Morgunblaðið - 03.04.2019, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Miðbær Reykjavíkur eruppáhaldsmiðbærinnminn. Ég ólst upp áFramnesveginum,
þaðan er stutt að ganga í miðbæ-
inn og fyrir vikið var ég mikið þar
sem krakki og unglingur. Strax og
ég hafði vit og getu þá flutti ég í
miðbæinn og hef búið á ótal stöð-
um þar öll mín fullorðinsár. Og nú
er komið að mér að kveikja líf á
þessu nýja torgi hér, Hjartatorgi,
þar sem áður var Hjartagarðurinn.
Hér verður gott að sitja úti í sum-
ar og ég er svo heppinn að kvöld-
sólin mun lifa lengst utan við mitt
rými,“ segir Jóhann Ludwig Torfa-
son myndlistarmaður sem opnaði
nýlega verslun sína, Hjarta
Reykjavíkur, á fyrrnefndu torgi
neðarlega við Laugaveg. Þar selur
hann ýmsan varning með áprent-
uðum húsamyndum, myndum sem
hann hefur teiknað af mikilli ná-
kvæmni af húsum miðbæjarins.
Einnig selur hann plaköt með
sömu teikningum, póstkort, púslu-
spil og auðvitað bækur sem geyma
öll húsin hans.
„Ég er rétt að byrja, búðin er
enn hálfköruð og margar vörur á
leiðinni, kaffikrúsir, klukkur,
glasamottur, viskastykki og fleira,
allt með áprentuðum húsateikn-
ingum mínum. Ég líta á þetta sem
hönnun og grafík en ekki endilega
sem myndlist. Nytjavaran hefur
tekið yfir í því sem ég er að skapa
og myndlistin er í pásu. Mynd-
listin hefur verið helgireitur fyrir
mér, en eins mikið og ég hef mært
myndlistina fyrir frelsið sem hún
veitir mér, þá finn ég fyrir gríð-
arlegu frelsi í þessum rekstri.
Mér finnst virkilega gaman að
geta þróað vörur og gert það sem
mig langar,“ segir Jói og bætir við
að hann ætli líka að setja upp vef-
verslun fyrir Hjarta Reykjavíkur.
Lúmska skepnan Spott
Hið nýja hönnunarfyrirtæki
Jóa á upphaf sitt í því að fyrir
nokkrum árum fór hann að teikna
húsin í miðbænum, afar raunsæis-
lega.
„Hratt og örugglega varð það
að einhverskonar þráhyggju, en ég
er í tvo til þrjá daga að teikna flók-
ið hús. Það er miklu meiri ná-
kvæmni í þessum teikningum en
kemur fram í prentinu,“ segir Jói
sem sat allt í einu uppi með fjöru-
tíu teiknuð hús.
„Þá gaf ég út bók með húsa-
myndunum, einu húsi á hverri opnu
en götukort er við hvert hús sem
sýnir hvar það er í miðbænum.
Þannig sé ég fyrir mér að draga
ferðamenn inn í hverfi miðbæj-
arins, þeir geta farið í göngutúr og
leitað uppi húsin í bókinni eftir
kortunum. Ég ætlaði að láta bókina
heita Spotts in Reykjavik, með vís-
an í köttinn Spott sem bregður fyr-
ir á sumum húsamyndunum, en
Spott er lúmsk og lítt áberandi
skepna sem kíkir út um glugga eða
laumast meðfram veggjum. Pæl-
ingin var að þeir sem skoðuðu bók-
ina gætu þá elt köttinn í húsaflakk-
inu,“ segir Jói sem endaði á að
kalla bókina The Heart of Reykja-
vík.
„Ég hélt áfram að teikna hús
og tók næst fyrir Laugaveginn,
götu sem ég hef skálmað alla mína
ævi. Og úr varð bókin Kæri Lauga-
vegur, en hún inniheldur teikn-
ingar af öllum húsum Laugavegar
frá númer eitt, upp að Hlemmi og
svo aftur til baka. Ég komst að því
að ég hafði ekki síður ánægju af því
að teikna hús sem eru kassalaga
steinkumbaldar, en litlu sjarm-
erandi bárujárnshúsin. Sambandið
milli afar ólíkra húsa er einmitt það
sem býr til Laugaveginn,“ segir Jói
og bætir við að bókin sé einnig
samtímaskráning og ákveðin heim-
ild um horfinn heim, því þrjú
þeirra húsa sem eru í Laugavegs-
bókinni hans hafa verið rifin eða
fjarlægð og flutt annað. Í Lauga-
vegsbókinni er byggingarár skráð
við hvert hús og hver höfundur
þess er, arkitektinn.
Var alla tíð í uppreisn
Jóa finnst skondið að hann sé
kominn í verslunarrekstur því hann
listamaðurinn hafi alla tíð verið í
mikilli uppreisn gegn þeirri stað-
reynd að föðurfjölskylda hans hef-
ur verið viðskiptamegin í lífinu.
„Fólkið mitt er blátt inn að
beini, afi minn var stórkaupmaður
Púsl Gestir púsla saman húsum Jóa í verslun hans.
Miðbærinn
stendur
hjarta nær
„Eins mikið og ég hef mært myndlistina fyrir frelsið
sem hún veitir mér þá finn ég fyrir gríðarlegu frelsi í
þessum rekstri,“ segir Jóhann Ludwig Torfason mynd-
listarmaður sem opnaði verslunina Hjarta Reykja-
víkur á Hjartatorgi. Hann segir sig ekki hafa órað fyr-
ir því að hann ætti eftir að fara út í fyrirtækjarekstur.
Jói slakur í búðinni Nokkur verk með
húsamyndum Jóa prýða vegg í hamingjulit í
verslun hans, Hjarta Reykjavíkur.
Höfuðhús Grafíkverk Jóa, Listasafn Einars Jónssonar.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2019
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma