Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  87. tölublað  107. árgangur  AÐ HJÁLPA FÓLKI AÐ FINNA HEIMILI VORBLÓT Í TJARNARBÍÓI BLANDA AF ÞVÍ MEST SPENNANDI 29 LISTASAFN ÁRNESINGA 28FASTEIGNIR 32 SÍÐUR Komi á markað 2022 » Ragnar Þór telur raunsætt að fyrstu íbúðirnar á vegum Blæs komi á markað í árslok 2022 en um þau áramót renna lífskjarasamningarnir út. » Ósamið sé um fjármögnun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Greining Samtaka iðnaðarins bendir til að hlutfallslega fáar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu ódýrar. Til dæmis sé fimmta hver íbúð í smíðum á dýrum svæðum í miðborginni. Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri SI, gagnrýnir sveitar- félögin fyrir að bregðast ekki hraðar við hugmyndum átakshóps um aukið framboð íbúða fyrir tekjulága. Fátt bendi til að vandinn sé að leysast. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar byggingu 6-8 þúsund íbúða í húsnæðisfélaginu Blæ með aðkomu lífeyrissjóðanna. Uppbygg- ingin er hluti af kjarasamningum. Umræða um slíka fjármögnun virðist hins vegar skammt á veg komin á vettvangi lífeyrissjóðanna. Ragnar Þór segir óvíst hvort líf- eyrissjóðirnir vilji fjárfesta í Blæ. „Þótt við stjórnum þeim ekki beint kjósum við stjórnir sjóðanna. Það er áætlað að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 50 milljörðum þegar þeir seldu Bakkavararbræðrum hlut í félaginu árið 2015. Það er sambærileg upp- hæð og þarf í þetta verkefni.“ Lágt hlutfall ódýrari íbúða  Samtök iðnaðarins telja uppbyggingu ekki í takt við markmið um ódýrar íbúðir  Formaður VR segir óvíst hvort lífeyrissjóðir fjármagni þúsundir slíkra íbúða MLítið byggt af ódýrum íbúðum »11 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosning Kjarasamningurinn kynntur á fjölsóttum fundi VR í vikunni. Atkvæðagreiðsla um nýgerða kjara- samninga Starfsgreinasambandsins og VR við Samtök atvinnulífsins er hafin hjá nokkrum félaganna og hjá öðrum hefst hún eftir hádegi í dag. Alls eru um 35 þúsund manns á kjör- skrá hjá félögum innan Starfs- greinasambandsins og álíka fjöldi er á kjörskrá hjá VR. Atkvæði eru greidd rafrænt. Gild- ir um þessar atkvæðagreiðslur sama regla og þegar póstkosning fer fram, niðurstaðan er óháð þátttöku. Meiri- hluti þeirra sem kjósa í hverju félagi ræður úrslitum af eða á. »14 Kosið um kjarasamningana  Niðurstaða óháð þátttöku  Afstaða meirihlutans ræður Löglegu tímabili fyrir nagladekk fer senn að ljúka en það er frá 1. nóvember til 14. apríl. Af þessu leiðir að nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október. Lögreglan hefur þó á síð- ustu árum slakað á þessum kröfum þegar veðr- átta hefur ekki verið í samræmi við óskir lög- gjafans. Það hefur þó verið nóg að gera á dekkjaverkstæðum síðustu vikur engu að síður og verður líklegast áfram alla helgina. Vetrardekkjum skipt út fyrir sumardekk Morgunblaðið/Hari Löglegu tímabili nagladekkja fer að ljúka  Einstaklingar hafa nýtt sér heimild sem stað- ið hefur til boða frá 2014 og greitt samtals 56 milljarða króna af séreignar- sparnaði inn á fasteignalán. Frá júlí 2014 til mars á þessu ári voru einnig teknir út rúmlega 2,5 milljarðar af séreign vegna fasteignakaupa. Þetta kemur fram í svari Ríkisskattstjóra við fyrirspurn blaðsins. 7.800 umsóknir hafa einnig borist um útgreiðslu eða ráðstöfun séreignar inn á lán vegna kaupa á fyrstu íbúð frá því sú leið var fyrst heimiluð 2017. »6 56 milljarðar af séreign inn á lánin Fulltrúar Ísey útflutnings ehf. og japanska fyrirtækisins Nippon Ham hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að fyrirtækin vinni saman að markaðssetningu á skyri á nágranna- mörkuðum Japans þar sem Nippon Ham hefur sterka stöðu. Nippon Ham er stórt matvælafyrirtæki sem veltir um 1.400 milljörðum, er með 30 þúsund starfsmenn og starfsemi um allan heim. MS valdi dótturfyrirtæki þess, Nippon Luna, til samstarfs um fram- leiðslu og sölu á Ísey skyri á Japans- markaði. Reiknað er með að fram- leiðslan hefjist í september næst- komandi og verður skyrið kynnt á vörusýningu Nippon Ham í janúar. Ísey skyrið á síðan að vera aðal- heilsuvara Nippon á Ólympíu- leikunum í Tókýó á næsta ári. Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri Ísey útflutnings, segir að samstarfið eigi eftir að þróast. Fyrirtækin muni einbeita sér að þeim mörkuðum þar sem Nippon Ham er með sterka stöðu. Nefnir hann Suður-Kóreu, Filippseyjar, Malasíu og Indónesíu sem dæmi um slík lönd. »10 Undirbúa útflutning á Ísey skyri til Asíu  Alls störfuðu 8.473 starfsmenn við grunnskóla í haust og fjölgaði um 4,2% frá fyrra ári. Þó að nem- endur í grunnskólum hafi aldrei verið fleiri en síðasta haust var engu að síður einn starfsmaður á hverja 5,4 nemendur. Starfs- mönnum grunnskóla hefur fjölgað um 39,1% frá hausti 1998 en á sama tíma hefur nemendum fjölgað um 8,2%. Fjölgun starfsfólks má fyrst og fremst rekja til fjölgunar stuðn- ingsaðila nemenda. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennara- sambands Íslands, segir að eftir að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskóla hafi grunnskólakerfið orðið mjög kostnaðarsamt, mönnun hafi blásið út. „Úr varð verkefni sem við stóðum ekki fyllilega und- ir.“ »10 Morgunblaðið/Hari Skóli Starfsmönnum hefur fjölgað mikið. Starfsmönnum hef- ur fjölgað um 39% MISMUNANDI ENDURÓMUN SEX LISTAMANNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.