Morgunblaðið - 12.04.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2019
AF SVIÐSLISTUM
Nína Hjálmarsdóttir
ninahjalmars@gmail.com
Vorið er komið og þá ekki síst ísjálfstæðu sviðslistasenunni.Um síðustu helgi var efnt til
Vorblóts í Tjarnarbíói þar sem boðið
var upp á blöndu af því mest spenn-
andi sem er að gerast í dansi, leik-
húsi og performans. Hvort sem það
er nýútskrifað sviðslistafólk að sýna
sín fyrstu verk eða þekktir reynslu-
boltar þá er mjög gleðilegt að geta
notið hátíðarveislu þar sem tilrauna-
kennd verk á mörkum margra list-
greina fá sitt pláss. Fjöldi spennandi
verka var á hátíðinni en hér verður
aðeins fjallað um nokkur þeirra.
Rósa Ómarsdóttir hefur getið sér
gott orð ásamt Ingu Huld Hákonar-
dóttur fyrir verk eins og Da Da
Dans og The Valley. Í nýjasta verki
Rósu, Traces, eru áhorfendur
dregnir inn í veröld sem kallast á við
ímyndanir okkar um Eden-paradís.
Hljóð, ilmur og áferð öðlast stór
hlutverk og sviðsmyndin dansar
með flytjendunum á mjúkan og við-
kvæman hátt. Verkið er hugleiðing
um stöðu manneskjunnar í náttúr-
unni, upphaf lífsins og endalok þess.
Í verkinu I Want To Dance Like
You Part 2 reyna sviðshöfundurinn
Alma Mjöll Ólafsdóttir og dansarinn
Ástrós Guðjónsdóttir að sviðsetja
hið fullkomna samsköpunarverk (e.
devised performance) þar sem
áhorfendum er lofað að þeir gráti,
hlæi og gangi út sem nýjar mann-
eskjur. Eða það er allavega ætlunin.
Verkið er óður til amatörisma þar
sem sýningin misheppnast gjör-
samlega, en mistökin eru greinilega
fyrirfram ákveðin. Verk sem er í
raun um verkið sem átti að vera, er
klassísk aðferðafræði til að vinna
með væntingar áhorfenda og klisjur
leikhússins.
Minna er meira
Verk nr. 1,5 eftir Steinunni Ketils-
dóttur er annað dansverkið í seríu
verka sem spretta úr rannsóknar-
verkefninu EXPRESSIONS: Virði
og vald væntinga í dansi. Verkið á
margt sameiginlegt með Verk nr. 1
sem Íslenski dansflokkurinn frum-
sýndi á síðasta ári, nema í þetta
skiptið er andrúmsloftið persónu-
legra og ekki eins vélrænt. Í staðinn
fyrir hóp dansara, eins og er í fyrra
verkinu, þá er aðeins einn dansari á
sviðinu, Snædís Lilja Ingadóttir.
Snædís nær ótrúlegri tengingu við
áhorfendur og heldur athygli áhorf-
enda allan tímann, magnaður dans-
ari með sterkan grunn sem veldur
þessu hlutverki mjög vel. Raftónlist
Áskels Harðarsonar er einfaldlega
æðisleg, frumleg og algjörlega sam-
ofin kóreógrafíunni og flytjand-
anum. Grúvið er dáleiðandi og við í
salnum eigum erfitt með að sitja
kjurr. Lýsingin og búningur þjón-
Blótað með listum
Ljósmynd/Thoracius Appotite
Skemmtilegt Skemmtilegasta verk hátíðarinnar var Geigen Galaxy #2
eftir sviðslista- og tónlistardúóið Gígju Jónsdóttur og Pétur Eggertsson.
uðu sýningunni vel og mögnuðu upp-
lifunina.
Eins og í Verk nr. 1 þá er umfjöll-
unarefnið danslistin sjálf og hlut-
verk dansarans. En verkið kallar
líka fram hugleiðingar um togstreitu
mannsins við ósveigjanlegt kerfi,
kerfið sem er alltumlykjandi og kæf-
ir hinn frjálsa vilja. Sem dæmi eru
sumar hreyfingar tilvísanir í vél-
rænan klámkúltúr og klisjuleg hlut-
verk konunnar. En það sem gerir
verkið einstaklega gott er hversu lít-
ið er sagt, en um leið er margt gefið í
skyn. Hið listræna gildi felst því ekki
síst í því hvernig áhorfandinn tengir
án þess að geta útskýrt af hverju
hann tengir. Það er bara eitthvað
heillandi við þessar hreyfingar og
tónlist sem og nákvæmni og afstöðu
flytjandans. Verkið nær hámarki í
lokin sem má túlka sem frelsun
manneskjunnar. Eftir á langar
mann bara að sjá meira.
Við erum öll Geigen
Skemmtilegasta verk hátíðarinn-
ar var tvímælalaust Geigen Galaxy
#2 eftir sviðslista- og tónlistardúóið
Gígju Jónsdóttur og Pétur Eggerts-
son. Orðið „geigen“ þýðir „að leika á
fiðlu“ á þýsku sem passar við notkun
teknótónlistar í verkinu, en höfuð-
borg Þýskalands er oft kölluð óopin-
ber höfuðborg teknósins. Við göng-
um inn í tónleikagjörning þar sem
tvær verur í einkennisklæðnaði há-
menningarinnar, skartandi átjándu
aldar hárkollum, fara með okkur í
ferðalag. Húmorinn liggur í því
hversu alvarlegar verurnar eru og
þeim stekkur aldrei bros. Þær eru
einhvers konar alter-egó höfund-
anna, eða költleiðtoganna, og við er-
um kolfallin frá fyrsta augnabliki
þegar bogarnir snerta streng og
ritúalið hefst.
Heimur verksins er skýr. Með
myrkrinu og notkun sjálflýsandi efn-
is, strobe-ljósa og glóandi prika er
nefnilega auðvelt fyrir áhorfendur
að gleyma sér í teknó-rave-partýi.
Þó svo að við verðum aldrei jafn kúl
og flytjendurnir. Sviðsmyndin er
einföld, heillandi og hefur þann safa-
ríka eiginleika að hægt er að spila
tóna á hana sjálfa. Þarna er teflt
saman ólíkum heimum, teknórave-
inu og háklassíkinni, og írónían er
áþreifanleg. Í lok partýsins skilja
þau áhorfendur eftir í trylltum
dansi. Við erum hluti af költinu.
Framtíð í spegli fortíðar
Heiti hátíðarinnar, Vorblót, hefur
metnaðarfulla tilvísun þar sem Vor-
blóts-ballettinn með tónlist Strav-
inskíjs, frumsýndur í París árið
1913, er einhver frægasti gjörningur
allra tíma. Verkið kollvarpaði evr-
ópskri listahefð nítjándu aldar og
var boðberi nýrra tíma. Fá verk hafa
verið jafn umdeild og haft jafn mikil
áhrif á listasöguna og þetta töfrablót
frumstæðra náttúruafla og óm-
stríðrar tónlistar. Það var vægast
sagt algjör negla. Eflaust eru slags-
mál, uppþot og umbylting sögunnar
ekki beint markmiðið með Vorblóti
Tjarnarbíós, en tengingin er þó við
hæfi því hún minnir okkur á mikil-
vægi sjálfstæðrar hugsunar í listum,
að eiga í stöðugu samtali við formið,
og dansa á mörkum listgreinanna.
Í heimi vaxandi togstreitu er það
ekki spurning að list verður að ögra
viðteknum normum samfélagsins,
heldur staðreynd. Við þurfum að
ræða hvernig framtíð við viljum, og
þar er listin okkar öflugasta tæki.
Tjarnarbíó á hrós skilið, en Vor-
blótið er myndarleg viðbót í flóru ís-
lenskra listahátíða sem vonandi mun
halda áfram að blómstra á komandi
tímum.
»Húmorinn liggur íþví hversu alvarlegar
verurnar eru og þeim
stekkur aldrei bros.
Heimildarmynd-
in Can’t Walk
Away, sem fjallar
um tónlistar-
manninn Herbert
Guðmundsson,
verður sýnd í
kvöld kl. 19.45 á
RÚV.
Herbert talar
afdráttarlaust
um það sem á
daga hans hefur drifið og er einnig
rætt við samferðarmenn sem hafa
margar fróðlegar og skemmtilegar
sögur að segja, að því er fram kem-
ur í tilkynningu.
Myndin spannar um fjóra áratugi
og eru höfundar hennar kvik-
myndagerðarmennirnir Friðrik
Grétarsson og Ómar Sverrisson en
þeir unnu hana í samvinnu við Saga
Film.
Can’t Walk Away
sýnd á RÚV í kvöld
Herbert
Guðmundsson
Tímakistan,
barnabók Andra
Snæs Magnason-
ar, sem kom út
hér á landi árið
2013, er komin
út í enskri þýð-
ingu í Bandaríkj-
unum og er hún
gefin út af Rest-
less Books í New
York. Bókin heit-
ir á ensku The Casket of Time en
sjö áru eru frá því önnur bók
Andra, Sagan af Bláa hnettinum
eða The Story of the Blue Planet,
kom út í Bandaríkjunum. Í Tíma-
kistunni hefur skógurinn yfirtekið
borgirnar, úlfar ráfa um götur og
skógarbirnir hafa hertekið versl-
unarmiðstöðvar. Enginn veit
hvernig stendur á því nema gömul
kona sem vakir í einu húsanna.
Tímakistan í
Bandaríkjunum
Andri Snær
Magnason
Kanadíska
myndlistarkonan
Carissa Baktay
opnar sýninguna
Sharp Places í
Listastofunni,
Hringbraut 119,
í dag kl. 18.
Breytileiki
efna og áferða,
þyngdar og nær-
veru er Baktay
hugleikinn og fer hún „á fund lið-
inna tíma og þeirrar ánægju sem
finnst í endurtekningunni þar til
fullkomnun er náð“, eins og segir í
tilkynningu.
Carissa Baktay er skúlptúristi og
býr nú og starfar hér á landi. Hún
hefur unnið með gler frá árinu 2008
og notast við tilraunakennda tækni
og aðferðir í bland við aldagamlar í
glergerð.
Tilraunir í bland
við gamlar hefðir
Carissa
Baktay
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00
Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 13/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 12/4 kl. 19:30 Fim 9/5 kl. 19:30
Fös 3/5 kl. 19:30 Mið 22/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 15:00
Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 28/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Fös 12/4 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 23/5 kl. 19:30
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 14:00 Lau 27/4 kl. 15:30
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s
Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s
Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?