Morgunblaðið - 10.04.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
S V E F N S Ó F I
Einnig fáanlegur án arma kr. 159.900
extra þykk og góð springdýna
svefnflötur 140x200 cm
f r o d e
KR. 189.900
Ríkisstjórn Íslands
ætlar að afhenda ESB
stjórn á orkuauðlind-
um þjóðarinnar. Við
verðum að koma í veg
fyrir það vegna
framtíðarhagsmuna
þjóðarinnar. Ef 3.
orkupakkinn verður
samþykktur af orku-
sölumönnum á Alþingi
mun þjóðin ekki ráða
því hvernig farið verður með orku-
auðlindir og orkufyrirtæki landsins,
sem þó eru í eigu okkar að 90% hluta
nú þegar.
Ákvæði orkupakkans gera ráð fyr-
ir að stjórn orkumála fari til Brussel.
Eftir samþykkt munu innlend sem
erlend fyrirtæki geta kært markaðs-
ráðandi stöðu ríkisfyrirtækisins
Landsvirkjunar til Orkustofnunar
Evrópu (Acer) fyrir samkeppnis-
hamlandi yfirburðastöðu á raforku-
markaði (80%). Stjórnvöld verða
neydd til að selja Landsvirkjun í bút-
um til erlendra ofurpeningasjóða
sem í dag ráða HS Orku, (sem stjórn-
völd illu heilli misstu í hendur er-
lendra fjárfesta), hafa fjárfest í vind-
myllugörðum og djúpjarðborunum,
engir aðrir hafa fjármagn til þess.
Þannig missum við orkuauðlindirnar,
landakaup og virkjanaæði verður
framhaldið. Næst verður þrýstingur
á að leggja sæstrengi til að geta selt
orkuhungraðri Evrópu hreina orku á
háu verði. Stjórnvöld geta ekki neit-
að því, annars yrðu þau skaðabóta-
skyld fyrir hagnaðarmissi orkufyr-
irtækjanna eins og nú er uppi í
kjötmálinu.
Af hverju?
Þjónkun stjórnvalda við ESB í
gegnum EES-samninginn virðist
engin takmörk sett, þau þekkja
áhættuna fyrir þjóðina en vilja setja
þrjá fyrirvara. Fyrirvara í lögin um
að pakkinn gildi ekki að stærstum
hluta! Að Alþingi verði að samþykkja
sæstreng (alveg eins og Icesave), og
að ráðherra í framkvæmdastjórn
ESB, hafi sagt að orkupakkinn gildi
ekki á Íslandi, meðan enginn er
strengurinn. Þetta kalla stjórnvöld
að vera með „axlabönd og belti“ svo
ekki verði girt niður um okkur. Sem
sagt, áhættan við pakk-
ann er horfin. En þá
vaknar spurningin, af
hverju að samþykkja
pakkann ef hann á ekki
að gilda? Þessi máls-
meðferð er ekki trúverð-
ug. Hvers vegna valdaaf-
sal á orkuauðlindum
Íslands til óskilgreindrar
framtíðar og nota stjórn-
arskrána eins og gólf-
mottu ef þess þarf ekki?
Vaknaðu kæra þjóð
Þjóðin verður að vakna og átta sig
á að hryllilegast við þennan málflutn-
ing ríkisstjórnarinnar er að þau vita
að þessir fyrirvarar standast ekki og
eru einungis til heimabrúks og settir
fram með ísköldu mati til að blekkja
almenning og komast hjá andstöðu,
alveg eins og norska ríkisstjórnin
beitti við samstarfsflokka sína til að
fá samþykkt málsins í gegn á síðasta
ári. Ef Alþingi samþykkir með ein-
faldri þingsályktunartillögu að af-
létta fyrirvara sem settur var í sam-
eiginlegu EES-nefndinni um málið,
þá er íslenska ríkinu skylt sam-
kvæmt EES-samningnum að setja
allar 400 blaðsíður tilskipananna í
framkvæmd. Það er alveg skýrt sam-
kvæmt EES-samningnum að tilskip-
unum ESB sem samþykktar eru í
sameiginlegu EES-nefndinni má
ekki breyta. Það að iðnaðarráðherra
komi svo með þær í lagaformi er ein-
ungis formsatriði. Ef texti þeirra
laga er ekki í samræmi við tilskipun
ESB, þá eru þau brot á EES-
samningnum. Ísland á rétt á að neita
upptöku tilskipana frá ESB sam-
kvæmt samningnum og það er rétta
leiðin núna.
Þjóð og þing
Þjóðin á orkulindir landsins og af
hverju ættum við að setja þær undir
erlenda löggjöf og eiga á hættu að
missa hana? Tvö helstu rök ráð-
herranna, sem fara með þetta mál,
eru að þetta auki samkeppni til góða
fyrir neytendur! Þá má spyrja; af
hverju þurfum við meiri samkeppni
um okkar eigin auðlindir, með lægsta
orkuverð í Evrópu? Hin rök ráð-
herranna eru að ef málið verður ekki
samþykkt, þá setji það EES-
samninginn í uppnám! Spurningin er
þá; að þrátt fyrir að heimilt sé að
hafna tilskipunum, eru þá íslenskir
stjórnmálamenn svo hræddir við
ESB að þeir þora ekki að standa með
framtíðarhagsmunum þjóðarinnar?
Þetta mál er miklu stærra en Ice-
save, sem Alþingi varð þrisvar aft-
urreka með og þjóðin ákvað nið-
urstöðuna. Þessu máli má líkja við að
afhenda ESB stjórn fiskveiða við Ís-
land. Í gegnum EES-samninginn er
troðið inn skilgreiningum sem aldrei
voru í upprunalega samningnum og
nú fellur hrátt kjöt og rafmagn undir
vörur í fjórhelsinu og við eigum á
hættu að missa stjórn á auðlindum
þjóðarinnar, orku og landbúnað
(undir hótunum heildsala um stór-
felldar skaðabætur) fyrir ákvarðanir
ESB. Kannski kemur tilskip-
unarhelsið á fiskinn og vatnið og
ESB tekur yfir stjórn þeirra sviða.
Íslenskir embættismenn, orkufurs-
tar og auðmenn bíða eftir samþykkt
3. orkupakkans og taka undir fram-
tíðarsýn ESB um „græna“ orku frá
Íslandi, sem krefst meiri ágangs á
náttúru landsins, með stóraukinni
orkuframleiðslu í vindmyllugörðum,
fallvötnum og ósjálfbærum djúpbor-
unum þar sem óhemju vatnsflæði
þarf til að skapa virkjanlega orku,
allt flutt til ESB í gegnum sæstrengi
að sjálfsögðu. Vaknið, vaknið kæru
landar, áður en það verður um sein-
an. Krefjumst þess að Alþingi segi
nei við orkupakkanum, eða málinu
verði vísað til þjóðarinnar. Ef hvor-
ugt gerist er aðeins ein vörn eft-
ir:Uppsögn EES-samningsins til að
losna undan eftirgjöf íslenskra
stjórnmálamanna. Sú sjálfstæðisbar-
átta verður ekki við ESB, heldur inn-
lenda landsölumenn.
Vaknið, vaknið Íslendingar
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson » Vaknið, vaknið kæru
landar, áður en það
verður um seinan.
Krefjumst þess að Al-
þingi segi nei við orku-
pakkanum – eða málinu
verði vísað til þjóð-
arinnar.
Sigurbjörn Svavarsson
Höfundur er framkvæmdstjóri
og formaður Frjáls lands
s.svavarsson@gmail.com
Orkupakkar Evr-
ópusambandsins fjalla
um staðlaða og góða
viðskiptahætti með
raforku milli landa og
er flutningur um sæ-
strengi aðeins lítill
hluti þar af. Heppilegt
er að halda sæ-
strengsmálinu utan
við yfirstandandi um-
ræðu á Íslandi um
þriðja orkupakkann, enda er það
ekki tímabært.
Uppboðsmarkaður verður rekinn
miðað við viðskiptalegar forsendur á
Íslandi undir eftirliti óháðra aðila
þ.e. Orkustofu Íslands, ESA og
ACER.
Allt of mikið er gert af því í um-
ræðunni að færa gagnrýnislaust yfir
til Íslands reynslu af rekstri sæ-
strengja erlendis, og þá sérstaklega í
Noregi, en það gæti verið varasamt
að taka of mikið mark á eftirlík-
ingum.
Það hefur vantað upplýsingar frá
viðkomandi orkufyrirtækjum um
rekstur IceLink og áætlaða raf-
orkuflutninga um sæstreng miðað
við mismunandi rekstraraðstæður.
Skoðum málið aðeins nánar.
Forsendur
Gert er ráð fyrir að viðskipti inn á
og út af IceLink eigi sér stað við Ís-
landsströnd. Í dæminu er Icelink
settur inn sem verðstýrt varaafl.
Raforka verði seld til útflutnings frá
Íslandi á 80 USD/MWh og í boði að
kaupa breska raforku á 94 USD/
MWh. Ennfremur er gert ráð fyrir
að Bretar geti tekið við allri raforku
sem í boði er og við kjósum að af-
henda hverju sinni. Meðalverð raf-
orku á samkeppnismarkaði í Bret-
landi síðustu 12 mánuði hefur verið á
bilinu 66-80 USD/MWh, en í nýliðn-
um mars hefur það verið að meðaltali
58 USD/MWh.
Landskerfið
Núverandi landskerfi er með afl-
getu upp á 2900 MW og orkugeta
kerfisins reiknast 20,5 TWh/ári.
Köllum þetta grunnkerfi.
Stækkað kerfi með nýrri 90 MW
jarðvarmavirkjun á SV-landi og
Neðri-Þjórsárvirkjunum sem eru
Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og
Urriðafossvirkjun, samtals 270 MW.
Samtals eru þetta 360 MW og leiða
til aukningar í orkugetu landskerf-
isins upp á 2,9 TWh/ári. Orkugeta
hins stækkaða kerfis er því 23,4
TWh/ári.
Flutningar um IceLink
Útreikningar á stækkaða kerfinu
leiddu í ljós að Icelink var nánast ein-
göngu notaður til útflutnings á raf-
orku en innflutningur hverfandi eða
svo lítill að ekki er ástæða til að taka
tillit til þess. Nýting sæstrengs með
400 MW flutningsgetu í útflutningi
raforku reyndist vera 99% á árs-
grundvelli. Með 600 MW flutnings-
getu væri nýting töluvert minni eða
85%. Gríðarlegur rekstrarkostnaður
mundi koma fram (10-faldast) við að
auka flutningsgetu úr 400 MW í 600
MW án fleiri nýrra virkjana, ef kerf-
ið er keyrt eins og markaðsverð seg-
ir til um og flutningsgeta milli 400 og
600 MW nýtt eins mikið
og mögulegt er.
Hvað segir þetta
okkur?
Miðað við að koma inn
með fyrrnefndar virkj-
anir mætti anna 400
MW sæstreng án þess
að það hefði nein telj-
andi áhrif á rekstur og
öryggi undirliggjandi
virkjanakerfis. Hins
vegar mundi sæstreng-
ur með 600 MW flutningsgetu hafa
umtalsverð áhrif á raforkukerfið, ef
ekki kæmu til fleiri virkjanir.
En ef menn gera sér í upphafi
grein fyrir afleiðingunum, þá ætti að
vera hægt að grípa til viðeigandi var-
úðarráðstafana í tíma, en það ætti að
skipuleggja hér heima og á eigin for-
sendum. Ekki er ráðlegt að flytja inn
starfsreglur óbreyttar og gagnrýn-
islaust frá Noregi eða öðrum lönd-
um. Þetta mun allt saman ráðast af
starfsreglum fyrir væntanlegan upp-
boðsmarkað á Íslandi.
Reiknidæmi fyrir IceLink
Uppstilling Landsvirkjunar hefur
verið að hafa sölupunkt viðskipta á
Íslandsströnd, en með því er gert ráð
fyrir að fjárfestar, erlendir og/eða
innlendir, eigi og leggi sæstrenginn.
Segjum að sæstrengsaðilinn kaupi
raforku af uppboðsmarkaði á Ís-
landi. Tökum dæmi með tilbúnum
tölum, sem gætu verið nærri lagi:
Verð á uppboðsmarkaði á Íslandi
43 USD/MWh, sem virkjunaraðili
fengi í sinn hlut.
Flutningskostnaður að afrið-
ilsstöð á Íslandsströnd 5 USD/MWh,
kostnaður við tap innifalinn; Lands-
net.
Kaupverð sæstrengsaðila á Ís-
landsströnd 43+5=48 USD/MWh.
Flutningskostnaður frá áriðilsstöð
á Bretlandi 5 USD/MWh, kostnaður
við tap innifalinn; National Grid.
Verð á uppboðsmarkaði á Bret-
landi 80 USD/MWh.
Hlutdeild rekstraraðila sæstrengs
80*(1-7%)-48=26 USD/MWh, en 7%
eru þá áætlað orkutap í sæstrengn-
um.
Hins vegar ef verð á uppboðs-
markaði á Bretlandi er 58 USD/
MWh eins og verið hefur í marsmán-
uði og markaðsverð á Íslandi
óbreytt, þá verður hlutdeild rekstr-
araðila sæstrengs aðeins 58*(1-7%)-
48=6 USD/MWh.
Við minni mismun á raforkuverði á
Bretlandi og á Íslandi gæti komið að
því að mismunurinn yrði neikvæður
og þá væri orkusölu um sæstrenginn
sjálfhætt í bili.
Með þessu fyrirkomulagi væru
verðsveiflur teknar upp af eiganda
sæstrengsins. Tekur hann til sín
ágóða af háu markaðsverði í Bret-
landi og verður jafnframt að þola
verri afkomu með lægra orkuverði.
Þetta er hin almenna regla en stund-
um er samið um hámarks- og lág-
marksverð fyrir flutninga milli landa
„Cap and Floor“.
Við að selja raforku til sæstrengs á
Íslandsströnd á sama hátt og ef um
stóriðjufyrirtæki væri að ræða yrði
lítill virðisauki eftir á Íslandi af raf-
orkusölunni.
Nokkur orð um
Icelink-raforku-
sæstrenginn
Eftir Skúla
Jóhannsson
Skúli Jóhannsson
» Þótt ég sé ekki sér-
staklega hlynntur
hugmyndum um lagn-
ingu IceLink-sæstrengs
er sjálfsagt að reikna
dæmið frá öllum hliðum
með mismunandi for-
sendum.
Höfundur er verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Allt um
sjávarútveg