Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 Skógarferð Hrafnkell Dreki heldur á vit ævintýra í skógarlundi í Árbæ þar sem margt forvitnilegt er að skoða, ekki síst núna þegar vor er í lofti og náttúran að lifna við eftir góðan vetrardvala. Eggert Reglan er í sjálfu sér einföld: Við erum öll sjúkra- tryggð og eigum að njóta nauðsynlegrar heilbrigð- isþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Hugsjónin að baki ís- lenska heilbrigðiskerfinu byggist á sáttmála um sameiginlega fjár- mögnun nauðsynlegrar þjónustu, þar sem öllum er tryggt jafnt aðgengi. Réttur hinna sjúkra- tryggðu – okkar allra – er í for- grunni. Uppbygging og skipulag heilbrigðisþjónustunnar verður því að taka mið af réttindum og þörfum einstaklinganna en ekki kerfisins. Útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðisþjónustu á síðasta ári námu um 220 milljörðum króna sam- kvæmt fjárlögum. Í fjármálaáætlun er reiknað með að útgjöldin verði yf- ir 257 milljarðar árið 2024 á verðlagi þessa árs. Þetta er raunhækkun um rúmlega 37 milljarða króna eða 17%. Það er samhengi á milli þess hvernig tekst að nýta fjármunina og þeirrar heilbrigðisþjónustu sem tekst að veita. Sameiginlegar sjúkratryggingar Í einfaldleika sínum má halda því fram að útgjöld ríkisins vegna heil- brigðismála séu fjár- mögnuð með iðgjöld- um okkar allra – sköttum og gjöldum. Við höfum keypt sjúkratryggingar sameiginlega til að standa undir nauð- synlegri þjónustu. Grunnur sameig- inlegra sjúkratrygg- inga er jafnræði. Þegar sjúklingur sem þarf á þjónustu að halda verður að bíða mánuðum saman til að fá bót meina sinna er í raun verið að svipta hann sjúkratryggingu. Grunnur sameiginlegra sjúkratrygginga molnar. Hugsjónin um aðgengi allra að góðri og nauðsynlegri þjónustu er merkingarlaus þegar beðið er á bið- listum ríkisins. Á sama tíma og ríkisreknar heil- brigðisstofnanir geta ekki veitt nauðsynlega þjónustu, fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir aðgerð- um og jafnvel bíða eftir viðtölum við sérfræðinga (biðlistar eftir að kom- ast á biðlista), vilja íslensk heilbrigð- isyfirvöld ekki nýta sér úrræði sem einkaaðilar bjóða upp á. Sjúkratryggingar Íslands gera ekki samning við Klíníkina um lið- skiptaaðgerðir. Svo djúpstæð virðist andúðin á einkarekstri að fremur skal senda sjúklinga til annarra landa í aðgerðir en að semja við ís- lenskt einkafyrirtæki. Engu skiptir þótt kostnaðurinn sem miklu hærri. (Það er tragikómískt að yfirvöld skuli reiðubúin að eiga viðskipti við einkaaðila í öðrum löndum en ekki hér á landi.) Á sama tíma bíða hundruð einstaklinga eftir aðgerð- um. Tvöfalt heilbrigðiskerfi Einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustu hefur verið mikilvæg og nauð- synleg forsenda þess að hægt sé standa við fyrirheit um að allir sjúkratryggðir eigi jafnan og greið- an aðgang að þjónustu óháð efna- hag. Enn hefur ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. Ég óttast að stefnt sé að því að stofn- anavæða sem mest af heilbrigðis- þjónustu – færa hana leynt og ljóst undir hatt ríkisrekstrar. Afleiðingin verður verri þjónusta við okkur sem erum sjúkratryggð, lengri biðlistar, dýrari þjónusta, skert valfrelsi og aðhaldsleysi í opinberum rekstri. Ég hef áður varað við því að hægt og bítandi geti orðið til tvöfalt heil- brigðiskerfi. Þeir sem ekki hafa efni á öðru verða að sætta sig við að vera á ríkisreknum biðlistum. Efnafólk nýtir sér þjónustu sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna og einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja. Til verður tvö- falt sjúkratryggingakerfi – ríkis- rekið og á vegum einkaaðila. Stjórn Læknafélags Íslands hefur varað sérstaklega við þessari þróun en án samninga við sjálfstætt starf- andi sérfræðinga sé „hætta á að á Ís- landi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi, þekking og þjónustustig dali og upp komi viðvarandi læknaskortur á mikilvægum sviðum nútíma lækn- isfræði“. Jafnræði í heilbrigðiskerfinu, sem Íslendingar hafa verið stoltir af, mun heyra sögunni til ef ríkisvæð- ingin fær að halda áfram. Andúðin á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu vinnur gegn því að jafnræði ríki meðal allra sjúkratryggðra og leiðir til ójöfnuðar og misréttis. Reynsla sögunnar Í liðinni viku var tilkynnt að ákveðið hefði verið að ráðstafa 850 milljónum, sem ætlað er til að stytta biðlista, til Landspítala, Sjúkrahúss- ins á Akureyri og Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands. Þessum stofn- unum er ætlað að framkvæma m.a. 570 liðskiptaaðgerðir og 1.300 auga- steinsaðgerðir umfram þann fjölda sem annars væri. Þá munu sjúkra- húsin einnig fjölga völdum aðgerð- um á grindarbotnslíffærum kvenna og brennsluaðgerðum vegna gátta- tifs. Vert er að gleðjast yfir því að ráð- ist sé enn og aftur í átak við að stytta biðlista. En það er sérkennilegt að Sjúkratryggingar Íslands skuli ekki hafa óskað eftir tilboðum í verkin. Það er ekki merki um að farið sé vel með fjármuni með því að leita ekki eftir tilboðum í þær aðgerðir sem einkaaðilar geta og hafa gert. Það eru hagsmunir almennings að tryggt sé að verð sé hagstætt um leið og gæði og öryggi þjónustunnar er tryggt. Með því að fara vel með sameiginlega fjármuni (iðgjöldin) er hægt að veita fleirum nauðsynlega þjónustu. Heilbrigðisstefna sem nær ekki að byggja undir rekstur einkaaðila, styrkja samvinnu milli opinbers rekstrar og einkarekstrar, er á villi- götum. Heilbrigðisþjónusta byggist á þekkingu og hæfileikum þeirra sem við hana starfa. Á komandi ár- um og áratugum verður mikilvæg- ara en áður að ýta undir nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, annars vegar til að nýta fjármuni betur og hins vegar til að auka og efla þjónustuna við alla sjúkratryggða. Þeir sem telja að frjór jarðvegur verði til innan veggja ríkisrekstrar virða reynslu sögunnar lítils og skilja ekki rétt okkar sjúkra- tryggðu. Eftir Óla Björn Kárason » Afleiðingin verður verri þjónusta við okkur sem erum sjúkra- tryggð, lengri biðlistar, dýrari þjónusta, skert valfrelsi og aðhaldsleysi í rekstri. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Réttur allra sjúkratryggðra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.