Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Þ
au María og Emil eiga eina þriggja
ára dóttur sem heitir Anna Lovísa.
María er útskrifuð úr Háskólanum
í Reykjavík í sálfræði og hyggst
leggja stund á áframhaldandi nám í
faginu í haust.
María er mikið fyrir að skipuleggja sig og
hafði því mjög gaman af því að skipuleggja
brúðkaupið sitt í fyrra.
„Ég er einnig mjög veisluglöð og á það til að
fara fram úr mér við að skipuleggja alla við-
burði, stóra sem smáa.“
Hvernig var brúðkaupsdagurinn?
„Hann var frábær í alla staði, þetta var al-
veg klárlega hápunktur lífs míns. Við vinkon-
urnar hittumst á Hár & dekri og við borð-
uðum saman hádegismat og skáluðum. Þar
var ég svo förðuð, mér greitt og ég gerð til-
búin fyrir daginn. Athöfnin var í Fríkirkjunni
í Reykjavík þar sem Hjörtur Magni gaf okkur
saman við ljúfa tóna frá Sölku Sól.
Áður en skundað var í veislu tók Rán Bjarg-
ar nokkrar myndir af okkur í Laugardalnum.
Veislan var haldin í veislusal Ferðafélags
Íslands með stórfjölskyldunni og vinum.
Dagurinn gekk allur eins og í sögu og bros-
ið fór ekki af mér í eina sekúndu allan
daginn!“
Snillingur í blómum
Hver er sagan á bak við brúðarvöndinn?
„Ég vildi hafa stóran og frekar villtan
brúðarvönd með mörgum mismunandi bleik-
um blómum og eucalyptus. Ég var búin að
skoða mikið á Pinterest en ekkert sem var
100% eins og ég vildi. Ég ákvað strax að fá
hana Elísu í 4 árstíðum til að sjá um verkið og
eftir aðeins einn fund var hún alveg komin
með á hreint hvað ég vildi. Hún Elísa er algjör
snillingur þegar kemur að blómaskreytingum
og sá hún um allar blómaskreytingar í salnum,
á kökuna, gerði vönd fyrir mig og annan minni
fyrir dóttur mína sem og blómakrans í hárið
og barmblóm.“
Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að
brúðkaupsdeginum?
„Að njóta dagsins skiptir mestu máli og síð-
an að láta taka nógu mikið af myndum og
myndböndum.
Passa að láta ekki óviðráðanleg atriði eins
og veður eða annað slíkt hafa áhrif.
Til þess að forðast allt stress svona í lokin
er nauðsynlegt að vera búin að
skipuleggja daginn með góðum
fyrirvara.
Þar sem ég byrjaði að
undirbúa daginn mjög
tímanlega náði ég að
njóta undirbúningsins
í botn. Ég mæli líka
mikið með því að
nýta þá hjálp sem
býðst og deila
ábyrgð og verk-
efnum á fólkið sem
þið treystið. Ég fékk
til dæmis nokkrar af
mínum nánustu vinkon-
um og frænkum til að
hjálpa mér að skreyta dag-
inn áður og það endaði í alls-
herjar skemmtun.“
Allir á dansgólfinu
Hvernig var veislan?
„Ég er mjög veisluglöð svo ég þráði stóra
veislu með öllum okkar nánustu sem myndi
vara fram á nótt, sem við og gerðum. Veislan
var haldin í sal Ferðafélagsins og var með
nokkuð hefðbundnu sniði. Við vorum með sitj-
andi borðhald; þriggja rétta matseðil. Grill-
vagninn sá um matinn og 17 sortir um eftir-
réttinn.
Við fengum tvo af okkar bestu vinum til að
taka að sér hlutverk veislustjóra sem heppn-
aðist mjög vel. Mér fannst mjög þægilegt að
hafa veislu-
stjóra sem
þekktu okk-
ur vel svo
þeir gætu
haft dagskrána
sniðna að okkur.
Eftir matinn
kom Hlynur Ben
trúbador og spilaði og
ég held að hver einasti brúð-
kaupsgestur hafi farið á dansgólfið.
Um miðnætti kom Búlluvagninn með ham-
borgara og síðan hélt partíið áfram. Dj Atli
Már sá um tónlist bæði meðan á borðhaldi
stóð og svo eftir miðnætti. Veislan heppnaðist
betur en ég hefði getað ímyndað mér og minn-
ingarnar frá deginum eru ógleymanlegar.“
Ráðleggingar tengdar brúðarvendi
· Fylgdu eigin smekk.
· Gerðu það sem þér finnst fallegt.
· Ekki gera einungis það sem er í tísku.
· Vertu með raunhæfar kröfur þegar
kemur að skreytingum.
Stór og villtur brúðarvöndur
María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar
á snyrtistofunni Hár & dekur. Hún segir aðalatriðið þegar kemur að brúðarvendinum að fylgja eigin smekk og gera raunhæfar kröfur.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Rán Bjargardóttir
Falleg fjölskylda
á brúðkaupsdaginn.
Að finna út eigin stíl og láta
hann koma fram meðal ann-
ars í blómunum skiptir máli.
4 Árstíðir gerði blómin
á brúðkaupsdaginn
fyrir fjölskylduna.