Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráning bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu sé ógild í heild sinni. Fyrirtækið hefur tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en íslensk stjórnvöld, Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins ákváðu í nóvember 2016 að grípa til til lagalegra aðgerða gegn Iceland Foods Ltd., sem fékk árið 2014 orðmerkið Iceland skráð hjá Hugverkastofu Evrópusam- bandsins. Krafa Íslands var að þessi skrán- ing Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð. „Ég fagna þessari niðurstöðu þótt hún komi mér ekki alls kostar á óvart enda gengur það gegn almennri skynsemi að er- lent fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis eins og þarna hef- ur verið gert. Hér er um að ræða áfangasigur í afar þýðingarmiklu máli fyrir íslensk útflutningsfyrir- tæki,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra. Iceland Foods Ltd. á eftir sem áður orð- og mynd- merki sitt, svokallað „lógó“, skráð í Evrópu og víðar og getur haldið áfram að stunda viðskipti undir nafn- inu. Frestur Iceland Foods til að vísa málinu til áfrýjunarnefndar EUIPO rennur út 5. júní nk. Vörumerkjaskráning Iceland Foods ógilt  Þýðingarmikið fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki Iceland Fyrirtækið á þó enn orð- og myndmerki sitt sem er skráð víða. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég lít á rannsóknina sem líflínu eins og þá sem kastað er til drukknandi skipverja á strand- stað. Þessi rannsókn gerir meira en bara að skoða sjúkdóminn. Hún mun að mínu áliti einnig finna lausnina og lyf sem koma í veg fyrir að sjúkdómurinn nái að þróast.“ Þetta skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir, 26 ára kona frá Flateyri sem fékk þrisvar sinn- um alvarlegt heilablóðfall fyrir nokkrum árum og bloggar á síð- una katrinbjorkgudjons.com um lífið í bataferli. Hún skrifar nú um lyf sem verið er að þróa og gerðar verða rann- sóknir á hér á landi. Hún hvetur alla sem telja möguleika á að þeir séu með ættarsögu tengda heila- blæðingu að taka þátt. „Ég ætla að finna lausn“ Eftir að Katrín Björk fékk fyrstu áföllin heyrði vísindamaður úr fjölskyldu hennar, Hákon Há- konarson, barnalæknir og sérfræð- ingur í lungna- og genarannsókn- um, sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Filadelfíu í Bandaríkjunum, af því að hún væri með þennan ólæknandi sjúkdóm. Hann sagði við Katrínu: „Ég ætla að finna lausn, en ég þarf bara smá tíma.“ Þetta var áður en hún fékk stærsta áfallið. Hann lagði til að hún yrði sett á lyf sem hjálpaði henni að losna við slímtappa sem mynduðust í öndunarfærum henn- ar. „Þetta er líka upphafið að kraftaverkinu,“ skrifar Katrín. Rannsókn að hefjast Í október 2016 hringdi Hákon til að segja henni að hann hefði með teymi sínu fundið lyf sem minnkar útfellingar í æðum sem einmitt er ástæðan fyrir blæðingum hennar og hægir á framgangi sjúkdóms- ins. Það grundvallast einnig á önd- unarlyfinu sem hún hafði verið að taka. „Í kjölfarið fór ég að taka lyfið í töfluformi og hef síðan farið reglulega í rannsóknir sem sýnt hafa ótrúlega góðar niðurstöður,“ segir Katrín. Nú er Hákon að hefja rannsókn á Íslandi þar sem kannað verður hvort lyfið sem rannsóknin leggur upp með sé lausnin og geti stöðvað framgang þessa ólæknandi sjúk- dóms. Teymi hans býður fólki sem hefur þennan sjúkdóm eða á hann á hættu að koma í greiningu. Þeim sem greinast jákvæðir er boðið upp á lyfjameðferð. Með heppnustu manneskjum „Trú mín á að ég sé í hópi með hinum allra heppnustu manneskj- um sem til eru í þessum heimi hef- ur bara eflst við hverja rannsókn- ina sem ég hef farið í síðan í október 2016. Það er von mín og ósk að hinn ótímabæri dauðadóm- ur snúist yfir í það að verða það afl sem knýr áfram rannsóknina sem síðan leiði til þess að fólk þurfi ekki í framtíðinni að lifa í ótta við að greinast með genanið- urstöðu eins og þá sem ég greind- ist með, því það sé til lækning. Rannsóknina er aðeins hægt að gera hér á Íslandi því um er að ræða genabreytingu sem aðeins hefur fundist hérlendis, svo vitað sé,“ skrifar Katrín Björk. Eins og líflína til drukknandi manns  Katrín Björk Guðjónsdóttir sem greindist með arfgenga heilablæðingu hefur trú á lyfi sem vísindamaður úr fjölskyldu hennar er að rannsaka  Hvetur fólk til að taka þátt í rannsókninni Jákvæðni Skrif á bloggið og jákvæðnin eru liður í bataferli Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur. Hún telur sig í hópi heppnasta fólks í heimi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ráðist verður í næsta áfanga end- urbóta Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur í sumar. Eins og kunnugt er hefur gatan verið end- urgerð að stórum hluta síðustu ár en tveir neðstu hlutarnir eru enn eftir. Að þessu sinni verður kaflinn milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs endurgerður. Við þetta tækifæri munu Veitur endurnýja fráveitu- og kaldavatnslagnir í Ingólfs- stræti, milli Bankastrætis og Hverfisgötu. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urborgu Ósk Haraldsdóttur, for- manni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, hefur útboð í verkið verið auglýst og tilboð verða opnuð 23. apríl. Lagnir endurnýjaðar Verkið felur í sér að skipt verð- ur um jarðveg í Hverfisgötu og lagnir veitufyrirtækja verða endur- nýjaðar að stórum hluta. Allt yfir- borð götunnar verður endurnýjað: Hjólastígar verða malbikaðir og gangstéttir hellulagðar. Gatan verður malbikuð nema á gatnamót- um þar sem verða steinlögð upp- hækkuð svæði. Lögð verður snjó- bræðsla í hjóla- og göngustíga og í upphækkuð steinlögð gatnamót. Lýsing við götuna verður endur- nýjuð. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við þess- ar endurbætur nemi 318 milljónum króna. Þar af er kostnaður Reykja- víkurborgar 170 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að jarð- vinna og vinna við lagnir hefjist 13. maí næstkomandi. Frágangi á yf- irborði í Ingólfsstræti eigi að ljúka 1. júní. Þann 29. júní eigi yfir- borðsfrágangi við gatnamót Ing- ólfsstrætis og Hverfisgötu að ljúka. Yfirborðsfrágangi á götu- kaflanum milli Smiðjustígs og Ing- ólfsstrætis eigi að ljúka 3. ágúst. Þá verði aðeins eftir yfirborðsfrá- gangur fyrir framan bílastæða- húsið Traðarkot. Verklok þar eru áætluð 23. ágúst í sumar. Endurgera á hluta Hverfis- götu og Ingólfsstrætis  Vinna við verkið á að hefjast 13. maí og ljúka 23. ágúst Morgunblaðið/Hari Hverfisgata Endurnýja á kaflann milli Smiðjustígs og Ingólfsstrætis, auk lagnavinnu í Ingólfsstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.