Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
ÍSLANDSMÓTIÐ
íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu
sumarið 2019
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir miðvikudaginn 17. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569 1105
–– Meira fyrir lesendur
26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
SÉRBLAÐ
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningin Mismunandi endurómun
verður opnuð í Listasafni Árnesinga
í Hveragerði í dag kl. 15. Á henni má
sjá verk sex myndlistarmanna sem
búa allir og starfa í Þýskalandi og er
einn Íslendingur þeirra á meðal, Sig-
rún Ólafsdóttir, en hinir listamenn-
irnir eru Hollendingurinn Elly Valk-
Verheijen og Þjóðverjarnir Annette
Wesseling, Ekke-
hard Neumann,
Friedhelm Falke
og Nikola Dimit-
rov.
Sýning með
sama heiti, á
ensku Different
Echoes, hefur
verið sett upp í
söfnum og gall-
eríum í nokkrum
löndum Evrópu
og nú verður hún sett upp í Lista-
safni Árnesinga.
Lykilstefið í sýningunni er að ná
fram gagnvirkum endurómi verk-
anna á milli og láta þau kallast á við
ólíka sýningarstaði, að því er fram
kemur í tilkynningu en þó er ekki
um eiginlega farandsýningu að ræða
því verkin á hverja sýningu eru valin
með tilliti til misstórra sýningar-
staða og í samráði við sýningarstjóra
þeirra. Sýningarstjóri sýningarinnar
í Listasafni Árnesinga er safnstjór-
inn Inga Jónsdóttir.
Efniviður margvíslegur
„Þetta er fjölbreytt samtímalist
og mér finnst mjög gaman að geta
kynnt Sigrúnu í þessu samhengi,“
segir Inga. Um listamennina segir
hún að þeir hafi allir náð góðum ár-
angri í sinni listsköpun og að þeir
séu innbyrðis ólíkir.
„Sýningin gengur út á að finna
eitthvert jafnvægi,“ útskýrir Inga
en stærð og umfang verkanna er
mismunandi, efniviðurinn marg-
víslegur og viðfangsefnin ólík þó
sýningin snúist um að ná jafnvægi
milli andstæðna, eins og Inga lýsir
því. „Nokkur verkanna eru aðlöguð
staðsetningunni, eru innsetningar
og verkin taka þannig breytingum
eftir sýningarstöðum,“ segir Inga og
að listamennirnir séu því allir á
staðnum að sinna sinni listsköpun.
Verkin eru unnin í ýmsa miðla,
sum unnin með blandaðri tækni og
stafrænni og einnig má sjá misstóra
skúlptúra, málverk, textíl og inn-
setningar. „Þetta er alveg míkró og
makró,“ segir Inga um stærð verk-
anna og að þau kallist á við rými sýn-
ingarsalanna og því séu sýningarnar
breytilegar þó titillinn sé sá sami og
listamennirnir þeir sömu.
Frekari upplýsingar um sýning-
una og listamennina sex má finna á
vef safnsins, listasafnarnesinga.is.
Í leit að jafnvægi
Listamennirnir Sigrún Ólafsdóttir, Elly Valk-Verheijen, Annette Wessel-
ing, Ekkehard Neumann, Friedhelm Falke og Nikola Dimitrov.
Mismunandi endurómun í verkum sex myndlistarmanna
sem opna saman sýningu á morgun í Listasafni Árnesinga
Inga
Jónsdóttir
Opnunarmynd kvikmyndahátíðar-
innar í Cannes verður nýjasta mynd
Jim Jarmusch, The Dead Don’t Die,
sem er uppvakningamynd með Bill
Murray, Chloë Sevigny, Adam
Driver og Tildu Swinton í aðal-
hlutverkum. Í myndinni mæta þau
skara uppvakninga og verða her-
legheitin frumsýnd 14. maí. Sögu-
svið myndarinnar er friðsæll smá-
bær, Centerville, sem verður fyrir
árás uppvakninga en Murray, Dri-
ver og Sevigny leika lögregluþjóna.
Myndin ku vera bleksvört gaman-
mynd og er ein þeirra sem keppa
um Gullpálmann.
Cannes hefst með upp-
vakningamynd Jarmusch
Í vanda Bill Murray og Adam
Driver í kvikmynd Jim Jarmusch.
Krísan sem upphófst hjá Sænsku akademíunni (SA) í árs-
lok 2017 í kjölfar þess að Jean-Claude Arnault, eigin-
maður fyrrverandi meðlims SA, var sakaður um að hafa
áratugum saman beitt konur kynferðislegu ofbeldi kost-
aði SA tæplega 130 milljónir ísl. kr., þar af var beinn lög-
fræðikostnaður tæp 91 millj. ísl. kr. Þetta má lesa út úr
ársreikningum SA fyrir árið 2018 sem birtir hafa verið á
vefnum svenskaakademien.se. Bókhald SA hefur aldrei
verið opnað með viðlíka hætti í 233 ára sögu hennar.
Í sömu gögnum má sjá að SA útdeildi á árinu 2018
verðlaunafé að upphæð tæplega 191 millj. ísl. kr. þrátt
fyrir að engin Nóbelsverðlaun í bókmenntum væru veitt. Sama ár fengu
meðlimir SA, sem samkvæmt stofnsáttmálanum eiga að vera 18 hverju
sinni, samtals greiddar tæpar 55 milljónir króna. Fram kemur einnig að
eigið fé SA nemur um 22 milljörðum ísl. kr. Á hátíðarsamkomu undir lok
síðasta árs tilkynnti Anders Olsson, starfandi ritari SA, að ætlunin væri að
aflétta þeirri leynd sem hulið hefur alla starfsemi og fjárhag SA frá stofn-
un hennar árið 1786. silja@mbl.is
Krísan kostaði 130 milljónir
Anders Olsson
Breski leikarinn Richard Madden sem þekktastur er fyr-
ir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðunum Game of Thron-
es og Bodyguard gagnrýnir óraunhæfar útlitskröfur
sem gerðar eru til leikara í sjónvarps- og kvikmynda-
geiranum.
„Ég hef tekið þátt í ótal verkefnum þar sem ég hef
verið beðinn um að létta mig með því að svelta mig og
stunda líkamsrækt tvisvar á dag,“ segir hann í samtali
við breska Vogue og tekur fram að gerðar séu óraun-
hæfar útlitskröfur til jafnt karla og kvenna í bransanum.
Sagðist hann iðulega fá afhenta búninga sem væru svo
þröngir að hann ætti erfitt með andardrátt.
Fleiri karlmenn í skemmtanabransanum taka undir þessa gagnrýni.
Þeirra á meðal er söngvarinn Sam Smith og ástralski leikarinn Chris
Hemsworth.
Gagnrýnir óraunhæfar útlitskröfur
Richard Madden
Enskar þýðingar á skáldsögum
Sjóns og Ófeigs Sigurðssonar,
Codex 1962 og Öræfi, eru meðal
þeirra bóka sem tilnefndar eru til
bandarísku þýðingaverðlaunanna
Best Translated Book Awards
(BTBA) sem verða afhent í 12. sinn
á þessu ári. Verðlaunin eru veitt
fyrir best þýddu bækurnar á ensku
árið á undan, annars vegar ljóða-
bók og hins vegar skáldsögu. Verð-
launin voru fyrst afhent árið 2008
og er það veftímaritið Three Per-
cent sem veitir þau.
Sjón og Ófeigur eru á langlista
verðlaunanna sem birtur var á
vefnum í fyrradag en stuttlistinn
verður birtur síðar. Við val á verð-
launahöfum er ekki aðeins litið til
gæða þýðingarinnar heldur einnig
útgáfunnar í heild og þá m.a. rit-
stjórnar. Með verðlaununum er því
ekki aðeins verið að heiðra höfunda
og þýðendur. Á langlistanum í ár
eru bækur þýddar úr 16 tungu-
málum.
Codex 1962 og Öræfi meðal tilnefndra
Sigurjón B.
Sigurðsson/Sjó
Ófeigur
Sigurðsson
Sýningin Hljómur heimsins: lækk-
aðu ég er að reyna að hlusta, verð-
ur opnuð í dag kl. 17 í Rýmd, Völvu-
felli 13-21 og er hún samstarfs-
verkefni Elínar Helenu Everts-
dóttur og Selmu Hreggviðsdóttur.
Þetta er í fyrsta sinn sem þær vinna
saman og lágu leiðir þeirra saman í
listkennsludeild Listaháskóla Ís-
lands, skv. tilkynningu. „Í gegnum
kynni þeirra og samtöl komu í ljós
vissir sameiginlegir þræðir í list-
sköpun þeirra. Viðfangsefnin með-
al annars snúa að tilfinningalegum,
líkamlegum og menningarlegum
upplifunum manneskjunar á þeim
stöðum og rýmum sem hún dvelur í.
Í þessari sýningu er fengist við hug-
myndir sem tengjast leitinni að
andlegum efnum, tilgangi hlut-
anna, samræmi í heiminum og al-
mennri vellíðan,“ segir í tilkynning-
unni.
Sýningin Hljómur heimsins í Rýmd
Í Rýmd Kynningarmynd fyrir sýninguna.