Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Aðalfundur Samtaka sparifjáreigenda verður haldinn á Radisson Blu Hótel Saga, miðvikudaginn 17. apríl 2019, kl. 17.00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins. Réttur til fundarsetu er bundinn við félagsmenn. Stjórn Samtaka sparifjáreigenda Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í gær voru allar tiltækar vélar Reykjavíkur- borgar að sópa götur og stíga, enda viðraði þá vel til hreinsunarstarfa. Fjölförnustu leiðirnar eru sópaðar fyrst, þ.e. allar stofnbrautir og tengigötur, auk helstu göngu- og hjólastíga. Eft- ir það verða húsagötur sópaðar og þvegnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sópað og þrifið í góða veðrinu ,,Í framlagðri fjármálaáætlun ríkir ekki nægilegt gagnsæi varðandi þær breytingar á tekju- og útgjaldaráð- stöfunum sem átt hafa sér stað milli áætlana og þær settar í samhengi við boðuð áform stjórnvalda,“ segir í ábendingum fjármálaráðs, sem fer á gagnrýninn hátt yfir nýja fjármála- áætlun fjármálaráðherra fyrir árin 2020-2024, sem liggur fyrir Alþingi. Fjármálaráð hefur nú lagt mat sitt á fjármálaáætlunina og skilað ítar- legri álitsgerð til fjárlaganefndar. Kemst ráðið m.a. að þeirri niður- stöðu að opinber útgjöld hafi aukist, en umfang þeirrar aukningar sé álitamál. ,,Það að staðvirða upphæð- ir opinberra útgjalda með vísitölu neysluverðs getur gefið aðra mynd en ef aðrar verðvísitölur eru notaðar við samanburð upphæða og þróun þeirra yfir tíma,“ segir í álitsgerð- inni. Fjármálaráð leggur líka áherslu á að stjórnvöldum beri að sporna gegn því að launahækkanir opinbera geir- ans leiði launamyndun á vinnumark- aði. ,,Af þessum sökum er varasamt að staðvirða opinber launaútgjöld með vísitölu sem mælir í raun hækk- un launa. Slík staðvirðing er til þess fallin að dylja útgjaldaaukninguna sem mögulega væri knúin af því að stjórnvöld leiddu fremur en fylgdu launaþróuninni sem myndast á vinnumarkaði utan hins opinbera geira. Staðvirðing af þessu tagi fríar stjórnvöld ábyrgð af útgjaldaaukn- ingunni,“ segir í greinargerðinni. Að mati ráðsins ríkir mikil óvissa um þessar mundir og sýna þurfi festu og halda við stöðugleika í op- inberum fjármálum. Frávikssviðs- myndir sem birtar eru í fjármála- áætluninni eru hins vegar sagðar afar gott skref fram á við. Stjórnvöld í spennitreyju Lögð er rík áhersla á umbætur í verklagi og gagnrýnir ráðið að með- höndlun grunngilda hafi færst til verri vegar. Varað er við að stjórn- völd lendi í spennitreyju eigin stefnu þegar ekki er gætt nægilegrar var- færni í stefnumiðum. Þá minnki svig- rúm stjórnvalda til að bregðast við hinu óvænta. ,,Að öllu virtu virðast stjórnvöld hafa lent í spennitreyju eigin stefnu hvað varðar afkomumarkmið. Stjórnvöld eru komin í þessar ógöngur vegna verklags og fram- vindu í stefnumörkuninni. Fjármála- ráð hefur ítrekað varað við að slík staða gæti komið upp. Lögin um op- inber fjármál heimila ekki að stefnu- mið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin,“ segir m.a. í um- fjöllun um endurskoðun fjármála- stefnunnar. Mikill árangur í lækkun skulda Mikill árangur hefur náðst í niður- greiðslu skulda hins opinbera að mati ráðsins og fram kemur að skuldir hins opinbera eru komnar undir þau mörk sem tiltekin eru í skuldareglu laga um opinber fjár- mál. ,,Skuldahlutfall hins opinbera er nokkuð undir stefnumiði gildandi fjármálastefnu og ef svo fer fram sem horfir er stutt í að það nái loka- stefnumiði fjármálastefnunnar.“ omfr@mbl.is Ekki nægilegt gagnsæi breytinga  Fjármálaráð fer í saumana á fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 til 2024 í nýrri álitsgerð  Varar við staðvirðingu opinberra launaútgjalda sem fríi stjórnvöld ábyrgð af útgjaldaaukningu Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Inga Sæland, alþingisþingmaður og formaður Flokks fólksins, sagðist á Alþingi í gær ekki skilja hvers vegna Sjúkratryggingar Íslandi vildu ekki borga fyrir meðferð drengs sem fæddist með skarð í góm. „Ég las þessa grein í Morgunblaðinu í gær og ég verð að segja að ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Inga. Hún vitnaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ragnheiði Sveinþórsdóttur, móður níu ára drengs sem fæddist með skarð í gómi. Foreldrar hans eru búnir að leggja út hátt í 1,8 milljónir vegna tannréttinga og ferða- kostnaðar. Sjúkratryggingar hafa neitað greiðsluþátt- töku. Inga furðaði sig á því hvers vegna ekki væri hægt að koma til móts við foreldra drengsins. „Hvers lags eiginlega mismunun er þetta?“ sagði Inga og bætti við að stjórnvöld gætu ekki verið þekkt fyrir að hjálpa ekki litlum börnum sem fæddust með fæðing- argalla. „Ég skora á ykkur öll að koma í veg fyrir svona óréttlæti.“ Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður VG, steig skömmu síðar í pontu og tók undir orð Ingu. Inga Sæland furðar sig á afstöðu Sjúkratrygginga  Taka ekki þátt í meðferð drengs með fæðingargalla Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Ægir Guðni Sigurðsson og Ragnheið- ur Sveinþórsdóttir móðir hans. Ægir fæddist með skarð í gómi og þarf meðferð þess vegna. Loftslagsstefna Stjórnarráðsins var samþykkt á ríkisstjórnar- fundi í gær. Dregið verður úr losun gróður- húsalofttegunda í allri starfsemi Stjórnarráðsins auk þess sem öll losun verður kolefnisjöfnuð þegar í ár og meira til. Stefnan tekur til allra tíu ráðu- neyta Stjórnarráðsins og rekstr- arfélags þess auk þess sem gerðar eru kröfur til ríkisstofnana um að- gerðir í loftslagsmálum. Markmiðið með loftslagsstefn- unni er að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum og bindi meiri koltvísýring en það losar. Stjórnarráðið mun draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% til ársins 2030 með því að leggja m.a. áherslu á að fjarfundir og breytt vinnulag komi í auknum mæli í stað flugferða erlendis og innanlands og ferðir starfsmanna til og frá vinnu verði með vistvæn- um hætti. Draga á markvisst úr losun gróður- húsalofttegunda Stefna Nú verður kolefnisjafnað. Fjármálaráð telur það nokkuð bratt að gera ráð fyrir jákvæð- um afgangi A-hluta sveitar- félaganna upp á 0,2% út áætl- unartímabilið til 2024. Sveitarfélög þurfi að standa við áform um að draga úr fjárfest- ingum og sýna meiri festu og auka aðhald í rekstri. Ekki megi mikið út af bera svo áætlanir um vöxt tekna gangi ekki eftir. Brött spá um afkomuna SVEITARFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.