Morgunblaðið - 12.04.2019, Side 8

Morgunblaðið - 12.04.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 Reykjavíkurborg er staðráðin íað hrekja allar verslanir, aðrar en lundabúðir, úr miðborg- inni. Ekki hefur verið sett form- legt markmið um hvenær þessum merka áfanga skuli náð, en að sögn Sigurborgar Óskar Haralds- dóttur, pírata og formanns skipu- lags- og samgönguráðs borg- arinnar, er ætlunin að ýta göngugöt- unum ofar á Laugaveginn á næsta ári.    Athyglisvert erað sjá haft eftir henni að fram undan sé samstarf „við verslunar- og veitinga- húsaeigendur því sumir hafa áhuga á að koma með þjónustuna meira út á götu.“    Staðreyndin er sú að borgaryf-irvöld hafa engan áhuga sýnt á samstarfi eða samráði við lang- stærstan hluta verslunareigenda í miðborginni. Þau hafa skipulega hunsað óskir verslunareigend- anna um að hafa við þá samráð og leyfa umferð um Laugaveginn.    Borgaryfirvöld hafa verið mjögskýr með það að samráð er ekki á dagskrá, að minnsta kosti ekki við þá sem leyfa sér að vera annarrar skoðunar en samfylk- ingarflokkarnir í borgarstjórn.    Og það hefur líka verið mjögskýrt hvað borgaryfirvöld vilja að þeir verslunarrekendur geri sem sætta sig ekki við að viðskiptavinir þeirra geti ekki komið akandi til þeirra.    Þannig verslunarrekendurskulu brott úr miðborginni, líkt og margir þeirra hafa þegar gert. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Samráð bara við þá sem eru sammála STAKSTEINAR W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og ítrekuð vopna- lagabrot og brot gegn valdstjórninni. Til frádráttar er gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 29. desember. Hann játaði brot sín skýlaust. Maðurinn var dæmdur meðal ann- ars fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og vopnalagabrot með því að hafa 12. september, í og við viðtalsherbergi á bráðamóttöku geð- sviðs Landspítalans á Hringbraut, veist með ofbeldi og hótunum um of- beldi að geðlækni við skyldustörf. Með 11 sm langan kjöthníf Maðurinn dró þar upp úr peysu- vasa sínum kjöthníf með 11 sm löngu blaði, gekk í átt að lækninum með hnífinn fyrir framan sig og otaði hon- um fram líkt og hann ætlaði að stinga hann í bakið að því er segir í dómnum. Læknirinn sneri sér á sama tíma við, að manninum, og hörfaði síðan út úr viðtalsherberginu en ákærði elti hann með hnífinn á lofti. Gerði maðurinn tilraun til þess að stinga lækninn með hnífnum ofarlega í búk eða andlit, en læknirinn náði að verj- ast manninum og varnarteymi geð- deildar yfirbugaði hann í kjölfarið. Veittist að geðlækni vopnaður hnífi  Dæmdur í 12 mánaða fangelsi m.a. fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot Morgunblaðið/Ómar Landspítali Atvikið átti sér stað á Landspítalnum við Hringbraut. Síðari umræðu um ársreikning Sel- tjarnarnesbæjar var frestað á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag því hann var ekki tilbúinn til undirritunar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG skrifaði ekki undir ársreikninginn og er ástæðan sú að KPMG sam- þykkir ekki að fé sem kom inn vegna nýs hjúkrunarheimilis var fært und- ir A-hluta ársreiknings en ekki B- hluta eins og KPMG bendir á að eigi að gera lögum samkvæmt. Þetta eru 217 milljónir króna. Þetta segir Guð- mundur Ari Sigurjónsson sem situr í minnihluta í bæjarstjórn fyrir Sam- fylkinguna. Nýr bókari tekur til starfa Á fundi bæjarstjórnar var Ás- gerður Halldórsdóttir bæjarstjóri spurð nánar um ástæðu frestunar- innar og sagði hún hana vera vegna þess að nýr bókari bæjarins væri ekki tekinn til starfa og því var ekki hægt að senda fylgigögn með árs- reikningnum. Guðmundur segist hafa fengið þau svör hjá bæjarstjóra í gær að hún hyggist ekki breyta bókuninni eins og KPMG mælist til. Hins vegar bendir hann á að bæjarstjórn geti enn breytt og fært þessar 217 millj- ónir króna yfir í B-hlutann fyrir seinni umræðu um ársreikninginn því hann hefur ekki enn verið sam- þykktur. Seinni umræða fer fram eftir 2 vikur eða 24. apríl. „Þetta er einfaldlega gert til að fegra bókhaldið því það lítur ekki vel út í ár,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að A-hluti árs- reikningsins skili 47 milljóna króna halla ef hann haldist óbreyttur með tekjum af þessum 217 milljónum króna eins og bæjarstjórn hyggst gera. Umræðu um árs- reikning frestað  Greinir á um bók- færslu 217 millj. kr. hjá Seltjarnarnesbæ Morgunblaðið/Hari Gróttuviti Bæjarstjórn Seltjarnar- ness greinir á um ársreikning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.