Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Morgunblaðið/Hari
Hús Framlengja á heimild til að
ráðstafa séreign vegna íbúðalána.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Samtals hafa 54.864 einstaklingar
sótt um að nýta séreignarsparnað
ýmist til útgreiðslu vegna kaupa á
fasteign, inn á lán eða hvort tveggja
frá árinu 2014 samkvæmt upplýsing-
um sem fengust í gær hjá embætti
ríkisskattstjóra. Þetta úrræði hefur
staðið til boða allt frá miðju ári 2014
og var það framlengt um tvö ár um
mitt ár 2017 og gildir til 30. júní
næstkomandi.
,,Með því úrræði hefur frá júlí
2014 og til og með mars 2019 verið
ráðstafað 56.096.954.532 kr. inn á lán
og 2.553.045.404 kr. verið greiddar
út vegna fasteignakaupa,“ segir í
svari embættis ríkisskattstjóra.
Í aðgerðum sem stjórnvöld hafa
lofað í tengslum við gerð kjarasamn-
inga er lagt til að framlengd verði í
tvö ár til viðbótar heimildin til að
ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán
vegna íbúðarhúsnæðis til eigin
nota til 30. júní 2021.
2,6 milljarðar inn á lán og
vegna fyrstu fasteignakaupa
Árið 2017 var einnig heimiluð
skattfrjáls ráðstöfun séreignar-
sparnaðar vegna fyrstu kaupa á
íbúð. Samkvæmt upplýsingum ríkis-
skattstjóra hafa samtals borist 7.800
umsóknir um útgreiðslu eða ráðstöf-
un inn á lán vegna fyrstu íbúðar-
kaupa. Frá júlí 2017 til og með mars
síðastliðnum hefur alls verið ráðstaf-
að 1.401.565.991 kr. inn á lán og
1.195.622.294 kr. hafa verið greiddar
út vegna fyrstu fasteignakaupa.
Að öllu samanlögðu hafa því borist
hátt í 63 þúsund umsóknir um öll þau
úrræði sem heimiluð hafa verið á
umliðnum árum í skattfrjálsa ráð-
stöfun séreignarsparnaðar vegna
húsnæðiskaupa og inngreiðslu á lán.
Í skýrslu starfshóps félags- og
barnamálaráðherra um aðgerðir til
að auðvelda ungu fólki og tekjulág-
um að komast inn á húsnæðismark-
aðinn, kemur fram að á sama tíma og
séreignarsparnaðarleiðirnar hafa
staðið til boða hefur fyrstu kaupend-
um á húsnæðismarkaði fjölgað.
,,Árið 2014 voru um 18% allra fast-
eignaviðskipta fyrstu kaup en nú er
þetta hlutfall um fjórðungur,“ segir í
greinargerð starfshópsins.
Samtals 9,5% af launum
Eins og fram hefur komið er gert
ráð fyrir í aðgerðum stjórnvalda að
heimilt verði að ráðstafa líka þeim
hluta lífeyrisiðgjalds sem nefndur er
tilgreind séreign til húsnæðiskaupa
með skattfrjálsri úttekt og tíma- og
fjárhæðartakmörkunum.
Starfshópur ráðherra lagði í fram-
haldinu til að ráðstafa megi einnig
3,5 prósentustigum lífeyrisiðgjalds
skattfrjálst til húsnæðissparnaðar.
,,Heimild til ráðstöfunar allt að 6%
séreignarsparnaðar skattfrjálst til
fyrstu íbúðakaupa verði útvíkkuð
þannig að einnig verði heimilt að
nýta 3,5 prósentustig iðgjalds lífeyr-
issparnaðar til íbúðakaupa eða sam-
tals 9,5% af launum,“ segir þar.
63 þúsund sótt um séreignarleiðirnar
56 milljörðum af séreignarsparnaði ráðstafað inn á lán og rúmlega 2,5 milljarðar greiddir út vegna
fasteignakaupa skv. upplýsingum RSK 7.800 hafa sótt um útgreiðslu til fyrstu íbúðakaupa frá 2017
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Stór áfangi er í höfn eftir að tveir
samstarfssamningar voru undirritað-
ir í gær varðandi þróun og uppbygg-
ingu stórskipahafnar og framkvæmd-
ir í Finnafirði en verkefnið hefur verið
lengi í deiglunni. Mættir voru fulltrú-
ar sveitarfélaganna Langanesbyggð-
ar og Vopnafjarðarhrepps auk full-
trúa Verkfræðistofunnar Eflu og
þýska félagsins Bremenports. Tvö
hlutafélög eru stofnuð um verkefnið
og er annað félagið, rekstrarfélag
hafnarinnar, alfarið í eigu Langanes-
byggðar og Vopnafjarðarhrepps en
hitt félagið er þróunarfélag í eigu
þeirra sem standa að verkefninu.
Hafsteinn Helgason verkfræðingur
hjá Eflu hefur unnið við þetta verk-
efni frá árinu 2008 og sagði hann allar
rannsóknir styðja það að í Finnafirði
væru einstakar aðstæður en þar er
mikið dýpi og lítil ölduhæð.
Elías Pétursson, sveitarstjóri
Langanesbyggðar, lýsti ánægju með
þennan áfanga og taldi hann ekki síst
mikilvægan og til hagsbóta fyrir land-
eigendur en gott samstarf hefði verið
við þá og yrði það enn markvissara
með þessum samningum. „Núna er
ekki lengur unnið með hugmynd
heldur með formlegt verkefni en
vissulega er þetta risavaxið langtíma-
verkefni og með undirrituninni í dag
aukast líkur á því að framkvæmdir
verði að veruleika,“ sagði Elías. Ro-
bert Howe forstjóri Bremenports tók
í sama streng og sagði hann Finna-
fjarðarsvæðið vera einstakt og stað-
setning hafnar þar gæti breytt al-
þjóðasiglingum í framtíðinni.
Um er að ræða langtímaverkefni
sem tekur áratugi að byggja upp.
Næstu 3-5 ár fara í undirbúning og er
fjárþörf til þess um 5 milljónir evra,
sagði Howe sem var bjartsýnn á að
fjárfestar fengjust í verkefnið í lok
þessa árs. Framkvæmdir gætu þá
hafist 2024.
Samstarfssamningur um
stórskipahöfn í Finnafirði
Staðsetning hafnarinnar gæti breytt alþjóðasiglingum
Grái herinn
ætlar í mál
við ríkið
Aðgerðahópur
Gráa hersins
undirbýr nú
málssókn gegn ís-
lenska ríkinu og
hefur stofnað sér-
stakan málssókn-
arsjóð til að vera
fjárhagslegan
bakhjarl sinn. VR
hefur lagt barátt-
unni til eina millj-
ón króna, fleiri stéttarfélög lofa
stuðningi og Félag eldri borgara í
Reykjavík samþykkti að gerast
stofnaðili málssóknarsjóðsins með
hálfrar milljónar króna framlagi.
Þetta kom fram í ávarpi Finns Birg-
issonar og Ingibjargar Sverris-
dóttur á landsfundi Landssambands
eldri borgara í Reykjavík í gær. Þau
hafa ásamt Wilhelm Wessman unnið
að undirbúningi málssóknar vegna
„óréttlátra og yfirgengilegra tekju-
tenginga í lífeyriskerfi almanna-
trygginga,“ eins og það var orðað í
ávarpinu.
Grái herinn er baráttuhópur inn-
an Félags eldri borgara í Reykjavík
og nágrennis.
Bent er á að miklar tekjuteng-
ingar hér á landi séu einsdæmi og
hvergi í nálægum löndum geti það
gerst að regluverkið þurrki alveg út
grunnlífeyri fólks frá hinu opinbera.
Ósáttir Tekjuteng-
ingar eru miklar.
Stofna sérstakan
sjóð um málsóknina
„Þetta er ómetanlegt og styrkir okkur í því
mikilvæga starfi sem við höfum verið að vinna
og að við höfum náð árangri,“ sagði Gylfi Júl-
íusson í Vík í Mýrdal, talsmaður Fjörulalla, í
samtali eftir að hann tók við landgræðsluverð-
launum fyrir hönd þessara óformlegu samtaka.
Árni Bragason landgræðslustjóri og Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra
afhentu þremur einstaklingum og hópum land-
græðsluverðlaun 2019 í lok ársfundar Land-
græðslunnar sem fram fór í Reykjavík í gær.
Verðlaunin eru veitt fólki sem unnið hefur að
landgræðslu og landbótum og er markmið
þeirra að vekja athygli á mikilvægu starfi
áhugafólks að landgræðslumálum.
Auk Fjörulalla fengu verðlaun þau Haukur
Engilbertsson, bóndi á Vatnsenda í Skorradal og
Lionsklúbbur Skagafjarðar og hjónin Smári
Borgarsson og Sigríður Sveinsdóttir, ábúendur í
Goðdölum.
„Ég hafði takmarkaða trú á þessu verkefni í
upphafi. Landið er svo hátt yfir sjó og þurrt,“
segir Smári Borgarsson um uppgræðslustarf
ábúenda í Goðdölum og félaga í Lionsklúbbi
Skagafjarðar á Goðdalafjalli. Hann viðurkennir
að mikill árangur hafi orðið af þessu starfi og
raunar hafi landið gjörbreyst eftir að vetrarbeit
var hætt.
Fjörulallar hafa unnið mikilvægt starf í sjö ár
við að hemja foksand í fjörunni við Vík í Mýrdal
og verja byggðina. Gylfi segir að þótt árangur
hafi náðst sé starfinu ekki lokið og vonast til að
það haldi áfram. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Styrkir okkur í mikilvægu starfi
Landgræðslan veitir þremur einstaklingum og félögum landgræðsluverðlaun 2019