Morgunblaðið - 12.04.2019, Síða 32
Efnt er til sam-
komu í Mengi
annað kvöld kl.
20.30 vegna út-
gáfu Einvalds-
óðs, kammer-
óperu eftir
Guðmund Stein
Gunnarsson
sem komin er út
á tvöföldum geisladiski. Hljóðritun-
in var gerð á Sláturtíð 2017 í gömlu
kirkjunni á Árbæjarsafni. Hægt
verður að heyra búta af disknum
ásamt því sem kveðið verður upp úr
frumtextanum. Loks mun Heiða
Árnadóttir flytja verkið Laberico
Narabida á ný en það var meðal
annars flutt á Myrkum Músík-
dögum fyrr á árinu. Aðgangur
er ókeypis.
Einvaldsóði kammer-
óperu fagnað í Mengi
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 102. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
KR hleypti spennu í undanúrslita-
einvígið gegn Val á Íslandsmóti
kvenna í körfuknattleik í gærkvöld
með því að vinna þriðja leik liðanna
á Hlíðarenda, 87:85. Þetta var
fyrsta tap Valskvenna síðan í nóv-
ember, þegar þær töpuðu líka gegn
KR, en þær höfðu unnið 23 leiki í
röð í deild, bikar og úrslitakeppni
frá þeim tíma. »27
KR-ingar stöðvuðu
sigurgöngu Vals
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Menningarfélag Akureyrar setur
upp söngleikinn Vorið vaknar eftir
Steven Sater við tónlist Duncans
Sheik í janúar 2020 í leikstjórn
Mörtu Nordal. Söngleikurinn er
byggður á samnefndu þýsku leik-
riti frá 1891 eftir Frank Wedekind
og fjallar um tilfinningarót og
fyrstu kynlífsreynslu unglinga í
ófrjálslyndu og
þröngsýnu sam-
félagi Þýska-
lands á 20.
öld. Tónlist-
arstjóri er
Þorvaldur
Bjarni Þor-
valdsson og
dansa sem-
ur Lee
Proud.
Vorið vaknar á
Akureyri í janúar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Vestur-Íslendingurinn Thelma
Guttormson Wilson, píanóleikari
og -kennari í Winnipeg í Manitoba
í Kanada, er 100 ára í dag, 12.
apríl, og hún býst við um 80 gest-
um í afmælisveisluna, sem verður
á morgun. „Ég átti ekki von á að
ná þessum aldri, en mér líður vel
og ég er þakklát fyrir góða
heilsu,“ segir hún hress og bætir
við að hún spili nær daglega á pí-
anóið.
Thelma ólst upp og býr í Winni-
peg. „Ég er 100% Íslendingur í
báðar ættir, en fæddist í Winni-
peg, hef búið hérna allt mitt líf og
er því „Canadian“, eins og sagt er
á íslensku!“ Bætir við að hún hafi
tapað íslenskunni vegna þess að
hún hafi ekki notað málið. „Ég
lærði íslensku í fjögur ár hjá Har-
aldi Bessasyni í íslenskudeild
Manitoba-háskóla og fékk skjal
því til staðfestingar, en málið er
liðin tíð hjá mér.“
Tónlistin sem rauður þráður
Tónlistin hefur verið sem rauð-
ur þráður í lífi Thelmu. Helga,
móðir hennar, byrjaði að læra á
píanó á unglingsaldri og Björn,
faðir hennar, keypti sér fiðlu fyrir
fyrstu útborgunina eftir að hann
byrjaði 18 ára á vinnumarkaðnum.
„Hann hafði ótrúlega næmt eyra
fyrir tónlist og spilaði af fingrum
fram en fór aldrei í tónlistartíma,“
rifjar Thelma upp. „Eftir að ég
fæddist reyndu þau bæði að kenna
mér, pabbi hélt fiðlunni að mér og
mamma vildi að ég lærði að spila
á píanó. Fljótlega sáu þau að
skynsamlegast væri að ég fengi
kennslu hjá virtum tónlistarkenn-
ara og fimm ára byrjaði ég að
læra á píanóið.“
Thelma er elst fjögurra
systkina. Hún hefur látið að sér
kveða í íslenska samfélaginu í
Manitoba og var til dæmis fjall-
kona á Íslendingadeginum á Gimli
2004. Norman, bróðir hennar, er
95 ára og býr í Saskatchewan, en
Sylvia og Jón eru látin. Jón var
flugmaður í bandaríska hernum í
seinni heimsstyrjöldinni og var
nær tvö ár sem slíkur á Íslandi.
„Hann færði okkur systur minni
og mömmu íslensk gæruskinn,
þegar hann kom til baka,“ segir
Thelma um eina tenginguna við
föðurlandið, sem hún hefur heim-
sótt sjö sinnum, og hlýnar um
hjartarætur við tilhugsunina.
Guttormur Þorsteinsson og
Birgitta María Jósepsdóttir, afi og
amma Thelmu í móðurætt, fluttu
til Manitoba 1892, þegar Björn,
faðir hennar var níu ára. Þau sett-
ust að skammt fyrir sunnan Gimli.
Vopnfirðingurinn Jón Friðfinns-
son, sem síðar tók upp eftirnafnið
Kernested, og Mývetningurinn
Svava Jónsdóttir, afi og amma
Thelmu í föðurætt, fluttu vestur
um haf um 1891 og kynntust þar.
Kerr Wilson, sem lést 2006, og
Thelma ólust upp í sama hverfi í
Winnipeg, voru leikfélagar og síð-
an hjón. Hann var af írskum ætt-
um, lék á fiðlu en fljótlega tók
söngurinn völdin. Hann var þekkt-
ur bariton-söngvari, var með eigin
útvarps- og sjónvarpsþætti og hún
spilaði undir. „Hápunkturinn var
þegar hann söng og ég spilaði fyr-
ir Philip prins og Elísabetu Eng-
landsdrottningu í heimsókn
hjónanna til Winnipeg 1959,“ segir
Thelma. „Ég þurfti að læra hvern-
ig ég átti að heilsa þeim og var
með hjartað í buxunum en allt
gekk að óskum, okkur gekk vel að
syngja og spila í húsnæði fylk-
isstjórans og hún sendi okkur
þakkarbréf fyrir flutninginn.“
Thelma og Kerr eiga fjögur
börn. Þrjú barnanna, Carlisle
fiðluleikari, Kerrine, píanóleikari
og kennari, og Eric sellóleikari,
hafa mikið látið að sér kveða á
tónlistarsviðinu, en Mark, sem
kvæntur er Guðnýju Hildi Krist-
insdóttur, lagði viðskipti fyrir sig
og býr ásamt fjölskyldu sinni á Ís-
landi.
Hápunkturinn með
Elísabetu drottningu
Thelma Guttormson Wilson í Winnipeg er 100 ára í dag
Ljósmynd/Ruth Bonneville/Winnipeg Free Press
100 ára Thelma Wilson við píanóið heima hjá sér um liðin mánaðamót.