Morgunblaðið - 12.04.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Verð 7.990
Stærðir 40-52
Jakkar
rússkinnsáferð
Nýjar
vörur
í hverri viku
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Dómsmálaráðuneytið hefur sent
Reykjavíkurborg bréf vegna fyrir-
hugaðrar byggingar Lindarvatns
ehf. á hóteli á svokölluðum Land-
símareit og þar á meðal á svæði sem
áður var kirkjugarður, Víkurgarður.
Er þar m.a. vísað til 33. gr. laga nr.
36/1993, um kirkjugarða, greftrun
og líkbrennslu, og bent á að niður-
lagðan kirkjugarð megi ekki nota til
neins þess sem óviðeigandi er að
dómi prófasts. Ekki megi þar jarð-
rask gera né reisa nein mannvirki.
Þó geti dómsmálaráðuneytið veitt
undanþágu frá þessu, að fengnu
samþykki kirkjugarðaráðs.
Bendir ráðuneytið á að því hafi
vorið 2018 borist beiðni Veitna ohf.
þar sem óskað var eftir heimild ráðu-
neytisins til þess að mega grafa fyrir
veitulögnum á svæði Víkurgarðs.
„Eftir að hafa aflað afstöðu kirkju-
garðaráðs féllst ráðuneytið á beiðn-
ina. Aðrar beiðnir um leyfi fyrir jarð-
raski eða mannvirkjagerð á svæðinu
sem tilheyrir Víkurgarði hafa ekki
borist ráðuneytinu,“ segir í bréfi.
Þá bendir dómsmálaráðuneytið á
að Víkurgarður sé í raun niðurlagður
kirkjugarður. Telur ráðuneytið „því
óhjákvæmilegt að vekja athygli
Reykjavíkurborgar sem leyfisveit-
anda á grundvelli laga nr. 160/2010,
um mannvirki, og Lindarvatns ehf.
sem framkvæmdaaðila, á því að leita
beri eftir heimild ráðuneytisins um
allar framkvæmdir sem kunna að
hafa í för með sér jarðrask á svæði
hins gamla kirkjugarðs.“
Hjá borginni fengust þær upplýs-
ingar að borgarstjóri hefði falið
umhverfis- og skipulagssviði og
borgarlögmanni að svara bréfinu.
Ber að leita fyrst
eftir heimild
Borginni sent bréf vegna Víkurgarðs
Morgunblaðið/Eggert
Jarðrask Víkurgarð má finna í
hjarta Reykjavíkurborgar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Nemendur í grunnskólum hafa aldr-
ei verið fleiri hér á landi en í fyrra,
alls 45.904. Starfsfólki í skólum hef-
ur fjölgað mikið síðustu ár og síðasta
haust var einn starfsmaður á hverja
5,4 nemendur. Alls störfuðu 8.473
starfsmenn við grunnskóla í haust
og fjölgaði um 4,2% frá fyrra ári.
Fjölgun starfsfólks má fyrst og
fremst rekja til fjölgunar stuðnings-
aðila nemenda. Þroskaþjálfum hefur
fjölgað hlutfallslega mest. Stuðn-
ings- og uppeldisfulltrúum hefur
fjölgað úr 247 í 1.161 á síðustu 20 ár-
um. Á sama tímabili hefur fjöldi sér-
kennara og skólasálfræðinga/
námsráðgjafa meira en tvöfaldast.
„Ef tekið er mið af öllum starfs-
mönnum grunnskóla, hefur starfs-
mönnum fjölgað um 39,1% frá hausti
1998 en á sama tíma hefur nem-
endum fjölgað um 8,2%,“ segir í
nýrri samantekt Hagstofunnar um
þetta.
Árið 2016 var hlutfall nemenda á
hvern kennara 10,8 hér á landi, sam-
kvæmt tölum sem birtar eru í skýrsl-
unni Education at a Glance hjá
OECD. Meðaltal OECD-ríkja það ár
var 15,1 nemandi á hvern kennara.
Ísland er í hópi þeirra landa með
lægsta hlutfallið, aðeins fjögur lönd
hafa færri nemendur á hvern kenn-
ara.
Ragnar Þór Pétursson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir í
samtali við Morgunblaðið að þessi
mikla mönnun í íslenska skólakerf-
inu skýrist að hluta til af fjölda alls
konar stuðningsaðila. Þá þróun
megi að einhverju leyti rekja til
hvernig kosið hafi verið að takast á
við skólakerfi án aðgreiningar. „Sú
leið er að einhverju leyti að ganga til
baka, menn eru farnir að sjá að
þetta hafi verið misráðin leið til að
ná þessu markmiði,“ segir hann.
Önnur skýring á þessu að mati
Ragnars er sú að samþjöppun á þétt-
býlisstaði hefur skilað fámennum
skólum á landsbyggðinni sem þarf
eftir sem áður að manna. Því séu
hlutfallslega fleiri kennarar þar en á
þéttbýlisstöðum.
Ragnar segir að eftir að sveitar-
félögin tóku við rekstri grunnskóla
hafi grunnskólakerfið orðið mjög
kostnaðarsamt, mönnun hafi blásið
út. „Úr varð verkefni sem við stóð-
um ekki fyllilega undir,“ segir hann.
Nú standi yfir eins konar naflaskoð-
un á stöðu mála og í haust megi
vænta tillagna um úrbætur. „Ég á
von á því að ef menn hafa tækifæri
til muni verða lögð áhersla á að
fjölga menntuðum kennurum og
breyta starfs- og kennsluháttum.“
Morgunblaðið/Hari
Námsmenn Starfsmönnum grunnskóla hefur fjölgað um 39,1% frá 1998.
Einn starfsmaður
á hver 5,4 börn
Skólakerfið á Íslandi hefur blásið út
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar Ísey útflutnings ehf. og
japanska fyrirtækisins Nippon
Ham hafa skrifað undir viljayfir-
lýsingu um að fyrirtækin vinni
saman að markaðssetningu á skyri
á nágrannamörkuðum Japans þar
sem Nippon Ham hefur sterka
stöðu. Nippon Luna, dótturfyrir-
tæki Nippon Ham, er að reisa
skyrverksmiðju í Tókýó þar sem
framleitt verður Ísey skyr fyrir
Japansmarkað.
Nippon Ham er stórt matvæla-
fyrirtæki sem veltir um 1.400 millj-
örðum, er með 30 þúsund starfs-
menn og er með starfsemi um allan
heim. MS valdi dótturfyrirtæki
þess, Nippon Luna, til samstarfs
um framleiðslu og sölu á Ísey skyri
á Japansmarkaði. Fyrirtækið er að
undirbúa verkefnið, meðal annars
með því að byggja nýja skyrverk-
smiðju í Tókýó. Mjólkurfræðingar
frá Japan hafa að undanförnu verið
í þjálfun hjá MS á Selfossi.
Reiknað er með að framleiðslan
hefjist í september næstkomandi
og verður skyrið kynnt á vörusýn-
ingu Nippon Ham í janúar. Ísey
skyrið á síðan að vera aðalheilsu-
vara Nippon á Ólympíuleikunum
sem haldnir verða í Tókýó á næsta
ári.
Hafa sterka stöðu í Asíu
Yoshihide Hata, forstjóri Nippon
Ham, kom í heimsókn til landsins í
byrjun vikunnar í þeim tilgangi að
styrkja samstarf fyrirtækjanna.
Átti hann meðal annars fundi með
Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanrík-
isráðherra og Þórdísi Kolbrúnu R.
Gylfadóttur, ráðherra ferðamála.
Tækifærið var notað til að und-
irrita viljayfirlýsingu um frekara
samstarf um sölu Ísey skyrs á fleiri
mörkuðum Asíu. Jón Axel Péturs-
son, framkvæmdastjóri Ísey út-
flutnings, segir að samstarfið eigi
eftir að þróast. Fyrirtækin muni
einbeita sér að þeim mörkuðum
þar sem Nippon Ham er með
sterka stöðu. Nefnir hann Suður-
Kóreu, Filippseyjar, Malasíu og
Indónesíu sem dæmi um slíka
markaði. „Þeir eru spennandi sam-
starfsaðilar og þekkja þessa mark-
aði miklu betur en við,“ segir Jón
Axel.
Samstarf við Japani um
sölu skyrs á Asíumarkaði
Spennandi samstarfsaðilar segir framkvæmdastjóri Ísey
Samstarf Yoshihiko Ishii forstjóri Nippon Luna og Ari Edwald forstjóri MS
staðfesta samning. Á bak við þá standa Kazuhiro Mikuni framkvæmdastjóri
hjá Nippon Ham, Yoshihide Hata forstjóri, Jón Axel Pétursson fram-
kvæmdastjóri Ísey útflutnings og Bolli Thoroddsen ráðgjafi.
Flestir myndu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn ef kosið yrði til Alþingis
núna og næstflestir myndu kjósa Pí-
rata. Þetta kemur fram í nýrri könn-
un MMR á fylgi flokkanna þar sem
spurt var um hvaða flokkur yrði fyr-
ir valinu ef kosið yrði til Alþingis í
dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins
mælist nú 21,7%, sem er tveimur
prósentustigum minna en í síðustu
könnun sem gerð var um miðjan
mars. Píratar hafa bætt við sig einu
og hálfu prósentustigi frá síðustu
könnun og er fylgi þeirra nú 15%.
Samfylkingin er þriðji stærsti
flokkurinn samkvæmt könnuninni,
flokkurinn mælist með 13,9% fylgi
en var með 13,8% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mælist nú
10,4%, en var 11,4% síðast, Mið-
flokkurinn er með 10,2% og mældist
með 8% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mælist 9%, það
var 9,4% í síðustu könnun, Fram-
sóknarflokkurinn mælist með 8,7%
fylgi, en var með 11,1% í síðustu
könnun og Flokkur fólksins mælist
með 5,4%, en var með 4,7% í síðustu
könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands
mælist 4,5%, en var 2,5% í síðustu
könnun. Fylgi annarra flokka mæld-
ist 1,2% samanlagt.
Einnig var spurt um stuðning við
ríkisstjórnina, hann er 46,5% en var
41,8% í síðustu mælingu.
X-P og X-M bæta við sig fylgi