Morgunblaðið - 20.04.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Njóttu þess að hlakka til
Cabo Verde með VITA
Flogið með Icelandair
8nætur, 4.–13. nóvember
Verð frá246.100 kr.
á mann m.v. 2 í tvíbýli – allt innifalið!
Club Hotel Riu Funana Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Það er alveg klárt frá okkar hendi að
það þarf að vera þannig að hægt verði
að beygja inn á þessar lokuðu götur
fyrir fólk sem getur ekki gengið lang-
ar vegalengdir og hægt að leggja í
bílastæði fyrir fatlaða,“ segir Þuríður
Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ,
um að Laugavegur í miðbæ Reykja-
víkur verði gerður að varanlegri
göngugötu. Hún segir að upphaflega
hafi verið uppi hugmyndir um að bíla-
stæði fatlaðra yrðu í hliðargötum, en
ÖBÍ hafi ekki talið það ásættanlega
niðurstöðu. Þá hafi fulltrúar samtak-
anna fundað með arkitekt sem kemur
að útfærslu lokunarinnar og að enn
eigi eftir að koma í ljós með hvaða
hætti málið verði leyst af hálfu
borgaryfirvalda.
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, segir flokkinn
ekki á móti göngugötum en að athuga-
semdir flokksins um fyrirætlanir
meirihlutans um að gera Laugaveg að
varanlegri göngugötu snúi að skorti á
nægilegu samráði. Hún segir að mikil-
vægt sé að aðgengi hreyfihamlaðra
verði tryggt með því að heimila sér-
búnum bílum að aka á svæðinu. „Ég
hef verið með tillögu um að leyfa slík-
um bílum að keyra þarna til þess að
hleypa fólki út, en hún var felld.“
„Ég treysti því að þeir sem vinna að
þessu taki þessar ábendingar alvar-
lega, þetta er mjög mikilvægt. Að
mörgu leyti getur Laugavegurinn orð-
ið aðgengilegri fólki með fatlanir en
áður þar sem hann er svolítið þröngur
núna. Bílarnir fá mikið pláss og það er
oft lítið pláss fyrir gangandi þannig að
ég á nú frekar von á því að þetta verði
til bóta fyrir fólk með fatlanir,“ segir
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgar-
fulltrúi Samfylkingarinnar.
Tekist á um samráð
Kolbrún segir alvarlegt að um 250
rekstraraðilar við Laugaveg fullyrða
að það hafi aldrei verið haft samráð
við þá. „Þetta er leiðinlegt að heyra
því meirihlutinn hefur frá því að þetta
kjörtímabil hófst lagt áherslu á mikil-
vægi samráðs.“ Fram kom í umfjöllun
í Morgunblaðinu á miðvikudag að
margir kaupmenn við Laugaveg væru
ósáttir við hugmyndir um að loka göt-
unni fyrir bílaumferð.
„Það hefur verið haft mjög mikið
samráð. Þetta hefur tekið mörg ár og
samráð hefur verið á mörgum stigum,
en ég held að þessu sé engan veginn
lokið. Ef einhverjum finnst þeir ekki
hafa fengið að koma sínum sjónar-
miðum að held ég að það sé ennþá
gott tækifæri til þess fram undan í
þróun lokunarinnar,“ segir Heiða
Björg.
„Ég stend með 90% rekstraraðila
sem hafna þessari lokun fyrir bíla-
umferð. Ég tel að fjölbreytileikinn eigi
að ríkja og þar með talinn fjölskyldu-
bíllinn. Eitt þarf ekki að útiloka annað,
það þarf ekki að loka Laugaveginum
svo að hjólandi og gangandi þrífist
þar,“ segir Vigdís Hauksdóttir,
borgarfulltrúi Miðflokksins. Þá bendir
hún á að stóran hluta stjórnsýslu
borgarinnar og ríkisins sé að finna í
miðborg Reykjavíkur. „Aðgangur
allra landsmanna að þessum stofn-
unum verður að vera greiður og það
er verið að hefta þann aðgang.“
Lýsa áhyggjum af aðgengismálum
ÖBÍ telur mikilvægt að aðgengi hreyfihamlaðra verði tryggt þegar Laugavegur verður göngugata
Minnihlutinn segir alvarlegt að ekki sé hlustað á rekstraraðila Endanleg útfærsla ófrágengin
Vigdís
Hauksdóttir
Kolbrún
Baldursdóttir
Heiða Björg
Hilmisdóttir
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
birtir á facebooksíðu sinni niður-
stöðu talningar sem hann fram-
kvæmdi um nýtingu rýma undir
verslunar- eða annan rekstur á
götuhæð bygginga við Laugaveg
frá Rauðarárstíg, Bankastræti og
Skólavörðustíg. Hann segir ekki
um vísindalega greiningu að ræða
en engu að síður úttekt sem gefi
ákveðna mynd af stöðu mála.
Samkvæmt talningu Guðjóns er
251 rými á þessu svæði, þar af 230
í rekstri og 21 autt eða 8,4%. Þá
eru 150 verslanir í rekstri, veit-
ingahús, barir og kaffihús reynd-
ust vera 65 talsins, en annar
rekstur var í 15 rýmum. Annar
rekstur telst meðal annars vera
söfn, tattú-, rakara- og hár-
greiðslustofur.
Guðjón komst að því að rekstur
er að hefjast á ný í einhverjum
þeirra auðu rýma sem eru á þessu
svæði. Nefnir hann Skólavörðustíg
4, Skólavörðustíg 1a, Laugaveg 6
og Laugaveg 3. Þá segir hann tvö
auð rými á Laugavegi 56, en það
sé vegna þess að þar eru í gangi
framkvæmdir.
Aðeins 8,4% ekki í rekstri
SEGIR FÁ AUÐ RÝMI Í MIÐBÆNUM
Morgunblaðið/Hari
Laugavegur Rekstur er í miklum meirihluta rýma í götuhæð í miðbæ Reykjavíkur.
Loftslagsverkfall var haldið níunda föstudaginn í röð á
Austurvelli í gær. Mótmælin voru þögul í tilefni föstu-
dagsins langa, auk þess sem loftslagsváin var sögð
„þögul ógn“. Það má því segja að það hafi verið tákn-
rænt er drunurnar í olíuknúinni flugvél Icelandair rufu
kyrrðina, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þögult uns flugvélagnýr fyllti hlustir
„Þetta hefur allt saman gengið
mjög vel og engir hnökrar á
þessu,“ segir Flosi Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Starfsgreinasam-
bandsins (SGS), um kosningakerfið
Valmund, sem Advania hefur þró-
að, en um þessar mundir fara fram
29 mismunandi kosningar hjá
verkalýðsfélögunum um Lífskjara-
samningana svonefndu. Þar af eru
18 þeirra á vegum SGS. „Þetta eru
átján mismunandi kosningar hjá
okkur og um 36.000 félagsmenn
sem hafa atkvæðisrétt í þeim.“
Flosi bendir á að þetta sé ekki í
fyrsta sinn sem sambandið fari í
rafræna atkvæðagreiðslu en árið
2015 hafi þurft að senda hverjum
einasta félagsmanni lykilorðið í
pósti. Nú sé hins vegar hægt að
nota rafræn skilríki við kosn-
inguna, sem einfaldi ferlið umtals-
vert. „Við vonumst til þess að fólk
kjósi bara í símanum sínum,“ segir
Flosi.
Hann segir hins vegar of
snemmt að segja til um hvað þetta
muni þýða fyrir kjörsókn, en bend-
ir á að til dæmis VR hafi tekið
tæknina í notkun með góðum
árangri. „Það verður ekki hægt að
segja að það sé erfitt að greiða at-
kvæði.“ Þá sé í boði fyrir þá sem
vantreysta tækninni að greiða at-
kvæði utan kjörfundar á skrifstofu
sambandsins.
Flosi bendir á, að þótt búið sé að
semja sé enn eftir að staðfesta
samningana, og því sé mikilvægt að
fólk taki þátt í kosningunum, en
þeim lýkur næstkomandi miðviku-
dag. sgs@mbl.is
Kjósi um lífskjörin
í símanum sínum
SGS tekur Valmund í þjónustu sína