Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2019, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2019 LÍFSSTÍLL Það er notaleg stemning á Kaffi Laugalæksem stendur við samnefnda götu. Inn-réttingar eru skandinavískar og á einum vegg er blómlegt veggfóður sem gefur staðnum hlýlegan blæ. „Þetta eru norrænar plöntur, jurtir eins og rabarbari, fjólur og baldursbrár,“ segir Kristín Björg Viggósdóttir sem á og rekur Kaffi Laugalæk ásamt manni sínum Birni Haukssyni. Staðinn opnuðu þau haustið 2016. Einnig er þar gallerí og barnahorn í sérsal en Kaffi Laugalækur er í fallegu húsnæði þar sem áður var Verðlistinn. Uppi á lofti er svo hostel sem Björn rekur ásamt bróður sínum. „Við byrjuðum með þá hugmynd að vera kaffihús en erum í raun orðin bæði veitinga- staður og bar. Við köllum þetta stundum kaffi- matbar, en hér er opið frá morgni til kvölds alla daga,“ segir Kristín. Allir aldurshópar „Það er nóg að gera hjá okkur og við erum með góðan fastakúnnahóp,“ segir hún og Björn bætir við að dögurðurinn um helgar sé ákaflega vinsæll. „Hingað koma alls konar klúbbar; sauma- klúbbar og fjölskylduhópar. Það er mjög breið- ur aldurshópur, allt frá gamla fólkinu niður í börnin. Svo á kvöldin kemur fólk að fá sér bjór,“ segir hann. „Við erum hverfisveitingahús og svo er þetta eins konar félagsmiðstöð á kvöldin. Við sjáum líka stundum fólk skrifa og sjáum svo síðar að búið sé að gefa út bók eftir viðkomandi,“ segir hún. Listaháskóli Íslands er í nágrenninu og segj- ast þau fá bæði marga nemendur og kennara þaðan. „Svo eru margir fyrrverandi nemendur að sýna hérna í galleríinu. Það eru sýningar kortlagðar út árið.“ Beint frá býli Á matseðlinum eru súrdeigspítsur, hamborgari, veganborgari, súpur og kökur, svo eitthvað sé nefnt. „Við reynum að hafa hráefnið beint frá býli og stílum inn á að hafa fjöldskylduvænan mat- seðil,“ segir Björn. „Við erum með mestu gæðin í kaffi, tei og kjöti. Margir réttir eru nefndir eftir því hvaðan þeir eru en við leggjum mikið upp úr því að vera í nánu samstarfi við birgjana okkar. Sumt hrá- efnið er beint úr hverfinu og annað frá sveita- bæjum á Íslandi. Grænmetið er blandað því það er ekki alltaf hægt að fá það beint frá býli,“ seg- ir hann. Maturinn er bæði fallegur á að líta og afar bragðgóður; það getur blaðamaður vottað! Morgunblaðið/Ásdís Félagsmiðstöð- in í Laugalæk Hjónin Kristín Björg Viggósdóttir og Björn Hauksson leggja mikið upp úr ferskum mat beint frá býli. Kaffi Laugalækur laðar til sín fjölskyldur, saumaklúbba, söng- hópa, rithöfunda, listunnendur og almenna svanga og þyrsta borgara. Staðurinn er allt í senn; kaffihús, bar og veitingastaður enda kalla eigendur staðinn stundum kaffimatbar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Bollakökurnar líta vel út! Það er nóg að gera í eldhúsinu á Kaffi Laugalæk. Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Þvottheldni og slitstyrkur Easy2Clean málningarinnar er algjör bylting á markaðinum. Óhreinindi og fita skilja ekki eftir sig ummerki og litur og áferð málningarinnar helst óbreytt eftir þrif. Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig. Tilboð: 10 lítrar 11.900 kr 200 g suðusúkkulaði 130 g smjör 100 g sykur 3 egg 1 tsk vanillusykur ½ tsk lyftiduft 35 g maizenamjöl KREM 25 g smjör ½ dl rjómi 200 g myntusúkkulaði Stillið ofninn á 175°C á undir- og yfirhita. Smyrjið 24-26 cm smellu- form. Myljið suðusúkkulaði í pott ásamt smjöri. Bræðið við vægan hita og hrærið í, takið síðan af og látið kólna aðeins. Bætið sykri og eggjum í og hrærið vel þar til orðið slétt. Sigtið því næst ofan í hveiti, vanillusykur og lyftiduft og hrærið þar til slétt. Hellið deiginu í smellu- formið og bakið í 40-50 mínútur neðarlega í ofninum en passið að kakan haldist blaut í miðjunni. Hráefnið í kremið er sett í pott við vægan hita og hrært þar til súkkulaðið er bráðnað og er slétt og glansandi. Leyfið kökunni og kreminu að kólna nokkuð og smyrjið svo kreminu yfir. Þessi uppskrift er að- löguð frá Eldhússögum.com. Piparmyntu- súkkulaðikaka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.