Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.04.2019, Qupperneq 21
hringdi. Þegar hún fann hann loksins í næsta herbergi, eða þá úti á svölum, þar sem hún var að stelast til að fá sér smók, þá var hann búinn að hringja út. Við báðar afskaplega utan við okkur, ég er sem sagt nákvæm- lega eins. Svo var bakað hver jól með mínum börnum og hennar, loft- kökur í kílóatali og var alltaf mik- ill spenningur að baka og koma saman. Sigrún var afar listræn svo ekki sé meira sagt, algjör snill- ingur eiginlega, og ennfremur í saumaskap, saumaði bæði á sig og krakkana, þar sem var virki- lega vandað til verka. Allt gerði hún af alúð. Ég varð fyrir mikilli sorg þeg- ar hún greindist með alzheimer árið 2016, vildi alls ekki trúa þessu og vonaði alltaf að hún myndi lagast, en það náttúrlega gerðist ekki. Hún hvarf inn í heim Alzheimer-sjúkdómsins. Ég fór á aðstandendafund með Bessa og Svövu systur hjá Alz- heimer-samtökunum og lærði betur hvernig ég ætti að umgang- ast hana. Hún var mjög áhugasöm um börnin mín, alltaf að spyrja um þau og hvernig þau hefðu það. Þau tala mikið um að þetta hafi verið uppáhaldsfrænkan þeirra, og hvað hún hefði verið mikill og sterkur karakter. Sigrún var alltaf svo glöð þeg- ar ég heimsótti hana í Sóltún, hún ljómaði, þó hún síðasta árið gæti ekki tjáð sig mikið, en henni fannst svo gaman að hlusta á okk- ur systkinin, vinkonur sínar og Bessa að spjalla saman og tók stundum undir, því að þessi systir mín hafði sína skoðun á málunum, það verður ekki tekið af henni. Þegar hún heimsótti mig síð- ustu árin hafði hún alltaf skoðun á fallegum hlutum sem ég hafði verið að kaupa. Og gaf til kynna að þarna hefði ég verið að kaupa flottan hlut, en stundum færði hún til hjá mér, fannst ég greini- lega ekki nógu góð að raða upp hlutum. Já, hún var svo sannarlega eðal í mínum augum, og ég sakna hennar mjög mikið og hugsa til hennar alla daga, en tíminn læknar öll sár. Einn daginn á ég eftir að hitta hana og tekur hún pottþétt vel á móti mér. Áslaug Ágústsdóttir. Eini einkaritari minn á lífsleið- inni, Sigrún Ágústsdóttir, hefur kvatt í kyrrþey eftir erfiðan síð- asta kafla á langri ævi. Við kynnt- umst haustið 1978 fáum vikum eftir að ég lenti að heita má fyr- irvaralaust inn í ráðherrastarf og tók þar við iðnaðar- og orkumál- um. Sérstakt ráðuneyti iðnaðar- mála varð fyrst til árið 1970 og höfðu tveir ráðherrar, Magnús Kjartansson og Gunnar Thorodd- sen, sinnt málaflokknum ásamt félagsmálaráðuneyti og höfðu skrifstofu í því síðarnefnda. Það var því byrjað á að umbylta húsa- kynnum á 3. hæðinni í Arnarhvoli til að koma þar fyrir ráðherra iðn- aðarmála ásamt með ritara. Við Sigrún settumst þar að störfum við góðar aðstæður síðla septem- bermánaðar, hún með skrifstofu til hliðar við biðstofu og tók þar á móti gestum og gangandi. Hún hafði áður starfað um ára- bil á lögfræðiskrifstofu Ragnars Ólafssonar, en eiginmanninn Bessa jarðfræðing hafði ég hitt austanlands nokkrum árum fyrr, þar sem hann var með þeim fyrstu til að lesa í aðstæður í grennd Kárahnjúka. Með Sig- rúnu hófst eftirminnilegt sam- starf sem aldrei bar skugga á og stóð með stuttu hléi í hartnær 5 ár. Hún bar með sér einstaklega trausta og ljúfa lund með glað- væra framgöngu og lipurð sem aldrei brást í flóknum samskipt- um út á við. Sem ritari tók hún við símtöl- um, flokkaði pappíra og ritaði og bætti ræðudrög ráðherrans, mörg hver samin á elleftu stundu. Innan ráðuneytis varð hún hvers manns hugljúfi. Eftir rík- isstjórnarskipti vorið 1983 gegndi hún áfram ritarastarfi fyrir Sverri Hermannson og fylgdi honum að mig minnir yfir í menntamálaráðuneytið tveim ár- um síðar. Við Sigrún hittumst örsjaldan eftir þetta, jólakort gengu á milli og einu sinni fyrir um áratug litu þau Bessi til okkar Kristínar hér við Skúlagötu og við rifjuðum upp gamlar minningar. Ég var grun- laus um þann sjúkdóm sem þá beið þessa trausta og elskulega einstaklings sem nú hefur kvatt okkur. Sigrún var frábær fulltrúi fyrir þann fjölda starfsmanna, oftast kvenna, sem eru burðarásar í gangverki samfélags okkar, jafnt hjá opinberum aðilum og einka- fyrirtækjum. Við Kristín sendum Bessa og öllum í fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019 21 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl. 10.30. PÁSKABINGÓ kl. 13.30, páskaegg af öllum stærðum og gerðum í vinning. Spjaldið kostar 350 krónur. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9- 16. Botsía með Reginu kl. 10-11. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Fjölskyldujóga kl. 10.15-11.30. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Heimsókn frá Háteigsskóla kl. 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Furugerði 1 Íslenskumorgnar kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30-15.30. Föstudagsfjör: Alltaf mismunandi. Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Páskabingó, ekki Félagsvist FEBG, í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13- 16. Allir velkomnir. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 90-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK. Gullsmári Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10, ljósmyndarklúbbur kl. 13, bingó kl. 13. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga. Kl. 11.30 línu- dans. Kl. 13 brids, kl. 13 botsía. Kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut. Kl. 11.30 leikfimi Bjarkarhúsi. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13 og páskabingó kl. 13.15, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í Grafarvogssundlaug, bridshópur Korpúlfa kl. 12.30 í dag og hann- yrðahópur Korpúlfa kl. 12.30, allt í Borgum. Tréútskurður kl. 13 í dag á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45-10, lesið upp úr blöðum kl. 10.15, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12/13-16, upplestur kl. 11, gönguhópur kl. 14, bókasafnshópur kl. 15.30. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln- um á Skólabraut kl 11 og söngur kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Ath. nk. mánudag 15. apríl verður páskaeggjabingó í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 19.30. Fjöldi páska- eggja í vinning. Stund fyrir alla aldurshópa. Stangarhylur 4 Dansleikur fellur niður sunnudag 14. apríl, dansað verður mánudag 15. apríl kl. 20. Hljómsveit húsins leikur fyrir dansi, allir velkomnir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13-14. Kaffi á könnunni kl. 14-14.30. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Nudd Nudd Nudd Nudd Whole body massage S. 7660348, Alena Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Ruth Ragnars-dóttir fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1936. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Ragnar H. B. Kristinsson, kaupsýslumaður og iðnrekandi, f. 17. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 16. mars 1963, og Rut Frið- finnsdóttir húsfreyja, f. 6. febr- úar 1909 á Borgum í Vopna- firði, d. 18. janúar 1937. Systkini Ruthar eru 1) Þur- íður Kristín Ragnarsdóttir, f. 10. maí 1934, d. 8. júlí 2011, sambýlismaður Guðbjörn Snæ- björnsson. Systkini samfeðra eru: 2) Ragna Lára Ragnars- dóttir, f. 16. október 1942, maki Brynjólfur Björnsson, 3) Krist- inn Ragnarsson, f. 12. septem- ber 1944, maki Hulda Ólafs- dóttir. Fósturbróðir: 4) Jón E. Ragnarsson, f. 24. desember 1936, d. 10. júní 1983, var kvæntur Sigríði Ingvarsdóttur. Síðari kona Ragnars var Matthildur Edwaldína Jóns- dóttir blaðamaður, f. 16. mars 1909, d. 22. ágúst 1975, sem ættleiddi Þuríði og Ruth. Ruth ólst upp á Frakkastíg 12 í Reykjavík og gekk í Grænuborgarskóla og Lindar- götuskóla. Hún var með meist- arapróf í hárgreiðslu frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Ruth kynntist eiginmanni sínum á „Det Kgl. Nytorv“ í Kaupmannahöfn í Danmörku árið 1957 þegar hún var á ferðalagi með vinkonum sínum frá Íslandi. Sigur- þór stundaði þá nám í verkfræði í Kaupmannahöfn. Ruth giftist Sigurþóri Tómassyni frá Reykjavík, f. 29. ágúst 1935, d. 19. janúar 2018, þann 28. febrúar 1959 í Kaup- mannahöfn. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur Lára, f. 16. júlí 1959, maki Carsten Conradt- Eberlin, f. 20. mars 1959. Börn þeirra eru: Christina, f. 18. ágúst 1991, Simon Alexei, f. 22. apríl 1993, og Benjamin, f. 4. apríl 1998. 2) Tómas, f. 16. október 1962. Börn hans eru: Anna, f. 2. mars 1994, Magnus, f. 7. október 1996, og Sigurd, f. 1. september 1999. 3) Kristinn, f. 19. september 1972, maki Guðrún Kristjánsdóttir, f. 18. mars 1968. Börn þeirra eru: Sjöfn, f. 23. júní 1994, Sig- urþór, f. 8. janúar 2003, og Signý Lára, f. 24. mars 2005. Ruth átti von á tveimur barnabarnabörnum á þessu ári. Útför Ruthar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 12. apríl 2019, og hefst athöfn- in klukkan 13. Hún stóra systir mín, Systa eins og hún var ávallt kölluð, lést á Hrafnistu hinn 2. apríl sl. Fyrir hartnær fjórum árum greindist hún með heilabilun ári eftir að eiginmaður hennar, Sigurþór Tómasson verkfræðingur, hafði greinst með alzheimer. Hann hafði fengið pláss á Landakots- spítala og lá þá beinast við að hún fengi að vera við hlið síns maka. Örlögin gripu inn í og pláss losn- aði þar sem hún fylgdi á eftir. Ári síðar fengu þau bæði tvö pláss á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í janúar á síðasta ári lést Sigurþór. Hugurinn reikar til berns- kuára á heimili fjölskyldunnar á Frakkastíg 12. Ættfaðirinn, Kristinn Jónsson vagnasmiður, hafði reist þriggja hæða timbur- hús við hliðina á verkstæði sínu á Grettisgötu 21. Ragnar Kristins- son, faðir okkar, og Matthildur Edwald Jónsdóttir gengu í hjóna- band og hófu búskap. Ragnar átti fyrir tvær dætur, þær Systu og Þurí af fyrra hjónabandi með Rut Friðleifsdóttur, sem hafði látist af veikindum. Matthildur kom með soninn Jón Edwald sem hún átti með Agnari Norðfjörð inn í fjölskylduna. Saman eignuðust þau Rögnu Láru og Kristin. Ald- ursmunur á okkur systkinum var 6-8 ár. Heimilið á Frakkastíg 12 er í mínum huga minning um nokkurs konar brautarstöð þar sem í húsinu bjuggu okkar fjöl- skylda og afi auk starfsmanna sem unnu á verkstæðinu. Gesta- komur voru tíðar og samanstóð hópurinn af ættingjum, vinum og viðskiptavinum. Þegar Systa hafði lokið gagn- fræðaprófi lá leið hennar í Iðn- skólann þar sem hún útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari. Að námi loknu hóf hún starf hjá hár- greiðslustofunni Lótus. Örlögin gripu inn í lífshlaup hennar þegar hún fór í skemmtiferð til Kaup- mannahafnar. Þar kynntist hún ungum verkfræðinema. Þau kynni enduðu í hjónabandi þar sem hún fluttist utan og hófu þau búskap saman. Þau eignuðust tvö myndarleg börn, þau Ragnhildi Láru og Tómas. Að námi loknu fluttu þau til Íslands þar sem Sigurþór hóf störf hjá Almennu verkfræðistof- unni. 1969 verða kaflaskil þar sem Sigurþór fékk vinnu á verk- fræðistofunni Carl Bro í Kaup- mannahöfn og fluttu þau þangað og kaupa húsið í Hasselhaven. Á þessum tíma fæðist yngsti son- urinn Kristinn. Á árinu 1977 verða aftur kaflaskil þar sem Sig- urþóri var veitt yfirmannsstaða í útibúi stofunnar í Kenía og síðar í Tansaníu í Afríku. Í kringum 1995 fór Sigurþór á eftirlaun. Þau festu kaup á íbúð í Efstaleiti og sumarhúsi á Sjálandi og ferðuð- ust á milli með búsetu á þriggja mánaða fresti. Á Hasselhaven-tímanum vor- um við hjónin búsett í Braunsch- weig í Þýskalandi. Þá jukust okk- ar samverustundir þar sem við dvöldum hjá þeim um jólin og þau heimsóttu okkur um páska og á sumartíma. Meðal okkar ríkti í öllu mikill kærleikur í hvívetna. Það var því miður dapurlegt að verða vitni að því hvernig táp- miklir og sterkir einstaklingar nánast tærast upp. Elsku Systa, nú ert þú komin aftur til hans Tóta þíns í Hótel Himnaríki. Elsku Ragga, Tommi, Kiddi og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar samúð og á sama tíma gleðjumst við yfir að nú er þessari píslargöngu lokið. Góður guð fylgi ykkur sem og hann ávallt gerir. Kristinn Ragnarsson. Ruth Ragnarsdóttir var eins og hún hefði alltaf tíma til alls. Tíma til að aðstoða alla. Spádómsbollarnir hennar voru okkur sífelld skemmtun. Margt er ótalið, vinna hennar fyrir Leik- félagið Grímni og leikfélög á höf- uðborgarsvæðinu. Við sitjum hnípnar eftir, aðeins þrjár, þær hafa kvatt okkur svo allt of fljótt vinkonur okkar. En Bára var orð- in afar veik, okkur lánaðist að heimsækja hana í vetur, sín í hvoru lagi og vissum að hennar tímaglas var að tæmast. Elsku Einar okkar, Arndís, Bjarni, Björn Anton, Heimir Skúli og Anna Margrét, við sendum kær- leiks- og samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldunnar. Þrátt fyrir erf- iðleika ýmsa, veikindi og basl, var lífið hennar í lit og þið voruð það besta sem hún átti. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, Guðrún Anna Gunnarsdóttir, Guðrún Marta Ársælsdóttir. Við vinkonurnar kynntumst Báru þegar við stunduðum nám með Önnu Margréti, yngstu dótt- ur hennar, í Flensborg. Við vorum alltaf velkomnar á heimili Báru sem gaf okkur rými til að vera við sjálfar, fíflast og gera mistök en var alltaf til staðar þegar við þurftum á að halda. Bára var einstaklega þolinmóð og hlý sem er mikill kostur í um- gengni við unglingsstúlkur. Það var því alltaf gott að leita til henn- ar sama hvort það var til að tala um daginn og veginn eða hjartans mál. Hún átti alltaf ráð eða hlust- aði ef við þurftum á því að halda. Bára var mikill mannþekkjari og fann fljótt á sér hvort það væri eitthvað varið í strákana sem við kynntum hana fyrir og það var ekki hægt að halda neinu leyndu fyrir henni, var jafnvel búin að sjá fyrir þunganir áður en maður átt- aði sig á því sjálfur. Bára var alltaf hress og bros- andi, tilbúin að hjálpa öðrum. Sem dæmi um hjálpsemi Báru þótti henni það ekkert tiltökumál að taka tvær af okkur upp á sína arma og bjóða fram heimili sitt. Einnig var hún afar handlagin sama hvort það var að baka heimsins bestu vatnsdeigsbollu- kransa, prjóna peysu á Önnu eftir mynd í bók eða elda gómsætan lambahrygg með sósu. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa kynnst Báru og hennar hjartagæsku og hugsum til hennar með hlýhug. Fjölskyldu hennar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú og ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Bryndís, Guðrún, Rósa og Sigrún María. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.