Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 1
Við erumöll ljósberar
Glæpir ístríði
Hrafnhildu Si
21.APRÍL 2019SUNNUDAGUR
Járni frá
Anfield
Engin
uppgjöf
Carles Puigdemontegir frá sjálfstæðisbar-ttu Katalóníu, áróðurs-baráttunni við Spánog útlegðinni10
Tommy Smith var einn ságrjótharðasti í sparksögunni 6
s
á
Ástralski Rauðikrossinn hefurkortlagt þástríðsglæpisem aðal-persónurKrúnuleikaeru sekarum 28
L A U G A R D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 93. tölublað 107. árgangur
VANVIRÐING VIÐ
LÍFIÐ AÐ LÁTA
SÉR LEIÐAST
EINYRKI
OG SÖNGVA-
SKÁLD
EFTIRMINNILEG PLATA 44ÞURÍÐUR SÖNGKONA 12
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur
með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar
hrl. til ríkissaksóknara lagt fram
kæru á hendur þeim sem hafa veitt
leyfi fyrir framkvæmdum í Víkur-
kirkjugarði og forsvarsmönnum
framkvæmdaraðila, Lindarvatns
ehf., fyrir að hafa raskað grafar-
helgi. Brotin sem þessir aðilar eru
sakaðir um að hafa framið geta
haft í för með sér sektir og allt að
sex mánaða fangelsisdóm.
Fram kemur í kærunni, sem
Morgunblaðið hefur undir höndum,
að sóknarnefndin telur ljóst að for-
svarsmönnum Reykjavíkurborgar
og Lindarvatns hafi verið kunnugt
um að verið væri að brjóta lög. Er
meðal annars sagt að skipulags-
yfirvöldum borgarinnar hafi verið
kunnugt um að austurmörk kirkju-
garðsins hafi ekki verið við hlið
Landssímahússins. Þá er talið að
óheimilt sé að raska kirkjugörðum
og gröfum á grundvelli ákvæðis
laga um kirkjugarða um friðhelgi
kirkjugarða og grafreita. Jafn-
framt er talið að takmarkanir sem
settar voru við framkvæmdum með
samkomulagi árið 1966 séu enn í
gildi. »2
Víkurgarður til
ríkissaksóknara
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram
í Héraðsdómi Reykjaness þar sem
þess er krafist að Isavia láti af hendi
farþegaþotu sem fyrirtækið kyrr-
setti hinn 28. mars síðastliðinn til
tryggingar nærri tveggja milljarða
skuld WOW air við Keflavíkurflug-
völl. Gerðarbeiðandi er eigandi vél-
arinnar, bandaríska flugvélaleigu-
fyrirtækið Air Lease Corporation.
Í aðfararbeiðninni, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum, er full-
yrt að Isavia skorti lagaheimild til
að halda vélinni. Er þar m.a. bent á
að WOW air hafi ekki haft vélina í
sinni vörslu í kjölfar þess að félagið
var úrskurðað gjaldþrota. Þá hafi
ALC ekki verið tilkynnt um kyrr-
setninguna fyrr en mörgum klukku-
stundum eftir að WOW air bæði
lagði inn flugrekstrarleyfið og úr-
skurður um gjaldþrot lá fyrir. Í rök-
stuðningi með beiðni um aðför að
vélinni segja lögmenn ALC að
Isavia hafi ekki haft heimildir skv.
eigin reglum til þess að veita WOW
air lánafyrirgreiðslu með þeim
hætti sem gert var og að sú fram-
ganga stjórnenda fyrirtækisins
kunni mögulega að baka þeim bóta-
ábyrgð. Þá segir í aðfararbeiðninni
að framganga Isavia kunni að leiða
til þess að flugvélaleigusalar muni
forðast, takmarka eða jafnvel banna
leigutökum véla sinna að beina þeim
um flugvöllinn í Keflavík. Það bygg-
ir ALC á þeirri fullyrðingu að
reynslan af samskiptum við Isavia
sýni að ekki sé tryggt að farið sé að
lögum og birtum reglum. Heimildir
Morgunblaðsins herma að búið sé
að boða til fyrirtöku í héraðsdómi
næstkomandi þriðjudag. Fallist
dómurinn á kröfur ALC mun Isavia
sitja uppi með tveggja milljarða
kröfu á hendur WOW air án veð-
andlags.
Leita atbeina dómstóla
til að fá þotuna afhenta
ALC telur Isavia ohf. hafa farið alvarlega á svig við lög
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Kyrrsett Vél í eigu ALC í vörslu
Isavia á Keflavíkurflugvelli í gær.
MSegja Isavia brjóta lög »22
Fátt er jafn spennandi fyrir ungviðið um þessar mundir og
páskaeggin. Hefur eflaust reynt á þolinmæði margra barna
þar sem þau hafa getað dáðst að eggjunum í allri sinni fegurð
í dagvöruverslunum svo vikum skiptir. Eru ungarnir sem
prýða eggin ekki síður vinsælir, en þeir eru jafn fjölbreyttir
og þeir eru margir.
Það skal þó ósagt látið hvort börnin hafi meiri áhuga á
súkkulaðinu eða kristilegum boðskap páskanna. Eitt er víst;
hátíðin vekur óneitanlega gleði meðal allra landsmanna. »24
Morgunblaðið/RAX
Gleðilega páska
Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar
um umsækjendur um Landsrétt
kom sumum nefndarmanna nokkuð
á óvart þegar hún lá fyrir. Töldu að
minnsta kosti tveir þeirra eftir á að
hyggja að dómarareynsla hefði átt
að vega þyngra við skipun réttarins,
en samkvæmt venju var hún látin
vega jafnt á við reynslu af lögmanns-
og stjórnsýslustörfum. Það kom hins
vegar aldrei til greina að hrófla við
niðurstöðunni eftir að hún lá fyrir,
enda væri þá mögulega verið að
hygla sumum dómaraefnanna á
kostnað annarra. Þá hafði nefndin
ákveðið fyrir fram að hún myndi ein-
ungis nefna þá 15 sem efstir væru
sem hæfasta, en dómsmálaráðherra
lagði til að nefndin nefndi 20.
Þá taldi nefndin sig bundna af lög-
um og reglum um störf nefndarinnar
og því hefðu kynjasjónarmið ekki
verið á meðal þess sem lagt var til
grundvallar. »14
Hefði átt
að vega
þyngra