Morgunblaðið - 10.04.2019, Qupperneq 24
EM 2020
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Annar hluti undankeppni Evr-
ópumeistaramóts karla í handknatt-
leik hefst í kvöld þegar flautað verð-
ur leiks í fjölda leikja í
undanriðlunum átta. Áfram verður
síðan haldið annað kvöld og um
helgina. Lokaspretturinn verður tek-
inn um miðjan júní með tveimur um-
ferðum eins og nú. Þegar úrslit leikj-
anna í júní verða ljós liggur fyrir um
leið fyrir hvaða landslið taka sæti í
lokakeppni Evrópumótsins sem hald-
in verður í janúar í sameiginlegri um-
sjón Austurríkismanna, Svía og
Norðmanna.
Mótið í janúar verður það fyrsta
þar sem 24 landslið koma saman en
frá EM 2002 hafa þátttökulið verið 16
og þar áður 12 frá 1994 er fyrsta loka-
keppni EM fór fram í kjölfar stofn-
unar Handknattleikssambands Evr-
ópu tveimur árum áður. Alls komast
landslið 20 þjóða áfram úr riðla-
keppninni, þ.e. tvö efstu lið hvers rið-
ils undankeppninnar og fjórar þær
sem ná bestum árangri þeirra sem
hafna í þriðja sæti í riðlunum átta. Lið
gestgjafanna þriggja bætast í hópinn
auk ríkjandi Evrópumeistara Spánar.
Sigur fleytir liðinu langt
Íslenska landsliðið tekur á móti
landsliði Norður-Makedóníu í Laug-
ardalshöll í kvöld. Vinni íslenska liðið
leikinn má segja að það sé komið með
aðra höndina á farseðilinn í loka-
keppnina. Má nær því slá föstu að ís-
lenska landsliðið hafni aldrei neðar en
í öðru sæti riðilsins.
Íslenska landsliðið fór vel af stað í
riðlakeppninni í haust og vann Grikki
örugglega í Laugardalshöll 24. októ-
ber, 35:21, og Tyrki í Ankara fjórum
dögum síðar með 11 marka mun,
33:22. Þar af leiðandi situr íslenska
landsliðið í efsta sæti þriðja riðils
undankeppninnar. Norður-
Makedóníumenn unnu Tyrki í októ-
ber en töpuðu óvænt á útivelli fyrir
Grikkjum og sitja í öðru sæti með tvö
stig. Grikkir hafa sömuleiðis tvö stig.
Tyrkir reka lestina án stiga eftir að
hafa tapað viðureignum sínum til
þessa fyrir Íslendingum og Norður-
Makedóníu.
Mætast á ný á sunnudaginn
Eftir leikinn í Laugardalshöll í
kvöld halda lið beggja þjóða til
Skopje, höfuðborgar Norður-
Makedóníu, og þar sem þau leiða
saman hesta sína öðru sinni í hinni
glæsilegu íþróttahöll sem nefnd er
eftir fyrrverandi forsætisráðherra
landsins, Boris Trajkovski, sem lést
fyrir um hálfum öðrum áratug í flug-
slysi í Bosníu og var þjóð sinni harm-
dauði.
Lokaleikir íslenska landsliðsins í
riðlakeppninni verða við Grikki í
Kozandi í Grikklandi 12. júní og við
Tyrki í Laugardalshöll fjórum dög-
um síðar.
Vel þekktur andstæðingur
Íslendingar hafa margoft á síðustu
árum mætt Norður-Makedón-
íumönnum á handknattleiksvellinum.
Segja má að Norður-Makedón-
íumenn séu orðnir jafn hversdags-
legur andstæðingur á handboltavell-
inum og nágrannar þeirra frá
Króatíu eru landsliðinu á fótbolta-
vellinum.
Síðast mættust landslið Íslands og
Norður-Makedóníu í handknattleik
karla í München fimmtudaginn 17.
janúar á HM. Úrslit þeirrar við-
ureignar skáru úr um hvort liðið
kæmist í milliriðlakeppnina. Í hörku-
leik vann íslenska liðið með tveggja
marka mun, 24:22. Var það um leið
síðasti sigurleikur Íslands á mótinu.
Litlar sem engar breytingar hafa
orðið á leikmannahópum beggja
landsliða frá leiknum í Ólympíu-
höllinni í München þar sem Arnór
Þór Gunnarsson var markahæstur í
íslenska liðinu með 10 mörk.
Nýr þjálfari en án byltingar
Vegna litilla breytinga og stutts
undirbúningstíma má reikna með að
uppleggið í leiknum í kvöld verði
svipað og í viðureigninni í janúar.
Annar þjálfari verður reyndar við
stjórnvölinn hjá Norður-Makedón-
íumönnum í kvöld en var á HM.
Hann hefur ekki umbylt leik liðsins á
örfáum æfingum. Sennilegt er því að
Norður-Makedóníumenn haldi sig
við að leika oftast með sjö menn í
sókn. Þ.e. tvo sterka og stóra línu-
menn og fimm menn fyrir utan þar
sem Kiril Lazarov verður í aðal-
hlutverki auk þeirra Dejan Manas-
kov, Filip Kuzmanovski og Filip Ta-
leski. Leikmenn landsliðs
Norður-Makedóníu eru sterkbyggðir
en að sama skapi ekki eins úthalds-
miklir ef leikurinn verður hraður.
Hraður leikur er ekki þeirra uppá-
hald. Búast má þar af leiðandi við að
leikurinn reyni mjög á líkamlegan
styrk íslensku leikmannana, nokkuð
sem ætti að vera þeim í fersku minni.
Frönsku bræðurnir og dómararnir
Karim Gasmi og Raouf Gasmi flauta
til leiks klukkan 19.45. Þeir eru 31 og
33 ára gamlir og dæmdu m.a. á
heimsmeistaramótinu sem fram fór í
Danmörku og Þýskalandi í upphafi
ársins. Bræðurnir komu ekki við
sögu í leikjum íslenska landsliðsins á
mótinu.
Þráðurinn
frá München
tekinn upp?
Franskir bræður dæma viðureign
Íslands og Norður-Makedóníu í Höllinni
AFP
Átök Ólafur Gústafsson er lykilmaður í varnarleik Íslands og er hér með
tröllið Stojanche Stoilov í heljargreipum í leik liðanna á HM í janúar.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Tottenham – Manchester City ............... 1:0
Heung-Min Son 78.
Liverpool – Porto .................................... 2:0
Naby Keita 5., Roberto Firmino 26.
EM U19 kvenna
Milliriðill í Hollandi:
Holland – Ísland....................................... 2:1
Alexandra Jóhannsdóttir 48.(víti)
Rússland – Búlgaría................................. 1:0
Lokastaðan: Holland 9, Ísland 4, Rúss-
land 4, Búlgaría 0. Holland í lokakeppnina.
England
B-deild:
Blackburn – Derby................................... 2:0
Bristol City – WBA .................................. 3:2
Preston – Leeds........................................ 0:2
Sheffield Wed. – Nottingham F.............. 3:0
Swansea – Stoke....................................... 3:1
Bolton – Middlesbrough .......................... 0:2
Staða efstu liða:
Norwich 40 25 9 6 82:48 84
Leeds 41 24 7 10 68:42 79
Sheffield Utd 40 23 8 9 67:37 77
WBA 41 20 10 11 77:55 70
Bristol City 40 18 11 11 54:44 65
Vináttulandsleikir kvenna
Þýskaland – Japan ................................... 2:2
Noregur – Nýja-Sjáland.......................... 0:1
Ítalía – Írland............................................ 2:1
Holland – Síle............................................ 7:0
Sviss – Slóvakía ........................................ 1:0
Portúgal – Ungverjaland......................... 4:1
Austurríki – Svíþjóð................................. 0:2
England – Spánn ...................................... 2:1
Pólland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Jagiellonia – Miedz Legnica................... 2:1
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Jagiellonia.
Svíþjóð
B-deild:
Västerås – Brage ..................................... 1:1
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Brage.
KNATTSPYRNA
„Þetta er úrslitaleikur um efsta
sæti riðilsins. Við högum und-
irbúningi okkar í samræmi við
það,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, á fundi með frétta-
mönnum í gær. Þar fór hann vítt
og breitt yfir viðureign íslenska
landsliðsins við landslið Norður-
Makedóníu í undankeppni Evr-
ópumótsins sem fram fer í Laug-
ardalshöll og hefst kl. 19.45.
„Leikurinn er stór og mik-
ilvægur fyrir landslið beggja þjóða
enda vilja þau bæði komast áfram
í lokakeppni EM sem fram fer á
næsta ári. Lið Norður-Makedóníu
er skipað sömu leikmönnum og
léku við okkur HM í janúar. Þeir
eru stórir og líkamlega sterkir.
Þess vegna er um skemmtilegt
verkefni að ræða sem mun reyna
mjög líkamlega á okkur,“ sagði
Guðmundur.
Líklega svipaður leikstíll
Guðmundur Þórður telur að
þrátt fyrir að annar þjálfari stýri
landsliði Norður-Makedóníu um
þessar mundir en þegar þjóðirnar
leiddu saman hesta sína síðast þá
verði leikur Norður-Makedón-
íumanna með líkum hætti og áður.
„Þeir hafa leikið með sjö menn í
sókn svo lengi sem menn muna,
eða því sem næst,“ sagði Guð-
mundur Þórður með bros á vor.
„Undirbúningstíminn er svo
skammur. Þess vegna tel ég að
þeir muni halda sig við þá leik-
aðferð sem þeir eru þekktir fyrir.
Ég vonast bara eftir góðum
stuðningi í leiknum. Það er alltaf
skemmtilegt að leika í Höllinni fyr-
ir fullu húsi áhorfenda,“ sagði
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknattleik
karla. iben@mbl.is
Búum okkur undir úrslitaleik í kvöld
AFP
Ákveðinn Guðmundur Þórður býr
sig að vanda undir erfiðan leik.
HANDBOLTI
Umspil kvenna
Undanúrslit, fyrsti leikur:
HK – FH ............................................... 27:24
Staðan er 1:0 fyrir HK.
ÍR – Fylkir ............................................ 22:24
Staðan er 1:0 fyrir Fylki.
Danmörk
Úrslitakeppnin, 2. riðill:
Aarhus United – Esbjerg.................... 21:26
Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es-
bjerg.
Staðan: Esbjerg 8, Aarhus United 4,
Herning-Ikast 3, Viborg 2.
ÍSLANDSMÓTIÐ
íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu
sumarið 2019
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir miðvikudaginn 17. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569 1105
–– Meira fyrir lesendur
26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
SÉRBLAÐ