Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 12
okkar hópi, undir samninga sem eru yfir hundrað milljónir evra (andvirði um 13,5 milljarðar íslenskra króna). Þetta eru verkefni næstu þrjú árin, sumt af þessu er næstum því búið en annað er eitthvað sem tekur lengri tíma eins og skipasmíði og uppsetn- ing búnaðar.“ Ný starfsstöð Mikil uppbygging er nú innan sjávarútvegs í Rússlandi að sögn Jónasar sem vísar til þess að stjórn- völd þarlendis hafa skapað hvata til þess að endurnýja fiskiflotann sem er orðinn úreltur. Bendir hann meðal annars á að yfirvöld veiti ríkisstyrki til endurnýjunar búnaðar auk þess sem stjórnvöld úthluta kvóta til fyr- irtækja sem láta byggja ný skip. Þá verða ný skip að vera byggð í Rúss- landi í þeim tilgangi að efla skipa- smíðaiðnað í landinu og hefur ís- lenskum fyrirtækjum gengið vel að selja hugvit til Rússlands. „Þetta er að miklu leyti hugvit og þetta eru kerfi, eins og fiskvinnslu- kerfi, vinnsludekk á togurum, fisk- vinnsluhús og hönnun á skipum. Við erum líka að selja lausnir í sambandi við trollbúnað og allt sem tengist því. Þetta er allt saman tækni sem er þróuð á Íslandi sem við erum að selja og það er mikill áhugi hjá Rússun- um,“ útskýrir Jónas. Til að mynda hefur verkfræðistofan Nautic, sem er eitt fyrirtækja Knarr-hópsins, komið upp starfsstöð í Sankti Pét- ursborg og ráðið til sín um 45 starfs- menn sem munu hanna skip, að sögn Jónasar. Þá hafa Rússar einnig leit- að ráðgjafar í sambandi við rekstr- arform, en þeir hafa mikið verið að heilfrysta úti á sjó í stað þess að veiða og kæla, síðan vinna í landi. „Þeir eru jafnvel að hallast að því að taka þetta upp sem gefur meiri verð- mæti.“ Bylting í greininni Spurður hvort þessar miklu breyt- ingar megi kalla byltingu í greininni í Rússlandi, segir Jónas svo vera. „Þetta er virkileg bylting miðað við það sem hefur verið í gangi hérna síðustu árin. Ég er búinn að fylgjast með þessum bransa í Rússlandi síð- ustu 30 árin og þetta er alveg stór- kostlegt. Það hafa hingað til verið mjög litlar fjárfestingar, mjög lítið um landvinnslu og mjög lítið um full- vinnslu, en nú er verið að taka mjög stór skref með gríðarlegum fjárfest- ingum.“ Ljósmynd/Knarr Rus Veiðarfæri Íslensk fyrirtæki sem hafa þróað mikla þekkingu og reynslu við að þjónusta sjávarútveginn hér á landi, sjá nú mikil tækifæri í Rússlandi. Þar á sér nú stað bylting í greininni sem afleiðing aukinna fjárahagslegra hvata. Selja íslenskt hugvit fyrir 13,5 milljarða  Nútímavæðing sjávarútvegs Rússa, sóknarfæri Íslendinga BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fulltrúar 13 íslenskra fyrirtækja mættu á alþjóðlegu sjávarútvegsráð- stefnuna „Fishing in the Arctic“ í Murmansk í Rússlandi í síðasta mán- uði. „Það er mjög mikið að gerast í þessu og það voru fjögur félög frá okkur í Knarr Maritime hópnum sem tóku þátt í þessari ráðstefnu,“ segir Jónas Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Knarr í Rússlandi. Hann segir að send hafi verið sterk íslensk sendinefnd sem skipuð var bæði fulltrúum Knarr-hópsins og einnig frá öðrum fyrirtækjum eins og Marel og Sæplast. „Það var mjög vel tekið á móti okkur. Þannig að það er ýmislegt að gerast hjá öllum þess- um aðilum og mikill áhugi á því að nýta íslenska reynslu og þekkingu.“ Fyrirtækin Brimrún, Frost, Naust marine, Nautic, Skaginn 3X og Skipatækni gera Knarr-hópinn. Umfang verkefna Knarr í Rúss- landi er sífellt að aukast, að sögn framkvæmdastjórans. „Á þessu rúmu ári sem við höfum verið virkir í Rússlandi er búið að skrifa, bara hjá 12 FRÉTTIRVIðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 VINNINGASKRÁ 50. útdráttur 11. apríl 2019 176 9368 20901 32423 42064 50173 60676 72291 221 9498 20942 33022 42134 50607 60726 72316 233 10105 21076 33231 42255 51201 61289 72413 266 10117 21246 33386 42846 51315 61311 72544 1262 10134 21940 34249 43265 51524 61408 72551 1264 10409 22787 34346 43403 51661 61892 72688 1328 10878 22984 34542 44065 52430 62127 74763 1504 10965 23132 34719 44293 53036 62709 74921 1714 11735 23456 35424 44308 53127 62937 74975 1832 12343 23722 35623 44316 54116 64325 75073 1906 13512 23794 35674 44406 55058 64384 75144 2156 13881 24198 36216 44797 55395 64591 75461 2542 13952 24246 36429 44935 55649 64613 76077 2629 14077 25165 36884 44950 55725 64658 76236 3168 14104 25361 36956 45384 55905 65919 76432 3261 14221 25532 37486 45624 55989 66133 76551 3321 14459 25842 37580 45754 55992 66356 76591 3693 14869 25969 37902 45868 56087 66846 76680 3765 14908 26127 38243 46195 56161 66879 77089 3881 16907 26158 38308 46284 56196 67030 77385 3972 16938 26198 38460 46579 56575 67223 77416 4047 16975 26286 39023 46592 56679 67253 77417 4142 17135 26376 39199 46798 57347 67395 77568 4523 17851 26524 39331 47187 57949 68202 77764 4667 17898 26751 39452 47266 58114 68429 77902 4831 18364 27568 39577 47366 58134 68610 78000 5047 18518 27672 39650 47400 58325 68725 78003 5212 18881 27798 39824 47555 58429 68928 78313 5846 18913 27809 39834 48096 58773 68982 78349 6647 18937 27868 40864 48421 59009 69060 78396 7374 19099 29526 41101 49099 59123 69076 79798 7477 19614 29660 41117 49106 59632 69462 7655 19683 30179 41239 49277 59794 69702 7852 20013 30634 41451 49513 60095 70152 8027 20366 31041 41551 49634 60272 70186 9164 20456 31046 41847 49873 60514 71005 9291 20614 31964 41929 50060 60531 71704 465 10371 21788 28189 35788 47607 61221 71630 934 10521 22398 29281 38268 49506 61499 71889 2188 10858 22511 29744 39643 50170 61914 71931 3128 12871 22691 29829 39903 53182 61915 72168 4390 13384 23268 30340 39944 53629 63231 73895 5278 13495 24976 31189 41642 54034 63580 75097 7046 14195 25226 31611 41936 54538 63583 77561 7354 14689 26087 32481 42996 55068 64873 77948 8491 18104 26501 32615 43843 56537 66294 78799 8700 18558 26683 32923 44337 59946 66402 9065 19334 27057 33188 45912 60024 67945 9245 19450 27312 33721 47245 60243 69915 9543 20383 27583 35416 47521 60844 69988 Næstu útdrættir fara fram 17. & 26. apríl 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 34722 47090 54809 74454 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2644 17577 24654 36664 56426 67540 5651 21775 28639 39514 60414 72434 5821 21776 30749 47713 64824 74675 11062 22136 33820 54592 65646 79418 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 2 2 4 0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 12. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.56 119.12 118.84 Sterlingspund 155.09 155.85 155.47 Kanadadalur 88.93 89.45 89.19 Dönsk króna 17.897 18.001 17.949 Norsk króna 13.924 14.006 13.965 Sænsk króna 12.803 12.879 12.841 Svissn. franki 118.46 119.12 118.79 Japanskt jen 1.0655 1.0717 1.0686 SDR 164.63 165.61 165.12 Evra 133.63 134.37 134.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.5852 Hrávöruverð Gull 1301.85 ($/únsa) Ál 1850.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.82 ($/fatið) Brent „Finnski markaðurinn er flottur markaður sem við munum skoða enn frekar,“ segir Andrés Vil- hjálmsson, útflutningsstjóri Ice- landic Lamb, og bendir á að nýlega hafi verið gerður leyfissamningur við fyrirtækið Wihuri Oy Aarnio Metro um notkun markaðsefnis Ice- landic Lamb, en fyrirtækið annast dreifingu og sölu íslensks lamba- kjöts í Finnlandi. Sala á kjötinu hef- ur staðið frá fyrsta janúar 2018 og hafa hingað til verið seld um átta tonn á finnskum markaði. Þá var íslenskt lambalæri og hryggvöðvi valið sem aðalhráefni í keppninni kokkur ársins í Finn- landi, en úrslit hennar voru tilkynnt 6. apríl. „Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað við erum með einstaka vöru í höndunum,“ segir Andrés og bætir við að hann sé „bjartsýnn á að Finnland geti orðið stöðugur mark- aður fyrir íslenskt lambakjöt í framtíðinni“. Hann segir Icelandic Lamb vinna að því að tryggja bætt- ar upprunamerkingar og að lagt sé upp með að upprunamerkja mest allan útflutning, sérstaklega þann útflutning sem fer á markaði sem greiða ákjósanlegt verð. gso@mbl.is Finnar taka vel á móti íslensku lambakjöti Elo-säätiö/Santeri Stenvall Lamb Aðalhráefni kokkanna. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.