Morgunblaðið - 12.04.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
Origo-höll, undanúrslit kvenna, þriðji
leikur, fimmtudag 11. apríl 2019.
Gangur leiksins: 2:2, 4:3, 6:5, 8:6,
10:8, 12:10, 15:12, 16:16, 17:19, 21:19,
24:20, 25:22.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 6,
Sandra Erlingsdóttir 5/4, Anna Úr-
súla Guðmundsdóttir 5, Íris Ásta
Pétursdóttir 4, Alina Molkova 4,
Díana Dögg Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir
13, Chantal Pagel 1/1.
Valur – Haukar 25:22
Utan vallar: 2 mínútur
Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir
6/5, Ramune Pekerskyte 4, Karen
Helga Díönudóttir 3, Vilborg Péturs-
dóttir 3/1, Ragnheiður Sveinsdóttir
3, Maria Ines Pereira 2, Hekla Rún
Ámundadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 3,
Ástríður Glódís Gísladóttir 3.
Utan vallar: 2 mínútur
Áhorfendur: 156.
Valur sigraði 3:0 samanlagt.
Olís-deild kvenna
Undanúrslit, þriðji leikur:
Fram – ÍBV........................................... 34:29
Fram sigraði 3:0.
Valur – Haukar..................................... 25:22
Valur sigraði 3:0.
Undankeppni EM karla 2020
2. riðill:
Serbía – Króatía ................................... 25:25
Króatía 5, Sviss 4, Serbía 2, Belgía 1.
4. riðill:
Holland – Slóvenía .............................. 26:27
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Eistland – Lettland .............................. 18:24
Slóvenía 6, Lettland 4, Holland 2, Eist-
land 0.
5. riðill:
Finnland – Bosnía ................................ 26:30
Tékkland 4, Hvíta-Rússland 4, Bosnía 4,
Finnland 0.
6. riðill:
Rúmenía – Litháen............................... 28:23
Portúgal – Frakkland .......................... 33:27
Portúgal 6, Frakkland 4, Rúmenía 2,
Litháen 0.
7. riðill:
Rússland – Ungverjaland.................... 19:25
Ungverjaland 6, Rússland 4, Ítalía 2, Sló-
vakía 0.
Evrópubikar EHF
Noregur – Svíþjóð ................................ 35:26
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Austurríki – Spánn............................... 29:28
Spánn 4, Noregur 4, Svíþjóð 2, Austur-
ríki 2.
HANDBOLTI
Framhús, undanúrslit kvenna, þriðji
leikur, fimmtudag 11. apríl 2019.
Gangur leiksins: 5:0, 8:1, 10:3,
14:5, 17:8, 19:11, 23:13, 25:16,
27:20, 31:22, 32:25, 34:29.
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10,
Unnur Ómarsdóttir 5, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 5, Hildur Þorgeirs-
dóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir
4/2, Steinunn Björnsdóttir 3, Berg-
lind Benediktsdóttir 2, Sigurbjörg
Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir
9/1, Sara Sif Helgadóttir 1.
Fram – ÍBV 34:29
Utan vallar: 8 mínútur
Mörk ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 9/3,
Greta Kavaliauskaite 6, Sunna
Jónsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir
5/4, Ester Óskarsdóttir 2, Bríet
Ómarsdóttir 1, Karolína Lárudóttir
1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir
9, Tanya Rós Jósefsdóttir 2.
Utan vallar: 4 mínútur
Dómarar: Ramunas Mikalonis og
Þorleifur Árni Björnsson
Áhorfendur: 268.
Fram sigraði 3:0.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
MG-höllin: Stjarnan – ÍR (1:1) ............ 19.15
Umspil karla, þriðji úrslitaleikur:
Dalhús: Fjölnir – Hamar (1:1)............. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
Umspil kvenna, undanúrslit, 2. leikur:
Fylkishöll: Fylkir – ÍR (1:0) ................ 19.30
Kaplakriki: FH – HK (0:1)................... 19.30
BLAK
Annar úrslitaleikur karla:
KA-heimilið: KA – HK (1:0) ..................... 20
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarinn:
Fjölnisvöllur: Vængir J. – Kóngarnir...... 19
Hertz-völlur: Fenrir – Ægir..................... 19
Leiknisvöllur: KB – Snæfell ..................... 19
Úlfarsárdalur: Úlfarnir – Vatnaliljur ...... 19
Samsung-völlur: KFG – Reynir S............ 19
Víkingsvöllur: Mídas – Ísbjörninn........... 20
Ásvellir: ÍH – Björninn ............................. 20
Vivaldi-völlur: Kría – KÁ.......................... 20
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Egilshöll: HK/Víkingur – FH................... 19
Würth-völlur: Fylkir – Keflavík.......... 19.15
Í KVÖLD!
Margir af snjöllustu kylfingum
heims fóru vel af stað á fyrsta degi
Masters-mótsins í golfi í Georgíuríki
í Bandaríkjunum í gær. Mótið er
fyrsta risamót ársins hjá körlunum
og er ávallt haldið á hinum glæsilega
Augusta National-velli.
Brooks Koepka sem unnið hefur
tvö af síðustu þremur risamótum lék
fantavel í gær og var á sex höggum
undir pari þegar blaðið fór í prent-
un. Átti hann þá aðeins eina holu eft-
ir. Koepka missti af Masters fyrir ári
vegna meiðsla. Landi hans frá
Bandaríkjunum, Bryson
DeChambeau, lauk leik á sex undir
pari og fékk fugla á síðustu fjórum
holunum á fyrsta hringnum.
Englendingurinn Ian Poulter lék á
fjórum undir pari. Bandaríkjamenn-
irnir Dustin Johnson og Phil Mickel-
son voru á sama skori en áttu holu
eftir. Sá eini þessara sem unnið hefur
Masters er Mickelson en hann hefur
gert það þrívegis.
Fyrrverandi sigurvegari Adam
Scott frá Ástralíu lék vel og var á
þremur undir. Tiger Woods, sem fjór-
um sinnum hefur sigrað á Masters, er
í fínum málum á tveimur undir pari.
DeChambeau efstur
AFP
-6 Bryson DeChambeau skoðar púttlínuna á 13. flötinni í gær.
SAFAMÝRI/HLÍÐARENDI
Kristján Jónsson
Bjarni Helgason
Íslandsmeistarar kvenna síðustu
tveggja ára í handknattleik í Fram
fara inn í úrslitarimmuna um Ís-
landsmeistaratitilinn á góðri sigl-
ingu eftir 3:0 sigur á ÍBV í undan-
úrslitum. Fram vann þriðja leikinn
örugglega í Safamýri í gær 34:29.
Framkonur höfðu fullkomna
stjórn á leiknum eftir magnaða
byrjun þar sem liðið komst í 7:0 og
10:1. Staðan varð því fljótt vonlítil
fyrir ÍBV og þótt leikmenn liðsins
spiluðu ágætlega í síðari hálfleik
varð aldrei nein spenna í leiknum
að ráði. Nítján sinnum lauk sóknum
ÍBV án þess að liðið kæmi skoti á
markið og það er fullmikið, svo
ekki sé talað um gegn ríkjandi
meisturum á útivelli í úrslitakeppn-
inni.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram,
lét sínar konur koma lengra út á
móti andstæðingunum í vörninni en
oft áður og virkaði það fullkomlega
á upphafsmínútunum. Þá náði
Fram boltanum ítrekað og hraða-
upphlaupin gengu vel hjá Fram-
konum. Unnur Ómarsdóttir, Karen
Knútsdóttir og Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir gerðu sér mat úr þeim en
samtals skoruðu þessar þrjár tutt-
ugu mörk í leiknum.
Valur á helling inni
Valur leikur til úrslita um Ís-
landsmeistaratitilinn í handknattleik
kvenna eftir 25:22-sigur gegn Hauk-
um í þriðja leik liðanna á Hlíð-
arenda í gær en Valur vann einvígið
sannfærandi, samanlagt 3:0.
Mikið jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik til að byrja með en
þegar líða tók á hálfleikinn sigldi
Valsliðið hægt og rólega fram úr og
leiddi með tveimur mörkum í hálf-
leik, 12:10. Hafnfirðingar mættu
mjög öflugir til leiks í seinni hálfleik
og tókst að komast yfir, 18:16, þeg-
ar fimmtán mínútur voru til leiks-
loka. Þá spýtti Valsliðið vel í lófana
og tókst að knýja fram öruggan sig-
ur, 25:22. Valsliðið hefur oft spilað
betur en í gær en þrátt fyrir það
fögnuðu þær nokkuð þægilegum
sigri. Íris Björk Símonardóttir hélt
sínu liði á floti þegar mest á reyndi
en Valsliðið virtist allan tímann hafa
trú á því að þær myndu vinna leik-
inn og það sást á leik liðsins í gær.
Haukar gáfu ekkert eftir en í
stöðunni 19:19 brenndi Berta Rut
Harðardóttir af tveimur vítum í röð
fyrir Hauka og eftir það virtist allur
vindur vera úr liðinu. Haukarnir
virtust ekki hafa nægilega mikla trú
á verkefninu þegar leið á leikinn og
það kann aldrei góðri lukku að
stýra.
Valskonur þurfa að spila miklu
betur en þær gerðu í gær ef þær
ætla sér Íslandsmeistaratitilinn, en
það jákvæða í stöðunni er að liðið
virðist enn þá eiga helling inni.
3:0 hjá bæði Fram og Val
Reykjavíkurliðin
mætast í úrslitum
annað árið í röð
Morgunblaðið/Eggert
Liðug Íris Björk Símonardóttir ver eitt af þrettán skotum sínum í gær.