Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 21

Morgunblaðið - 10.04.2019, Page 21
trúi ég að honum hafi fundist að vinna fyrir bandaríska her- inn, bæði á Straumnesi og í Keflavík. Þá náði sagnalist hans nýjum hæðum. Vinátta okkar rofnaði aldrei og áttum við langar samræður, oft vikulega. Og það voru oft löng samtöl í síma. Ef Bergljót svaraði mátti ég oft bíða lengi áður en hún rétti mér tólið og samtalið hélt áfram. Síðustu tuttugu árin bjó hann einn, sinnti hugðarefnum sínum og ræktaði vinskap við þá sem honum stóðu næst. Hann kunni að lifa og njóta. Hann var bóhem og líf hans var ævintýr. Þótt stundum brygði birtu, þá var aldrei myrkur í lífi hans og ávallt stutt í brosið. Magnús og Bergljót. Brynjólfur Samúelsson starf- aði í öryggisvörslu í Seðlabanka Íslands í 16 ár, fyrst sem starfsmaður öryggisfyrirtækis og frá 1997 sem starfsmaður Seðlabankans þar til hann fór á eftirlaun árið 2006. Við erum báðir fæddir á Ísafirði, en þar sem aldursmunur er nokkur á okkur voru samskiptin þar ekki mikil. Þó minnist ég samtals okkar eitt sinn er hann kom í heimsókn í Gamla bakaríið, þar sem ég var sumarstarfsmaður. Umræðuefnið var kvenfrelsi, ef ég man rétt, og sjálfsagt önnur nýbylgja í stjórnmálum sem þá var að hefja innreið sína. Við vorum hvor á sínum vængnum í þessu og skiptumst drjúga stund á skoðunum. Það var þó stutt í glettnina hjá Brynjólfi og hann hló sínum kitlandi hlátri, sjálfsagt þegar ég kom ekki lengur upp orði. Ekki batnaði framleiðnin í Gamla bakaríinu þann daginn. Eitt sinn gekk ég þó fram af honum. Þá vann ég á frétta- stofu útvarps á öndverðum ní- unda áratug síðustu aldar og nýtti mér einhvern skrýtinn texta frá Trausta veðurfræðingi um gang gervitungla til að skrifa veðurfrétt sem þulur síð- an las klukkan 7, 8, 9 og ef ekki 10 líka. Þá þraut þolinmæði Brynjólfs, eftir að hafa hlustað á þennan undarlega texta end- urtekinn allan morguninn, og hann hringdi í fréttastofuna, sjálfsagt frá Ísafirði, og spurði hvað það ætti að þýða að þylja í sífellu þetta óskiljanlega bull yfir alþjóð – og fékk ég í kaup- bæti hjá honum ritleiðbeiningar sem ég hefði kannski betur fengið frá starfsfélögum mínum á RÚV. Eftir að Brynjólfur lét af störfum í Seðlabankanum hélt hann tengslum við bankann með heimsóknum við ákveðin tækifæri. Þá gafst oft færi á stuttu spjalli um heima og geima – en ekki síst um ým- islegt sem tengdist heimahög- um okkar. Brynjólfur lét sér líka annt um starfsfélaga og fyrrverandi starfsfélaga. Stund- um þarf að stokka upp í stofn- unum til að ná fram aukinni hagræðingu, og stuttu eftir að Brynjólfur lét af störfum var öllum öryggisvörðum bankans sagt upp og verkefnum þeirra útvistað til fyrirtækis á því sviði. Eins og oft vill verða við slíkar breytingar ganga ekki allir fyllilega sáttir frá borði og þótt Brynjólfur væri hættur störfum þegar hér var komið sögu tók hann ákveðið upp hanskann fyrir fyrrverandi fé- laga sína. Þótt aldursmunur á okkur væri nokkur fannst mér við nánast á líku reki þegar við átt- um tal saman. Það kom mér því verulega á óvart þegar hann tjáði mér í heimsókn til bank- ans fyrir nokkru að hann væri orðinn áttræður. Og nú hefur aldurinn tekið sinn toll. Ég votta ástvinum Brynjólfs og ættingjum samúð mína við frá- fall hans. Stefán Jóhann Stefánsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 21 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Búmenn hsf Húsnæðissamvinnufélag Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími 552 5644 bumenn@bumenn.is www.bumenn.is 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræður um hana. 3. Framlagning ársreikninga, umræða og afgreiðsla. 4. Ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli rekstraraf- gangi eða bregðast við ef tap verður á rekstri félagsins. 5. Kynning á ákvörðun stjórnar um fjárhæð félagsgjalda, inntökugjalda, þjónustugjalda og annarra gjalda sem ákveðin er af stjórn félagsins samkvæmt samþykktum þess. 6. Ákvörðun gjalds í viðhaldsjóð félagsins. 7. Ákvörðun um framlag til varasjóðs félagsins. 8. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 9. Kosning formanns til eins árs. 10. Kosning eins meðstjórnenda til tveggja ára 11. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs. 12. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. 13. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs og tveggja skoðunarmanna og eins til vara, alla til eins árs. 14. Kosning þriggja manna kjörnefndar. 15. Önnur mál. Aðalfundur Búmanna hsf. er opinn öllum félagsmönnum og eru þeir hvattir til þess að mæta. Stjórn Búmanna hsf. Aðalfundur Dagskrá. Búmanna hsf verður haldinn í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Reykjavík, 2. maí 2019 kl. 15.00 Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar - Þinganess hf. fyrir árið 2019 verður haldinn á skrifstofu félagsins að Krossey, Hornafirði, þriðju- daginn 23. apríl 2019 og hefst hann stundvíslegakl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein í samþykktum félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Framboðum til stjórnar skal skila til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfundinn með þeim upplýsingum sem fram koma í 2. mgr. 63. gr. a í lögum um hlutafélög. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Hornafirði, 8. apríl 2019, stjórn Skinneyjar - Þinganess hf. Aðalfundur Samvinnufélagsins Hreyfils, verður haldinn í þingsal 2, á Hótel Reykjavík Natura miðvikudaginn 24. apríl 2019 kl. 13:30. Dagskrá: 1. Athugað lögmæti fundarins 2. Skýrsla félagsstjórnar 3. Reikningar ársins 2018 4. Kosning í stjórn o.fl. 5. Önnur mál Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Árskógar 4 Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Brids kl. 12.30. Gönguhópur kl. 13. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Söngstund með Marý á fimmtudag kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með Margréti Zophoníasd. kl. 9. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40- 11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, samverustund frá Laugar- neskirkju kl. 14, verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-12. Línudans kl. 10-11.15. Hádeg- ismatur kl. 11.30. Tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Bókmenntahópur kl. 19.30-21. Hugmyndabankinn opinn kl. 9- 16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Skemmtun í Hæðargarði fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30, allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Frí í stólajóga kl. 11. Brids í Jóns- húsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnalausra. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Söngur, hugvekja, bingó (fyrsta miðvikud. í mán.) kaffiveitingar. Hjartanlega velkomin! Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13.10, helgistund í kirkj- unni og söngur. Sr. Ægir Fr Sigurgeirsson kemur í heimsókn og segir frá merkilegri ferð til Argentínu og hvers vegna sú ferð var farin. Kaffiveitingar kr. 500. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Karl, sr. Leifur, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun / kvennabrids / silfur- smíði kl. 13. Hraunsel Kl. 8-12, ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 10 bók- menntaklúbbur annan hvern miðvikudag, kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handmennt, kl. 16 Gaflarakórinn, Hjallabraut 33, kl. 9 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10, sam- verustund með grunnskólabörnum kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag frá Borgum og inni í Egilshöll. Páska- bingó Korpúlfa í Borgum í dag kl. 13, allir velkomnir. Qigong með Þóru Halldórsdóttir kl. 16.30 í Borgum í dag, fleiri velkomnir í hópinn. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður kynning Öryggismiðstöðvarinnar í salnum á Skólabraut kl. 13. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Hermann Bjarna- son fræðir um eina persónu Biblíunnar. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Det Höje Nord 1902, Iceland 1907, Daniel Bruun, Tímarit hins Íslenska Bókmenntafélags 1-25, Gestur Vestfirðingur 1-5, Rit um jarðvernd á Íslandi, M.L. 1880, Dalamenn 1-3, Strandamenn, Ættir Austfirðinga 1-9, Parcival 1-2, Menntamál 1.- 42. árg., Almanak Ólafs Þorgeirssonar, Hlín 1-44, Norsk Folkeminnelag 1-60, mínus 37, ób., Valsblaðið, 33 gömul blöð, Skýrslur um landshagi 1-5, Ódáðahraun 1-3, Annáll 19. aldar 1-4, Stjórnar- tíðindi 1885-2000, 130 bindi, The Hotsprings of Iceland Þ.Þ. 1910, Fréttir frá Íslandi, Bóksala- tíðindi 1-2, 1896. Upplýsingar í síma 898 9475. Nudd Nudd Nudd Nudd Whole body massage S. 7660348, Alena Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Hjólbarðar Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R 16 Verð aðeins 50 þús. Upplýsingar í síma 698-2598 Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 70 þús. Upplýsingar í síma 698-2598. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.