Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 20

Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 ✝ BrynjólfurSamúelsson fæddist á Ísafirði 7. júní 1936. Hann lést 31. mars 2019. Foreldrar hans voru Ragnhildur Helgadóttir, f. 2.6. 1911, d. 26.12. 1987, ættuð frá Laugabóli í Ög- urhreppi, og Sam- úel Jónsson smjör- líkisgerðarmeistari, f. 7.1. 1910, d. 11.4. 1983, ættaður frá Tröð í Álftafirði. Þau bjuggu lengst af á Bjargi á Ísafirði. Systkini Brynjólfs: Daníela Selma, f. 26.11. 1933, d. 31.7. 2015, Lára Kristín, f. 25.3. 1935, d. 23.7. 2014, Friðgerður, f. 26.2. 1945, og Samúel Jón, f. 25.11. 1949. Brynjólfur eignaðist son, Árna Þór, f. 2.9. 1956, með Svanlaugu Öldu Árnadóttur, f. 6.5. 1937, d. 3.6. 2008. Kjörfaðir Árna er Óli Björn Hannesson, f. 24.10. 1932, eig- inmaður Svanlaugar. Maki Árna var Sigrún Þór- oddsdóttir, f. 29.7. 1957. Þau skildu. Þeirra dætur eru: Svan- laug, f. 21.4. 1981, Theodóra, f. Reykjavík og lauk sveinsprófi. Brynjólfur varð húsasmíða- meistari 1966. Hann vann við iðn sína með hléum á Ísafirði og víðar. Sjómennskan togaði þó í hann. Hann var háseti, bátsmað- ur, matsveinn og stýrimaður á ýmsum bátum og togurum frá Ísafirði með hléum, m.a. Víkingi II, Guðbjarti Kristjáni, Orra og skuttogaranum Guðbjarti IS 16 á árunum 1972-1976, á „gull- árum“ skuttogaraútgerð- arinnar á Íslandsmiðum og upp- lifði m.a. tvö þorskastríð. Árið 1975 fór hann í Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Hann var stýrimaður og skip- stjóri í afleysingum á Fagranes- inu frá 1982-89 en það sá um póst-, vöru- og farþegaflutninga í Ísafjarðardjúpi. Brynjólfur var mjög músík- alskur eins og margt hans fólk og spilaði m.a. á horn, píanó og harmonikku. Um tíma lék hann á horn í Lúðrasveit Ísafjarðar. Brynjólfur var varabæjarfull- trúi á Ísafirði kjörtímabilið 1986-90 fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Árið 1989 fluttist hann til Reykjavíkur og tók upp sambúð með Kolbrúnu Magnúsdóttur Norðdahl. Þau slitu samvistir. Brynjólfur vann sem örygg- isvörður í Seðlabanka Íslands frá 1990 til starfsloka 2006. Útför Brynjólfs fer fram frá Neskirkju í dag, 10. apríl 2019, klukkan 15. 9.6. 1982, og Sól- veig, f. 15.6. 1988. Barnabörnin eru sjö. Brynjólfur kvæntist Sigríði Theodórsdóttur, f. 16.8. 1937, árið 1959. Þau skildu. Þeirra sonur er Theodór, f. 18.7. 1959. Maki: Bryn- dís Kvaran, f. 13.7. 1955. Þeirra dætur eru: Ragn- hildur Björk Theodórsdóttir, f. 22.3. 1987, Berglind Hulda Theodórsdóttir, f. 23.3. 1990, og Ásthildur Dóra Þórsdóttir, f. 13.1. 1974. Barnabörn eru fimm. Brynjólfur gekk í hjónaband með Þorbjörgu Bjarnadóttur frá Vigur, f. 16.10. 1922, d. 6.1. 2006, árið 1966. Þau skildu 1987. Þeirra sonur er Bjarni, f. 30.12. 1963. Maki: Ingibjörg Anna Arnarsdóttur, f. 15.1. 1968. Þeirra dætur eru Margrét Edda Lian Bjarnadóttir, f. 22.12. 2002, og Þorbjörg Anna Qing Bjarnadóttir, f. 1.4. 2007. Brynjólfur lærði húsasmíði hjá Bjarna Jónssyni húsasmíða- meistara og föðurbróður í Brynjólfur Samúelsson hefur kvatt okkur. Bonsi, eins og hann var æv- inlega kallaður, var móðurbróð- ir minn og man ég hann frá fyrstu tíð. Ekki grunaði mig þegar ég heimsótti hann fyrir réttum þremur vikum að við værum að kveðjast í hinsta sinn og hlakkaði ég til að hitta hann á ný og spyrja hann spjörunum úr um hitt og þetta. Bonsi var víðlesinn, fróður og hafði gott minni, kunni urmul sagna af mönnum og málefnum og fylgdu oft vísukorn eða fer- skeytlur frásögnunum. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, hafði skoðanir á hlutunum og þær ákveðnar. Hann var fjöl- hæfur og kunni til verka hvort heldur var á sjó eða landi. Minningar koma upp í hugann; Bonsi á Ísafirði kemur heim á Bjarg með riklingsbúnt, Bonsi að flaka fisk, hamfletta lunda í Vigur, spilandi „Lady be good“ á píanóið, heimsóknir á Klepps- veginn með tilheyrandi spjalli … Ógleymanlegar eru mörgu fjölskylduveislurnar þar sem hann spilaði undir hjá mér í „Sole mio“, var þá glatt á hjalla! Að leiðarlokum hugsum við til góðu minninganna, þær gleymast aldrei. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Unni í Drammen. Ég veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og himins slóðir. (E. Benediktsson) Kolbeinn Jón Ketilsson. Nú við lok lífsgöngu Brynj- ólfs mágs míns vil ég þakka lið- lega sextíu ára vinskap og góð kynni. En það var í maí 1956 sem við Bonsi hittumst fyrst, þegar ég kom á æskuheimili hans að Bjargi á Ísafirði til að giftast Láru systur hans. Bonsi tók mér strax vel, en hann var þá um tvítugt, hár og mynd- arlegur, ræðinn og skemmtileg- ur. Aðrir munu rekja hér á margan hátt litríka ævi Bonsa, en hann fékkst við margt um ævina, enda fjölhæfur og hæfi- leikaríkur. Hafði hann m.a. meistarapróf í trésmíði, skip- stjórnarréttindi og meirapróf bifreiðastjóra, sem allt nýttist honum vel á lífsleiðinni. Hann lærði ungur á nokkur hljóðfæri, spilaði í Lúðrasveit Ísafjarðar og hélt síðar oft uppi fjörinu með harmónikkuleik á samkomum og ættarmótum stórfjölskyldunnar. Bonsi var afbragðs kokkur, en til þeirra verka hafði hann eitthvað lært í Húsmæðraskólanum á Ísafirði, en æfinguna fékk hann á vest- firskum togurum. Eftir að við vorum báðir orðnir einir heima- fyrir, var ekki laust við að ég öfundaði hann, nýkominn úr matvöruverslun, þegar hann sagði mér hvernig matseðillinn væri hjá honum næstu vikuna. Þannig var Bonsi alla tíð sjálf- bjarga og sjálfstæður. Bonsi var afar víðlesinn og kunni góð skil á ólíklegustu hlutum. Hann gat verið mein- fyndinn og hnyttinn í tilsvörum og var mög ákveðinn í skoð- unum og pólitískur, full blár að sumra mati. Hann var dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins, tók virkan þátt í öll- um kosningum og einhverjum trúnaðarstörfum gegndi hann á Ísafirði fyrir flokkinn. Um miðjan aldur ákvað Bonsi að fá sér fast starf. Réð hann sig sem öryggisvörð hjá Securitas og síðar hjá Seðla- bankanum þar sem hann vann þar til hann fór á eftirlaun. Á báðum stöðum var Bonsi sagð- ur hinn besti liðsmaður, enda maðurinn eins og sniðinn í starfið, athugull og eftirtektar- samur, auk þess að hafa vissan myndugleika til að bera. Síðustu misseri hefur Brynj- ólfur átt við erfið veikindi að stríða. Í tíðum samtölum okkar var samt lítið talað um veikindi hans eða annarra, frekar um landsmálapólitík og málefni líð- andi stundar, þar sem Brynj- ólfur var alltaf vel með á nót- unum. Ég og fjölskylda mín vottum sonum Brynjólfs og fjölskyldum þeirra, svo og systkinum hans og öðrum aðstandendum, inni- lega samúð. Góður maður er nú kvaddur með hlýhug og þakk- læti. Stefán G. Þórarinsson. Þegar ég minnist vinar míns til nær sjötíu ára, Brynjólfs Samúelssonar, leitar hugurinn vestur og ég sé fyrir mér slétt- an Pollinn. Um leið flýgur í gegnum huga minn hending úr ljóði Ibsens um Þorgeir í Vík: „Stúlkunum lagði hann lystug orð og lék við staðarins börn“ en þessi hending lýsir vel lífs- viðhorfi hans. Bonsi eins og vinir hans köll- uðu hann var með glæsilegri mönnum og bjó yfir geislandi persónutöfrum. Ljóngreindur, fljótur að hugsa og með rök- fastar skoðanir á öllu sem hæst bar hverju sinni. Og það var ekki heiglum hent að kveða rök hans í kút- inn. Brynjólfur fylgdist nefni- lega vel með, lét fátt fram hjá sér fara sem var þess virði að fylgjast með og myndaði skoð- anir sínar af hyggjuviti, snerpu til að greina hismið frá kjarn- anum og sinni litríku lífsgöngu þar sem engin lognmolla ríkti. Báðir ólumst við upp á Ísa- firði, Brynjólfur á Bjargi, ég í Hafnarstræti 8. Þar rak Finnur faðir minn verslun og Ísfirð- ingar gáfu sér góðan tíma til að spjalla um leið og þeir gerðu innkaupin. Ofan við verslunina bjó fjöl- skylda mín og þar réð ríkjum Helga móðir mín. Föður mínum þótti sjálfsagt að senda vinina í kaffisopa til mömmu og þar var margt um manninn og ævinlega líf og fjör. Bonsi var þar au- fúsugestur. Þrátt fyrir tíu ára aldursmun varð okkur Bonsa snemma vel til vina. Allir þekktu alla á Ísa- firði um miðja síðustu öld og tíðarandinn á þeim tíma var annar en nú og börn áttu því ekki að venjast að við þau væri rætt af virðingu. Hann gaf sér ætíð tíma til að tala við okkur litlu karlana. Sagði okkur sögur af daglegu lífi, sem lifnuðu við og urðu að spennandi og óvæntri frásögn úr munni Bonsa. Hann var sagnameist- ari. Með árunum jafnaðist ald- ursbilið og grunnurinn að ævi- langri vináttu var lagður og var styrkur fram á síðasta dag. Hann var heimilisvinur hjá for- eldrum mínum og færði gleði og lifandi andrúmsloft inn á heimilið. Nei, það leiddist fáum í kringum Bonsa. Bonsa var margt til lista lagt. Það var í genum þeirra sem frá Bjargi komu að fá lista- gyðjuna í vöggugjöf og hafa margir látið að sér kveða í sam- félaginu. Hann var listasmiður og kenndi í Iðnskólanum á Ísa- firði. Tónlistarhæfileikarnir voru honum í blóð bornir og spilaði hann fyrir dansi á píanó og harmonikku hvenær sem þess var óskað og saman lékum við með Lúðrasveit Ísafjarðar. Hann fór víða og sögurnar voru einstakar. Skemmtilegast Brynjólfur Samúelsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær sonur okkar, bróðir, faðir og barnabarn, VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON húsasmiður, Øvre Halåsveg, Eide, Noregi, Reykjanesvegi 56, Njarðvík, lést í Noregi þriðjudaginn 26. mars. Útför fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 12. apríl klukkan 13. Linda Leifsdóttir Halldór Arason Vilhjálmur Kristinsson Bogumila Teresa Muchlado Valdimar Vilhjálmsson Valgeir Vilhjálmsson Steinun Rúna Ragnarsdóttir Lovisa Vilhjálmsd. Murphy James Robert Murphy Laufey Vilhjálmsdóttir Arion Vilhjálmsson Moen Guðrún Jóhannsdóttir Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON húsasmíðameistari, lést laugardaginn 6. apríl á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 15. apríl klukkan 13. Aldís Unnur Guðmundsdóttir Jörgen L. Pind Jóhann Þ. Guðmundsson Þórunn Ólafsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Sigríður Eyjólfsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæri SIGURÐUR MAGNÚSSON frá Bláskógum lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju laugardaginn 6. apríl. Útför hans fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 13. apríl klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Lionshreyfinguna. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Lilja Arnbergsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÓFEIGUR GESTSSON, Smáraflöt 16, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 2. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. apríl klukkan 13. Svanborg Þórdís Frostadóttir Björn Ófeigsson Mjöll Jónsdóttir Jón Gestur Ófeigsson Lilja G. Guðmundsdóttir Gunnar Þór Ófeigsson Kelly O´Donnell Vala Kristín Ófeigsdóttir Helgi H. Traustason Katla Kristín Ófeigsdóttir Sigrún Hannesdóttir Snorri Snorrason Valdís B. Hálfdánardóttir Rúnar Þór Númason Frosti Bjarnason Juliana Dos Santos Aron Bjarnason og barnabörn Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát móður okkar, HREFNU MAGNÚSDÓTTUR frá Hellissandi, sem lést 23. mars. Við færum starfsfólki Ölduhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á síðustu árum. Ari, Hulda og Drífa Skúlabörn, tengdabörn og afkomendur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og systur, ERLU HERMÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Lambastekk 1. Sara Bertha Þorsteinsdóttir Kristinn Hilmarsson Sigríður H. Þorsteinsdóttir Páll Ásgeir Pálsson Sigurður Þorsteinsson Caroline Tayar Lilja Þorsteinsdóttir Sverrir Ágústsson Margrét Þorsteinsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, lést á Kristnesspítala mánudaginn 8. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. apríl klukkan 13.30. Bergur Erlingsson Hildur Bergsdóttir Freyr Ævarsson Mikael Máni, Rafael Rökkvi, Gabríel Glói og Tekla Tíbrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.