Morgunblaðið - 12.04.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ein af furðu-legribirtingar-
myndum tilrauna
til að draga úr los-
un gróðurhúsa-
lofttegunda eru
svokallaðar los-
unarheimildir.
Fyrirtæki fá los-
unarkvóta og þeir
ganga síðan kaup-
um og sölum þannig að fyrir-
tæki, sem menga lítið, geti selt
fyrirtækjum, sem menga mikið,
losunarheimildir sínar.
Á forsíðu Morgunblaðsins í
gær var vísað í frétt Viðskipta-
moggans um að flugfélagið
Wow hefði selt losunarheim-
ildir, sem félagið fékk án
endurgjalds, rétt fyrir gjald-
þrot og því hefði rúmlega 400
milljóna króna greiðsla borist
inn í slitabúið. Í fréttinni kemur
fram að Wow hafi átt los-
unarheimildir að andvirði rúm-
an milljarð króna, en þær séu
bundnar við gilt flugrekstr-
arleyfi og teljist því ekki til
eigna í þrotabúinu. Þetta mál er
þeim mun kyndugra vegna þess
að Wow hafði ekkert svigrúm í
losunarmálum og hefði þurft að
kaupa sér losunarheimildir aft-
ur síðar til að vera réttum meg-
in við strikið.
Um helgina var greint frá því
í fréttum að ítalski bílafram-
leiðandinn Fiat hefði keypt los-
unarheimildir fyrir mörg
hundruð milljónir dollara af
rafbílaframleiðandanum Teslu
til að komast hjá
því að fá sektir frá
framkvæmdastjórn
Evrópusambands-
ins.
Lesendur kann-
ast við losunar-
heimildaviðskipti
af rafmagnsreikn-
ingum sínum þar
sem fram kemur að
þeir séu kaupendur
kjarorku. Ástæðan er sú að ís-
lenskir orkuframleiðendur hafa
selt svo kallaðar uppruna-
ábyrgðir úr landi og teljast því
ekki bjóða upp á endurnýjan-
lega orku nema að hluta. Þann-
ig geta syndaselir sveipað sig
vistvænum ljóma án þess að
leggja nokkuð á sig og meng-
unarheimildir ganga kaupum
og sölum eins og aflátsbréfin
forðum. Og Íslendingar gerast
kjarnorkuknúnir án þess nokk-
urn tímann að hafa komið ná-
lægt kjarnorku.
Næsta skrefið hlýtur að vera
að rafbílaeigandinn á sjöttu
hæðinni geti selt jeppaeigand-
anum á fjórðu hæðinni losunar-
heimildir sínar.
Hér hefur orðið til flókinn
markaður sem fylgja mikil við-
skipti og útheimtir viðamikið
skipulag og utanumhald. Hann
breytir samt engu og útblástur-
inn er sá sami og áður þrátt fyr-
ir allar æfingarnar. Oft er blás-
ið til skrýtinna leikja, en þetta
fyrirkomulag í loftslagsmálum
er svo fáránlegt að það ætti að
fá heitið fáránleikar.
Syndaselir sveipa
sig vistvænum
ljóma án þess að
leggja nokkuð á sig
og mengunarheim-
ildir ganga kaupum
og sölum eins og af-
látsbréfin forðum}
Fáránleikar
Breska lög-reglan hand-
tók í gær Julian
Assange í sendiráði
Ekvador í Lund-
únaborg, tæpum sjö árum eftir
að hann flúði þangað undan
tveimur ákærum um kynferðis-
brot í Svíþjóð. Ríkisstjórn
Ekvador hafði þá svipt Assange
pólitísku hæli, en ljóst var að
stjórnvöld þar voru komin með
mikla leið á „gestinum“ í sendi-
ráðinu.
Var sá leiði ekki bara vegna
þess að vera Assange í sendi-
ráðinu litaði öll samskipti ríkis-
ins við Breta, heldur olli hann
einnig reglulega usla gagnvart
öðrum ríkjum. Sú staðreynd að
Wikileaks tók þátt í netárás
rússneskra hakkara á Demó-
krataflokkinn í aðdraganda for-
setakosninganna 2016 með því
að birta þau skjöl sem þar fund-
ust reyndi einnig á taugar
stjórnvalda í Ekvador, sem
brugðust við með því að taka
netsamband af Assange í
nokkra mánuði. Skjöl frá Vatí-
kanínu sem Wikileaks birtu í
janúar síðastliðnum reyndust
dropinn sem fyllti mælinn.
En hvað verður
um Assange nú?
Þrjú af þeim fjór-
um kynferðis-
brotum sem Ass-
ange var sakaður um í Svíþjóð
eru fyrnd og rannsókn fjórða
brotsins, meintrar nauðgunar,
hefur verið hætt af saksókn-
urum þar í landi. Hún gæti þó
hafist að nýju, stígi Assange
fæti á sænska grund fyrir lok
næsta árs.
Í Bretlandi þarf Assange að
standa skil á því að hafa ekki
hlýtt fyrirskipunum dómara
þegar hann kaus að flýja undan
réttarfari Svía árið 2012, og um
leið rofið þau skilyrði sem
fylgdu því þegar hann var lát-
inn laus gegn tryggingu í að-
draganda réttarhaldanna. Inn-
an skamms þarf hann svo að
mæta kröfu bandarískra yfir-
valda sem vilja koma lögum yfir
hann fyrir brot sem tengjast
starfsemi Wikileaks. Það var
tímabært að réttað væri í mál-
um Assange og vonandi að til-
raunum hans til þess að koma
sér undan réttvísinni sé með
handtökunni í gær loksins lok-
ið.
Assange handtekinn
eftir sjö ára bið}Réttvísin á næsta leik
Þ
ingflokkur Flokks fólksins lagði í
vikunni fram tvær þingsályktun-
artillögur um mikilvæg málefni
sem varða réttindi og hag eldri
borgara.
Í fyrra málinu skal Alþingi fela félagsmála-
ráðherra að leggja fram lagafrumvarp til
breytinga á lögum um málefni aldraðra. Þar
verði afnumið svokallað vasapeningafyrir-
komulag. Þannig mun lífeyrisþegi sem flytur
á dvalar- eða hjúkrunarheimili halda
óskertum lífeyris- og bótagreiðslum frá
Tryggingastofnun ríkisins. Flokkur fólksins
telur það til grundvallarmannréttinda að aldr-
aðir megi áfram njóta lögbundins fjárræðis og
sjálfræðis síns.
Þetta er mál sem Landssamband eldri borgara hefur
beitt sér fyrir í mörg ár. Í dag er það svo að þegar ein-
staklingur flytur inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili fell-
ur réttur viðkomandi til ellilífeyris niður. Viðkomandi
getur átt rétt á ráðstöfunarfé, eða vasapeningum, sem á
árinu 2019 er að hámarki 74.447 kr. Yrði þessu breytt og
vasapeningafyrirkomulagið lagt niður þá væri greiðslu-
þátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum breytt
þannig að íbúar haldi lífeyrisgreiðslum sínum og greiði
milliliðalaust fyrir húsaleigu, mat og annan kostnað sem
fylgir heimilishaldi. Almennar reglur um þá heilbrigðis-
þjónustu sem veitt er á heimilunum verði óbreyttar. Íbú-
ar ættu rétt á húsnæðisbótum. Kostnaðarþátttaka ein-
staklinga á dvalar- eða hjúkrunarheimilum yrði
tekjutengd og félli niður hjá þeim sem hafi lágar tekjur.
Tilraun sem svipaði til þessa fyrirkomulags þar sem
ætlunin var að gefa öldruðum kost á að halda fjárhags-
legu sjálfstæði var gerð á Dalvík 1989 til
1990. Þar var hluta Dalbæjar, heimilis aldr-
aðra á Dalvík, breytt í verndaðar þjónustu-
íbúðir. Árangurinn varð að þátttakendur í til-
rauninni sýndu aukna virkni og félagslífið
jókst. Einnig má benda á jákvæða reynslu frá
Danmörku.
Afnám vasapeningafyrirkomulagsins hefur
verið á döfinni í mörg ár en lítið orðið úr verk-
um. Flokkur fólksins telur mikilvægt að aldr-
aðir haldi sjálfræði inni á stofnunum í eins
ríkum mæli og kostur er svo að sem minnstar
breytingar verði á högum fólks og háttum
þegar það þarf á breyttu búsetuúrræði að
halda.
Hin þingsályktunartillagan snýr einnig að
félagsmálaráðherra. Þar er lagt til að Alþingi álykti að
fela honum að leggja fyrir árslok fram lagafrumvarp um
embætti hagsmunafulltrúa aldraðra.
Slíkum fullrúa væri ætlað að vekja athygli á réttinda-
og hagsmunamálum aldraðra, leiðbeina þeim um réttindi
sín og bregðast við telji hann að brotið sé á þeim. Honum
bæri að hafa frumkvæðiseftirlit með persónulegum hög-
um allra eldri borgara, sérstaklega til að koma í veg fyrir
félagslega einangrun, næringarskort og almennt bágan
aðbúnað þeirra. Einnig gera tillögur um úrbætur á rétt-
arreglum er varða aldraða og hafa frumkvæði að stefnu-
markandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra.
Ástand í öldrunarmálum sýnir að löngu er tímabært
að hinn stóri og sístækkandi hópur aldraðra hér á landi
fái sinn eigin hagsmunafulltrúa.
Inga Sæland
Pistill
Þörf þingmál um hag aldraðra
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikill fjöldi launamanna ífélögum verslunarfólksog aðildarfélögumStarfsgreinasambands
Íslands, eða á áttunda tug þúsunda
félagsmanna, eiga þess kost að kjósa í
rafrænni atkvæðagreiðslu um nýju
Lífskjarasamningana við Samtök at-
vinnulífsins, sem undirritaðir voru í
seinustu viku.
Atkvæðagreiðsla meðal félags-
manna VR og í nokkrum félögum
verslunarmanna á landsbyggðinni
innan Landssambands ísl. verslunar-
manna hófst í gærmorgun og mun
henni ljúka klukkan tólf á hádegi 15.
apríl.
Atkvæðagreiðslur í öðrum stétt-
arfélögum byrja kl. 13 í dag og standa
yfir til klukkan fjögur síðdegis þriðju-
daginn 23. apríl. Kynna á niðurstöður
þeirra daginn eftir.
Alls eru milli 34 og 35 þúsund fé-
lagsmenn á kjörskrá í kosningum
Starfsgreinasambandsfélaganna
samkvæmt upplýsingum Flosa
Eiríkssonar, framkvæmdastjóra
SGS. Sambandið heldur utan um raf-
ræna atkvæðagreislu hjá 18 af 19 að-
ildarfélögum en kjarasamningurinn
verður afgreiddur í atkvæðagreiðslu
á heimasíðu AFLs á Austurlandi á
lokuðum síðum félagsmanna.
Talning atkvæða fer fram sér-
staklega fyrir hvert félag um sig þeg-
ar þar að kemur. Þannig má segja að
um sé að ræða 19 aðskildar atkvæða-
greiðslur í SGS að þessu sinni þar
sem meirihluti þátttakenda ræður því
í hverju félagi hvort samningarnir
verða samþykktir eða þeir felldir.
Áður fyrr var algengt að nýgerð-
ir kjarasamningar væru bornir upp á
félagsfundum til samþykkis eða synj-
unar eða greidd voru atkvæði í póst-
atkvæðagreiðslu félagsmanna. Nú
hafa leynilegar rafrænar kosningar
víðast hvar tekið yfir í verkalýðs-
hreyfingunni og gilda þá sömu reglur
um þátttöku og þegar um póstkosn-
ingu er að ræða, þ.e.a.s. niðurstaða
kosninganna gildir óháð því hver
þátttakan verður. Meirihluti þeirra
sem kjósa í hverju félagi ræður úrslit-
um af eða á.
Ekki fá allir félagsmenn þessara
verkalýðsfélaga að kjósa um samn-
inginn þar sem hann nær ekki til
þeirra félagsmanna sem starfa hjá
ríki og sveitarfélögum, sem eiga enn
ósamið. Ómögulegt er að spá fyrir um
hver þátttakan verður í atkvæða-
greiðslunum en þegar kosið var um
seinustu kjarasamninga SGS í júní
árið 2015 var kjörsóknin rúmlega
25% í þeim 15 aðildarfélögum Starfs-
greinasambandsins sem SGS fór þá
með umboð fyrir. 79,95% samþykktu
samningana en 18,43% vildu fella þá.
Voru niðurstöðurnar afgerandi í öll-
um aðildarfélögunum. Flóafélögin
svokölluðu, Efling, Hlíf og Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur, sömdu
sér og þar voru samningarnir á árinu
2015 samþykktir með 78,9% atkvæða.
Um 35 þúsund manns eru núna á
kjörskrá í VR, stærsta stéttarfélagi
landsins, og lýkur atkvæðagreiðslu
þeirra eins og fyrr segir í hádeginu
næstkomandi mánudag.
Þegar seinast var kosið um
kjarasamning VR og Samtaka at-
vinnulífsins í júní árið 2015 var hann
samþykktur með miklum meirihluta
atkvæða eða 73,9%. Kosningaþátt-
taka verslunarmanna í VR var þá að-
eins 18,71% sem var þó á þeim tíma
meiri þátttaka í atkvæðagreiðslum
um kjarasamninga en verið hafði á
umliðnum áratug. Hæst hafði hún
orðið 15,5% árið 2011 en þátttakan
var undir tíu prósentum þegar kosið
var um samninga árið 2004 svo dæmi
séu tekin.
Úrslitin ráðast í
hverju félagi um sig
Morgunblaðið/Hari
Lífskjarasamningurinn Fjöldi samningamanna undirritaði nýju kjarasamn-
ingana á ellefta tímanum að kvöldi 3. apríl í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Verði kjarasamningarnir sam-
þykktir í yfirstandandi at-
kvæðagreiðslum gilda þeir frá 1.
apríl til 1. nóvember 2022. Í
þeim eru þó uppsagnarákvæði
og heimilt er að segja upp
samningum ef forsendur bresta
á samningstímabilinu. For-
sendur kjarasamninganna eru
þríþættar: Að kaupmáttur launa
aukist á samningstímanum skv.
markmiðum um að hækka
lægstu laun, að vextir lækki og
að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
sem gefin var út í tengslum við
samningana verði efnd að fullu.
Sérstök launa- og forsendu-
nefnd viðsemjenda metur það
tvisvar á samningstímanum í
september á næsta ári og í
september 2021 hvort forsend-
urnar hafa staðist. Ef einhver af
þessum forsendum stenst ekki
eiga viðsemjendur að leita sam-
komulags um viðbrögð. Náist
það ekki getur hvor um sig sagt
samningum upp.
Gætu sagt
upp tvisvar
META FORSENDURNAR