Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fyrsti fasinn er kominn á áætlun. Svo þurfum við að sjá hvernig verk- inu vindur fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og samgönguráðs Reykjavík- ur. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lögð fram og kynnt tillaga að áfangaskiptingu undirbúnings var- anlegra göngugatna í miðborg Reykjavíkur. Sem kunnugt er var tillaga um varanlegar göngugötur samþykkt í borgarstjórn síðastliðið haust. Á fundi ráðsins var umhverf- is- og skipulagssviði falið að vinna áfram að forhönnun og undirbúningi deiliskipulagsbreytingar á grund- velli þessarar áfangaskiptingar, í samráði við hagsmunaaðila. Sigurborg segir í samtali við Morgunblaðið að verkinu verði skipt í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga sé kafli á Laugavegi frá Ingólfsstræti að Klapparstíg og kafli á Skóla- vörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi. Þetta svæði verður skil- greint sem göngugötur undir heit- inu Sumargötur frá 1. maí næst- komandi til 1. október. Að því loknu hefjast framkvæmdir til að búa svæðið undir það að verða göngu- götur til frambúðar. „Göngugötusvæðið er minnkað frá því sem verið hefur síðustu sum- ur. Það er gert til þess að geta dreift umferðinni betur. Það hafa allir sem hafa keyrt niður Lauga- veginn þurft að beygja niður Vatns- stíg og það hefur sett álag á þá litlu götu. Nú nær göngusvæðið bara upp að Klapparstíg en í staðinn verður akstursstefnunni snúið við frá Klapparstíg að Frakkastíg. Þannig dreifist þetta álag mikið bet- ur. Þetta er planið fram á haust,“ segir Sigurborg. Auðvelda aðgengi að versl- unum og veitingastöðum Nú er unnið að undirbúningi þess að þessi fyrsti áfangi verði að varan- legum göngugötum. Að sögn Sig- urborgar felur það í sér breytingar á deiliskipulagi, samþykkt á því, endurhönnun á götunum og svo framkvæmdum. „Þá verður yfirborð endurhannað og gatan hækkuð. Það er gert til að auðvelda aðgengi að búðum og veit- ingastöðum en það er einstaklega slæmt nú. Eins verða settir raf- drifnir pollar til að stýra aðgenginu og svo hugað að gróðri, bekkjum, ljósastaurum og ruslafötum. Við verðum í samstarfi við verslunar- og veitingahúsaeigendur því sumir hafa áhuga á að koma með þjón- ustuna meira út á götu. Þarna verða meiri setsvæði og meira skemmti- legt fyrir okkur borgarana.“ Sigurborg segir að það fari eftir því hvernig undirbúningsvinna gangi hvort hægt verði að hefja framkvæmdir við þennan fyrsta áfanga í haust eða í byrjun næsta árs. Meðan á framkvæmdum við fyrsta áfanga stendur verða sum- argötur færðar ofar á Laugaveginn sumarið 2020. Skoða tengingu við Hlemm Annar áfangi er kaflinn á Lauga- vegi milli Klapparstígs og Frakka- stígs, Bankastræti að Lækjargötu og Bergstaðastræti frá Skólavörðu- stíg að Laugavegi. Þriðji áfanginn felur svo í sér kaflann á Laugavegi frá Frakkastíg að Barónsstíg. Þá stendur yfir vinna við skipulag Hlemmssvæðisins og í kynningu kemur fram að það svæði gæti tengst göngugötunni með göngu- eða vistgötu. Að sögn Sigurborgar fer það eftir því hvernig gengur með fyrsta áfangann hvenær hægt verður að ráðast í annan og þriðja áfanga verkefnisins. „Við munum líka læra af reynslunni og nýta það í síðari áfangana.“ Morgunblaðið/Eggert Göngugata Bílar hafa getað keyrt niður Laugaveginn að Vatnsstíg. Í sumar verður göngugatan aðeins að Klapparstíg. Svæðið stækkar á næstum árum. Undirbúa göngugötur til frambúðar  Göngugötur innleiddar í þremur áföngum  Ekið upp Laugaveginn Ingólfsstræ tiÞingholtsstræ ti Skólavörðustígur V itastígur B arónstígur S norrabraut HverfisgataHverfisgata Hverfisgata Bankastræti Amtmanns- stígur Laugavegur Laugavegur Laugavegur Læ kj ar ga ta 1. áfangi 2. áfangi 3. áfangi Fyrirhugaðar göngugötur í miðbæ Reykjavíkur ANNAR ÁFANGI ■ Laugavegur frá Klapparstíg að Frakkastíg. ■ Bankastræti að Lækjargötu. ■ Þingholtsstræti frá Banka- stræti að Amtmannsstíg. ■ Bergstaðastræti frá Skólavörðustíg að Laugavegi. FYRSTI ÁFANGI ■ Laugavegur frá Ingólfs- stræti að Klapparstíg. ■ Skólavörðustígur frá Berg- staðastræti að Laugavegi. Akstursstefnu Lauga- vegar breytt frá Klapp- arstíg að Frakkastíg í fyrsta áfanga Bergstaðir 58 stæði Stjörnuport 191 stæði Hafnartorg 1.100 stæði Kolaportið 166 stæði Traðarkot 270 stæði Vitatorg 223 stæði 471 metrar eru núverandi göngu- svæði á Laugavegi og Skólavörðustíg, en verða 1.007 m ef allir áfangar eru kláraðir eða alls 1.192 m með hliðargötum. 908 bíla-stæði eru í bílastæðahús- um við svæðið, eða 3.348 ef Höfðatorg og Hafnartorg eru tekin með. 52 metrar er meðalfjar- lægð frá bílastæða- húsum inn á svæðið. Heimild: Göngugötur – tillaga að áfangaskiptingu undirbúnings, Reykjavíkurborg 3. apríl 2019 ÞRIÐJI ÁFANGI ■ Laugavegur frá Frakkastíg að Barónsstíg. K lapparstígur Frakkastígur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Tónlistarskóli Árnesinga sendi Sveitarfélaginu Árborg formlega beiðni um að fá glugga í hurðir á kennslustofum til varnar gegn kyn- ferðisáreitni/-ofbeldi. Í bréfi skólans til sveitarfélagsins segir að umsókn- in sé send með öryggi nemenda og kennara að leiðarljósi. „Umræða um kynferðisáreitni/-of- beldi gagnvart börnum hefur opnast á liðnum árum og er það vel. Um leið hefur meðvitund um aðstæður sem geta ýtt undir kynferðisáreitni/-of- beldi aukist. Tónlistarkennarar eru mjög meðvitaðir um þá viðkvæmu stöðu sem þeir og nemendur þeirra eru í í einkatímum, þar sem kennsla fer fram maður á mann bak við lukt- ar dyr,“ segir í bréfi skólans. Alltaf verið hugað að þessu Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans, segir í samtali við Morgunblaðið að ekkert sérstakt at- vik hafi komið upp sem valdi því að verið sé að óska eftir gluggum. „Nei, þetta hefur bara verið þann- ig að þegar það er tekið nýtt húsnæði í notkun hefur alltaf verið hugað að þessu. Við erum svo að passa upp á að það sé jafn góð aðstaða á öllum kennslustöðum. Við kennum mjög víða um sýsluna og erum að bara að passa upp á að allir búi við sömu góðu aðstæðurnar,“ segir Helga. Um er að ræða glugga í kennslu- stofum í Vallaskóla, BES Stokkseyri og Eyrarbakka. Að sögn Tónlistar- skólans eru aðstæður til fyrirmynd- ar í Þorlákshöfn, Hveragerði, Sunnulækjarskóla og Eyrarvegi á Selfossi. Óskar skólinn eftir skjótum viðbrögðum sveitarfélagsins. Vilja glugga af öryggisástæðum  Vörn gegn kynferðisofbeldi Morgunblaðið/Golli Kennsla Tónlistarskóli Árnesinga hugar að velferð nemenda sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.