Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum sp ör eh f. Sumar 24 Í þessari töfrandi ferð til Portorož í Slóveníu og Riva del Garda á Ítalíu upplifum við óviðjafnanlega náttúrufegurð og menningu ásamt því að hafa góðan tíma fyrir slökun og rólegheit. Istríaskaginn bíður okkar með suðrænum blæ og töfrandi ferðum og við siglum m.a. til eyjanna Isola og Piran og heimsækjum listamannabæinn Rovinj og lista- og menningarborgina Veróna. 19. - 31. ágúst Fararstjórn: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 299.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Portorož&RivadelGarda Þá er búið aðbirta skýrsluna. Eftir tveggja ára þrotlausa rann- sókn er hún komin fyrir augu almennings og niðurstaðan er skýr: Trump forseti sat ekki á svik- ráðum með Rússum. En þá segja þeir sem vilja hanga á málinu eins og hundur á roði: „En það eru nokkrar yfirstrikaðar línur í skýrsl- unni. Þar hlýtur glæpinn að vera að finna.“    Engu breytir þó að háttsettirdemókratar séu búnir að skoða stærstan hluta þessara yfirstrikuðu lína og engu hefði heldur breytt þó að hvert orð hefði verið birt.    Ákveðinn hópur ætlaði að notamálið pólitískt og ætlar ekki að láta skýrslu sem kemur vel út fyrir forsetann eyðileggja það. Breytir engu heldur þótt höfundur skýrsl- unnar og hans lið hafi beitt öllum ráðum til að klófesta forsetann en ekki tekist.    Eitt það helsta sem notað verðureru þau orð skýrslunnar um það hvort forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar, að „þó að niðurstaða skýrslunnar sé ekki að forsetinn hafi framið glæp hreinsar hún hann ekki heldur“.    Leiðarahöfundar The Wall StreetJournal, sem hafa það fram yfir flesta slíka að reyna að fjalla af sanngirni um Trump, segja þetta „ódýrasta skot“ Mullers skýrslu- höfundar.    Verkefni af þessu tagi gangi ekkiút á að hreinsa, heldur að kanna hvort nægar sannanir séu til að sækja til saka. Svo var ekki. Ekkert fannst þrátt fyrir mikla leit STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Áformað er að svonefnt Hraun- hlaup, utanvegahlaup í Mývatns- sveit, verði árlegur viðburður en það var fyrst haldið í fyrra. Hlaupið í ár fer fram 24. maí. Það er 9,4 km langt og mun hefjast við inngang í Dimmuborgir. Síðan hlaupa keppendur eftir Kirkju- hringnum og fara út í gegnum Gat- klett í átt að Hverfjalli en markið er við Jarðböðin. Fjörutíu tóku þátt í hlaupinu á síð- asta ári en gert er ráð fyrir að þeim fari fjölgandi ár frá ári og verði allt að 150 árið 2021. Mývatnsstofa hefur fengið sér- stakt leyfi hjá Umhverfisstofnun fyrir hlaupinu næstu þrjú ár en Dimmuborgir eru friðlýstar sem náttúruvætti. Þar er óheimilt að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir, spilla gróðri eða trufla dýralíf í náttúruvættinu. Stofnunin telur að hlaupið hafi ekki neikvæð áhrif á verndargildi svæðisins en hlaupið verði eftir eftir stígum alla leið. Þá fari hlaupið fram á tíma þegar gestafjöldi sé lítill og háannatími ferðaþjónustunar ekki hafinn. Morgunblaðið/GSH Dimmuborgir Hraunhlaupið verður við Mývatn síðasta föstudag í maí. Hraunhlaupið við Mývatn verður árlegt Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bók- anir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. „Það er nóg af bölmóði og leiðindum og því ánægjulegt að segja frá því að það lít- ur ágætlega út með bókanir í sumar hjá Circle Air. Það er ekki síst því að þakka að það er áberandi mikil fjölgun skemmtiferðaskipafarþega á landinu öllu, sem sumir hverjir hafa pantað fram til 2021. Það munu til dæmis 175 þúsund manns koma til Akureyrar með skemmtiferðaskipum nú í ár og það munar um minna,“ segir Þorvald- ur Lúðvík í samtali við Morgunblaðið. Circle Air er einnig með starfsemi í Reykjavík. „Við verðum bæði á Akur- eyri og í Reykjavík í sumar,“ segir hann en Circle Air er samstarfsaðili austurríska þyrlufyrirtækisins Heli Austria á Íslandi. Sagt var frá fyrir- ætlunum Heli Austria um björgunar- flug á Suðurlandi í ViðskiptaMogg- anum í gær. Þorvaldur Lúðvík segir að Circle Air muni fá tveggja hreyfla þyrlu frá Heli Austria til afnota á næstunni sem einnig getur nýst ef á þarf að halda í björgunarflug. „Þyrlan verður klár í þau verkefni sem og önn- ur.“ Sex þyrlur frá Heli Austria verða á landinu í sumar eins og fram kom í frétt ViðskiptaMoggans í gær. tobj@mbl.is Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út  Munar mjög um farþega sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum Flug Meðalaldur þyrlna Heli Austria hér á landi er níu mánuðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.