Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 8

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 8
N ína Björk Gunnarsdóttir hefur starfað sem fyrir- sæta, ljósmyndari og fleira sem tengist tísku og hönnun. Henni væri án efa samt best lýst sem at- hafnakonu. Hún vann hlutastarf á Hjúkrunarheim- ilinu Mörkinni á Alzheimerdeildinni en hætti þar um áramótin. „Í dag er ég búin að vera að sækja mér meiri menntun í graf- ískri miðlun sem er nauðsynlegt fyrir ljósmyndara. Eins ákvað ég að læra barnajóga, en þar liggur áhugasvið mitt mikið í dag. Við Aron erum líka að flytja inn ítalskan marmara og aðra eðalsteina fyrir marmari.is.“ Nína Björk og Aron Karlsson giftu sig þann 1. september árið 2018 í Langholtskirkju. Kynntust í barnaafmæli „Ég er búin að þekkja Styrmi Karlsson, bróður Arons, í mörg ár en hafði aldrei hitt Aron sjálfan. Heldur einungis heyrt af honum. Það var síðan í barnaafmæli hjá Styrmi þegar ég hitti Ar- on í fyrsta skiptið. Um leið og hann labbaði inn um dyrnar í afmæl- inu tók hjartað mitt kipp og ég fann fyrir þessari ást við fyrstu sýn. Eftir afmælið spurði ég Styrmi hver þessi maður væri eig- inlega? Mörgum mánuðum seinna hringdi Aron og bauð mér í mat. Ekki skemmdi fyrir hversu góður kokkur hann var. Þetta var ein- stakt kvöld og okkur fannst við hafa alltaf þekkst. Rúmlega einu og hálfu ári seinna vorum við trúlofuð og fjórum árum seinna gift.“ Fjölskyldan í aðalhlutverki Hverjir voru viðstaddir brúðkaupið? „Börnin okkar fjögur, ásamt Hirti Magna presti sem gaf okkur saman. Páll Rósinkrans söng nokkur af okkar hugljúfu lögum og organistinn Óskar Einarsson spilaði undir.“ Hvernig var dagurinn? „Dagurinn byrjaði á að ég fór í hárgreiðslu hjá Rúnu Magda- lenu vinkonu minni í Hárgallerý. Alexander Sigfússon kom heim og sá um að farða mig fyrir brúðkaupið. Saga Sig ljósmyndari kom á svipuðum tíma til að mynda undirbúninginn. Við búum á móti Langholtskirkju, þannig að ég labbaði yfir götuna í kirkjuna með Agli Orra syni mínum sem var minn svaramaður. Aron beið í kirkjunni með hinum börnunum, Kristjáni Eldi (sem var hans svaramaður), Ester Regínu og Emblu Örk sem var hringaberi. Eftir athöfnina fallegu beið brúðarbíllinn sem er gamall gylltur Bens og óvæntir gestir sem hentu hrísgrjónum yfir okkur og kysstu okkur í kaf. Teitur Þorkelsson vinur okkar keyrði brúð- arbílinn (gullvagninn), þar opnuðum við kampavín og keyrðum niður Laugaveginn. Leiðin lá í stúdíó til þess að taka fleiri myndir, en Saga Sig var búin að fylgja okkur allan daginn. Eftir stúdíóið hittum við börnin okkar á Kolabrautinni inni í Hörpu, borðuðum þar dýrindis mat og nutum kvöldsins saman.“ Fóru í brúðkaupsferð til Capri Daginn eftir brúðkaupið fóru nýgiftu hjónin í brúðkaupsferðina. „Við fórum til Caprí á Ítalíu sem var yndislegt og algjört ævintýri. Capri er svo falleg að ég þurfti stundum að klípa mig, þetta virtist svo óraunverulegt. Maturinn var svakalega góður á Caprí, um- hverfið ótrúlega rómantískt og frábær staður til að fara í brúð- kaupsferð.“ Hvernig var undirbúningurinn? „Undirbúningur var með öllu mjög afslappaður. Ég var dugleg að skoða Pinterest þar sem ég fékk allskonar flottar hugmyndir þar. Ég keypti kjólinn minn á netinu á fallegri brúðkaupssíðu. Kjóllinn smellpassaði og ég er svo ánægð með hann. Hann er í anda sjöunda áratugarins, stuttur með fallegum ermum og með kvenlegu sniði. Ég valdi slör sem var stutt og passaði síddinni á kjólnum. Aron valdi flauels-blazer í búrgundý-rauðum lit sem passaði afar vel við fallega vöndinn minn sem blómabúðin 4 Árstíð- ir gerðu fyrir mig. Börnin völdu sér sín föt þannig að allir yrðu fal- legir og fínir á stóra deginum okkar. Giftingarhringarnir voru keyptir erlendis. Báðir hringarnir eru úr hvítagulli, en minn er með demanti.“ „Hjartað mitt tók kipp“ Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari mælir með að fylgja hjartanu á brúð- kaupsdaginn. Hún segir vandasamt að setja saman fjölskyldu og því sé gott að vera með sálufélaga í lífinu sem er til- búinn að vanda sig með manni öll skrefin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmyndir/Saga Sig Aron og Nína kynntust í barnaafmæli. Nína segir að hjartað hennar hafi tekið kipp og að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Nína Björk gerði fallegan brúðarvönd með 4 Árstíðum og passaði rauði liturinn í vendinum vel við rauða litinn í jakka brúðgumarins.  SJÁ SÍÐU 10 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.