Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
áskorun Stígamóta sé að stytta
þennan tíma. „Til dæmis fengum við
símtal frá lækni fyrir nokkru sem
bað okkur að koma og tala við há-
aldraða konu sem lá banaleguna.
Hún hafði orðið fyrir kynferðis-
ofbeldi þegar hún var barn og vildi
ekki fara með það í gröfina.“
Þriðjungur tíu ára eða yngri
70,8% þeirra sem leituðu til Stíga-
móta í fyrra voru á barnsaldri, þ.e.
yngri en 18 ára, á þeim tíma þegar
þeir urðu fyrir ofbeldinu og rúmlega
30%, eða 112 einstaklingar, voru tíu
ára og yngri.
Alls voru 575 ofbeldismenn skráð-
ir í þeim málum sem komu inn á
borð Stígamóta í fyrra. 99 þeirra eða
rúm 17% voru 17 ára og yngri og 27
voru yngri en 13 ára.
Í skýrslunni er greint frá við-
brögðum brotaþola þegar ofbeldið
átti sér stað. Þar kemur m.a. fram að
algengustu viðbrögðin við nauðgun
eru að gera ekkert, að frjósa, upplifa
að líkaminn lamist og að láta sem
ekkert sé. „Þetta er það sem þol-
endur kynferðisofbeldis eru ítrekað
spurðir út í; af hverju gerðirðu ekki
neitt?“ segir Guðrún. „Að afneita því
sem er að gerast eru þekkt viðbrögð
við gríðarlegu áfalli og það að gera
ekki neitt eru viðbrögð sem mann-
kynið hefur þróað með sér í árþús-
undir til að lifa af. Hvernig á að vera
hægt að kæra þessi brot þegar það
er ekki skilningur í réttarkerfinu á
þessum viðbrögðum?“
Spurð um hversu mörg málanna
séu kærð segir Guðrún hlutfallið
hafa verið 7,8% í fyrra. Mörg þeirra
séu einfaldlega fyrnd, þar sem langt
sé liðið frá brotunum. Af þeim mál-
um sem kærð voru var um helm-
ingur látinn niður falla. Í héraðs-
dómi lauk 20% málanna með
skilorðsbundnum dómi og sama
hlutfalli með fangelsisdómi.
10% brotaþola með örorku
Um 10% þeirra sem komu til
Stígamóta í fyrra búa við skerðingar
sem metnar eru til örorku. Því til
viðbótar eru 26,5% með skerðingu
sem ekki er metin til örorku og rúm
7% búa við skerðingar þar sem óvíst
var um örorkumat. Þetta er aukning
um 5% frá árinu á undan og flestir í
þessum hópi eru með geðsjúkdóma,
einhverfu eða þroskahamlanir. Guð-
rún segir að ekki sé hægt að fullyrða
út frá þessu að kynferðisofbeldi
gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum
hafi aukist. Hugsanleg skýring sé
vitundarvakning. „En það er þekkt
að kynferðisofbeldi gagnvart fötluðu
fólki er algengara en gagnvart öðr-
um hópum. Allir jaðarsettir hópar
eru útsettari fyrir ofbeldi en meðal-
manneskjan.“
Í skýrslunni kemur fram að afleið-
ingar kynferðisofbeldis geti verið
mjög alvarlegar og að þær geti orðið
meiri eftir því sem lengra líður frá
ofbeldinu og þangað til brotaþolinn
fær aðstoð. Tæp 27% þeirra sem
leituðu til Stígamóta í fyrra hafa
gert tilraun til sjálfsvígs, um 86%
segjast upplifa skömm og kvíða, um
þriðjungur hefur skaðað sjálfan sig,
litlu færri hafa verið með átröskun
og hátt í 80% segjast vera með lé-
lega sjálfsmynd.
40% þeirra sem komu til Stíga-
móta í fyrra höfðu ekki leitað til
neinna fagaðila áður og Guðrún seg-
ir að það gefi til kynna að fjölga
þyrfti leiðum fyrir brotaþola til að
leita sér aðstoðar og nefnir sem
dæmi samstarf við heilsugæslu,
skóla og umboðsmann barna. Hún
bendir á að skólar hafi aðgang að öll-
um börnum og að þar væri hægt að
vinna þrekvirki. Þá væri hægt að
koma á samstarfi við Barnahús þar
sem börn gætu hringt og rætt nafn-
laust við ráðgjafa. „Ég held að með
því væri verið að senda sterk skila-
boð um að kynferðisofbeldi getur
verið ástæðan fyrir ýmiskonar van-
líðan og veikindum.“
Erum að fást við gömul leyndarmál
784 manns leituðu til Stígamóta í fyrra 359 komu í fyrsta skipti Yfir fjórðungur reyndi sjálfsvíg
8.424 manns og 55.535 viðtöl frá 1992 Áratugir geta liðið þar til þolandi treystir sér til að segja frá
35,6%
22,3%
18%
9,9%
6,1%
3,5%
Skjólstæðingar Stígamóta 2018
Skipting brotaþola
eftir kyni
Aldur brotaþola þegar ofbeldi var fyrst framið
Hlutfall þeirra
sem hafa gert
sjálfsvígs-
tilraunir
Nauðgun Kynferðisleg
áreitni
Sifjaspell Nauðgunar-
tilraun
Stafrænt
kynferðisof-
beldi
Klám Vændi Annað
23 hópnauðganir
2 ofbeldismenn í 8 tilfellum
3 ofbeldismenn í 3 tilfellum
4 ofbeldismenn í 2 tilfellum
5 ofbeldismenn í 1 tilfelli
Í 9 tilfellum vantaði upplýs-
ingar um fjölda ofbeldism.
Heimild: Ársskýrsla Stígamóta 2018
Algengar afleiðingar
kynferðisofbeldis
➜ Skömm
➜ Kvíði
➜ Depurð
➜ Léleg sjálfsmynd
➜ Sektarkennd
➜ Ótti
➜ Sjálfsvígshugleiðingar
➜ Einangrun
➜ Átröskun
➜ Sjálfssköðun
27,9%
39,6%
25,6%
3,3%
1,8% 2,7%
0,9% 2,8%
Karl
Annað kyn, 0,3%
Kona
86,6%
13,1%
Ástæður þess að leitað var
til Stígamóta 2018
0 til 4
ára
5 til 10
ára
11 til 17
ára
18 til 29
ára
30 til 49
ára
Uppl. vantar
26,7%
Morgunblaðið/Hari
Stígamót Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, á kynningunni í gær. Þar
kom m.a. fram að 40% þeirra sem þangað leita höfðu ekki farið til fagaðila.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Á síðasta ári leituðu 784 konur og
karlar til Stígamóta vegna kyn-
ferðisofbeldis af einhverju tagi, þar
af komu 359 í fyrsta skipti til sam-
takanna. Nauðgun var algengasta
ástæðan, þar á eftir komu kynferðis-
leg áreitni og sifjaspell. Heimili of-
beldismannsins var algengasti vett-
vangur ofbeldisins.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í ársskýrslu Stígamóta fyrir
árið 2018 sem kynnt var í gær. Þar
kemur fram að ekki hafi komið jafn
margir nýir brotaþolar þangað síðan
1992, að undanskildu árinu í fyrra.
Af þessum 359 einstaklingum sem
beittir höfðu verið ofbeldi voru 311
konur, 47 karlar og einn var af öðru
kyni. Karlar voru tæp 96% ofbeldis-
manna og konur 4%.
Stígamót hófu starfsemi árið 1990
og síðan þá hafa 8.424 einstaklingar
leitað til samtakanna og þar hafa
verið veitt 55.535 viðtöl.
„Við erum fyrst og fremst að fást
við gömul leyndarmál,“ segir Guð-
rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Hún segir að mörg ár, jafnvel ára-
tugir, geti liðið þar til þolendur kyn-
ferðisofbeldis treysti sér til þess að
segja frá ofbeldinu og ein helsta
28 einstaklingar, aðallega kon-
ur og flestar þeirra íslenskar,
leituðu til Stígamóta í fyrra
eftir að hafa verið í vændi eða
klámiðnaði af einhverju tagi.
Samtökin bjóða upp á sjálfs-
hjálparhópa fyrir fólk í þessari
stöðu sem Anna Þóra Krist-
insdóttir ráðgjafi hefur um-
sjón með. „Fólk sem hefur ver-
ið í vændi segir oft ekki frá því
í fyrstu og gefur upp aðrar
ástæður fyrir komu sinni. Það
fylgir þessu oft svo mikil
skömm,“ segir Anna Þóra.
Spurð að hvaða leyti þessar
konur séu í klámiðnaði segir
hún að flestar þeirra hafi verið
að dansa á nektarstöðum.
Margar þeirra sem hafi verið í
vændi hafi verið gerðar út af
öðrum og þá oftast á vefsíð-
um.
Í vændi og
klámiðnaði
SJÁLFSHJÁLPARHÓPAR