Morgunblaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Að setja nokkrar friðarliljur í
fallegan pott er gjöf sem hittir
í mark. Friðarliljur fást m.a. í
Blómaval. Kosta 1.579 kr. stykkið.
Himneskt
teppi frá
Dorma.
Kostar
4.290 kr.
Carla skálin frá Day Home er
falleg. Fæst í Heimahúsinu.
Kostar 5.800 kr.
Huggu-
legar
brúðar-
gjafir
Að kaupa brúðargjafir getur verið
ótrúlega skemmtilegt, ér í lagi ef
maður þekkir brúðhjónin vel og
smekk þeirra. Margir hafi tekið upp
á því að velja gjafir úr verslunum
og búa þannig til gjafalista.
Þessar gjafir eru vinsælar
núna í brúðargjafir.
Napoleon lampi
frá PB Home fæst
í Heimahúsinu.
Kostar 27.700 kr.
Globe Ginger Bread
blómapottur fæst í
Epal. Kostar 6.950 kr.
Borðlampi Jwda
light sem fæst í
Epal. Kostar
26.500 kr.
Skurðarbretti
frá Day Home
fæst í Heima-
húsinu. Kost-
ar 10.600 kr.
Það ættu allir að
eiga einn iitala pott.
Þessi fæst í Casa.
Kostar 36.900 kr.
Gestalten
Evergreen
bókin fæst
í Haf Store.
Kostar
7.900 kr.
Launge borð-
stofustóll fæst
í Norr 11.
Kostar
114.900 kr.
Huggu-
legir
klukku-
vísar fást í
Heimahús-
inu. Kostar
8.400 kr.
U m leið og brúðhjón sleppa dúfunum eft-ir athöfnina sveima þær nokkra hringiyfir þeim og gestum þeirra og fljúga
síðan heim á leið,“ segir Ragnar Sigurjónsson,
sem hefur verið að rækta dúfur fyrir svona at-
hafnir í brúðkaupum í áratug.
„Þegar ég færi brúðhjónum hvítu dúfurnar
útskýri ég fyrir þeim þessa brúðkaupshefð og
bið þau að bera fram ósk í hljóði um leið og þau
sleppa dúfunum.“
Stórkostlegt augnablik sem allir muna eftir
Ragnar segist hafa farið af stað með þessa
hugmynd á sínum tíma eftir að hafa séð svona
athöfn í erlendri kvikmynd. Hann segir
Bandaríkjamenn sem dæmi duglega að nýta
sér hvítar dúfur í brúðkaupum. Eins er venjan
viðurkennd t.a.m. á Bretlandi svo dæmi séu
tekin.
Hver man ekki eftir brúðkaupi þeirra Dav-
ids og Viktoríu Beckham sem giftu sig í einu
íburðarmesta hóteli Írlands. Athöfnin sjálf fór
fram í kapellu í garðinum sem er nefnd eftir
Viktoríu Bretadrottningu. Eftir athöfnina var
einmitt hundrað hvítum dúfum sleppt og hófu
þær sig til flugs yfir höfuð hinna 236 veislu-
gesta. Stórfenglegt augnablik sem líður fólki
seint úr minni.
Hvítar dúfur tákna
hamingju og gæfu
Að sleppa hvítum dúfum eftir athöfn í kirkju boðar frið,
hamingju og gæfu í hjónabandinu. Á Íslandi geta brúð-
hjón leigt hvítar dúfur sem þau sleppa eftir athöfnina.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Hvítar dúfur boða frið
og hamingju. Er til eitt-
hvað rómantískara á
brúðkaupsdaginn?