Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Wifi búnaður
fylgir með öllum
varmadælummeðan
birgðir endast
Mission Extreme
Umhverfisvænn kælimiðill
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, fundaði í gær með Angelu
Merkel Þýskalandskanslara og
Emmanuel Macron Frakklandsfor-
seta í þeirri von að hún gæti talið þau
á að veita Bretum aukinn tímafrest
til þess að ganga frá þeim vanda-
málum sem komið hafa upp vegna
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu.
May hefur formlega óskað eftir
því að núverandi tímafrestur, sem
rennur út á föstudaginn, verði fram-
lengdur til 30. júní næstkomandi.
Leiðtogar hinna Evrópusambands-
ríkjanna 27 munu funda í dag og á
morgun til þess að rökræða hversu
langur sá tímafrestur eigi að vera.
Hermdu heimildir AFP-fréttastof-
unnar að líklegt væri að fresturinn
yrði veittur en á móti yrðu Bretar að
sætta sig við hörð skilyrði um tak-
markaða þátttöku þeirra í samstarfi
ESB-ríkjanna. Þau skilyrði kæmu til
dæmis í veg fyrir að Bretar tækju
þátt í að velja næsta forseta fram-
kvæmdastjórnar sambandsins eða
hefðu nokkuð að segja um fimm ára
fjármálaáætlun þess.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði í gær að við-
ræður tveggja stærstu flokkanna í
Bretlandi hefðu verið settar í bið-
stöðu þar sem May vildi lítið gefa eft-
ir varðandi kröfur flokks síns.
Daily Telegraph birti í gær bréf
frá Liam Fox, ráðherra utanríkisvið-
skipta, til óbreyttra þingmanna
Íhaldsflokksins þar sem hann talaði
gegn tollabandalagi, sem er sú lausn
sem Corbyn hefur talað mest fyrir.
Sagði Fox að slíkt bandalag myndi
tryggja að Bretar gætu hvorki samið
um tolla við þriðja aðila né haft nokk-
ur áhrif á þær stofnanir sem ákvörð-
uðu tollana. „Eins og þeir segja í
Brussel: ef þú ert ekki við borðið
ertu á matseðlinum,“ sagði Fox enn-
fremur.
AFP
Brexit Macron Frakklandsforseti tekur á móti Theresu May í París í gær.
Frá Merkel til Macron
Theresa May reynir að fá ESB til að veita Bretum langan
tímafrest Viðræður flokkanna settar í biðstöðu
Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í
gær að sérstakri friðarráðstefnu,
sem átti að hefjast næstkomandi
sunnudag, hefði verið frestað.
Markmið ráðstefnunnar var að fá
stríðandi fylkingar til þess að
koma sér saman um kosningar til
þings og forsetaembættisins en
þeim hefur ítrekað verið frestað
vegna ótryggs ástands í landinu.
Ghassan Salame, erindreki Sam-
einuðu þjóðanna í landinu, sagði að
ekki væri hægt að biðja fólk að
funda á meðan skothríð og loft-
árásir dyndu yfir því. Sagðist Sa-
lame vonast til að hægt yrði að
halda ráðstefnuna sem fyrst.
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í
gær stríðandi fylkingar til þess að
leggja niður vopn sín undireins.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
boðaði jafnframt til sérstaks fund-
ar um ástandið síðar í dag.
Mitiga-alþjóðaflugvöllurinn í
Trípólí var opnaður á ný í gær, en
honum var lokað á mánudaginn
eftir að loftárás skildi eftir sig
djúpan gíg á einni flugbrautinni.
Þjóðarher Líbíu, sem er undir
stjórn stríðsherrans Khalifa Haft-
ar, lýsti yfir ábyrgð á árásinni, en
enginn lést í henni. Salame for-
dæmdi hana hins vegar sem brot á
mannréttindalögum, sem bönnuðu
árásir á borgaralega innviði ríkja.
Ítalir tilkynntu í gær að þeir
myndu ekki draga hermenn sína í
Líbíu til baka þrátt fyrir átökin.
Áætlað er að um 400 ítalskir her-
menn séu í Líbíu, sem eitt sinn var
ítölsk nýlenda. Hlutverk þeirra er
að aðstoða stjórnvöld við að
tryggja stöðugleika, sem og að
koma í veg fyrir mansal og smygl
frá Líbíu yfir Miðjarðarhafið.
sgs@mbl.is
Friðarráðstefnu frestað
Ástandið í Líbíu sagt of ótryggt til þess að hægt sé að
skipuleggja kosningar Öryggisráðið mun funda í dag
Ástandið í Líbíu
» Ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem átti að fara fram
14.-16. apríl næstkomandi, var
frestað í gær.
» Öryggisráðið mun fara yfir
stöðu mála í dag.
Fjölmenn mótmæli skóku götur Khartoum, höfuð-
borgar Súdans, í gær, þar sem þess var krafist að Omar
al-Bashir viki úr forsetaembætti landsins þar sem hann
hefur setið í þrjá áratugi. Mótmæli gegn al-Bashir hafa
nú staðið yfir í fjóra mánuði, en þau hófust þegar verð
á brauði hækkaði í desember. Stjórnvöld í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og Noregi hvöttu í gær til þess að frið-
samleg stjórnarskipti færu fram í landinu.
AFP
Krefjast þess að forsetinn víki
Mannréttindadómstóll Evrópu úr-
skurðaði í gær að Rússland hefði
brotið á mannréttindum Alexeis
Navalnís, eins helsta andstæðings
Pútíns Rússlandsforseta, þegar
honum var haldið í stofufangelsi
megnið af árinu 2014. Var rúss-
neska ríkið dæmt til að greiða Na-
valní 20.000 evrur í skaðabætur og
2.665 evrur í málskostnað.
Navalní fagnaði niðurstöðu
dómsins og sagði að hann myndi
hafa „mikilvægar afleiðingar“ fyrir
þá Rússa sem þyrftu að þola viðlíka
brot á réttindum sínum.
Dímítrí Peskov, talsmaður Pút-
íns, sagði aftur á móti að dómurinn
hefði komið á óvart og dómsmála-
ráðuneyti landsins myndi nú fara
yfir málið.
RÚSSLAND
Mannréttindi sögð brotin á Navalní