Morgunblaðið - 10.04.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
sfs.is
Harpa Silfurberg, föstudagur 12. apríl kl. 13:00–15:00
Ávörp:
JensGarðarHelgason
formaður Samtaka fyrirtækja
í sjávarútvegi
KristjánÞór Júlíusson
sjávarútvegsráðherra
Afhendinghvatningarverðlauna
sjávarútvegsins
AfhendingstyrkjaúrRannsóknasjóði
síldarútvegsins
Fundurinneröllumopinn
Erindi:
Kolefnisspor sjávarútvegsins – hvernigmá
gera betur?
Birna SigrúnHallsdóttir umhverfisverkfræðing-
ur hjá Environice
Hafa umhverfismál áhrif á neytendur?
Ólafur Elínarson
sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup
Tækifæri Íslands í breyttumheimi
Pétur Þ.Óskarsson
framkvæmdastjóri Íslandsstofu
Samantekt
Heiðrún LindMarteinsdóttir
framkvæmdastjóri SFS
Fundarstjóri
AgnesGuðmundsdóttir
markaðsstjóri Icelandic Asia og
formaður Félags kvenna í sjávarútvegi
Heilbrigt haf
allra hagur
Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Náttúrustofa Vesturlands fær tólf
milljónir næstu tvö ár til rannsókna
og vöktunar á mink. Guðmundur
Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og
auðlindaráðherra, og Róbert A.
Stefánsson, forstöðumaður Nátt-
úrustofu Vesturlands, undirrituðu
samning þessa efnis fyrir helgi.
Markmið samningsins er að afla
og vinna úr vísindalegum gögnum
um mink í náttúru landsins, sem
m.a. má nýta til að styðja við bætt
skipulag og framkvæmd minka-
veiða.
Mikilvægt er að halda tjóni af
völdum minks í lágmarki, sem best
verður gert í góðri samvinnu veiði-
manna, rannsóknaraðila og stjórn-
valda, segir á heimasíðu Náttúru-
stofunnar. Þar kemur líka fram að
rekstur Náttúrustofunnar hefur
verið þungur undanfarin misseri og
er samningurinn því kærkominn.
Náttúrustofan mun á næstunni
leggja fram vöktunaráætlun fyrir
minkastofninn, í samráði við Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og Um-
hverfisstofnun. Leitað verður til
veiðimanna um samvinnu við fram-
kvæmd vöktunar og þeir beðnir um
að senda afla sinn til rannsókna á
Náttúrustofunni, þar sem fram fara
ýmsar mælingar og sýnataka úr
minkunum. aij@mbl.is
Tólf milljónir
til að rann-
saka mink
Morgunblaðið/Golli
Minkur Við Laugardalsá í Djúpi.
Reiknað er með að „gegnumslag“
verði í Dýrafjarðargöngum mið-
vikudaginn 17. apríl, klukkan 14. Þá
verður sprengt síðasta haftið á milli
Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Gröftur ganganna hefur gengið
vel og áfallalaust, að sögn Guð-
mundar Ólafssonar verkefnastjóra
hjá Suðurverki. Áætlað var að slá í
gegn um miðjan júní en það gerist
nú tveimur mánuðum fyrr.
Byrjað var að sprengja Arnar-
fjarðarmegin en undanfarna mánuði
hefur verið unnið Dýrafjarðarmegin.
Við lok síðustu viku var tæplega 71
metri eftir til að hvelfingar mættust.
Síðustu vikur hafa gangamenn gjarn-
an lengt göngin um 80-90 metra á
viku og hefðu þess vegna getað lokið
verkinu um næstu helgi.
Opnað haustið 2020
Samhliða gangagreftri er unnið að
vegagerð utan ganga. Nú er mikið
unnið í Dýrafirði og notað efni úr
göngunum og námum. Um 50 starfs-
menn vinna við gangagerðina nú um
stundir.
Mikil vinna er eftir í göngunum
sjálfum. Eftir að slegið verður í
gegn þarf að ljúka styrkingum og
klæða þar sem vatn sækir að.
Leggja þarf rafmagn í göngin og
lagnir í gólf. Þá þarf að leggja burð-
arlag og malbik. Byrjað er á lagna-
vinnu í gólfinu Arnarfjarðarmegin.
Áætlað er að göngin verði opnuð
til umferðar 1. september á næsta
ári. helgi@mbl.is
Slegið í gegn í næstu viku
Ljósmynd/Eftirlit Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng Fáeinir tugir metra eru nú eftir ósprengdir.
Dýrafjarðargöng eru tveimur mánuðum á undan áætlun
Tilkynning barst
lögreglunni á
Suðurnesjum ný-
verið um að ellefu
ára börn hefðu
fundið tvo poka
með hvítu dufti
utandyra í um-
dæminu. Reynd-
ist vera um am-
fetamín að ræða og var það afhent
lögreglu.
Þá komu lögreglumenn sem voru
við eftirlit auga á hóp pilta fyrir utan
bifreið á vegslóða. Fát kom á piltana
þegar rætt var við þá og mikla
kannabislykt lagði frá þeim. Lög-
reglumenn komu þá auga á logandi
kannabisvindling í grasinu hjá þeim.
Piltarnir voru færðir á lögreglustöð
þar sem rætt var við þá. Haft var
samband við forráðamenn þeirra og
tilkynning send til barnaverndar-
nefndar.
Börn fundu
poka með
amfetamíni