Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 41

Morgunblaðið - 05.04.2019, Page 41
É g hef aldrei haft neinn áhuga á eða beinlínis skilið almennilega borg- aralegar hefðir eins og brúðkaup en ég hef samt gift mig tvisvar áður. Í fyrra skiptið var það meira sem brandari og var ákveðið með mjög litlum fyrir- vara og í seinna skiptið var það gert af prakt- ískum ástæðum. Núna er ég að gifta mig vegna þess að mig raunverulega langar til þess og ég vil að allir viti það.“ Er ákveðin sjálfsvirðing fólgin að þínu mati í að gera hlutina vel? „Já, ég tel mig almennt reyna að gera hlut- ina vel. Í þetta skiptið er ég að vanda mig mjög mikið. Þetta skiptir mig mjög miklu máli. Ég er mjög viss um að ég sé að gera rétt.“ Hvernig er að setja saman tvær fjölskyldur? „Við eigum bæði þrjú börn með öðrum sem eru flest orðin fullorðin. Það er okkar von að allir geti umgengist hver annan af virðingu og sanngirni. Við vonum að við getum orðið ein- hvers konar fjölskylda þar sem fólk getur not- ið hvert annars sem og fengið stuðning hvert frá öðru. Við Bárður viljum bara reynast okk- ar fólki vel og styðja það í hverju sem það tek- ur sér fyrir hendur.“ Hvernig verður brúðkaupið? „Við munum gifta okkur í Hallgrímskirkju og veislan verður í Gamla bíó. Sonur minn Styr mun ganga með mér inn gólfið og gefa mig. Hann hefur verið aðalmaðurinn í mínu lífi og reynst mér einstaklega vel. Ég hef druslað honum út um allan heim í alls konar ævintýri og nú tekur hann þátt í þessu með mér og verður einnig veislustjóri ásamt elsta syni Bárðar. Ég mun leggja áherslu á góða tónlist í veislunni en ég er í hljómsveit með börn- unum mínum þar sem ég spila á trommur. Hugsanlega munum við leggja amerískri vinkonu minni, ljósmyndaranum Ami Sioux, lið, en hún mun spila nokkur lög í veislunni.“ Í hverju verður brúðurin? „Ég verð ekki í hefðbundnum brúðarkjól og ekki í hvítum kjól. Kjóllinn er hannaður af breska hönnuðinum Roksöndu Ilincic og skórnir verða rauðir. Ég verð ekki með slör, hef aldrei skilið það fyrirbæri og tel það vera fyrir hjónabönd þar sem brúð- ur og brúðgumi hafa ekki séð hvort annað fyrr en við athöfn- ina. Ég mun velja mér mjög persónuleg blóm í vöndinn en ég hef mjög ákveðnar skoðanir á blómum. Ég er ekki mikið fyrir rósir og vil helst nota einhver óhefðbundin blóm. Það hefur alltaf skipt mig miklu máli að koma á óvart. Það er ekkert leiðinlegra en það sem er fyrirsjáanlegt. Ég hef leitað í myndlist og kvikmyndir að hugmyndum og stemningu. Skórnir verða ekki ósvip- aðir skóm Dorothy í Galdrakarlinum í Oz. Litir verða svartur, bleikur og rauður. Svo bæti ég bara við eins og hentar. Það liggur vel við mér að leyfa hlutum að gerast óvænt og lifa í núinu. Það er miklu skemmtilegra þegar gefið er rými fyrir hið óvænta.“ Hvernig undirbjóstu hugmyndavinnuna að baki brúðkaupinu? „Ég hef reynt að hafa sem minnst fyrir þessu. Ég er ekki hrifin af því þegar brúðkaup eru of skipulögð og of miklu tjaldað til. Okkur langar bara að eiga fallegan dag og gott partí með fjölskyldu og vinum. Við höfum engan áhuga á að vera eitthvað að sýnast. Við viljum bara vera einlæglega hamingjusöm og njóta þess með okkar nánustu.“ Hvað er ást að þínu mati? „Það sem skiptir mestu máli er gagnkvæm virðing og góðvild. Það þarf líka að vera gaman saman alltaf og maður verður að geta verið al- gerlega heiðarlegur og sagt allt sem maður hugsar. Ég hef aldrei þolað tilgerð og þegar fólk kemur ekki hreint fram. Ef fólk er heið- arlegt hvert við annað verður til traust. Þetta er grundvöllur þess að geta elskað á fallegan hátt.“ Hvað viltu segja við þá sem hafa gefist upp á ástinni? „Vera með opinn huga. Mér finnst margir hafa lokað á möguleikana í lífinu. Svo er mik- ilvægt að geta breyst sjálfur. Skilið gömlu sjálfsmyndina eftir og haldið áfram.“ Hvernig verður brúðartertan, skiptir hún máli? „Nei, ég held ég sleppi henni. Það verður einhver góður eftirréttur með kaffinu.“ Ekki loka á mögu- leikana í lífinu Bárður Sigurgeirsson og Linda Björg Árnadóttir á sól- ríkum fallegum degi saman. Linda Björg Árnadóttir hönnuður, eigandi Scintilla og lektor við Listaháskóla Íslands, ætlar að giftast Bárði Sigurgeirssyni húðlækni hinn 22. júní á þessu ári. Hún hefur verið gift áður en leggur ólíka merkingu í þetta brúðkaup. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Puppy“ blómastyttan sem vaktar Guggenheim safnið er á hugmynda- borði Lindu fyrir brúðkaupið. Litirnir í brúðkaupinu verða verða svartir, bleikir og rauðir. FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 MORGUNBLAÐIÐ 41 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is Glæsilegir kragar við brúðkaupskjólinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.