Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 2

Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 PÁSKAE GGJALEI T TÖLVUTE KS 20.A PRÍL FRÁ 11- 16 PÁSKA FJÖR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Frétta- þjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskrif- endaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12 en lokað er á páskadag og annan dag páska. Síma- númer áskrifendaþjónustunnar er 569-1122 og netfangið er áskrift@mbl.is. Blaðberaþjón- ustan er opin í dag frá kl. 6-12 en lokað er á páskadag og ann- an dag páska. Símanúmer blað- beraþjónustunnar er 569-1440 og netfangið bladberi@mbl.is. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Minningar- greinar vegna útfara þriðju- daginn 23. apríl og miðviku- daginn 24. apríl þurfa að hafa borist blaðinu eigi síðar en á hádegi páskadag, 21. apríl. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Gera refsikröfu vegna Víkurgarðs  Brot á lögunum sem sóknarnefnd Dómkirkjunnar vísar til varða allt að sex mánaða fangelsisvist Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur lagt fram kæru til Ríkissaksóknara „vegna ólöglegs ágangs og rösk- unar á Víkurkirkjugarði“ á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, að því er fram kemur í kæru sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Sóknarnefndin krefst þess að rann- sakað verði hvaða einstaklingar bera ábyrgð á veitingu leyfa til að byggja í kirkjugarðinum og hverjir bera ábyrgð á framkvæmdum. Þá er farið fram á að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar sem bera ábyrgð á deiliskipulagi og forsvars- menn Lindarvatns ehf. sem stendur að byggingu hótels á staðnum „verði látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt“. Er vísað til þess að brot gegn kirkjugarðalögum geti varðað sektum og brot á grafar- helgi allt að sex mánaða fangelsis- dómi. Lindarvatn ehf., dótturfélag Ice- landair Group hf., stendur að bygg- ingu hótels á Landssímareitnum svonefnda og hafa orðið talsverðar tafir sökum deilna er tengjast verndun garðsins. Kærandi telur að Víkurkirkju- garður hafi ekki verið niðurlagður samkvæmt lögum þar sem ekki hafi verið fengin fyrir því samþykkt safnaðarfundar ásamt samþykki prófasts og biskups. Jafnframt séu ákvæði laga skýr um að þrátt fyrir að svo væri eru skilyrði sem upp- fylla þarf fyrir nýtingu niðurlagðs kirkjugarðar. Raska grafarhelgi Í kærunni er vísað til ákvæðis laga um kirkjugarða um að ekki megi nota niðurlagðan kirkjugarð með nokkrum hætti sem er óviðeig- andi að mati prófasts og er sér- staklega tekið fram að í slíkum kirkjugarði „megi ekki jarðrask gera eða reisa nein mannvirki“. Þá segir að enginn vafi sé um að kirkjugarðurinn hafi náð langleiðina að Thorvaldsenstræti og að við framkvæmdir á reitnum fundust líkamsleifar og við gröft fornleifa- fræðinga fundust 32 grafir. „Líkamsleifar þessar voru fluttar á brott til þess að rýma fyrir hinni væntanlegu hótelbyggingu,“ að því er segir í kærunni og er bent á að friðhelgi garðsins hafi enn verið í gildi. Þá er sagt að ekki leiki vafi á að þeim sem bera ábyrgð á fram- kvæmdunum hafi verið kunnugt um að þeir væru að raska grafarhelgi á refsiverðan hátt. Morgunblaðið/Eggert Dómkirkjan Sóknarnefndin telur að brotið hafi verið gegn grafarhelgi. Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vest- an voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíða- svæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Í dag verður veðrið víðast hvar á landinu áþekkt því sem var í gær, hiti 3-12°, léttskýjað og heitast á Norðausturlandi. Í Hlíðarfjalli var talað um að „besti tími ársins“ væri genginn í garð og allt stefndi í fína páskahelgi. Þar verður að vonum opið aftur í dag. Snjórinn er farinn að bráðna í neðstu brekkum skíðasvæðanna en enn má nýta vorfærið víðast hvar. Nýjustu upplýsingar um stöðuna á skíðasvæðunum má finna á mbl.is, sem heldur úti fréttaþjónustu alla páskana. Ágætt færi í brekk- um víða um land  Fínt færi í gær  Svæði opin áfram Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Skíðagarpar eru enn að og nýta færið um páskana. Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að með- altali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda. Þetta segir í nýrri skýrslu ensks ferðavefjar, MyBagg- age, sem gerir árlegan verðsaman- burð á bjór meðal þjóða heimsins. Í könnuninni er talað um pint, sem er tæpur hálfur lítri. Aðeins þrjú lönd slá Íslendinga út. Katar hefur forystu í heiminum um hátt bjór- verð, 1.484 krónur pintið. Þar verður heimsmeistaramótið í knattspyrnu haldið eftir þrjú ár. Svo eru Norð- menn í öðru sæti en þar kostar bjór- inn 1.348 krónur. Þá eru nágrannar Katarmanna í austri hjá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í þriðja sæti og þar kostar bjórinn 1.288 krónur. Ódýrasta bjór í heimi er að finna í Víetnam, pintið á 116 krónur. Fjórði dýr- asti bjórinn á Íslandi Bjór Meðalverð á stórum bjór á Íslandi er 1.258 krónur.  Dýrasti bjór í heimi í Katar Sálmar Hallgríms Péturssonar frá sautjándu öld, þekktir sem Passíusálmarnir, voru að venju lesnir í Hallgrímskirkju í gær, en þeir hafa verið lesnir í heild sinni föstudaginn langa í kirkjunni frá því hún var vígð. Þá hafa sálmarnir verið gefnir út yfir áttatíu sinnum og verið þýddir á mörg tungumál. Þær Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmunds- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir lásu. Um- sjón með lestrinum hafði Steinunn Jóhannes- dóttir, rithöfundur og leikkona. Þá voru gestir hvattir til að taka sínar eigin passíusálmabækur með sér í kirkjuna til að fylgj- ast með lestrinum. Fjöldi fólks hlýddi á upplesturinn, sem notið hefur mikilla vinsælda frá upphafi. Haldnar verða messur um allt land á morgun, páskadag. Páskadagur er í huga kristinna manna dagur fagnaðar, en það var á þeim degi að María Magdalena, María móðir Jakobs og Sal- óme komu að gröf Krists og uppgötvuðu að hún væri tóm. Hafði Kristur sigrað dauðann eftir að hafa sætt pyntingum og krossfestingu. Landsmenn sækja þó ekki allir kirkju á þess- um árstíma; margir nýta frídagana til þess að fara í sumarbústað eða stunda skíði og aðra úti- vist. Aðrir nýta dagana til samvistar við vini eða fjölskyldu heima við. Lásu Passíusálmana í heild sinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Passíusálmar Heildarlestur sálma Hallgríms Péturssonar fór fram í Hallgrímskirkju í gær. Upplesturinn hefur verið haldinn frá vígslu kirkjunnar. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.