Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Veðrið í marsmánuði var nokkuð
hagstætt, samkvæmt yfirliti Veður-
stofunnar um tíðarfarið í mánuð-
inum. Hiti var yfir meðallagi árin
1961 til 1990 en undir meðallagi
síðustu tíu ár.
Veturinn, það er að segja mán-
uðirnir desember til mars, var
fremur mildur. Vel fór með veður
og illviðri voru með færra móti.
Óvenjuhlýtt var
á landinu í des-
ember og fram í
miðjan janúar.
Þá tók við sam-
felldur kulda-
kafli sem stóð
fram í miðjan
febrúar. Eftir
það var veðrið
breytilegra.
Meðalhitinn í
Reykjavík í vetur var 1,3 stig en
það er ofan við meðallag. Á Ak-
ureyri var meðalhitinn -0,4 stig sem
er ofan við meðallag. Úrkoma í vet-
ur var umfram meðallag, bæði í
Reykjavík og á Akureyri.
Ef litið er til marsmánaðar ein-
göngu þá var að tiltölu hlýjast á an-
nesjum norðaustanlands. Jákvætt
hitavik miðað við síðustu tíu ár var
0,5 stig á Raufarhöfn. Annars stað-
ar á landinu voru hitavik að mestu
neikvæð.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur
í Surtsey, 3,1 stig. Lægstur var
hann í Sátu á miðhálendinu, -6,3
stig. Í byggð var meðalhitinn lægst-
ur í Svartárkoti, -4,3 stig. Úrkoma í
Reykjavík mældist 91,5 mm sem er
12% umfram meðaltal.
Marsmánuður hagstæður
Vel fór með veður
í vetur og illviðri með
færra móti
Él Veðrið er marg-
breytilegt.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Undirskriftalistar, þar sem áform-
um um virkjun í Tungudal í Fljótum
er mótmælt, voru í gær afhentir
Orkusölunni sem leyfi hefur til að
rannsaka virkjunarkostinn. 795 nöfn
eru á listunum.
Birgir Gunnarsson, einn forsvars-
manna undirskriftasöfnunarinnar,
segir að hún hafi farið fram í
tengslum við Facebook-síðuna „Við
erum ættuð úr Fljótum“ enda hafi
verið höfðað til íbúa í Fljótunum,
bæði núverandi og fyrrverandi og
velunnara Fljótanna. Hún stóð í
þrjár vikur.
Hætt verði við áform
Mótmælt er hvers konar áform-
um um virkjun Tungudalsár í Fljót-
um með tilheyrandi vegafram-
kvæmdum og óafturkræfu
jarðraski. „Tungudalurinn sem er
hliðardalur úr Stíflu er með falleg-
ustu dölum Skagafjarðar, ósnortinn
að mestu, og vinsælt útivistarsvæði.
Áformuð virkjun mun ekki aðeins
eyðileggja fallegan dal heldur á hún
aðeins að skila 1-2 MW sem er varla
ómaksins vert og mun ekki leiða til
nokkurrar atvinnusköpunar í Fljót-
um.“
Birgir segir að krafan sé sú að
hætt verði við þessi áform. Ekki
þurfi að rannsaka meira þar sem
það sé borðleggjandi að virkjunin
muni ekki borga sig en muni hafa í
för með sér mikið rask á fallegu
svæði, rask sem er óafturkræft að
þeirra mati.
Verkefni á frumstigi
„Við munum taka mark á öllum
ábendingum sem við fáum frá hags-
munaaðilum og meta þær inn í verk-
efnið, hvort sem þær eru jákvæðar
eða neikvæðar,“ segir Magnús
Kristjánsson framkvæmdastjóri
Orkusölunnar sem er dótturfyrir-
tæki RARIK. Orkuksalan rekur
Skeiðsfossvirkjun í Fljótum.
Magnús segir að verkefnið sé á al-
geru frumstigi. Aðallega sé unnið að
rennslismælingum. Að þeim loknum
verði lagt mat á það hvort virkj-
unarkosturinn sé fýsilegur eða ekki.
Morgunblaðið/Hari
Mótmæli Magnús Kristjánsson tekur við undirskriftum úr hendi Birgis
Gunnarssonar. T.v. eru Björn Z. Ásgrímsson og Haukur B. Sigmarsson.
795 velunnarar Fljót-
anna mótmæla virkjun
Segjast taka mark á ábendingum
„Að mati forsætisnefndar fólust í
ummælum þingmannsins staðhæf-
ingar um atvik, sem hann fullyrti
að hefðu verið sambærileg þeim
sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum
hætti fjallað um í
hljóðupptök-
unum. Líta verð-
ur til þess að
ummælin fólu í
sér andsvör hans
við þeirri um-
fjöllun. Þegar
það er virt og við
hvaða aðstæður
þau voru látin
falla er ekki unnt
að fullyrða að
hátterni þingmannsins hafi verið
andstætt hátternisskyldum hans
[…] Það er því niðurstaða forsæt-
isnefndar að erindi þitt gefi ekki
nægilegt tilefni til frekari athug-
unar.“
Kemur þetta fram í niðurstöðu
forsætisnefndar Alþingis við erindi
sem henni barst um meint brot Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar,
formanns Miðflokksins, á siða-
reglum fyrir alþingismenn í tilefni
af ummælum hans í fréttaviðtali í
kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3.
desember 2018 og síðari samskipti
af því tilefni. Í erindinu var vísað til
þess að hátterni þingmannsins
hefði verið andstætt 5., 7. og 8. gr.
siðareglna fyrir alþingismenn. Nið-
urstaða forsætisnefndar var birt á
heimasíðu Alþingis eftir hádegi í
gær.
Ummæli þingmannsins
Í erindinu var vísað til þess að í
fyrrgreindu viðtali hefði Sigmundur
Davíð haldið því fram að samtöl af
því tagi sem hljóðrituð voru á
Klaustri bar í miðbæ Reykjavíkur
„[…] þar sem alþingismenn níða og
niðurlægja aðra þingmenn á óvið-
urkvæmilegan og klámfenginn hátt,
væru og hefðu um langa hríð verið
alsiða meðal þingmanna allra flokka
og að orðbragðið væri stundum
jafnvel „töluvert grófara“.“ Með
þessum ummælum átti Sigmundur
Davíð að hafa brotið gegn háttern-
isskyldum sínum og þeim meg-
inreglum sem gilda um hátterni al-
þingismanna skv. 5., 7. og 8. gr.
siðareglna fyrir alþingismenn.
Þá er vert að geta þess að nafn
málshefjanda hefur ekki verið birt
samhliða þessari niðurstöðu forsæt-
isnefndar Alþingis.
Ummælin ekki
skoðuð frekar
Niðurstaða forsætisnefndar birt
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson