höfum ákveðið að bíða með að festa stöður og setja frekar eða flytja í samræmi við starfsmannalög þar sem vantar tímabundið að losa álag, vinna betur með hverja einingu og fá reynslu á hvort viðkomandi breyt- ingar skili þeim árangri sem að er stefnt,“ sagði í bréfi Sigríðar. „Viljum gefa fleirum tækifæri“ Meðal þeirra mannabreytinga sem orðið hafa hjá embættinu er að Hörður Jóhannesson aðstoðarlög- reglustjóri lét nýverið af störfum fyrir aldurs sakir. Ásgeir Þór Ás- geirsson yfirlögregluþjónn stýrir nú bæði almennri deild og aðgerðadeild og hefur óskað eftir því að skipaður verði aðstoðaryfirlögregluþjónn sér til aðstoðar. Þrír varðstjórar fá að spreyta sig á stöðunni í fjóra mánuði í senn; þeir Arnar Marteinsson, Ágúst Svansson og Kristján Helgi Þráinsson. Þá verða þau Ævar Pálmi Pálmason og Bylgja Hrönn Baldurs- dóttir sett aðstoðaryfirlögregluþjón- ar í miðlægri deild í sex mánuði hvort. Theodór Kristjánsson var færður í stöðu yfirlögregluþjóns til eins árs frá 1. apríl síðastliðnum og fær það verkefni að innleiða nýja stefnumótun embættisins. Með haustinu mun Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í umferðardeild, láta af störf- um sökum aldurs. Við það mun Guðbrandur Sigurðsson verða færð- ur tímabundið í þá stöðu til eins árs og Árni Friðleifsson verður færður í stöðu aðalvarðstjóra á sama tíma. Sigríður segir í samtali við Morg- unblaðið að verið sé að innleiða stefnumótun embættisins til 2025 og þetta ár verði notað til þess. Hún segir að heimilt sé að flytja fólk til í starfi til skamms tíma eða setja það tímabundið í ákveðin verkefni án þess að auglýsa viðkomandi stöður. Lengri tíma taki að skipa í yfir- mannsstöður til framtíðar. Vísar hún til þess að í október hafi verið aug- lýst eftir tveimur yfirlögregluþjón- um á Suðurnesjum. Nú, nærri því hálfu ári síðar, hafi enn ekki verið ráðið í stöðurnar. Á meðan þurfi um- sækjendur að vinna undir sama þaki. „Við höfum líka fengið athuga- semdir við það þegar fólk er sett í stöður og er þar á meðan gengið er frá framtíðarskipun. Síðan þegar kemur að skipun er viðkomandi bú- inn að fá tækifæri sem enginn annar fékk. Með því að fara aðra leið viljum við að gefa fleirum tækifæri til að spreyta sig í þessum störfum.“ Auglýsir ekki stöður yfirmanna í ár Morgunblaðið/Eggert Lögregla Unnið er að stefnumótun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ekki auglýstar í ár  Næstráðendur fá að spreyta sig til reynslu  Fleiri fá þannig tækifæri, segir lögreglustjóri  Ráðningar stuðla að óróleika Sigríður Björk Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.