Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Blaðsíða 6
HEIMURINN 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019 Fjöldamorðinginn Charles Manson, sem reyndar lét aðra oftast nær myrða fyrir sig, hefur einnig verið vinsælt umfjöll- unarefni í sjónvarpi og kvik- myndum gegnum tíðina. Nú bíða menn þess að nýjasta myndin, þar sem hann kemur við sögu, verði frumsýnd en hún er eftir engan annan en Quent- in Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood. Tarantino hefur aldrei sparað blóðið í sínum verkum og fyrir vikið gengur Hallie Rubenhold út frá því að framsetningin á morðinu á Sharon Tate og ófæddu barni hennar verði því með myndrænasta móti. Önnur mynd, þar sem Manson kemur við sögu, er væntanleg í maí en þar er kona, Mary Harron, við stjórnvölinn. Ruben- bold telur þó ekki líklegt að það breyti neinu; myndin komi án efa til með að velta sér upp úr morðinu á Tate. Þar mun fókusinn þó vera meira á Manson-fjölskylduna al- ræmdu; handbendi og lærlinga Mansons. Ekki síst stúlkurnar, Leslie Van Houten, Patriciu Krenwinkel, Lindu Kasabian og Susan Atkins. „Þegar allt kemur til alls þá er fólk sem kveikir á sjónvarp- inu, streymir eða kaupir sér bíómiða á þessar blóðugu sýn- ingar að gera það til þess að stara opinmynnt á karla sem breyttu konum í liðin lík,“ segir Rubenbold. Langalgengast er að kvik- myndir og sjónvarpsþættir um fjöldamorðingja hverfist um ódæðisverk þeirra; á því eru þó undantekningar. Má þar nefna My Friend Dahmer eftir Marc Meyers frá 2017 sem byggist að mestu á uppvexti Jeffreys Dahmers sem ólíkt Kobba og Bundy myrti unga karlmenn, nauðgaði þeim látnum og lagði þá sér til munns. Stara á karla sem breytt hafa konum í liðin lík Sharon Tate Hvers vegna vekja grafískarlýsingar á hrottalegummorðum sem framin voru fyrir 130 árum ennþá áhuga okkar? Og hvers vegna hefur morðinginn „költ“-stöðu meðan við vitum sama og ekkert um fórnarlömb hans? Réttið upp hönd ef þið getið nafn- greint eitt af fimm fórnarlömbum Kviðristu-Kobba, eða Jacks the Rippers, sem lék lausum hala um stræti Lundúnaborgar sumarið 1888! Bresk/bandaríski sagnfræðing- urinn Hallie Rubenhold vakti at- hygli á þessu í grein í breska blaðinu The Guardian í vikunni en tilefnið var ný heimildarmynd um Kviðristu- Kobba, sem frumsýnd var á BBC fyrir nokkrum dögum. Þar mun morðunum hafa verið lýst með afar nákvæmum hætti. Ekki svo að skilja að sjónvarpsáhorfendur séu ekki orðnir vanir, jafnvel ónæmir fyrir því að sjá sundurtætt lík í návígi; bæði á morðstað og á krufningar- borðinu. Bauð við lýsingunum Rubenhold er málið skylt en hún vinnur að bók, The Five, um líf kvennanna fimm sem Kobbi sendi yfir móðuna miklu. Þegar hún hóf rannsókn sína bauð henni við lýs- ingum í krufningarskýrslum en vandist þó lýsingunum á endanum; rétt eins og við sjónvarpsáhorfendur höfum vanist ofbeldi og limlest- ingum og kippum okkur ekki lengur upp við slíkt efni, hversu ítarlegt og afgerandi sem það er. Hver kannast ekki við að hafa séð Horatio Caine eða John Luther henda í fleyg um- mæli við hliðina á uppflettu líki? Myrtar aftur og aftur Einmitt þess vegna ákvað Ruben- hold að sleppa þessum lýsingum í bók sinni; horfa frekar til lífs fórn- arlambanna. Búið er að slíta þær nógu oft í sundur. Rubenhold bendir á, að Mary Ann „Polly“ Nichols, Annie Chapman, Elizabeth Stride, Catherine Edd- owes og Mary Jane Kelly hafi ítrek- að verið flettar klæðum, þeim mis- þyrmt og þær myrtar gegnum tíðina. Og líkin svo legið svívirt fyrir allra augum. Allt í boði manns sem enginn veit fyrir víst hver var en er samt ein þekktasta útflutningsafurð bresku þjóðarinnar á sviði menning- ar, ásamt Downton Abbey, Hinriki VIII og Skerjaláka úr Hólminum. „Ég á vont með að skilja hvernig ofbeldi, hvort sem það beinist að konum eða körlum, getur verið af- þreying. Eins flokka ég það ekki undir huggulega kvöldstund að end- uropna 130 ára gamalt morðmál til þess eins að máta nútímatæknina við nokkrar af svívirtustu konum sög- unnar,“ skrifar hún í The Guardian. „Engin rannsókn í samtímanum kemur til með að leysa þessi morð- mál enda vantar meginhluta allra sönnunargagna eða þau voru óáreið- anleg til að byrja með.“ Hjartaknúsari leikur Bundy Það er ekki bara Kviðristu-Kobbi. Kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð- armenn hafa löngum verið með blæti fyrir fjöldamorðingjum. Má þar nefna Ted Bundy sem myrti fjöl- margar konur í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Svívirti þær og jafnvel nauðgaði að þeim látnum án þess að sýna snefil af iðrun. Heimildarmynd um Bundy, Con- versations with a Killer: The Ted Bundy Tapes, sem nýlega kom til sýningar á efnisveitunni Netflix, hef- ur vakið óhug margra. Þá er von á sjöundu leiknu kvikmyndinni um Bundy, Extremely Wicked, Shock- ingly Evil, and Vile, síðar á þessu ári, þar sem hjartaknúsarinn Zac Efron fer með hlutverk morðingjans óforskammaða. Verður hjá því komist? Það val er meðal þess sem Ruben- hold gagnrýnir í grein sinni; að kald- rifjaður morðingi sé leikinn af dálæti yngismeyja. Á móti má þó spyrja: Verður hjá því komist? Þrátt fyrir ógnvænlegt innræti sitt þótti Bundy huggulegur maður og sjarmerandi. Þess utan er það augljóslega áskor- un fyrir leikara eins og Efron að fara í föt illmennis. Eins og flestir þekkja líklega var Bundy dæmdur til dauða fyrir brot sín og tekinn af lífi árið 1989. Búið að slíta þær nógu oft í sundur Hvers vegna er fjöldamorðingjum eins og Charles Manson, Ted Bundy og Kviðristu-Kobba enda- laust hampað í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu með- an við vitum sama og ekkert um fórnarlömbin? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Nokkur af fórnarlömbum Teds Bundys. Aðstandendur þeirra þurfa að búa við reglulega upprifjun á ódæðum hans. Netflix Hver var hinn alræmdi Kviðristu-Kobbi? Geta nútímavísindin sýnt fram á það? fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.